Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „AF hverju ekki bara að miða við bankastjóra? Þeim hefur gengið mjög vel.“ Þetta segir Lúðvík Berg- vinsson, þingflokksformaður Sam- fylkingar, um ummæli Kristjáns Gunnarssonar, formanns Starfs- greinasambandsins, sem sagði í Morgunblaðinu í gær að hægt væri að leysa kjaramál félaga í SGS „með einu pennastriki ef við fengjum að tengja okkur við þingfararkaup“. Kristján sagði þá hugmynd hafa komið upp vegna kröfugerðar í komandi kjarasamningum og hún væri athyglisverð enda hefði þing- mönnum „gengið miklu betur en okkur“. Laun þingmanna eru ákveðin af kjararáði, en þingfararkaup hækk- aði síðast 1. júlí síðastliðinn, úr rúm- um 517.000 krónum á mánuði í 531.000 krónur. Lúðvík segist ekki átta sig á því hvers vegna Kristján tali um að miða skuli við þingmenn fremur en einhverja aðra. „En ef menn vilja miða við þá sem vel hefur gengið er það sjálfsagt hið besta mál,“ segir hann. Lúðvík segist telja að laun þing- manna hafi batnað mikið undanfar- inn áratug. „En almennt held ég að kjaraviðræður í haust eigi fyrst og fremst að snúast um það að lyfta lægstu launum,“ segir hann. Hugs- anlega eigi ríkið einnig að skoða sína aðild að þessu máli og reyna að koma til móts við það fólk með ein- hvers konar skattalækkunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir SGS sjálft ráða því hvað miðað sé við í kjarasamningum. „Þeir velja sér sínar viðmiðanir og ef það eru þingmenn sem þeir vilja vísa sér- staklega í er það auðvitað þeirra val,“ segir Arnbjörg. Hún bendir á að þingmenn taki ekki sjálfir ákvarðanir um laun sín, heldur séu þau ákvörðuð af kjararáði. Ögmund- ur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, bendir á að fyrir stuttu hafi þær breytingar verið gerðar á ákvörðunum um þingfar- arkaup að þær ættu að endurspegla almennar launahækkanir á markaði. „Þannig að þarna væru menn óneit- anlega farnir að bíta í skottið á sér hvað það snertir,“ segir Ögmundur. „Hitt er svo annað mál að á íslensk- um launamarkaði almennt hefur mismunur á milli þeirra sem lægstir eru og hæstir verið að aukast,“ seg- ir hann. Þar sé komin sú hugsun sem Kristján Gunnarsson orði í ummælum sínum, að sjái til þess að hinir lægra launuðu fylgi að lág- marki þeim sem ofar standa. „Þá væri fundinn einhver hópur sem væri notaður þar að viðmiði. Þessa hugsun felli ég mig mjög vel við, að það verði sammælst um það á launamarkaði að draga úr kjaram- uninum sem þar er við lýði.“ Ekki fjarri framhaldsskólum Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur þingflokks Frjálslynda flokks- ins, kveðst telja að þingfararkaup sé í sjálfu sér ekki góður mæli- kvarði fyrir almennan vinnumark- að. „Ég held að menn verði bara að horfa á það eins og það er. Það hef- ur að vísu lagast frá því ég kom á þing fyrir sextán árum, en þá var þingfararkaup ekki mjög beysið,“ segir Kristinn. Laun þingmanna séu í dag ekki hærri en svo að „ég hugsa að forystumönnum í fé- lagasamtökum og fyrirtækjum séu almennt greidd hærri laun“, segir Kristinn. Vissulega hafi þingmenn ágæt laun, að minnsta kosti ef mið- að er við verkamenn og ófaglærða. „Ég hugsa að þetta sé ekki fjarri því sem framhaldsskólakennarar geta fengið, að vísu með einhverri vinnu umfram vinnuskyldu.“ Siv Friðleifsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokks, bendir líkt og Arnbjörg Sveins- dóttir á að laun þingmanna séu ákvörðuð af kjararáði og þeir hafi ekkert um sín kjör að segja. „En það eru auðvitað frjálsir samningar í landinu svo ef SGS vill tengja sig við einhvern er það mál sem þeir ræða við sína viðsemj- endur.“ Framsóknarmenn deili hins vegar þeim áherslum SGS að hækka eigi lægstu laun og horfa sérstaklega til umönnunarstétta og til þess að útrýma launamun kynjanna. „Af hverju ekki að miða frem- ur við laun bankastjóra?“ Verkalýðsfélög væru að bíta í skottið á sér óski þau þess að tengja laun félagsmanna við þingfararkaup, segir þingflokksformaður Vinstri grænna                                           !  "  #  $ %  $ # " !    &  '( ) '* +)   & ,' Morgunblaðið/Kristinn Góð laun? Þingfararkaup er nú um 531.000 krónur á mánuði og hefur hækkað um 74,8% frá árinu 2000. Það er ákveðið af kjararáði. KONA á fertugsaldri var handtekin í Vestmannaeyjum síðdegis á miðviku- dag, grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, til Selfoss til að hægt væri að færa hana fyrir dómara Héraðsdóms Suður- lands á Selfoss innan tilskilins frests en ekkert áætlunarflug var til Eyja í gær vegna veðurs. Dómari tók sér frest til klukkan 16.00 í dag til að kveða upp úrskurð. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var tilkynnt um eld í íbúð á mið- hæð í þriggja hæða húsi rétt eftir klukkan fjögur á miðvikudag. Íbúar á jarðhæð hússins urðu varir við eldinn og komust út í tæka tíð en að öðru leyti var húsið mannlaust – á efstu hæð býr þriggja manna fjölskylda. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluverðar skemmdir urðu á íbúð- inni þar sem eldurinn kviknaði. Aðrar íbúðir skemmdust minna. Fljótlega vaknaði grunur um að kveikt hefði verið í og var húsráðandi handtekinn. Þá var konan undir áhrif- um áfengis. Er þar um sömu konu að ræða og varð fyrir líkamsárás sl. sunnudag, en þá er talið að hún hafi verið slegin í höfuðið með glerösku- bakka en konan var flutt höfuðkúpu- brotin á heilsugæslustöð. Grunuð um íkveikju Flutt með þyrlu og færð fyrir dómara TIL STENDUR að endurskoða reglugerð um tæknifrjóvgun. Meta skal m.a. hvort einhleypar konur fái að gangast undir tæknifrjóvgun. Þetta kemur fram á vef heilbrigðis- ráðuneytisins. Þar kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, láti nú endurskoða og meta reglugerðina um tæknifrjóvgun sem að stofni til er frá 1996. Hvatt til breytinga á lögunum Fram kemur að tilmæli hafi borist frá ýmsum aðilum, m.a. frá Samtök- um atvinnulífsins, þar sem ráðuneytið hefur verið hvatt til að breyta lögum, eða reglugerð um tæknifrjóvgun, með það að markmiði meðal annars að heimila einhleypum konum að gang- ast undir tæknifrjóvgun. Eins og málum er fyrirkomið nú eru tæknifrjóvganir skilyrtar við kon- ur sem eru í hjúskap, staðfestri sam- búð eða í óvígðri sambúð. Þetta þýðir að kona í föstu óskráðu sambandi á ekki rétt á tæknifrjóvgun. Einhleypum konum verði heimil tækni- frjóvgun? ÖKUMAÐURINN ungi sem klessu- keyrði bifreið sína á Kringlumýrar- braut seint á þriðjudagskvöld er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna. Mikil mildi þótti að hann og farþegi bílsins hafi slopp- ið nær ómeiddir. Rannsókn málsins gengur vel, að sögn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, en töluverðan tíma mun þó taka að komast til botns í málinu. Meðal annars er beðið eftir niður- stöðum úr blóðrannsókn, en af þeim má ráða með fullri vissu hvort pilt- urinn hafi verið óhæfur til aksturs. Af öndunarsýni sem pilturinn lét í té var ekki að ráða að um ölvunarakst- ur hafi verið að ræða, en fíkniefna- próf gaf jákvæða svörun. Ekki fæst uppgefið hvaða fíkniefni um ræðir. Þar að auki er hægt að greina frá því að pilturinn ók án ökuréttinda, en hann hafði áður verið sviptur þeim. Var undir áhrifum efna ♦♦♦ ♦♦♦Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RÁÐUNEYTI þurfa að efla stefnu- mótun stofnana sem undir þau heyra og jafnframt þarf að bæta upplýs- ingaflæði milli ráðuneyta og stofn- ana auk þess sem fagráðuneyti þurfa að bæta fjárlagavinnu sína. Meiri vinnu þarf þá að leggja í þróun ár- angursmælikvarða. Þetta eru meðal ábendinga for- stöðumanna ríkisstofnana sem koma fram í nýrri könnun á stjórnun og starfsmannamálum ríkisstofnana sem unnin var af Ómari H. Krist- mundssyni dósent við Háskóla Ís- lands. Í henni kemur fram að for- stöðumenn telja mikilvægustu úrlausnarefnin í starfsmannamálum þau að færa regluverk nær því sem gerist á einkamarkaði. Telja þeir að lög og reglur, einkum um uppsagnir, séu íþyngjandi. Þá þurfi að draga úr miðstýringu launaákvarðana, þróa stofnanasamninga áfram og auka svigrúm forstöðumanna til að ákvarða laun. Einnig þurfi að bæta sí- og endurmenntun starfsmanna. Með könnuninni var í fyrsta skipti safnað heildstæðum upplýsingum um flesta þá þætti sem varða stjórn- un og stjórnunartengda þætti hjá ríkisstofnunum og telur skýrsluhöf- undur að upplýsingarnar muni nýt- ast við mótun áherslna í starfs- mannamálum og við þróun stjórnunaraðferða hjá ríkinu. Um sé að ræða mikilvægt stöðumat sem nýtist til samanburðar þegar skoðað verði í framtíðinni hvernig stjórnun- arhættir ríkisins hafa þróast. Að sögn Hauks Ingibergssonar, formanns Félags forstöðumanna rík- isstofnana, er könnunin mjög mark- tæk í ljósi góðrar þátttöku. Stofn- unum ríkisins stjórna um 200 forstöðumenn og segir Haukur mik- ilvægt að starfsumhverfi þessara stofnana sé gott, einkum í ljósi þess að þeim hefur verið komið á fót sam- kvæmt lögum frá Alþingi og eiga að veita almenningi mikilvæga stjórn- sýslu og þjónustu frá degi til dags. „Það fer fram margvísleg starf- semi á vegum ríkisstofnana og könn- unin endurspeglar fremur jákvæð viðhorf forstöðumanna gagnvart starfsumhverfinu,“ segir hann. „Það er t.d. augljóst að þeir telja að síð- ustu kjara- og stofnanasamningar hafi leitt til framfara í launaákvörð- unarumhverfinu. Hins vegar skapa starfsmannalögin ríkisstofnunum óviðunandi umhverfi, einkum hvað snertir ráðningar og uppsagnir starfsmanna. Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að ríkisstarfsemi er þjónustustarfsemi af ýmsu tagi. Það er umhugsunarefni hvort um hana eigi að gilda sérstök starfsmannalög þegar sama þjónusta er rekin af öðr- um aðilum. Það má spyrja sig hvort jafnfámenn þjóð eigi að hafa skiptan vinnumarkað eftir því hvort unnið sé á vegum ríkis, sveitarfélaga eða al- menns markaðar. Velta má fyrir sér hvort ekki væri skilvirkast að hafa eina löggjöf á þessu sviði sem gildir fyrir allan vinnumarkaðinn.“ Könnunin felur í sér ólíka afstöðu forstöðumanna til samskipta við þau ráðuneyti sem þeir heyra undir. Þannig sögðust 43% ekki fá gagn- lega endurgjöf vegna starfa sinna en 33% voru ánægð með þau mál. 65% voru almennt ánægð með samskipti við ráðuneyti en 24% óánægð. „Nú þegar niðurstöðurnar liggja fyrir þurfa forstöðumenn, ráðuneyti og stjórnmálamenn að fara yfir þær því hér er kominn góður upplýsinga- grunnur sem getur vel nýst í aðgerð- um til að bæta að ríkisreksturinn.“ Starfsmannalögin íþyngj- andi að mati forstöðumanna Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnsýsla Stofnunum ríkisins stýra um 200 forstöðumenn og virðist sem tveir þriðju þeirra séu ánægðir með samskipti sín við ráðuneytin. Heildstæðar upplýsingar um starfs- mannamál komnar fram með könnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.