Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi minn var mjög góður við mig. Við skoðuðum frímerki saman og hann sýndi mér skemmtilegar bækur. Afa fannst gaman að taka af mér myndir og setja þær í albúm og mér fannst gaman að skoða myndirnar. Núna er afi kominn til himna og líður betur, það finnst mér gott. Ég elska þig, afi. Þinn, Egill Andri. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigurður EgillGuðmundsson fæddist í Reykjavík 4. apríl 1934. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Benediktsson tré- smiður, f. 23.10. 1898, d. 22.6. 1986 og Helga Sigurð- ardóttir sauma- kona, f. 25.8. 1903, d. 20.3. 1979. Syskini Sigurðar eru Þorbergur Benedikt, f. 22.5. 1935, Friðrik Ingi, f. 23.6. 1939, Guðbjörg Kristrún, f. 29.4. 1942, og Jóhanna, f. 10.1. 1946. Árið 1962 kynntist Sigurður eiginkonu sinni, Ritu Jóhann- esdóttur, f. 8.12. 1942. Þau gengu í hjónaband hinn 20.2. 1965. Börn þeirra eru Jónína Helga, f. 13.5. 1966, gift Bradley Skaggs, f. 24.1. 1967 og Jóhannes Níels, f. 18.4. 1970, sambýliskona Anna Eygló Karls- dóttir, f. 24.10. 1976. Börn þeirra eru Egill Andri, f. 5.9. 1999 og Birta Magnea, f. 19.6.2005. Sigurður lærði rafvirkjun hjá Gísla í Raforku og síðar í Vélskólanum í Reykjavík Árið 1962 hélt Sigurður til Hamborgar í Þýskalandi til að nema rafeinda- tækni. Þar dvaldi hann í fimm ár en fluttist árið 1967 ásamt eig- inkonu sinni og dóttur til Íslands. Alla starfsævi sína að námi loknu átti Sigurður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur/Orkuveitunni, lengst af á mælastöðinni en síð- ustu tvö ár sín í starfi starfaði Sigurður á minjasafni Orkuveit- unnar. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Það var í ágúst árið 1998 sem við hittumst fyrst en þá kom ég í mat- arboð á Hjarðarhaganum hjá ykkur Ritu. Það var mikil spenna í loftinu og þið svo sannarlega tilbúin að bjóða mig velkomna í fjölskylduna ykkar. Við þessi fyrstu kynni komu notalegheit þín, greiðasemin og góða nærveran í ljós, allir góðu eiginleikar þínir sem ég hélt svo áfram að njóta frá þér. Við ferðuðumst til Þýskalands, Ameríku, nutum lífsins á Bahama- eyjum og fórum í leikhús í London. Þú hafðir svo gaman af að ferðast, gaman af nærveru fólks og spjalli en þú hafðir líka mikinn áhuga á þeim stöðum sem við skoðuðum án þín, því fólki sem við hittum og þú skráðir öll okkar ferðalög nákvæmlega niður og naust þess að heyra ferðasögur okk- ar. Þú lést þig varða alla sem ég þekki, foreldra, bræður, bræðra- börn, frændfólk og vini, lærðir af- mælisdaga allra og fylgdist með lífi þeirra og líðan. Það var stórt pláss í hjarta þínu, þú vildir öllum það besta og varst tilbúinn að leggja þitt af mörkum til að það mætti verða. Það fór ekki fram hjá neinum sem kynntist þér hve gaman þú hafðir af myndatökum. Hvert sem þú fórst var myndavélin með í för og sama hve þreytt við vorum á uppstillingum og flassi þá tókst þú myndir. Þú viss- ir sem var að eftir nokkra daga skemmtum við okkur við það að skoða myndirnar og að þær geymdu minningar sem við nytum þess að eiga. Þú ert sá eini sem ég hef þekkt sem aldrei horfðir á sjónvarp, áhugi þinn lá annars staðar. Ættfræði átti stóran hluta af áhugasviði þínu, him- ingeimurinn, stjörnurnar og frí- merkin. Þú nýttir tíma þinn við að grúska, skipuleggja og skrifa um áhugamál þín og fræddir okkur um það helsta. Börnunum mínum varstu yndis- legur afi, þau voru þér svo mikilvæg og allt sem þau gerðu sagðir þú vera ógleymanlegt. Þú ljómaðir í kringum þau og Egill Andri okkar hafði svo gaman af að fá að skoða dótið þitt, stússast með lestina, taka bréfið af frímerkjunum og skoða albúmin, sem skipta tugum og geyma myndir af honum einum. Birtu Magneu litlu fylgdist þú með úr meiri fjarlægð og veikinda þinna vegna gastu ekki allt- af fylgt litla orkuboltanum okkar eft- ir. Í júlí fyrir rúmu ári síðan greindist krabbameinið. Þú varst sannfærður um að vinna meinið, hélst í sterka trú þína og hélst áfram að lifa lífinu á þinn máta. Ég var oft full efa um að þú segðir mér rétt frá veikindum þínum, alltaf sannfærð um að þú værir veikari en þú lést uppi og stundum pirruð á hve þú sagðist vera hress. Eftir erfið veikindi í ágúst síðastliðnum var ég viss um að þú kæmist ekki heim aftur en þú ætl- aðir þér, ætlaðir þér fleiri daga, ætl- aðir þér að komast í afmælið hans Egils Andra og ætlaðir þér í sveita- ferð. Baráttuþrek þitt var öllum sem á horfðu fyrirmynd og þú lést okkur vita og undirbjóst okkur þegar þú vissir að sjúkdómurinn yrði ekki sigraður. Síðustu dagarnir voru þér erfiðir en í heimsókn okkar Egils Andra og Birtu Magneu til þín dag- inn fyrir andlátið brostir þú síðasta brosinu til barnanna, þínu einstaka brosi og geymi ég þá minningu um alla tíð. Sofðu rótt, elsku Siggi. Anna Eygló. Ég vil segja nokkur orð um Sigga bróður minn sem var elstur af okkur systkinunum. Við söknum hans úr hópnum. Hann var hjartahlýr og góðmenni sem aldrei mátti sjá flugu gert mein. Hjá Sigga var fjölskyldan alltaf númer eitt og hann lifði fyrir þau. Eiginkonan Rita, börnin Jónína Helga og Jóhannes Níels svo ég tali nú ekki um barnabörnin og auga- steinana hans, Egil Andra og Birtu Magneu. Síðustu dagana á sjúkra- húsinu var hann umvafinn fjölskyld- unni sinni og myndum af þeim og segir það meira en þúsund orð. Ein- stakt þótti mér að sjá hvernig Anna tengdadóttirin stóð við hlið hans og Ritu og var þeim innan handar, tilbú- in að aðstoða jafnt sem hans eigin börn. Siggi mat mikils foreldra sína og tengdaforeldra. Tengdaforeldrarnir Jóhannes og Paula voru frá Þýska- landi og hann naut þess að ferðast um Ísland með þeim því hann var svo stoltur af fagra fróninu okkar. Siggi naut þess einnig að ferðast erlendis og alltaf var gaman að heyra ferða- sögurnar hans og sjá myndirnar frá fjarlægum stöðum. Sem unglingur var Siggi í sund- félaginu Ægi. Ég man sérstaklega eftir því þegar hann kom heim ásamt liðinu sínu að keppni lokinni í vöfflur og kakó heima hjá mömmu. Í sjö- tugsafmælinu hjá Sigga voru saman komnir gamlir félagar úr Ægi og mér þótti svo vænt um að sjá hvernig Siggi, vinur vina sinna, var búinn að halda ævilöngum tengslum við þessa gömlu og góðu félaga. Bróðir minn var einn af færustu mönnum í ættfræði Íslendinga. Hann hafði það víðtæka þekkingu á ættfræðinni að best væri að líkja honum við Íslendingabók í tölvum nútímans. Hann hafði frásagnar- gleðina frá móður okkar og ég man hvernig við hlustuðum spennt saman á sögur af forfeðrunum. Ógleymanlegar eru þær minning- ar sem við eigum eftir svo mörg ár af ánægjulegum stundum. Í september 2006 fór Siggi ásamt fjölskyldu sinni til New York vegna afmælis dóttur sinnar og tengdasonar. Ég var með í þeirri ferð og mun varðveita minn- inguna. Það var umtalað hvernig hann lék á als oddi og gleðin skein af honum jafnvel þótt veikindin væru byrjuð að hrjá hann. Undir lokinn drýgði hann hetju- dáð í baráttu sinni við illvígan sjúk- dóm. Hann bar höfuðið hátt og kvartaði aldrei á meðan hann barðist áfram dag frá degi. Hann var sterk- ur maður og góð sál og hann skilur eftir sig þá miklu góðmennsku sem hann gaf út í umhverfi sitt. Ég bið guð að gefa honum hvíld og ró og blessa sálu hans að eilífu og ei- lífu. Guðbjörg (Systa). Siggi frændi var gull af manni að vera. Frá honum stafaði kærleikur og hlýja og alltaf hafði hann góð og uppbyggjandi orð að segja við mig á meðan ég óx frá dreng til manns. Í mínum augun var hann ávallt fullur af visku og tilbúinn að miðla þekk- ingu til okkar sem yngri erum. Ætt- fræðin var hans aðaláhugamál og ósjaldan gat hann rakið aftur ættir okkar og þá ekki bara nöfn forfeðr- anna heldur einnig sögur úr lífi þeirra. Hann veitti mér alltaf hvatn- ingu og hann hafði svo ótakmarkaða trú á okkur öllum í fjölskyldunni. Hann var góðmenni og gaf mikið af sér. Börnin hans Nína og Hanni hafa alltaf verið mér góðar fyrirmyndir. Elsku Ríta og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Þú ert á stað sem þú vannst þér fyrir, hjá okkur hinum er nóttin svo myrk, En þú ert á himnum og vakir oss yfir og verndarhöndin þín gefur oss styrk. Megir þú hvíla í friði, elsku frændi minn. Helgi Þór Guðmundsson. Nokkurra ára gömul var ég spurð hvort ég ætti systkini. „Nei“ systkini átti ég ekki „bara þrjá bræður og eina frænku“. Peðið, örfárra ára, gerði sér ekki grein fyrir muninum á bræðrum og frændum, kannski vegna þess að frændurnir voru eins og bræður og voru að auki móður- bræður mínir. Sigurður Egill Guðmundsson, móðurbróðir minn, var elstur af fimm börnum ömmu og afa. Hann var fyrstur til að fara í nám erlendis, gifta sig og fara að búa. Á skólaárun- unum í Þýskalandi kynntist hans ástinni sinni og ævifélaga Rítu Lo- renzen Jóhannesdóttur og fylgdi hún honum til Íslands. Þau eignuð- ust tvö börn, tengdabörn og tvö barnabörn og var þessi litla fjöl- skylda hans Sigga honum allt, ást hans og yndi, gleði og stolt. Í veik- indum hans stóðu þau öll sem eitt þétt við hlið hans og fylgdu honum síðasta spölinn. Það hefur verið erfitt fyrir Nínu mína og Brad að ferðast reglulega milli heimsálfa í veikindum föður hennar og vera að auki með fyrirtæki bæði í New York og San Francisco. Og Anna mín og Hanni minn hafa bæði tvö verið eins og klettar við hlið Sigga og Rítu á þess- ari erfiðu göngu, þannig að leitun er að öðru eins. Hvað hann Siggi var lánsamur að eiga svona góða fjöl- skyldu. En minningin lifir og það gera gildin líka og gildin hans Sigga frænda voru góð og sterk og munu lifa með afkomendum hans. Siggi var mjög trúaður. Við vorum alin upp við það hjá ömmu. Á hverju kvöldi bað hann fyrir okkur öllum í fjölskyldunni, signdi yfir myndir af okkur og bað fyrir bæði lifendum og látnum. Hann gaf sér góðan tíma í þetta og það mátti alls ekki trufla hann á meðan. Ég veit að fallegar bænir hans hafa skilað sér til okkar allra og bið að bænir okkar skili sér líka til hans. Trúr og tryggur var hann alltaf og hringdi í bræður sína og systur, sem honum þótti svo vænt um, meðan heilsan leyfði. Amma og afi, Helga og Guðmund- ur, bjuggu börnum sínum og barna- börnum gott heimili. Uppeldið var ástríkt og börnin alltaf í forgangi og miðdepill alls. Um hverja helgi hitt- ust allir heima hjá þeim. Amma í eld- húsinu með standandi veislu allan daginn. Þá var hent í hjónabands- sælu, vöfflur, pönnsur, og heitt súkkulaði á mettíma og alltaf verið að bjóða meira. Tilhlökkunin var mikil að Siggi, Ríta, Nína og Hanni kæmu og auðvitað allir hinir sem voru á landinu á hverjum tíma því mikið var um ferðalög og búsetu fjöl- skyldumeðlima erlendis. Þá var oft glatt á hjalla og lifa þessar minning- ar með okkur í fjölskyldunni. Það er stórkostlegt að skoða „fjölskyldu- fjársjóðinn“ frá þeim tíma, gömlu sli- des myndirnar hans Dúdda sem ver- ið er að vinna yfir á tölvu. Með Sigga er genginn einn af fróð- ari mönnum um ættfræði. Mikið var gaman að tala við hann í fjölskyldu- boðum í gegnum árin. Rítu minni, Nínu og Brad, Hanna og Önnu og Agli og Birtu votta ég mína dýpstu samúð og eins systk- inum hans, Dúdda, Fidda, Systu og Hönnu og fjölskyldum þeirra. Hafðu þakkir fyrir allt, elsku frændi. Þín frænka, Nanna Björg. Í apríl, árið 2004, fagnaði Sigurður sjötíu ára afmæli sínu með fjölskyldu sinni, vinum og samstarfsfélögum. Framundan voru páskar, stærsta hátíð kristinna manna, sem fagna sigri ljóssins og lífsins og vorið var skammt undan, árstími, þegar öll náttúra leysist úr fjötrum frosts og myrkurs og allt lifnar á ný. Sigurður hafði lokið gifturíku starfi hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og hlakkaði til að eiga góðan og rúman tíma með fjölskyldunni. Hann lærði ungur rafvirkjun og fór síðan til Þýskalands í framhaldsnám í raf- fræðum, sem nýttist honum vel ekki aðeins í starfi heldur kynntist hann þar sinni ágætu konu Ritu. Þeirra ganga hefur verið farsæl og gæfurík. Þau eiga tvö vel menntuð börn og barnabörn. Kynni okkar Sigurðar byrjuðu þegar ég fór að æfa sund með Sund- félaginu Ægi. Þar myndaðist stór og samhentur hópur drengja, sem sótti saman skemmtanir um helgar að ógleymdum sunnudags-pönnuköku- partíum hver hjá öðrum. Síðar skildi leiðir, menn héldu til náms, mynduðu fjölskyldur en taug- in sem myndaðist á unglingsárunum rofnaði aldrei. Gott var að eiga Sig- urð að þegar mig vantaði hjálp með rafkerfið sem var æði oft; hann var kominn áður en ég lagði símtólið á. Sjaldan gerði ég honum greiða en kæmi það fyrir var eins og Sigurður væri í ævarandi skuld við mig. Þegar sonur hans, sem var afreksmaður í íþróttum, æfði fimleika, seldi Sigurð- ur grimmt rækjur til styrktar fim- leikum. Sigurður var farsæll í lífinu, átti góða foreldra, eiginkonu og börn. Hann bjó sig vel undir lífið, var fyr- irhyggjusamur og gerði ráðstafanir, sem komu sér seinna vel. Nú hefur Sigurður kvatt á þeim tíma þegar haustar að í lífi okkar fé- laganna, laufin falla, tré og blóm visna en minna okkur á að visnuðu laufin, trén og blómin áttu sinn tíma og notuðu hann til að vaxa og gróa þegar kostur var. Við sundfélagar Sigurðar Egils úr Sundfélaginu Ægi, biðjum Ritu, börnum og barnabörnum Guðs blessunar á þessum erfiðu tímum. Guðjón Sigurbjörnsson. Á sjötta áratugnum bar fundum okkar Sigurðar Egils fyrst saman er hann kom til starfa á háspennuverk- stæði Rafmagnsveitunnar sem þá hafði aðsetur sitt í fjósinu að Bar- ónsstíg 4. Þarna tókust með okkur Sigurði Agli góð kynni sem mörgum árum síðar áttu eftir að þróast í gott samstarf, þegar minjasafn Raf- magnsveitunnar sálugu var opnað í Elliðaárdal. Sigurður Egill vildi kynnast sem flestum verkþáttum vinnunnar á þessum árum til að auka við þekkingu sína. Viðstaða hans á háspennuverkstæðinu var því frem- ur stutt. Um áramótin 1958-59 var Sigurð- ur Egill beðinn að koma til starfa austur að Sogi við Steingrímsstöð sem þá var í byggingu. Hann var því fyrir austan þegar óhappið stóra varð 17. júní 1959, en þá brast stíflu- garðurinn við Þingvallavatn, sem fyllti jarðgöng er lágu að stöðvarhús- inu. Yfirborð Þingvallavatns hækk- aði um 0,5 metra og vatnsmagnið þrefaldaðist. Þetta hafði sín áhrif á virkjanirnar við Ljósafoss og Íra- foss, sem urðu að hleypa umfram- vatnsmagni framhjá til að létta á stíflugörðunum hjá sér. Þessu mikla sjónarspili náttúrunnar sem Sigurð- ur Egill varð vitni að, gleymdi hann aldrei og miðlaði okkur starfsmönn- um með nákvæmri lýsingu á atburðarásinni. Sigurður Egill fór til Þýskalands vegna slyss á auga en fékk ekki bót meina sinna. Þess í stað settist hann á skólabekk um tíma. Um líkt leyti kynntist hann konu sinnu Rítu Jó- hannesdóttur. Þau giftu sig í Þýska- landi og skömmu síðar fæddist þeim dóttir. Heim til Íslands fluttu þau 1967. Eftir heimkomuna vann Sig- urður Egill við áætlunargerð í Hafn- arhúsinu, en breytti um starfssvið þegar honum bauðst vinna við mæla- prófun. Sú starfsemi var þá til húsa í aðveitustöð tvö við Meistaravelli en flutti mörgum árum síðar í Ármúla 31. Sigurður Egill vann við mælastill- ingar og prófanir í nær 40 ár. Hann gjörþekkti starfssvið sitt og var óspar að miðla öðrum af þekkingu og starfsreynslu sinni. Sigurður Egill var hafsjór af fróðleik um sögu og þróun raforkumælisins sem er sam- tvinnuð sögu rafmagnsfræðinnar og raforkusölunnar sem spannar yfir 100 ár. Sigurður Egill var mikill sögu- maður sem þekkti einnig vel fram- kvæmdasögu Rafmagnsveitunnar sálugu og ýmsa viðburði liðins tíma sem jafnvel hefðu ekki ratað í sögu- bækur. Sigurður Egill hafði gott töluminni, hann átti því létt með að tímasetja löngu liðna atburði þegar hann sagði frá þeim. Hann kom til starfa á Minjasafn Orkuveitunnar árið 2001 og starfaði þar næstu 3 ár- in þar til starfstíma hans lauk. Það var mikils virði þegar hann kom til liðs við okkur á Minjasafninu, því gott var að leita í smiðju hans þegar vitneskju þraut hjá sagnamönnum. Að sögn þeirra sem best til þekkja mun óvíða að finna jafnstórt safn raf- magnsmæla og eru í vörslu Minja- safnsins. Að þessu mikla mælasafni kom sérþekking Sigurðar Egils að góðum notum við skráningu og flokkun mælanna auk annarra starfa sem hann sinnti á minjasafninu. Við þökkum Sigurði samfylgdina og vottum ástvinum hans samúð okkar og biðjum honum blessunar. Guðmundur K. Egilsson og Stefán Pálsson. Sigurður Egill Guðmundsson Sigurður Guðmundsson ✝ SigurðurGuðmunds- son fæddist í Súluholti 4. febrúar 1924. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urlands 8. októ- ber síðastliðinn . Foreldrar hans voru Guðmundur Helgason, f. 31. ágúst 1883, d. 28. október 1970, og Vilborg Jóns- dóttir, f. 20. apríl 1895, d. 13. apríl 1981. Útför Sigurðar var gerð frá Hraungerðiskirkju 20. október. Meira: Sjá mbl.is/minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.