Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
HÁSKÓLARÁÐ hefur ákveðið að
breyta skipulagi Háskóla Íslands
þannig að í stað ellefu deilda verði
til fimm svið. Fjögur þeirra eru
mynduð úr núverandi deildum og
það fimmta, menntavísindasvið,
verður til með sameiningu Háskól-
ans og Kennaraháskóla Íslands.
Tillögurnar byggjast á vinnu
starfshóps sem háskólaráð skipaði
í september á síðasta ári en for-
maður hans var Ólafur Harðarson,
prófessor í félagsvísindadeild.
Bæta þarf stoðþjónustu
Í lokatillögum hópsins segir að
bent hafi verið á alvarlegan skort
á stoðþjónustu við kennara og
nemendur innan skólans. Tillög-
urnar miða að því að bæta úr
þessu. Við breytingar á skipulagi
skólans hafi verið farin sú leið að
efla það stjórnunarlag sem kennt
er við fræðasvið í núverandi
stjórnkerfi skólans. Fjögur fræða-
svið hafi átt hvert sinn fulltrúa í
háskólaráði, fjármálanefnd, dóm-
nefndum og ýmsum öðrum nefnd-
um Háskólans auk margvíslegra
rannsóknasjóða. Fræðasviðin hafi
því langa reynslu af umtalsverðri
samvinnu.
Kjarni tillagnanna er efling
grunneininga, dreifing valds,
styrkari forysta á öllum stjórn-
stigum og stórefld stoðþjónusta
við nemendur og kennara.
Breytingarnar fela í sér að ýmis
verkefni færast frá rektor og yf-
irstjórn til fræðasviðanna og for-
seta þeirra. Endanlegt vald í til-
teknum málum, s.s. í tengslum við
nýráðningar, starfsmannahald,
fjármál og fagleg málefni, verður í
höndum fræðasviðanna.
Deildir HÍ verða grunneiningar
skólans og bera ábyrgð á kennslu
og rannsóknum. Komið verður á
fót forsetanefnd en í henni eiga
sæti rektor og forsetar fræðasviða.
Ennfremur verður komið á fót
stjórn fræðasviðs sem samhæfir
starf deilda innan hvers sviðs.
Erlendir háskólar hafa gert
svipaðar breytingar
Í fréttatilkynningu frá Háskól-
anum er bent á að undanfarin ár
hafi margir háskólar í nágranna-
löndum okkar farið í gegnum svip-
aða endurskipulagningu og Há-
skóli Íslands sé að ráðast í.
„Víðast hvar er þessu breytinga-
ferli stýrt að utan með stjórn-
valdsákvörðunum en Háskóli Ís-
lands hefur sjálfur haft frumkvæði
að því að leiða breytingarnar, sem
lið í að framkvæma stefnu sína og
ná því markmiði að komast í röð
fremstu háskóla í heiminum.“
Forsenda þeirra breytinga sem
háskólaráð samþykkti sl. þriðju-
dag að ráðast í er stórauknar
tekjur Háskóla Íslands á komandi
árum. Samningur Háskóla Íslands
við menntamálaráðuneytið í upp-
hafi þessa árs um viðbótarfjár-
magn til uppbyggingar kennslu,
rannsókna og framhaldsnáms er
stórt skref í þá átt, að mati stjórn-
enda skólans. Auk þess gerir
stefna Háskóla Íslands ráð fyrir
verulegri aukningu sértekna, sem
nú eru um 40% af veltu.
Ellefu deildir Háskóla Íslands
verða að fjórum fræðasviðum
Morgunblaðið/Kristinn
Kynning Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor kynnti tillögurnar fyrir starfsmönnum Háskóla Íslands í hátíðarsal skólans í hádeginu í gær.
Í HNOTSKURN
»Stefna Háskóla Íslands fyrirárin 2006-2011 kveður á um
endurskoðun á skipulagi skólans.
»Stefnan gerir einnig ráð fyrirað efla rannsóknarvirkni við
skólann og jafnframt að fjölga
kennurum.
»Háskólinn stefnir einnig aðþví að fjölga doktorsnemum.
Erlendum doktorsnemum hefur
sömuleiðis verið að fjölga en það
er oft notað sem mælikvarði á
gæði háskóla.
Róttækar breyt-
ingar á skipulagi
og stjórnkerfi HÍ
KRISTÍN Ingólfsdóttir háskóla-
rektor segir að markmið breytinga
á skipulagi og stjórnkerfi Háskóla
Íslands sé að efla grunneiningar
skólans, dreifa valdi, styrkja for-
ystu á öllum stjórnstigum og stór-
efla stoðþjónustu.
Kristín sagði að náðst hefði all-
góð sátt um þessar breytingar inn-
an Háskólans. „Þetta er auðvitað
gífurlega stórt verkefni og snertir
marga. Eðli málsins samkvæmt
hafa skoðanir verið skiptar. En eft-
ir því sem við höfum talað meira
saman höfum við náð að sætta sjón-
armið og náð góðri niðurstöðu. Ég
er gífurlega ánægð með þessa nið-
urstöðu.“
Í tillögunum er talað um að brýnt
sé að efla stoðþjónustu við kennara
og nemendur. „Við náum ekki
markmiðum skólans ef kennarar
okkar eru uppteknir við að sinna
skrifstofustörfum og fjár-
málaumsýslu. Þá er ég að tala um
hluti allt frá ljósritun, pöntun á
tækjum og viðgerð á tækjum sem
bila. Þetta eru allt nauðsynleg verk,
en þetta fólk var ekki ráðið til að
sinna þessum störfum.
Með því að hafa einingarnar
færri og stærri getum við nýtt bet-
ur fjármuni og sett fjármuni sem
um munar í að efla þessa þjón-
ustuþætti.“ Kristín sagði að stækk-
un sviða myndi þýða að vald og
ábyrgð yrði flutt til sviðanna.
„Þetta þýðir m.a. að stjórnun á svið-
unum verður sinnt í fullu starfi, en
ekki í hjáverkum. Við gerum ráð
fyrir að stöður sviðsstjóra verði
auglýstar á innlendum og erlendum
vettvangi.“
Skipulagsbreytingarnar þýða að
til verður nýtt svið heilbrigðisvís-
inda, en það verður myndað úr
hjúkrunarfræðideild, lyfjafræði-
deild, læknadeild, tannlæknadeild,
sálfræði og matvæla- og næring-
arfræði. „Við teljum að þetta eigi
mjög vel saman. Þessi sameining
byggist á því að þessar einingar
telja að þeir eigi mesta faglega
samleið.“
Kristín sagði að Háskólinn og
menntamálaráðuneytið væru nú að
skoða hvort breytingarnar kölluðu
á einhverja lagabreytingu.
Gert er ráð fyrir að breytingin
taki formlega gildi um mitt næsta
ár um leið og sameining HÍ og
Kennaraháskólans á sér stað. Krist-
ín sagði að þessi ákvörðun leiddi til
breytinga á skrifstofuhaldi.
Ánægð með þessa niðurstöðu
!
" # " #
$ % &"
''&""#( )
-
. ' '
'' '/0.1.
. 2
&
. ' '
3
. ' '
3. ' '
4. ' '
0..
.
5
.
) 6 *
,'
7
. ' '
& '' '
89 '' '/5
. 2
- :16
. ' '
3' '
- ;
NEGRASTRÁKAR, kynvillingar og
fávitar voru mepal þess sem rætt var
á fundi í Alþjóðahúsinu í gær. Þar var
velt upp hugtakanotkun í málefnum
innflytjenda og var kveikjan endur-
útgáfa bókarinnar Negrastrákarnir
eftir Gunnar Egilson, með myndum
eftir Mugg.
„Við vildum ræða í víðu samhengi
hvað væri í lagi að segja og hvað
ekki,“ segir Einar Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahússins, en að
hans sögn höfðu fundargestir ólíkar
hugmyndir um ýmis orð, til dæmis
svertingja og negra. „Fram komu
sjónarmið um að óvarlegt væri að rit-
skoða bækur á borð við Negra-
strákana en síðan væri alltaf spurn-
ing um hvað væri við hæfi og mörgum
þótti bókin ekki við hæfi. Kristján B.
Jónasson benti á að Edda útgáfa
hefði fyrir nokkrum árum ákveðið að
gefa bókina ekki út aftur. Almennt af
því að um barnabók er að ræða fannst
fólki að gera mætti strangari kröfur,“
segir Einar. Sjálfum finnst honum að
í formála hefði mátt hjálpa foreldrum
að nálgast efnið með börnunum. „Í
bókinni deyja negrastrákarnir tíu
hver af öðrum sökum heimsku og á
myndunum virðast þeir ekki sérlega
klárir. Þegar þeir sem muna eftir
þessari bók úr æsku voru að alast upp
voru engir ungir svartir strákar í
skólunum. Það er gjörbreytt. Þetta er
eins og til hefði verið bók um tíu litlar
húsmæður. Ein straujaði yfir sig og
þá voru eftir níu. Ein var ekki með
matinn á réttum tíma, þá lamdi mað-
urinn hennar hana og þá voru eftir
átta. Myndum við endurútgefa
hana?“
Rætt um negrastráka, svertingja og
tíu litlar húsmæður í Alþjóðahúsinu
Negrastrákar Endurútgáfa sögunnar um negrastrákana tíu var kveikjan
að hádegisumræðum í Alþjóðahúsinu um hvað mætti segja og hvað ekki.
STARFSMENN Vinnumálastofn-
unar eru flognir til Póllands ásamt
mökum þar sem þeir ætla að halda
sína árshátíð um helgina. Ferðin er
þó ekki síður fræðsluferð fyrir
starfsmenn stofnunarinnar því í
borginni Krakow, þar sem hópurinn
dvelur fram á sunnudag, verður
fræðst um starfsemi systurstofnun-
ar Vinnumálastofnunar. Þá munu
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar og starfsfólk hans,
deila með Pólverjunum þeirri starf-
semi sem hér fer fram á þessu sviði.
Tengsl milli stofnananna tveggja
eru þegar komin á í gegnum Vinnu-
miðlun Evrópu, Eures, enda eiga
þær sameiginlegra hagsmuna að
gæta, m.a. velferðar pólskra verka-
manna.
Árshátíð og
fræðsluferð
til Póllands