Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 17 ÚR VERINU „ALMENNT talað má segja að ís- lenska krónan hafi styrkst svo mikið gagnvart öðrum myntum sem raun ber vitni, vegna þess að Seðlabank- inn heldur uppi hinum háu vöxtum. Þeir laða að erlent fjármagn sem veðjar á íslensku krónuna. Þetta er auðvitað ansi valt ástand og hefur valdið okkur miklum vanda,“ sagði Einar Kristinn Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra í ræðu sinni á aðal- fundi LÍÚ í gær. Ráðherrann fjallaði meðal annars um gengismál og forsendur ákvörð- unar sinnar að minnka þorskafla um þriðjung. Um gengismálin sagði hann ennfremur: „Seðlabankinn heldur uppi vöxt- um sínum m.a. til þess að berja niður verðbólgu. Það var því athyglisvert þegar sjá mátti fyrr í mánuðinum að verðbólga hér á landi, mæld á sam- ræmdan mælikvarða Evrópusam- bandsins, er sú sama og gerist og gengur í Evrulandinu, þar sem vext- irnir eru þó miklu lægri, eins og frægt er orðið. Við glímum hins vegar við verð- bólgu sem stafar einkanlega af hækkun húsnæðisverðs. Þessi hækk- un kemur því beint í bak útflutnings- greinanna, veikir stöðu þeirra og stuðlar m.a. að því að störfum hefur fækkað á því sviði. Þetta er að mínu mati mjög mikið umhugsunarefni og við hljótum að velta því alvarlega fyrir okkur hvort þeir mælikvarðar sem lagðir eru til grundvallar okkar hagstjórn séu að öllu leyti réttir. Athyglisvert er líka að skoða hverjar þær forsendur sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram um þró- un ýmissa hagstærða hér innanlands og ekki verður betur séð en að stang- ist mjög á við þær forsendur sem unnið er eftir á öðrum sviðum.“ Fleiri möguleikar í stöðunni Ráðherra gerði ítarlega grein fyr- ir þeim forsendum sem lágu til grundvallar aflaákvörðuninni fyrir nýhafið fiskveiðiár. Hafrannsókna- stofnunin hafi kveikt viðvörunarljós með ástandsskýrslu sinni í fyrra. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands mæti áhrif þess að breyta veiðireglunni. Þegar svo tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar hafi legið fyrir í byrjun síðasta sumars og niður- stöður Hagfræðistofnunar HÍ, hafi verið rætt við fjölmarga hags- munaaðila og vísindamenn víða að. Niðurstaðan sé öllum kunn en fleiri möguleikar hafi verið í stöðunni. „Þegar við veltum þessum kostum fyrir okkur þá þarf líka að hafa hug- fast hver Hafrannsóknastofnunin telur að þróunin verði á næstu árum. Það þurfum við að gera af mörgum ástæðum, m.a. þeim að þær upplýs- ingar verða lagðar til grundvallar veiðiráðgjöf komandi ára. Veiðistofn- inn nú er talinn vera um 650 þúsund tonn og á næsta ári er hann áætlaður 570 þúsund tonn eða 80 þúsund tonn- um minni en nú. Þess vegna eru því allar líkur á því að við þær aðstæður gerði Hafrannsóknastofnunin til- lögur um frekari niðurskurð afla- heimilda á næsta ári. Ég tel að slík staða yrði afar dýrkeypt í íslenskum sjávarútvegi. Það skiptir því miklu máli að afstýra slíku ástandi.“ „Mér er það mætavel ljóst að sá mikli niðurskurður sem við höfum mátt búa við árlega undanfarin ár er mjög farinn að reyna á þolrif ís- lenskrar útgerðar og þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Frekari nið- urskurður og áframhald á þessari þróun myndi því draga mjög úr þreki manna í greininni og gæti stuðlað að mikilli samþjöppun og flótta úr henni. Það var ekki síst þetta atriði sem að ég hafði til hliðsjónar þegar ég var að skoða þessi mál. Að mínu mati komu því tvær leiðir til greina. Annars vegar tillaga Hafrann- sóknastofnunarinnar upp á 130 þús- und tonn og hins vegar tillaga sem byggðist á hugmyndum aflareglu- nefndar frá árinu 2004. Sú leið fól í sér 18% veiðihlutfall vegna stöðu þorskstofnsins, sem með sveiflujöfn- un hefði þýtt 155 þúsund tonn. Þegar ég fór í saumana á þessu reyndi ég eftir því sem unnt var að setja mér tiltekin markmið sem ég vildi hafa að leiðarljósi. Í fyrsta lagi vildi ég auðvitað ganga þannig frá málum að hægt væri að segja með sanni að gætt væri ábyrgðar og var- úðar. Í annan stað lagði ég áherslu á að ljúka þessu þannig að ekki þyrfti að skerða afla á næsta ári. Þá lagði ég til grundvallar þá forsendu að lík- legt væri að kvótinn gæti aukist í framhaldinu.“ Háir stýrivextir halda gengi krónunnar uppi Ansi valt ástand og hefur valdið miklum vanda, segir sjávarútvegsráðherra Morgunblaðið/Ómar Umhverfismál Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra afhendir Gísla Jónatanssyni, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, um- hverfisverðlaun LÍÚ. Fyrirtækið skaraði framúr á því sviði. „STYRKING krónunnar veldur enn og aftur erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og óstöðugleiki hennar skapar mikla óvissu í rekstrinum. Snemma árs 2004 lá alveg ljóst fyrir að mikil spenna væri framundan í ís- lensku efnahagslífi. Við, ásamt fleirum, vör- uðum við þeim aðstæðum sem voru að skap- ast. Hið opinbera örvaði þensluna með skorti á aðhaldi í útgjöldum og misráðnum aðgerð- um á húsnæðismarkaði. Afleiðingarnar eru mjög háir vextir sem aftur leiða til alltof sterkrar krónu með tilheyrandi tekjumissi fyrir útflutningsatvinnuvegina,“ sagði Björg- ólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær. Vanmáttugt tæki „Vaxtastefna Seðlabankans hefur ekki náð þeim verðbólgumarkmiðum sem stefnt var að og í raun sýnt fram á hve vanmáttugt tæki hún er í þeirri baráttu. Reynslan hefur sýnt að stýrivextir Seðlabankans hafa mjög tak- mörkuð áhrif á langtímavexti, en það er meg- intilgangur hækkunar stýrivaxta að hækka langtímavexti og þar með að draga úr eft- irspurn. Það er ekki bara á Íslandi sem þetta samband er óljóst og nægir að vitna til nýrrar bókar eftir fyrrverandi stjórnarformann bandaríska seðlabankans, Alan Greenspan. Niðurstaða hans er að þetta samband hafi veikst mikið í Bandaríkjunum vegna alþjóða- væðingar fjármagnsmarkaða. Þetta á enn frekar við á Íslandi, ekki síst vegna verð- tryggingarinnar, smæðar efnahagskerfisins og mjög opins hagkerfis. Grefur undan stoðum efnahagslífsins Við óbreytt ástand verður ekki unað, því það dregur máttinn úr útflutningsatvinnu- vegunum og öðrum greinum í alþjóðlegri samkeppni og grefur þannig undan undir- stöðum efnahagslífsins og samfélagsins alls. ist breytinga og lagt fram tillögur en með þær er ekkert gert. Það er óþolandi að stjórnvöld skuli hundsa algerlega sjónarmið atvinnulífs- ins. Biðin er orðin ansi löng eftir margboðuðu vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Það eru ávallt um það bil tvö ár í að markmið bankans náist en á leiðinni þangað gerist alltaf eitt- hvað sem verður til þess að fresta því um sinn. Biðlund okkar er á þrotum,“ sagði Björgólfur. Við teljum að horfa þurfi til fleiri þátta en verðbólgumarkmiðs við mótun peningamála- stefnu. Þá er ljóst að húsnæðisliðinn þarf að færa út úr verðbólguviðmiði því sem Seðla- bankinn lítur til enda hafa vextir bankans engin áhrif á fasteignaverð. Vextir Seðla- bankans eru alltof háir og nauðsynlegt að hefja lækkun þeirra strax. Talsmenn atvinnulífsins hafa ítrekað kraf- Biðlund útvegs- manna er á þrotum Óþolandi að stjórnvöld skuli hundsa algerlega sjónarmið atvinnulífsins, segir formaður LÍÚ Morgunblaðið/Ómar Afkoman Niðurskurður þorskkvótans og hátt gengi íslenzku krónunnar varpar skugga á afkomu sjávarútvegsins. Björgólfur Jóhannsson er ósáttur við efnahagstjórnina. BJÖRGÓLFUR Jóhannsson ræddi meðal annars frelsi til athafna í ræðu sinni á aðalfundinum og sagði svo: „Svo virðist sem sumir séu frjálsari en aðrir og að stundum sé í lagi að troða jafnréttið fótum. Á íslenskan sjávarútveg er lagður sérstakur skattur, svokallað auðlindagjald. Þessi „snilldar“- uppfinning var af fræðimönnum rökstudd sem gjald á umframhagnað í sjávarútvegi – þ.e. hagn- að umfram það sem gerist í öðrum atvinnugrein- um. En hvar er þessi umframhagnaður? – Við sem störfum í greininni höfum að minnsta kosti ekki orðið vör við hann. Það sem við sjáum er sérstakur landsbyggð- arskattur sem dregur máttinn úr sjávarútvegs- fyrirtækjum og landsbyggðinni í samkeppni við annan atvinnurekstur. Til hvers? Hvaða rök eru fyrir því að skattleggja þann litla hagnað sem er í greininni um tugi prósenta umfram skattlagn- ingu hagnaðar í öðrum atvinnugreinum? Spyr sá sem hvorki veit né skilur. Það er kaldhæðnislegt að nú þegar minnkun aflamarks í þorski liggur fyrir skuli veiðigjaldið á útgerðina hækka um 73% þrátt fyrir niðurfellingu veiðigjalds á þorsk. 805 kíló í tonninu! Eitt mikilvægasta atriðið í rekstri sjáv- arútvegsins er að afli sé rétt skráður og vigt- aður. Hjá flestum eru þúsund kíló í tonninu – en ekki öllum. Rangir slægingarstuðlar gera það að verkum að hjá sumum vegur tonnið einungis 933 kg til kvóta. Ef línuívilnun er einnig notuð þá vegur það einungis 805 kíló. Rangir slæging- arstuðlar leiða ekki einungis til mismununar milli aðila innan atvinnugreinarinnar heldur leiða þeir einnig til umframveiði. Á síðustu 10 árum hafa, vegna þeirra, verið veidd á línu og hand- færi 22 þúsund tonn af þorski umfram leyfilegan heildarafla. Svo tala menn um ábyrgar fisk- veiðar.“ Sumir frjáls- ari en aðrir Morgunblaðið/Ómar Fundarhöld Austfirðingar á aðalfundi. Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju á Eskifirði, og Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri fisk- vinnslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.