Morgunblaðið - 26.10.2007, Side 20

Morgunblaðið - 26.10.2007, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÚ stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur 10. einkasýning Sigurþórs Jakobssonar list- málara. Í sýningarskrá segir m.a.: „Mörg mögur ár – og enn fleiri án pensils í hendi – sáust alltaf þessir hestar í sumar- högum eftir hríðarvetur. Allt mitt líf hef ég skynjað náttúr- una á minn sérstaka hátt. Að fylgjast með hestunum léði mér tilfinningu tærleika og fullnægju – þeir voru í fullkomnu jafnvægi, ákveðnir, fumlausir, þrekmiklir og einbeittir, hvað sem þeir fengust við.“ Sýningin stendur til 11. nóvember. Myndlist Fumlausir fákar í Ráðhúsinu Sigurþór Jakobsson BRESKI fræðimaðurinn Duncan Adam flytur í dag kl. 12.05 í Aðalbyggingu HÍ (stofu 207) fyrirlestur um japanska rithöfundinn Yukio Mishima (1925–1970). Mishima var einn af þekktustu rithöfundum Jap- ans á síðari hluta 20. aldar og var orðaður við bókmennta- verðlaun Nóbels oftar en einu sinni. Mörg verka hans hafa verið þýdd á ensku en ein þekktasta skáldsaga Mishima, Sjóarinn sem hafið hafnaði, var gefin út í íslenskri þýðingu Hauks Ágústssonar árið 1974. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Bókmenntir Fyrirlestur um Yukio Mishima Yukio Mishima DANSKI djass- kvartettinn Memo- ries of you heldur tónleika í Þjóðminja- safninu í dag kl. 16.30. Hljómsveitin er skipuð Olav Hars- løv á klarínett, Jan Ole Traasdahl á pí- anó, Lasse Larsen á bassa og Jan Fa- hrenkrug á trommur. Hinn fjölhæfi fyrirliði og klarinettleikari, Olav Harsløv, er formaður djasshátíðarnefndar Kaupmannahafnar, prófess- or í hönnun og fagurfræði við Háskólann í Hróars- keldu og vinur barnamenningar á Norðurlöndum. Tónlist Djassgeggjarar í Þjóðminjasafninu Þjóðminjasafnið Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „MENNING sem atvinnugrein“ er ráðstefna um tækifæri menningar- starfs fyrir samfélög utan höf- uðborgarinnar og verður hún haldin í Háskólanum á Bifröst á morgun, milli kl. 13 og 16. Ráðstefnan er samvinnuverkefni Menningarráðs Vesturlands og námsbrautar á Bif- röst sem kallast menningarstjórnun og er kennt á meistarastigi. Einn kennaranna við þá námsbraut er Njörður Sigurjónsson lektor sem mun flytja lokaerindið, „Menning til höfuðs kapítalismanum“, og stjórna svo almennum umræðum í lok ráð- stefnunnar. En hvernig ætlar hann að berjast gegn kapítalismanum? Stefnuleysi í menningarmálum „Gríska orðið kapítal merkir bæði höfuðborg og höfuðstóll. Menning hefur hingað til fylgt höf- uðborgarstefnunni of mikið. En til þess að vera samkeppnishæfir þurfa aðrir staðir að laða til sín frjálst og skapandi fólk og menning er lykilhugtak í þeirri baráttu.“ Eitt af því sem verður til umræðu eru menningarsamningar mennta- málaráðuneytisins við landsbyggð- ina sem byrjað var að gera í kring- um aldamótin og menningarfulltrúar bæja og sveit- arfélaga víðs vegar að af landinu munu sitja ráðstefnuna. En þótt Njörður telji jákvætt að styrkja menningarmál á landsbyggðinni tel- ur hann framkvæmdinni oft ábóta- vant. „Þetta kerfi heldur áfram því starfi sem menntamálaráðuneytið hefur haldið úti undanfarin ár, og það starf einkennist af stefnuleysi. Það hefur vantað alla alvöru- umræðu um menningarmál og hug- takið hefur verið skilgreint of þröngt.“ Þær fjárhæðir sem hafa verið í spilunum segir hann iðulega vera alltof litlar og of algengt sé að verk- efnin séu til skamms tíma. „Hér hefur aldrei verið rekin nein sér- stök menningarstefna (e. cultural policy). Við þurfum að skoða hvern- ig við getum notað menningu til þess að byggja upp skapandi sam- félag. Hvernig búum við börnin undir að nýta sér þá skapandi hugs- un sem verður nauðsynlegt atvinnu- tæki í samfélagi framtíðarinnar?“ Takmarkið með ráðstefnunni er að skoða þá menningarsamninga sem hafa verið gerðir og skoða hug- takið í víðara samhengi. „Byggða- stefna er í raun menningarstefna. Það eru ekki sérstök efnahagsleg rök fyrir því að reyna að halda hin- um og þessum staðnum í byggð, þau rök eru menningarleg – þarna er einhver menning til staðar sem við viljum viðhalda og styrkja,“ seg- ir Njörður og nefnir meðal annars fyrirlestur Ágústs Einarssonar, rektors á Bifröst, um hagræn áhrif starfa í menningu fyrir samfélagið í heild. Menningarstarf á landsbyggðinni segir Njörður of oft því marki brennt að verið sé að bjóða lista- mönnum úr Reykjavík að koma á staðinn, iðulega aðeins í stuttan tíma í einu. „Við þurfum að byggja meira á því sem við erum að gera sjálf og þar þarf að byrja á börn- unum. Skapandi hugsun er eitthvað sem vantar nær alveg í menntun ís- lenskra barna.“ Að hugsa hugtök upp á nýtt Njörður er sem fyrr segir kenn- ari við meistaranám í menningar- stjórnun en náminu var hleypt af stokkunum á Bifröst fyrir fjórum árum og nú er nemendafjöldinn í hverjum árgangi farinn að nálgast 30. „Nemendur koma alls staðar að og eru á öllum aldri. Þeir eiga það þó sameiginlegt að vilja hugsa hug- tökin „menning“ og „stjórnun“ upp á nýtt.“ Ráðstefna um menningarstarf utan höfuðborgarinnar haldin á Bifröst Auglýst eftir menningarstefnu NEMENDUR á Bifröst njóta blíðviðris og skólabóka fyrir framan skólann. Rætur Háskólans á Bifröst má rekja til Samvinnuskólans sem stofnaður var árið 1918 í Reykjavík en hann flutti árið 1955 að Bifröst í Borgarfirði. Þegar veðrið var gott EINTAK af bók- inni Harry Pot- ter and the Philosopher’s Stone seldist fyrir metfé, 19.700 pund, um það bil 2,5 millj- ónir íslenskra króna, á upp- boði hjá Chris- tie’s uppboðshaldaranum í Lund- únum í gær. Um var að ræða eintak sem var hluti af fyrstu prentun þessarar fyrstu bókar J.K. Rowling um galdrastrákinn unga, en aðeins voru 500 eintök prentuð í fyrstu umferð árið 1997. Bókasöfn keyptu flestar bæk- urnar og hafa þær næstum allar horfið, eða eru í mjög slæmu ásig- komulagi. Bókin sem seld var í gær er hins vegar í fullkomnu ástandi. Það var Breti nokkur sem átti bókina, en á sínum tíma las hann lofsamlegan dóm um hana og taldi að þarna væri á ferðinni til- valin bók handa syni sínum. Son- urinn las bókina einu sinni, og síð- an þá hefur hún verið uppi í hillu. Það var svo nýverið að fjöl- skyldan áttaði sig á því að bókin gæti verið einhvers virði. Harry Pott- er á 2,5 milljónir Gott verð fæst fyrir fyrstu prentun Harry Potter KVIKMYNDIN Control eftir Ant- on Corbijn, sem fjallar um stutta ævi Ians Curtis, söngvara Joy Division, hlaut flestar tilnefningar til óháðu bresku kvikmyndaverð- launanna að þessu sinni, alls tíu, en tilkynnt var um tilnefningarnar í fyrradag. Fast á hæla Control kemur And When Did You Last See Your Father, dramatísk kvik- mynd eftir Anand Tucker sem hlaut sjö tilnefningar. Kvikmyndin Hallam Foe, sem sýnd var á bíó- dögum Græna ljóssins hér á landi, hlaut sex tilnefningar. Á meðal annarra mynda sem fengu tilnefningar eru Eastern Promises, kvikmynd Davids Cron- enberg sem sýnd er hér á landi um þessar mundir, og kvikmyndin Notes on a Scandal sem einnig var sýnd á bíódögum Græna ljóssins. Óháðu bresku kvikmyndaverð- launin verða afhent við hátíðlega athöfn í Lundúnum 28. nóvember næstkomandi. Control hlaut 10 tilnefningar Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „TÓNLEIKARNIR eru haldnir til að heiðra minningu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns en hann var mikill músíkunnandi,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, um tónleika sem hún og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari halda í sal Eyrarodds á Flateyri á sunnudag- inn. Efnisskrá tónleikana verður mjög fjölbreytt að sögn Sigrúnar. „Ég og Jónas erum nýkomin frá Moskvu og erum því með heitt á könnunni. Við verðum semsagt með sömu dagskrá og þar en hún samanstendur af arí- um úr þekktum óperum, lögum úr söngleikjum og íslenskum og erlend- um sönglögum.“ Í byrjun október héldu Sigrún og Jónas tvenna tónleika í Gnesin tón- listarháskólanum í Moskvu. „Í fyrra var okkur boðið að halda tónleika við þennan sama skóla og það heppnaðist svo gríðarlega vel að okkur var boðið á staðnum að koma aftur. Rússarnir eru alveg sjúkir í okkur því það er búið að bjóða okkur að koma aftur í júlí og vera með á tónlistarhátíð rétt fyrir utan Moskvu,“ segir Sigrún og hlær. „Viðtökurnar þarna úti voru frá- bærar, maður nær svo til Rússanna. Þetta eru vön eyru og þeir upplifa allt svo sterkt.“ Sigrúnu og Jónasi var boðið í Tchaikovsky tónlistarskólann í Moskvu í tíma hjá einni aðalsöngdívu Rússa, Galinu Pisarenko. „Þar feng- um við að hlusta á fjóra nema hennar syngja íslensk lög á óaðfinnanlegri íslensku. Hún er heilluð af íslenskum lögum en mér finnst Íslendingar og Rússar eiga eitthvað sameiginlegt í tónlistinni.“ Með þessari heimsókn er samskiptum Sigrúnar við Rúss- land ekki lokið því í maí fer hún til Pétursborgar til að syngja inn á plötu með rússneska Terem- kvartettinum. „Þeir vilja endilega að ég syngi íslensk lög en ég verð líka með eitthvað rússneskt og ítalskt. Þessir menn spila út um allan heim og það er mér mikill heiður að fá að syngja með þeim.“ Fleira er á döfinni hjá Sigrúnu, upp úr miðjum nóvember syngur hún ásamt öðrum í Íslensku óp- erunni í dagskrá þar sem farið verð- ur ansi vítt yfir óperubókmennt- irnar. Síðan tekur jólavertíðin við. Tónleikar Sigrúnar og Jónasar á Flateyri á sunnudaginn hefjast kl. 20. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson halda tónleika til minningar um Einar Odd á Flateyri Með heitt á könn- unni frá Moskvu Morgunblaðið/Árni Torfason Góð saman Sigrún Hjálmtýrsdóttir og Jónas Ingimundarson eru nýkomin heim frá Rússlandi og halda tónleika á Flateyri á sunnudaginn. Í HNOTSKURN » Auk Njarðar flytja erindiþau Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi á Vesturlandi, Ágúst Einarsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, og Signý Orm- arsdóttir, menningarfulltrúi á Austurlandi, en það er Helga Halldórsdóttir, menningar- fulltrúi á Vesturlandi, sem setur ráðstefnuna. » Þá verður sýnd stuttmyndinEyja eftir Dögg Mósesdóttur og brot úr kvikmynd Steinþórs Birgissonar um vesturfara sem nú er unnið að. Að auki flytur Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sönglög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik Viðars Guðmunds- sonar. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.