Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 35

Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 35 ✝ Hjörtur Magn-ússon fæddist í Borgarnesi 9. júní 1919. Hann andað- ist á hjúkrunar- heimili Hrafnistu á Vífilsstöðum 15. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Magnús Ágúst Jónsson frá Skarfs- stöðum í Dalasýslu, búfræðingur, kenn- ari og síðar lengi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýra- sýslu í Borgarnesi, f. 1880, d. 1969, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi, f. 1888, d. 1966. Systkini Hjartar voru Jón, f. 1917, d. 1972, og Sesselja Jóna, f. 1921, d. 1993. Fyrri kona Hjartar var Gerð- ur Pálsdóttir, f. 1918, d. 1960. Þau skildu. Árið 1964 kvæntist Hjörtur Sigurlaugu Jóhannsdóttir frá Iðu í Biskupstungum, húsfreyju í Reykjavík, f. 10. febrúar 1922. Forldrar hennar voru Jóhann Kristinn Guðmundsson bóndi á Iðu og kona hans Bríet Þórólfs- dóttir. Sonur Hjartar og Sigur- laugar er Jóhann lögmaður og stór- meistari í skák, f. 8. febrúar 1963, kvæntur Jónínu Ingvadóttur kynn- ingarstjóra. Börn þeirra eru Hjörtur Ingvi, f. 1987, og Sigurlaug Guðrún, f. 1993. Hjörtur ólst upp í Borgarnesi á heimili foreldra sinna sem var í sama húsi og Sparisjóður Mýrasýslu. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1939 og hóf eftir það störf hjá Sýslumanninum í Borgar- nesi og síðar Sparisjóði Mýra- sýslu. Árið 1958 flutti Hjörtur til Reykjavíkur og gerðist lög- skráningarstjóri skipshafna hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Gegndi hann því embætti óslitið í rúma þrjá áratugi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síðustu árin dvaldi Hjörtur á hjúkrunarheimili Hrafnistu á Vífilsstöðum. Útför Hjartar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Með fáum orðum vil ég minnast tengdaföður míns, Hjartar Magnús- sonar sem nú er látinn á 89. aldursári eftir snarpa lokaorrustu. Þegar ég hitti Hjört fyrst fyrir tæplega tuttugu og þremur árum var hann var hann orðinn sextíu og sex ára gamall. Hann kom mér fyrir sjónir sem hinn trausti heimilisfaðir, yfirvegaður í orðum og æði, glöggur á menn og málefni. Hann hafði góðan húmor og þótti gaman að spjalla um mál líðandi stundar, ekki síst með vinum okkar hvort sem var við veið- ar eða heima í stofu. Var fastur fyrir en gerði ekki mannamun vegna mis- munandi skoðana eða lífssýnar. Hjörtur hafði allt sitt á hreinu en lagði lítið upp úr metorðum eða efn- islegum gæðum og naut þess frekar að gefa öðrum. Ég held að það megi með sanni segja að gæfa hans í lífinu hafi verið þegar hann kynntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigurlaugu. Þau bjuggu sér hlýlegt heimili í Safamýrinni þangað sem alltaf er gott að koma, eiginlega eins og að stíga inn í hvíldarmusteri frá erli dagsins. Hjörtur átti einstaklega gott samband við systkinabörn sín sem öll voru eldri en einkabarn hans Jóhann, sem fæddist ekki fyrr en hann var komin á fimmtugsaldur. Hjörtur var mjög stoltur af sínu fólki og bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti. Hjörtur starfaði lengst af sem lög- skráningastjóri skipshafna í Reykja- vík og hafði í starfi mikil sínu sam- skipti við sjómenn og farmenn. Í því starfi komu eðliskostir hans vel fram, talnaglöggur, minnugur og umfram allt kom hann fram við alla af sömu hjálpsemi og virðingu eins og margir sjómenn hafa borið um. Við starfslok byggðu þau Hjörtur og Sigurlaug sér sumarbústað í landi æskustöðva Sigurlaugar, Iðu í Bisk- upstungum. Þar áttu þau góðar stundir á yndislegum stað við að yrkja jörðina, rækta kartöflur og dytta að. Í laxveiðinni í Hvítá glytti í keppnisskapið sem annars var vel falið. Einhverra hluta vegna fann Hjörtur ekki þörf hjá sér til að ferðast til útlanda síðustu áratugina, en fylgdist af þess meiri áhuga með flakki okkar og þó sérstaklega sonar síns sem gerði víðreist á meðan tafl- mennskan var atvinna hans og köll- un. Þegar barnabörnin tvö, Hjörtur Ingvi og Sigurlaug komu til sögunn- ar naut Hjörtur þess að hafa þau nærri sér og fylgdist vel með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau eru sannarlega lánsöm að hafa notið svo náinna samvista við afa og ömmu. Ég lít til baka með miklu þakklæti fyrir að hafa kynnst Hirti og átt hann að sem tengdaföður og afa barna minna. Hjálpsemi hans og Sigurlaugar var takmarkalaus í okk- ar garð. Hann hafði lifað tímana tvenna, en hafði skilning og áhuga á því lífi sem við nútímafólkið lifum, þótt honum hafi stundum fundist full mikill hraði á hlutunum, allt stress var eitur í hans beinum. Þá minnti hann okkur á gömlu góðu gildin sem hann sjálfur hafði alltaf í heiðri. Að leiðarlokum vil ég gera hans eigin orð að mínum: Ég kveð þig með virktum og þakka fyrir allt. Jónína Ingvadóttir. Nú er afi minn horfinn á braut, 88 ára gamall. Hann átti merka ævi og bjó yfir mikilli visku. Afi er án efa ein af fyrirmyndum mínum, hann kenndi mér margt með lífsmynstri sínu; rólegur, yfirvegaður, vel að sér um flesta hluti, sjálfbjarga og hugs- aði vel um heilsuna. Við afi áttum sama áhugamál, fótbolta. Afi hélt með Arsenal og þeir hafa líklega sjaldan verið eins góðir og núna, hann fylgist líklega með að ofan. Afi horfði mikið á boltann og hann hafði alltaf gaman af því ef ég sagði honum frá síðustu leikjum, hann spilaði líka fótbolta á sínum uppvaxtarárum. Allt sem hann afi minn tók sér fyrir hendur gerði hann af alúð og um- hyggju. Hann var mjög barngóður og lét sér alltaf annt um velferð mína og bróður míns og allra okkar skyld- menna. Margar æskuminningar eru bundnar við afa. Ég man til dæmis að við fórum oft í bíltúra eða með strætó niður í fjöru og þar var hann hafsjór af fróðleik. Þegar ég lít aftur sé ég mjög hamingjuríkar minningar og ég mun alltaf muna hve yndisleg- ur afi var, fyrirmyndin mín. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín Sigurlaug Guðrún. Merkileg della, þessi veiðidella. Þú ferð í einn eða tvo túra og blaðrar síðan út um borg og bý eins og þú sért sérfræðingur jafnvel þótt þú beitir ennþá bara einum ánamaðki og þræðir línuna inn í sökkuna í stað þess að vefja henni utanum. Ætli ég hafi ekki eitthvað verið að gaspra upp í Taflfélagi um snilldina og Jói því talið nauðsynlegt að bjóða mér austur á Iðu. Rauð Mazda rennur í hlaðið. Það er gamla lagið – sennilega tíu ára eða eldri. Hjörtur Magnússon stígur út og heilsar upp á veiðifélagana. Nú er hann veiðistjóri. Við komum okkur fyrir í gamla kofanum og hægt og ró- lega hefst sögustund úr Borgarfirð- inum sem rennur inn í svefninn. Mazdan stendur gljáfægð fyrir utan og mælirinn sýnir örfáa kílómetra – plastið er enn á sætunum. Hún er bara til Iðubrúks, annars er farið með strætó. Það er alltaf kalt í gamla kofanum á Iðu á morgnana. Um að gera að drífa sig út og hefja veiðar. Reglurn- ar eru skýrar: Þeir hefja veiðarnar sem það vilja og taka síðan pásu þeg- ar hinir sýna sig. Síðan er skipt af fullri kurteisi. Hjörtur fer aldrei fyrstur út enda gestir ávallt í for- gangi. Þegar hann kemur beitir hann „aðferðinni“ og er strax var. Annars er öllu beitt og glaðst yfir hverjum fiski. Hér er ekkert löglegt agn bannað og hvað þá að menn sleppi matnum aftur í ána. Og áfram líða árin. Gamli kofinn á Iðu er horfinn. Nú er gist í þæginda- húsi upp á Hamrinum „þar sem Jóa þykir gott að sofa“. Hjörtur og Sig- urlaug komin með snoturt sumar- hús, „þó eignum fylgi áhyggjur“ – þar stendur rauða Mazdan á hlaðinu. Hjörtur er að mestu hættur veiðum. Hann fylgist þó með og áhuginn er sá sami. Komið er við í kotinu uppá kaffi og svo sem eina sögu úr Borg- arfirðinum. Hjörtur býður í staupið en tekur ekki sjálfur. Það fá aðeins útskrifaðir. Við kveðjumst í síðasta sinn. Blessuð sé minning Hjartar Magnússonar. Ásgeir Þór Árnason. Kæri afi minn. Nú ert þú horfinn á braut eftir löng og erfið veikindi. Eftir stendur minningin um þig, ljóslifandi í hug- um okkar allra sem þekktum þig. Í minningunni birtist þú sem hraustur maður, eilítið fastur fyrir, fram- kvæmdaglaður og gjafmildur. Það var raunar erfitt að gefa þér eitthvað á móti, því þér fannst alltaf of mikið gert fyrir þig. Þú hafðir einnig góðan húmor og áttir mörg spakmæli og gullkorn sem rifjuð eru upp aftur og aftur. Þú varst mér góður afi og upp- fylltir samviskusamlega þitt hlut- verk í uppeldinu. Við fórum reglu- lega saman í gönguferðir sem enduðu oft á því að þú gafst mér ís, sem ég kunni vel að meta. Þú lagðir þig eftir því að mennta mig og búa undir lífið, ég minnist þess með mik- illi hlýju þegar þú gekkst með mér spölinn í Ísaksskóla á hverjum morgni þegar ég var 5 ára. Eftir því sem árin liðu þótti mér alltaf gott að slaka á í viðurvist þinni og ömmu, hvort sem það var heima hjá ykkur í Safamýrinni, eða í notalega bústaðn- um ykkar við Iðu. Mér þótti mjög vænt um að geta hitt þig, ásamt ömmu, rétt áður en þú fékkst síðasta slagið. Ég var nýkominn frá Kína og það mátti greina glampa í augum þínum þegar ég sagði þér ferðasög- una. Brosið þitt þann dag bar vott um að þú værir sáttur við tilveruna, enda annað varla hægt í yndislegu umhverfi Vífilsstaða þar sem allt starfsfólkið vildi allt fyrir þig gera. Kunnum við aðstandendurnir þeim kæra þökk fyrir allt sem þær hafa lagt á sig. En allar ferðir taka ein- hvern tíma enda og nú hefur áfanga- staðnum verið náð. Eftir stendur minningin um þig og nafnið sem mér var gefið í höfuðið á þér. Þinn Hjörtur Ingvi. Eftir milt haust má nú sjá þess merki að vetur konungur er að ganga í garð. Birtu bregður fyrr, húmið sækir á. Brátt munu ægifagr- ir litir haustsins víkja fyrir vetrinum Litir haustsins minna okkur á að all- ir hlutir hafa sinn tíma, sitt upphaf og sinn endi. Það var einnig farið að líða á ævikvöldið hjá Hirti Magnús- syni. Líkamlegt áfall fyrir nokkrum árum síðan dró jafnt og þétt úr hon- um lífsþróttinn, þar til yfir lauk. Kynni mín af Hirti hófust fyrir tæpum fjórum áratugum síðan í tengslum við vinskap minn við son hans Jóhann. Þá var fjölskylda Hjartar búsett í Safamýrinni þar sem litla fjölskyldan átti fallegt og hlýlegt heimili sem var oft vettvang- ur fyrir leiki okkar strákanna. Mót- tökur hans og Sigurlaugar voru ætíð innilegar þrátt fyrir að oft væri þröngt á þingi og hamagangur í öskj- unni. Hjörtur var brosmildur og hlýr en jafnframt alvörugefinn. Íhalds- samur var hann að upplagi og hóf- samur á allan hátt. Áhugamálin lutu einkum að þjóðlegum fróðleik, svo sem ættfræði og ævisögum. Er hann ræddi um Mýramenn í þessu sam- bandi færðist ávallt bros yfir andlitið og fátt vissi hann skemmtilegra en að segja sögur af sönnum Mýra- mönnum. Mér er einkar minnisstætt þegar Hjörtur fór með okkur vinina að horfa á heimsmeistaraeinvígið í skák árið 1972 en upp frá því kviknaði mikill skákáhugi hjá syninum. Næstu áratugina var Hjörtur tíður gestur á skákmótum sem áhorfandi og studdi soninn með ráðum og dáð. Sigrar og frami sonarins, á þessum vettvangi, veittu honum mikla ánægju og lífsfyllingu. Hjörtur var hamingjumaður í sínu einkalífi. Það var auðnuspor er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Sigurlaugu Jóhannsdóttur. Alla tíð stóð hún sem klettur við hlið hans. Tilkoma tengdadóttur og tveggja afabarna veitti nýrri og ómældri ánægju inn í líf þeirra hjóna. Barnabörnin hafa alla tíð átt gott athvarf á heimili afa síns og ömmu. Þau nutu ekki síst barn- gæsku afa síns, sem sannarlega er eftirbreytni verð. Seinni hluta starfsævinnar vann Hjörtur við lögskráningu sjómanna. Hann hafði unun af starfinu og naut þess að ræða við sjómennina um landsins gagn og nauðsynjar. Iða við Hvítá skipaði veglegan sess í lífi þeirra hjóna en á þeim stað hafði Sigurlaug alist upp. Þarna, þar sem Vörðufellið gnæfir yfir undur- fagurri náttúrunni, byggðu þau sér sumarbústað, þar sem þau dvöldu löngum stundum. Hjónin nutu þess að bjóða vinum og ættingjum í veiði og einnig var Hjörtur slyngur veiði- maður. Að lokum vil ég þakka Hirti sam- fylgdina og mikla velvild í minn garð. Jafnframt vil ég votta fjölskyldu Hjartar og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Í huga mínum verða alla tíð greyptar minn- ingar um yndislegan mann sem lagði sig allan fram um að láta gott af sér leiða. Árni Ármann Árnason. Hjörtur Magnússon ✝ Elskuleg, ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, til heimilis í Skarðshlíð 23e, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 23. október. Útförin verður auglýst síðar. Eggert Ólafsson, Sigurlaug Anna Eggertsdóttir, Bergvin Jóhannsson, Steinunn Pálína Eggertsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Stefán Eggertsson, Elín Valgerður Eggertsdóttir, Hilmar Stefánsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRT KRISTJÁNSDÓTTIR (Sibba), Sólvöllum á Eyrarbakka, áður Móakoti, Stokkseyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 14. Kristján Sigurðsson, Ingunn Guðbjartsdóttir, Borgar Þorsteinsson, Elín Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ARNARSON tannlæknir, Húsalind 24, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 25. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrönn Ingólfsdóttir, Ragnar B. Pálsson, Ingimar Ingólfsson, Ingólfur R. Ingólfsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Örn H. Ingólfsson, Ína H. Ísdal og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HLÍF PETRA MAGNÚSDÓTTIR frá Gilsárstekk í Breiðdal, sem lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 22. október, verður jarðsungin frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 3. nóvember kl. 11.00. Baldur Pálsson, Magnús Pálsson, Sigrún Kjartansdóttir, Ragnhildur Pálsdóttir, Rafn Hermannsson, barnabörn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.