Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 39

Morgunblaðið - 26.10.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 39 ✝ Ólafur KolbeinsBjörnsson fæddist á Ísafirði 22. mars 1925. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafn- arfirði 19. október síðastliðinn. For- eldrar Ólafs voru Björn Björnsson frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd, f. 7.7. 1889, d. 19.7. 1964, og Ingveldur Her- mannsdóttir frá Aðalvík á Hornströndum, f. 4.6. 1887, d. 5.5. 1963. Systkini Ólafs eru Herdís Kristín, f. 4.4. 1914, Marta, f. 15.11. 1926, d. 24. 8. 1989, Hermann, f. 4.12. 1917, d. 14.5. 1994, og Guðrún Elísabet, f. 27.9. 1915, d. 31.8. 1993. Ólafur kvæntist Gróu Finns- dóttur frá Kaldá í Önunarfirði, f. 24.9. 1924, d. 10.5. 2004. For- eldrar hennar voru Finnur Torfi Guðmundsson frá Görðum í Önundarfirði, f. 29.9. 1892, d. af slysförum 21.8. 1936, og Stein- 1994, Herdís Steinunn, f. 1992, og Halldóra Líney, f. 1999. Ólafur Kolbeins ólst upp á Ísa- firði. Tvítugur tók hann símrit- arapróf og loftskeytapróf árið 1948. Hann vann meðal annars sem símritari á ritsímastöðinni á Borðeyri 1942-1944, og síðar við loftskeytastöðina á Ísafirði. Árið 1949 gerðist Ólafur loftskeyta- maður á togaranum Ísborgu, síð- ar á Úranusi og Narfa. Árið 1975 réðist hann til starfa hjá Reykjavíkur radíói og starfaði þar sem yfirsímritari og loft- skeytamaður til loka starfsferils síns. Ólafur var virkur félags- maður í Félagi íslenskra loft- skeytamanna. Hann tók meðal annars saman loftskeyta- mannatal og skrifaði sögu fjar- skipta á Íslandi í bókinni Loft- skeytamenn og fjarskiptin sem kom út árið 1987. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í þágu sjómanna og loftskeytamanna og vann meðal annars að endur- skoðun reglna um öryggis- og fjarskiptabúnað skipa í þágu stjórnvalda um og eftir 1980. Hann var um árabil formaður Félags íslenskra loftskeyta- manna og síðar heiðursfélagi þess. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. unn Jóhannesdóttir frá Hesti í Önundar- firði, f. 15.11. 1888, d. 24.1. 1975. Börn Ólafs og Gróu eru: 1) Ingveldur Guð- rún, f. 26.11. 1959, í sambúð með Jó- hanni Haukssyni, f. 1.11. 1953. Börn Ingveldar eru Ólaf- ur Kolbeinn Guð- mundsson, f. 1978, Hildur Ingveldar- dóttir Guðnadóttir, f. 1982, og Finnur Torfi Þorgeirsson, f. 1989. 2) Björn Jóhann, f. 5.1. 1963. 3) Sigurður, f. 24.2. 1968, kvæntur Ingibjörgu Hildi Eiríksdóttur, f. 12.4. 1972. Börn þeirra eru Eiríkur, f. 1998, og Óli Fannar, f. 2002. Dóttir Sigurðar frá fyrri sambúð er Fanney, f. 1989. 4) Stjúpsonur Ólafs er Finnur Torfi Stefánsson, f. 20.3. 1947, kvænt- ur Steinunni Jóhannesdóttur, f. 7.4. 1952. Börn Finns Torfa eru Gróa Margrét, f. 1966, Jens, f. 1970, Fróði, f. 12.6. 1975, d. 30.9. Mér er í skýru minni er við pabbi hittumst fyrst. Ég bjó í sæluríki hjá ömmu, mömmu og Ninnu í litlu bakhúsi við höfnina vestur í bæ. Einn góðan veðurdag var kominn gestur í húsið. Hann sat inni í stofu, karlmaður snyrtilega búinn og brosleitur. Mér fannst eitthvað hlýlegt og notalegt við þennan mann og gekk beint til hans til að ná athygli hans. Þegar gesturinn bjó sig undir að fara heimtaði ég að fá að fara með honum. Það var auð- sótt mál. Þannig hófst sameiginleg vegferð okkar pabba. Ég var lítill drengur þegar pabbi og mamma urðu ástfangin og ákváðu að giftast. Ég var eins kon- ar fylgifé móður minnar. Löngu síðar spurði ég pabba hvort ekki hefði verið erfitt að sætta sig við slíkan böggul. Hann svaraði með því að segja mér frá tilhugalífi þeirra móður minnar. Þau höfðu hist á skíðaviku á Ísafirði og litist vel hvoru á annað. Síðan fór móðir mín suður án þess að dregið hefði til tíðinda. „Hvernig stóð á því að þú slepptir konunni svona út úr höndunum á þér, úr því þér leist vel á hana,“ spurði ég. „Ég var ekki tilbúinn þá,“ sagði pabbi. Seinna hittust þau aftur á Ísafirði. Pabbi spurði mömmu þá hvort hann mætti bjóða henni út. „Það vil ég,“ sagði móðir mín, „en nú á ég lítinn dreng“. „Það gerir ekkert til,“ sagði pabbi og þar með var það útrætt mál. Með þessum hætti nálgaðist pabbi flest viðfangsefni lífsins. Hann flanaði lítt að hlutum en eftir að ákvörðun var tekin fylgdi hann henni af staðfestu og samvisku- semi, vafningalaust. Þetta er góð aðferð til að ná árangri enda er mér ekki kunnugt um nein við- fangsefni hans sem misheppnuðust eða hann leysti ekki vel af hendi. Ákvörðunin um að giftast mömmu reyndist gæfuspor, hjónaband þeirra var einstaklega ástríkt frá upphafi til enda. Hvað fylgiféð varðar vona ég að það hafi ekki verið honum til óhæfilegs ama. Við bjuggum fyrst á Ísafirði. Pabbi var loftskeytamaður á togar- anum Ísborg. Stundum þegar stór- hríðar geisuðu slökktum við mamma ljós og horfðum við glugga út í sortann og hugsuðum til pabba sem var einhvers staðar þarna úti að draga björg í bú fyrir okkur. Ekki veit ég hvort móðir mín var hrædd um hann, en ég var það sannarlega ekki. Pabbi var nefni- lega sægarpur. Slíkir menn gerðu sér það til skemmtunar að takast á við Ægi í hvaða ham sem var. Sæ- garpar voru hetjur mínar og átti ég marga frændur lífs og liðna sem til- heyrðu þessum flokki manna. Markmið mitt í var að ná því stigi karlmennsku og sem lýst var með orðunum „að duga til sjós“. Þegar pabbi var í landi var hann vanur að dressa sig upp og fara í göngutúr með mig sér við hönd um bæ og bryggjur. „Þú getur ekki svarið fyrir hann þennan,“ sögðu menn stundum við pabba og brostu íbyggnir til mín. Við pabbi svör- uðum slíku tali engu en ég held að báðum hafi líkað vel. Nú er lokið sameiginlegri vegferð okkar pabba, í bili að minnsta kosti. Ég þakka fyrir fylgdina. Finnur Torfi Stefánsson. Meira: mbl.is/minningar Nú fjölgar fólkinu mínu í fallega garðinum í Fossvogi. Þegar ég gekk þar um í haustinu fyrir nokkrum dögum veitti ég því at- hygli að slokknað hafði á eilífð- arljósinu á leiði móður minnar og ömmu. Það var vissulega táknrænt því faðir minn andaðist deginum áður og ekki síst táknrænt fyrir þær sakir að maðurinn sem skráði hjá sér hvenær skipta ætti um raf- hlöður var fallinn frá. Hann var pottþéttur hann pabbi, með allt og alla hluti sagði stolt móðir mín um föður minn, sú sem þekkti hann best og elskaði hann mest, – traustur og heiðarlegur og stóð allt eins og stafur á bók sem hann sagði. Mín fyrsta minning um föður minn var um traustu hlýju hend- urnar hans sem var svo gott að leiða og því fylgdi mikið öryggi. Þessar hendur fékk maður að leiða á eins til tveggja mánaða fresti í einn til tvo daga í senn þegar ég var lítil, því pabbi minn dvaldi langtímum saman með sjávarguð- unum, oftast norður í ballarhafi. Ég man eftir eftirvæntingu móður minnar þegar pabbi kom í land. Þá dubbuðum við mæðgur okkur upp í okkar fínasta púss og fórum síðan niður að höfn til fundar við aðal- manninn um borð í Narfa. Hann var jú aðalmaðurinn. Pabba var mikið í mun að okkur skorti aldrei neitt og vildi að við fengjum að alast upp í mjúkum og mildum móðurfaðmi. Og það kost- aði að hann vann oft mjög mikið, stundum alltof mikið. Það var það eina sem hann sá eftir í lífinu, að hafa verið í of löngum fjarvistum við ástvini sína og misst við það töluverð tengsl við börnin sín. Það lék bókstaflega allt lék í höndunum á honum pabba. Ef varahlutir voru ekki til eða við höndina þá bjó hann þá bara til. Enda sóttust þeir Decca-menn í Bretlandi fast eftir því að fá hann í sína þjónustu við framleiðslu á ratsjám og fjarskipta- tækjum. En pabbi var eins og Gunnar forðum og vildi hvergi fara. Pabba fannst ekkert nógu gott fyrir hana mömmu og ekki til sú ósk sem hann hefði ekki reynt að uppfylla. Ástin og umhyggjusemin sem hann sýndi henni í veikindum hennar var aðdáunarverð. Líf hans snerist algjörlega í kringum hana. Hann var jörðin sem snerist í kringum sólina sína. Það var því mikið áfall fyrir hann þegar slokknaði á sólinni hans. Við héld- um að jörðin myndi visna upp og deyja. En hann pabbi tók á sorg- inni, eins og sínum eigin veikind- um, af aðdáunarverðu æðruleysi. Hvílík verðmæti sem hann skilur eftir sig hann pabbi minn að hafa gefið okkur kost á því að verða vitni að annarri eins ást og óeig- ingirni. Þegar mamma dó bað pabbi mig um að fylla skarð hennar sem sinn nánasti trúnaðarvinur og var það mikill heiður. Því betri vin er vart hægt að hugsa sér. Og ég eins og hann er þakklát fyrir hvað sam- band okkar þróaðist fallega. Nú kveð ég besta og elsta vin minn, þennan með stóra, sterka og stolta hjartað og viðkvæmu sálina. Og hann var pabbi minn. Takk, pabbi minn, fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Það var gott að hafa fengið að leiða þínar traustu hendur allt þar til þær kólnuðu. Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Við fráfall Ólafs K. Björnssonar loftskeytamanns er genginn dygg- ur stuðningsmaður Sjómannadags- ins og Sjómannadagsráðs Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Ég vissi af Ólafi sem stjórnarmanni í félagi ís- lenskra loftskeytamanna og í samninganefndum fyrir loftskeyta- menn á togurum en kynntist hon- um ekki fyrr en hann var kjörinn í Sjómannadagsráð 1981. Hann hafði gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir Félag loftskeytamanna og sam- tök yfirmanna á fiskiskipum og kaupskipum, ritstýrði og vann að útgáfu bókar um loftskeytamenn og merkilega sögu upphafs fjar- skipta á landi og þróun þess bún- aðar til notkunar í skipum sem kom út 1987. Ólafur lagði mikla vinnu og alúð við þetta sögurit, leit- aði fróðleiks á erlendum vettvangi og einnig hér heima með viðtölum við fjölmarga einstaklinga og skráði, hvar margt hefði annars fallið í gleymskunnar dá. Ólafur var símritari við ritsím- stöðina á Borðeyri 1942-1944 og í Reykjavík 1945. Tímabil seinni heimstyrjaldarinnar var honum minnisstætt og oft ræddum við saman um samskiptin sem þá fóru fram milli herstjórnar hér á landi og íslenskra stjórnvalda, sagðir voru merkilegir sögukaflar en þó ekki öll sagan enda í samræmi við þann þagnareið sem menn unnu þá. Nærri 3 áratugir sem loftskeyta- maður á togurum fönguðu oft hug Ólafs þegar horft var um öxl, lang- ar fjarvistir að heiman frá fjöl- skyldunni og ekki voru fiskimiðin alltaf gjöful og launin þá í engu samræmi við úthald og vinnutíma. En sjómennskuna og mannlífið um borð tengdi hann saman í frásögn- um sínum sem hann hafði svo sér- staka hæfileika til, enda var hann áheyrilegur. Ólafur K. Björnsson var kosinn í Sjómannadagsráð 1981 og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum, varamaður í stjórn og í nokkur ár sem stjórnarmaður og sá þá um fundarritun. Því starfi sinnti hann af mikilli natni og hafði góða reglu á fundarskjölum. Hann var einstakur félagsmála- maður og hlaut fjölda viðurkenn- inga fyrir störf sín. Á 50 ára afmæli Sjómannadagsins 1988 var hann sæmdur heiðursmerki Sjómanna- dagsins. Fyrir hönd stjórnar Sjómanna- dagsráðs þakka ég Ólafi K. Björns- syni langt og farsælt samstarf og þann mikla áhuga sem hann ávallt hafði fyrir framför og heill Sjó- mannadagsins og Hrafnistu. Guðmundur Hallvarðsson. Mér er það enn ferskt i minni er ég fyrst heyrði í Ólafi K. Björns- syni. Það var árið 1952, á öldum ljósvakans, en þá vorum við báðir á fiskveiðum úti fyrir Vestjörðum, hann á togaranum Ísborginni, ég á Þorsteini Ingólfssyni. Það var eins og að hlusta á hríf- andi tónlist þegar Óli morsaði, svo fagurt var morsið hans, en í þá daga fóru fjarskipti milli togaranna að mestu fram á morsi. Togararnir skiptust á upplýsingum um afla og staðsetningar, allt á dulmáli og á morsi. Óli var með færustu loft- skeytamönnum flotans, bæði hvað snerti fjarskiptin og tækjaviðgerð- ir, en þá var mikið lagt uppúr því að loftskeytamaðurinn væri góður viðgerðarmaður, því sjaldan var nema ein ratsjá um borð, og einn til tveir dýptarmælar. Tækin voru dýr, en ekki mjög fullkomin og biluðu því oft. Áríðandi var að geta sinnt viðgerðum í hafi og koma þannig í veg fyrir tafir frá veiðum og tilheyrandi kostnað. Óli var loftskeytamaður á Ís- borginni í 5 ár, á Úranusi í 7 ár, en lengst var hann á Narfa í 15 ár. Ár- ið 1975 kom Óli í land og hóf störf á Fjarskiptastöðinni í Gufunesi, skipadeild, en þar starfaði hann til ársins 1995, er hann lét af störfum vegna aldurs. Ég kynntist Óla ekki að ráði fyrr en hann hóf störf í Gufunesi, en okkur varð fljótt vel til vina. Það var mikilsvert fyrir stöðina að fá til starfa mann með svo víðtæka reynslu og þekkingu á skipafjar- skiptum. Óli þekkti öll skip með nafni og auðkenni þeirra, flesta skipstjóra og allar útgerðir. Hann var harðduglegur og ósérhlífinn vinnuþjarkur, sem lagði sig fram um að veita sjómönnum sem besta þjónustu og öryggi í gegnum fjar- skiptin. Hlýhugur hans til sjó- manna, og umhyggja fyrir þeim alla tíð féll vel að markmiðum strandarstöðvarinnar um góða þjónustu við sjómenn, aðstandend- ur þeirra og útgerðarmenn. Óli var vel liðinn af samstarfs- mönnum sínum, enda félagslyndur, með létta lund og sögumaður góður Hann eignaðist fjöldan allan af vin- um og kunningjum, sem hann kynntist í gegnum störf sín, is- lenskum og erlendum, sem mátu vináttu hans og fagmennsku mikils. Þeir minnast hans nú með þakklæti og virðingu. Óli starfaði mikið að félagsmál- um sjómanna, m.a. í Félagi ísl- .loftskeytamanna, FFSÍ, Sjó- mannadagsráði og víðar. Óli er höfundur bókarinnar Loft- skeytamenn og Fjarskiptin, sem kom út árið 1987. Þetta er vönduð og merk bók, sem geymir ítarlegt loftskeyta- mannatal og ágrip af sögu fjar- skiptanna frá upphafi og fram á fyrrihluta 20. aldar. Gerð bókarinn- ar var Óla mjög hugleikin, enda voru skipafjarskiptin og sjó- mennskan jafnt starf hans og áhugamál. Með bókinni tókst Óla að varðveita dýrmætan fróðleik. Það var vel við hæfi þegar neyð- arkerfi á morsi var aflagt 31. jan- úar 1999 og við tók sjálfvirkt kerfi um gervihnetti, að Óla var veittur sá heiður að senda síðasta skeytið á morsinu. Við Rósa þökkum Óla fyrir vin- áttu og samfylgd, og vottum börn- um hans og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Stefán Arndal. Ólafur Kolbeins Björnsson  Fleiri minningargreinar um Ólaf Kolbeins Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, NÖNNU GUNNLAUGSDÓTTUR, Þorragötu 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða fyrir góða aðhlynningu og umönnun. Gunnlaugur M. Sigmundsson, Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir, Jón R. Sigmundsson, Björk Högnadóttir, og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR GÍSLASONAR, fyrrverandi bónda í Geirshlíð, Dalabyggð, Dalseli 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Einnig til sr. Svavars Stefánssonar og annars starfsfólks Fella- og Hólakirkju. Guð blessi ykkur öll. Guðný Jónasdóttir, Geir Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, Sara Vilbergsdóttir, Sigurdís Guðmundsdóttir, Eyjólfur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.