Morgunblaðið - 26.10.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.10.2007, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur fengið vottun um forgang III, frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkja- bandalagi Íslands, fyrir vef sinn www.tm.is. Ekkert annað íslenskt fyrirtæki, opinbert eða í einka- rekstri, mun hafa fengið þessa vott- un og er hún jafnframt sjaldgæf á heimsvísu, segir í fréttatilkynningu. Fyrir tæpum tveimur árum hlaut TM vottun um forgang I og II fyrir nýjan og gjörbreyttan vef sinn. Forgangur III þýðir í stuttu máli að vefur TM er orðinn aðgengilegur fyrir flesta þjóðfélagshópa. Meðal nýrra möguleika eru myndskeið á táknmáli fyrir heyrnarlausa, til skýringar þar sem við á, textuð myndskeið og Netspjall TM þar sem heyrnarlausir geta spjallað við starfsmenn TM um tryggingamál. Þá getur nú lesblindur notandi bú- ið til sína persónulegu stillingu sem framvegis verður á TM vefnum þeg- ar hann opnar hann. Til viðbótar þessu er boðið upp á orðalista/ orðabók á vefnum. Hljóðskrár eru einnig í boði í bílprófi TM sem ætti að henta þeim sem taka bílprófið munnlega. Einnig er hægt að velja auðlesið efni á vef TM svo eitthvað sé nefnt. Til þess að fá vottun um forgang I og II hafði TM meðal annars gert vefinn þannig úr garði að blindir og sjónskertir gátu notað talgervla og sérhönnuð lyklaborð með síðunni og stækkað letrið Morgunblaðið/RAX Bættur vefur Tryggingamiðstöðin fékk nýlega vottun um forgang III fyrir vef sinn www.tm.is og var endurbættur vefur kynntur í gær. Vefur TM orðinn aðgengilegur fyrir flesta þjóðfélagshópa HINN árlegi „Kjötsúpudagur“ verður haldinn hátíðlegur á Skóla- vörðustígnum á morgun, laug- ardag. Súpan er í boði samtaka sauðfjárbænda og grænmetisrækt- enda og það eru Siggi Hall og Jói í Ostabúðinni sem sjá um að mat- reiða, en súpan er löguð að hætti Sigga Hall. Súpunni verður fram borin fyrir utan Hegningarhúsið og á móti Hvítabandinu fyrir utan hjá Eggert feldskera. Mörg atriði verða á dag- skrá. Nefna má að klukkan 13 út- skýrir Sigrún Shanko silkiverk sín, afrískur trommusláttur verður klukkan 13.45. Kjötsúpuaustur hefst klukkan 14 með afhendingu til fanga og varða á 9unni. Félagar í Kvæðamannafélagi Íslands ásamt skemmtikröftum skenkja gestum. Klukkan 14 verður Birna Þórðar- dóttir með göngu frá Hallgríms- kirkju. Klukkan 14.30 hefjast tón- leikar hjá 12 Tónum og klukkan 16 verður opnuð sýning Jóns Baldvins- sonar í Listhúsi Ófeigs. Uppákomur verða í verslunum og úti ef veður leyfir. Tónlistarflutningur verður m.a. hjá Listhúsi Ófeigs, Önnu Mar- íu gullsmið og Eggert feldskera Morgunblaðið/RAX Kjötsúpudag- urinn á Skóla- vörðustígnum NORRÆNUM tölvuleikjaframleiðendum fer sífjölgandi. Á sama tíma hefur aldrei verið eins erfitt að útvega stofnfjármagn til þess að þróa tölvuleiki á Norður- löndum. Þetta kemur fram þegar litið er á styrkjakerfi sem frá ársbyrjun 2006 hefur verið mikilvægur hluti af Norræna tölvuleikjaverkefninu. Á árinu 2007 var styrkjum að andvirði alls 5 millj- ónir danskra króna úthlutað til nýrra norrænna tölvu- leikjaverkefna. Nú er seinni úthlutun á árinu nýlokið og enn barst mikill fjöldi umsókna frá norrænum leikjaframleiðendum. Í þetta skipti bárust 54 umsóknir frá 49 fyrir- tækjum. Alls hefur 101 norrænt leikjaverkefni sótt um styrk aðeins á þessu ári. Norræna tölvuleikjaverkefnið hóf göngu sína árið 2006 og er því á öðru starfsári af sex ára tímabili. Í verkefninu er lögð áhersla á að bæta aðgengi norrænna neytenda að norrænum tölvuleikjum. Fjármagn í tölvuleikjaiðnaðinn NORÐURLANDAMÓT stúlkna í skólaskák – einstaklingskeppni – fer fram dagana 26.–28. október í Blokhus í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót fer fram en mun verða árlegur viðburður framvegis. Skáksamband Íslands sendir hóp stúlkna til keppni, þær eru: Elsa María Þorfinnsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir, Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir, Jóhanna Björg Jóhanns- dóttir, Geirþrúður Anna Guð- mundsdóttir og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir. Fararstjórar eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Bragi Kristjánsson. Hægt er að fylgjast með: www.skoleskak.dk/nyheder Skákstúlkur á NM VEGNA framkvæmda við undir- búning lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús verður Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu lokað fyrir bílaumferð. Jafnframt verður núverandi þrenging á Geirs- götu færð til norðurs. Lokun Póst- hússtrætis er vegna vinnu við þil og færslu lagna. Til varnar gegn flæði sjávar inn í grunninn verður stálþil rekið allt að 16 metra niður. Nánar á vef Framkvæmdasviðs http://www.rvk.is Breytt umferð BORGARRÁÐ hélt 5.000 fund sinn í gær og í tilefni tímamótanna fór hann fram í Höfða. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að hefðbundnar umræður hafi farið fram á fundinum sjálfum og í móttökunni á eftir hafi ýmsar skemmtilegar tengingar komið í ljós. Í því sambandi nefnir hann að Hermann Jónasson, fyrr- verandi forsætisráðherra, hafi setið fyrsta fund bæjarráðs 6. ágúst 1932 og barnabarn hans, Guðmundur Steingrímsson, hafi verið á fund- inum í gær sem aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar, borgar- stjóra. Stefán Jóhann Stefánsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, hafi líka verið í fyrsta bæjarráðinu en alnafni hans sé varaborgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar og þeir séu tengdir. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, var einn af gestunum í Höfða en langafi hans, Matthías Einarsson læknir, og dóttir hans Louisa Matthíasdóttir bjuggu lengi í Höfða. Björn Ingi segir að það hafi verið skemmtileg tilbreyting að halda borgaráðsfund í Höfða og vel komi til greina að endurtaka leikinn við gott tækifæri. Á fundi bæjarstjórnar 4. ágúst 1932 var kosið í bæjarráð í fyrsta sinni og voru kosnir Guðmundur Ás- björnsson, Hermann Jónasson, Jak- ob Möller, Pétur Halldórsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Fyrsti for- maður ráðsins var Knud Zimsen borgarstjóri. Fyrsti fundur bæjar- ráðs var haldinn laugardaginn 6. ágúst 1932 og sátu þann fund kjörnir aðalfulltrúar, nema Pétur Hall- dórsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Í þeirra stað mættu Hjalti Jónsson og Ágúst Jósefsson. Nokkrir borgarráðsfulltrúar hafa setið fleiri en 1.000 fundi og þar á meðal eru Guðmundur Vigfússon, Kristján Benediktsson, Geir Hall- grímsson, Auður Auðuns, Birgir Ís- leifur Gunnarsson, Sigurjón Pét- ursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Undanfarin ár hefur málafjöldi í borgarráði verið um 1.200 á ári en var nokkuð hærri á árum áður. Breytt vinnulag og embættis- afgreiðslur hafa dregið nokkuð úr fjölda mála. Morgunblaðið/RAX Koss Fjölmenni var í tilefni dagsins á Höfða í gær. „Sigrún Magnúsdóttir kallaði á mig og krafðist þess að ég kyssti framsóknarkonuna og ég lét ekki segja mér það tvisvar,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgaráðs. Óvæntar tengingar komu í ljós á hátíðarfundinum Í HNOTSKURN » Í nýkjörnu borgarráðiReykjavíkur eru Björn Ingi Hrafnsson formaður, Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Margrét Sverr- isdóttir, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Hanna Birna Krist- jánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. STARFSEMI kalkþörungaverk- smiðjunnar á Bíldudal er að komast á fullan skrið og þar starfa sex manns. Hafin er framleiðsla á bæði áburðarkalki og einnig fóðurkalki. Allri framleiðslu er pakkað í eins tonns sekki og verða afurðirnar fluttar frá Bíldudal. Eftirspurn eft- ir vörunni hefur verið vaxandi. Kalkþörungar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.