Morgunblaðið - 26.10.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.10.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 45 Krossgáta Lárétt | 1ímyndunarafl, 8 alir, 9 gerist oft, 10 kyn, 11 efnað, 13 nytjalönd, 15 flutnings, 18 þíðviðri, 21 ílát, 22 eyja, 23 kjánar, 24 hurðarhúns. Lóðrétt | 2 muldrar, 3 ákveð, 4 afturkerrta, 5 örlagagyðja, 6 hæðum, 7 lítill, 12 sár, 14 fraus, 15 bæli, 16 hrotta, 17 ná- komin, 18 hnigna, 19 ryskingar, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 plógs, 4 fagur, 7 kaggi, 8 öflug, 9 pól, 11 röng, 13 turn, 14 róaði, 15 nóló, 17 nótt, 20 kal, 22 tafla, 23 ját- að, 24 rengi, 25 narta. Lóðrétt: 1 pukur, 2 ólgan, 3 skip, 4 fjöl, 5 guldu, 6 Regin, 10 ólata, 12 gró, 13 tin, 15 notar, 16 lyfin, 18 Óttar, 19 tíðka, 20 kali, 21 ljón. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Núna ertu að biðja um aðstoð eða vernd, og þú færð hana. Vertu tilbúinn að taka á móti henni í hvaða formi sem hún birtist. Hjálp getur villt á sér sýn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú vilt ekki troða neinum um tær, en þú vilt stjórna eigin heimi. Með innsæ- ið að vopni, og með því að reyna að vera næmur á tilfinningar annarra, öðlastu virðingu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú tjáir hvatir þínar á auðskil- inn máta. Með miklu skopskyni geturðu haft áhrif á hvern sem er. En þetta er allt til einskis ef þú veist ekki hvað þú vilt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér finnst þú mjög skýr. Að vera skýr í kollinum er verðmætara en marg- ur hyggur. Einbeittum huga fylgir ein- beitt hjarta sem veit hvað og hvern það elskar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Skrefin sem þú tekur til að verða upplýstari skerpa hæfileika þín og skýra það að draumurinn verður kannski ekki að veruleika. Þannig herðir lífið mann. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur hæfileika, eins og kam- eljón, til að aðlagast litum umhverfis þíns. Þetta er einstök gjöf, sérstaklega þar sem þú getur stjórnað hæfileikanum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Enginn er þú. Og það er vandamálið. Ef til væru fleiri þú, gætirðu framkvæmt öll verkin á tossalistanum sem þú treyst- ir ekki öðrum fyrir. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Yfirgengilegt upplýsinga- flæðið er jákvætt. Það neyðir þig til að snúa þér aftur til þess einfalda og sanna – og einbeita þér að því sem máli skiptir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú finnur huggun hjá ein- hverjum sem þú vanalega forðast eða biður ráða einhvern sem þú yfirleitt ekki treystir. Það sýnir hversu hversu opinn þú ert. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Frami þinn stendur og fellur með hæfileikum þínum til að skilja á milli þess hver er vandræðaseggur og hver er bandamaður. Þeir fyrrnefndu gætu nefnilega sóað tíma þínum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Litlar lexíur hafa áhrif á per- sónuleika þinn. Þú ert ennþá þú, bara vitrari og ákveðnari. Í kvöld er fullkom- inn tími til að hitta fólkið sem þú hefur heyrt svo mikið um. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert einn fárra sem geta ofið fjarstæður lífsins inn í stórkostleg verk- efni sín, og líka setið og horft á hversu skemmtilega það kemur út. stjörnuspá Holiday Mathis STAÐAN kom upp í landskeppni á milli Rússlands og Kína sem fram fór í Nizhniy í Novgorod í Rússlandi fyrir skömmu. Hin kínverska Lufei Rufan (2433) hafði hvítt gegn Nadezhda Kosintseva (2475). 43. Rb5! Hce7 svartur hefði orðið manni undir eftir 43...cxb5 44. Hxd6+. 44. Hxc6 He2 45. Rxd6 Kg7 46. Bd3 Hxf2 47. Rf5+ Kf7 48. Rxe7 Kxe7 49. Hg6 Ha2 50. Hxg5 Hxa3 51. Hxd5 Ke8 52. Ke4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik Vel heppnuð aðgerð, en … Norður ♠ÁKD6 ♥Á108 ♦K975 ♣K7 Vestur Austur ♠2 ♠9754 ♥KG96 ♥7543 ♦ÁDG62 ♦1083 ♣DG5 ♣Á8 Suður ♠G1083 ♥D2 ♦4 ♣1096432 Suður spilar 4♠. Hjarta út slátrar 4♠ í einu höggi ef norður er sagnhafi, en með suður við stýrið er vörnin þyngri. Spilið er frá úrslitaleik HM. Helgemo vakti í norður á tígli, Helness svaraði á spaða og Hel- gemo stökk í fjóra. Howard Weinstein var í vestur og hann hitti á lúmskan og vel heppnaðan byrjunarleik – kom út með ♦D, sem Helness dúkkaði skiljanlega. Wein- stein skipti þá yfir í ♣D, kóngur upp og ás í austur. Hjarta á þessum tíma- punkti skilar vörninni fjórum slögum, en Steve Garner í austur hafði meiri áhuga á því að styrkja trompstöðu sína, svo hann spilaði aftur laufi. Wein- stein drap og spilaði laufi í þriðja sinn, en það dugði ekki til: Helness stakk frá, tók fjórum sinnum tromp og öll laufin. Og þá gerðust þau undur að vestur þvingaðist með ♦Á og KG í hjarta. Aðgerðin heppnaðist, en sjúk- lingurinn dó. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvar býr skopmyndateiknarinn Sigmund? 2 Danir kjósa til þings 13. nóvember nk. Hver er for-sætisráðherra Dana? 3 Hvað fékk kvikmyndin Veðramót margar tilnefningartil Edduverðlauna? 4 Auðun Helgason, knattspyrnumaður í FH, hefurákveðið að ganga til liðs við nýtt félag. Hvaða? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Mannanafna- nefnd hefur hafnað millinafni sem líkist öðru nafni of mikið. Hvert er nafnið? Svar: Kjarrval. 2. Bræður munu tefla til úrslita á Íslands- mótinu í atskák. Hvað heita þeir? Svar: Björn og Bragi Þorfinnssynir. 3. Nær þrjú þúsund foreldrar skrifuðu undir áskorun til leikskólaráðs Reykjavíkur. Hvað heitir formaður ráðsins? Svar: Sigrún Elsa Smáradóttir. 4. Söngflokkur hefur sent frá sér sína fyrstu skífu sem heitir Bara. Hvað heitir söngflokkurinn. Svar: Hara-systur. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Eggert dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Glæsilegt 24 síðna blað um jólahlaðborð fylgir Morgunblaðinu á morgun. ❅ ❆ ❄ ❅❄ ❅ ❆❄ ❅ ❆ ❄

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.