Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján HansJónsson fæddist í Reykjavík 27. apríl 1927. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 18. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Kristján Guð- mundur Kristjáns- son kyndari, f. á Búðum á Snæfells- nesi 6. júní 1893, fórst með E.s. Goða- fossi 10. nóvember 1944 og Sólveig Jónsdóttir verkakona, frá Viðvík- ursveit í Skagafirði f. 21. febrúar 1898, d. 31. maí 1981. Systur Krist- jáns; Stella f. 22. september 1924, d. 16. september 1995, Sigrún f. 8. desember 1925, og Úlla f. 29. maí 1928, d. 26. janúar 2006. Eiginkona Kristjáns er Ásdís Guðbjörg Konráðsdóttir f. 21. mars 1936. Kristján og Ásdís gengu í hjónaband 8. desember 1955. Foreldrar hennar voru Sig- Kristján Rúnar, f. 19. nóvember 1958, kvæntur Katrínu Sveins- dóttur, f. 12. október 1962. Dætur þeirra eru Hildur Dís f. 8. júní 1983, og Svana Lovísa f. 9. júní 1986. 5) Stella, f. 9. mars 1961, gift Svavari Svavarssyni, f. 15. nóv- ember 1959. Börn þeirra eru Há- kon f. 30. apríl 1983, Yrsa f. 1. jan- úar 1990, og Styrmir f. 26. febrúar 1992. 6) Ragnar Frank, f. 8. ágúst 1962, kvæntur Ullu R. Pedersen, f. 22. mars 1966. Dætur þeirra eru Anna f. 27. nóvember 1991, Íris f. 10. febrúar 1995, og Freyja f. 11. júlí 1998. Kristján hóf iðnnám í renni- smíði, en lagðist ungur að árum í siglingar og sigldi um heimsins höf á erlendum fraktskipum. Þegar heim var komið réð hann sig til starfa á Keflavíkurflugvelli og var rennismiður á vélaverkstæði þar í 43 ár. Þrítugur að aldri fluttist hann ásamt eiginkonu og þremur börnum sínum til Hafnarfjarðar þar sem hann bjó á Suðurgötu 31 og 47 í hartnær hálfa öld eða 48 ár. Kristján Hans verður jarðsung- inn í dag frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði og hefst athöfnin klukkan 15. ríður Jónsdóttir, frá Einlandi í Grindavík, f. 1. september 1895, d. 27. júní 1957 og Konráð Árnason, frá Hrauni í Grindavík, f. 26. febrúar 1902, d. 22. desember 1975. Kristján og Ásdís eignuðust sex börn, þau eru: 1) Jón Kon- ráð f. 5. október 1954, d. 12. desember 1997. 2) Sólveig, f. 22. mars 1956, gift Finni Óskarssyni, f. 30. apríl 1957. Börn þeirra eru Ásdís f. 13. janúar 1984, gift Nolyn James Wagner, f. 25. júní 1979, Óskar Auðunn, f. 6. janúar 1987, Konráð Gauti f. 16. ágúst 1988, d. 7. desem- ber 1988, Sigrún f. 7. ágúst 1991, og Fanney Ösp f. 17. desember 1994. 3) Sigríður, f. 22. maí 1957, gift Birni Kristjáni Svavarssyni, f. 7. janúar 1957. Börn þeirra eru Kristján Ómar f. 14. nóvember 1980, og Svava f. 20. júní 1983. 4) Ég er næstelst af sex börnum for- eldra minna og hafði hlutskipti þess elsta vegna fötlunar Nonna bróður míns. Ábyrgðin sem elsta barn var nokkur og mátti ég oft hafa stjórn og ábyrgð á yngri systkinum mínum. Ég lofaði mér því strax í bernsku að aldr- ei skyldi ég eignast svona marga krakkagrislinga eins og foreldrar mínir. Það er engu að síður staðreynd að ég hef eignast flest börnin af okk- ur systkinunum. Ég á fimm börn og er alsæl með allan fjöldann rétt eins og faðir minn var með fjölda barna sinna. Sem unglingur gat ég oft á tíðum leikið á tilfinningar föður míns. For- eldrar mínir voru í þeirri stöðu að hafa þrjá unglinga og jafnvel fleiri sem suðuðu um að fá heimilisbílinn að láni en á uppvaxtarárum mínum þótti það bara nokkuð gott að það væri til einn bíll á hverju heimili. Ef pabbi vildi ekki lána mér bílinn þá gerði ég mér upp smá fýlu, rauk upp í her- bergi og pabbi kom með það sama, sleikti úr mér fýluna og bauð mér bíl- inn að láni og jafnvel pening fyrir bensíni. Pabbi hefði helst af öllu kosið að fá að velja eiginmenn fyrir dætur sínar. Viðmiðið var að hinn fullkomni tengdasonur væri í vel burstuðum skóm og með þykkt seðlaveski. Já, kannski af þeim sökum að hann fékk ekki að velja þá hafa tengdasynirnir ekki alltaf átt sjö dagana sæla en satt best að segja þá gerði pabbi talsverð- ar kröfur á karlmennina í fjölskyld- unni, sama hvort það voru synirnir, tengdasynirnir eða drengirnir í barnabarnahópnum. Hann hallmælti nánast aldrei kvenfólkinu í fjölskyld- unni en gerði allnokkrar kröfur til karlpeningsins. Karlmennirnir í fjöl- skyldunni áttu að vera harðir í horn að taka, skaffa vel og hugsa vel um kvenfólkið sitt og þá sérstaklega dæt- ur hans. Pabbi var alinn upp í „þorpinu“ Reykjavík þar sem almenningsálitið skipti máli. Honum var í mun að fjöl- skyldan sín stæði sig vel í lífsbarátt- unni, allt skyldi vera slétt og fellt, og samkvæmt settum reglum. Hann var stoltur af stórfjölskyldunni sinni og gerði stöðugar kröfur til hennar. Hann var ekki flinkur að hrósa en þrátt fyrir aðfinnslur þá fundum við öll með einum eða öðrum hætti að hann var bæði ánægður og stoltur af okkur. Með mömmu og okkur systk- inunum leið pabba best, kjarnafjöl- skyldunni sinni. Ég kveð minn ást- kæra pabba sem var mér oft bæði ljúfur sem erfiður. Þín dóttir, Sólveig. Hún systir mín segir ósjaldan að ég sé þúsundþjala smiður. Sú kunn- átta sem hún vísar til er verkleg kunnátta mín við ýmis iðnaðarstörf. Rætur þeirrar kunnáttu og þekking- ar má rekja til bernskuára minna þegar pabbi tók mig með sér í bíl- skúrinn og við dvöldum þar langtím- um saman við viðgerðir fjölskyldu- bílsins og ýmissa heimilistækja. Oft var það þannig að pabbi skrúfaði hlutina í sundur og mitt hlutverk var meðal annars að muna hvar hin og þessi skrúfa ætti að vera, ég mundi orðið betur og leiðrétti pabba þegar hann gerði mistök. Já, pabba var margt til lista lagt og þegar hann hafði vilja og nennu til þá gat hann gert við allt. Verkaskipting kynjanna var skýr, dæturnar voru innan hús og aðstoðuðu mömmu. Ég var í hlutverki elsta sonarins, átti að sinna viðgerðum og útiverkum með pabba. Pabbi var flinkur rennismiður og smíðaði margan gripinn sem prýð- ir heimili okkar barna hans sem og annarra ættingja og vina. Hann renndi einna helst lampa og kerta- stjaka m.a. úr kopar, áli, og plasti. Á áttræðisafmæli hans vakti það at- hygli að fjölskyldan hafði safnað mörgum þessara gripa saman og sýndi afrakstur þessa tómstunda- starfs hans. Pabbi var karl í krapinu og kallaði ekki allt ömmu sína. Hann aðhylltist eins og margir af hans kynslóð mik- inn aga. Ég var ekki alltaf sáttur en markmiðið var að koma okkur öllum til manns og verja okkur fyrir hætt- um lífsins og honum tókst það. Með kveðju. Þinn sonur, Kristján Rúnar. Minningar um föður minn hrann- ast upp og þær eru allar ljúfar og góðar. Ég elskaði hann eins og for- eldri elskar barn sitt, það er skilyrð- islaust. Stundum var ég meðvirk því ég tók nánast alltaf upp hanskann fyrir hann. Föður míns verður ekki minnst með orðunum elskulegur, blíður og góður við allt og alla, öllum stundum. En skemmtilegur? Já þeg- ar sá gállinn var á honum. Erfiður? Já, þegar þannig lá á honum. Ég sagði pabba oft að hann væri jafn leiðinlegur og erfiður og hann væri skemmtilegur. Pabbi var stríðinn og hálfgerður prakkari oft á tíðum. Hann átti það til að svara út í hött ef forvitnast var um hans einkahagi, væri hann til dæmis spurður hvert hann væri að fara þá svaraði hann oft og iðulega „til Grænlands“ og undir það síðasta vissi fólk ekki alltaf að það var prakkarinn sem svaraði og ætlaði hann ekki með fullu viti. Pabbi sigldi um heiminn og dvaldi langdvölum erlendis. Hann upplifði ótrúleg ævintýri á siglingaárum sín- um. Ég hafði unun af að hlusta á sög- ur hans. Sögur frá Chile, Kúbu, Pa- namaskurðinum, Palestínu og öðrum framandi slóðum. Árið 1948 sigli hann á grísku skipi til Tel Aviv í Pal- estínu. Það voru ófriðartímar og skipsáhöfnin fékk áhættuþóknun, varningurinn var gjafir frá banda- rískum gyðingum til gyðinga í Palest- ínu (nú Ísrael). Sögur hans af laumuf- arþegum, skipsköðum, svertingj- um … svo ævintýralegar sögur að barnsaugu og -eyru sperrtust. Ég ætlaði mér að skrá þessar sögur hans eftir frásögn hans en nú er það orðið um seinan. Á þessum árum lærði hann erlendar tungur og talaði hann ensku, sænsku og spænsku auk hrafls í mörgum öðrum tungumálum og bætti við sig ítölsku á fullorðins- árum. Áhugamál pabba sneru að heimsstyrjaldaárunum, heiminum, fraktskipum og sjónum. Auk þess var hann mikill áhugamaður um líkams- hreysti, hann stundaði fimleika, sund, fótbolta og lyftingar um ævina. Hann gerði styrktar- og líkamsæfingar alla sína ævi. Fræg er sagan af því þegar heimilislæknir hans fékk hann til að standa á haus og höndum inni á læknastofunni, niðurstaðan varð sú að það væri ekki mikið að hjá manni á áttræðisaldri sem gæti staðið á hönd- um. Þegar við systkinin vorum lítil hélt hann miklum aga innan veggja heim- ilisins. Hann var af þeirri kynslóð sem sagði börnum sínum að hlýða. En utan veggja heimilisins var alltaf gaman að vera með honum. Við átt- um skemmtilegan pabba, krakkarnir í hverfinu löðuðust að honum, hann gerði við reiðhjólin þeirra, gaukaði að þeim sælgæti og umbunaði blaðburð- arbörnum með ávöxtum ef þau mættu snemma með Morgunblaðið. Öll mín uppvaxtarár fórum við krakkarnir með honum í sund á sunnudögum, og ein leiðin hans til að herða okkur var að pína okkur í kalda sturtu. Sunnudagsbíltúrar til Reykjavíkur voru fastir liðir. Þá fór- um við á kæjann, hittum karlana, leystum landfestar og tókum á móti skipum, athuguðum hverjir kæmu út af hádegisbarnum á Borginni, keyrð- um ömmu og Rúnu frænku, keyptum ís og skemmtum okkur. Hver sunnu- dagur var ævintýri líkastur og það var þannig sem pabbi vildi hafa það, nóg af ævintýrum. Með söknuði, þín dóttir Sigríður. Elsku afi okkar. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, skrítið að hugsa til næstu vikna þar sem þú varst alltaf svo of- arlega í huga okkar, og skrítið að hugsa til þess að hitta þig ekki oftar í kaffi á föstudögum. Það eru margar minningarnar sem við systurnar eigum um þig og við munum ávallt varðveita þær í hjört- um okkar. Eftir að þú veiktist þá fengum við tækifæri til að kynnast þér á annan hátt en við höfðum fengið áður, við vissum að þú ættir ekki eftir að vera mikið lengur hjá okkur og því vildum við nýta þann tíma sem við áttum sem allra best. Við gerðum margt saman á meðan á veikindum þínum stóð, við fórum í bíltúra og keyptum okkur ís, skoðuðum bátana í höfninni, fórum saman í Smáralindina og fengum að heyra sögur síðan í gamla daga á meðan við keyrðum um hverfið þar sem þú ólst upp. Veikindi þín tóku mikla krafta frá þér en samt finnst okkur svo stutt síðan þú stóðst á höndum með okkur og fórst í sund. Svo var það nú ekki sjaldan sem við montuðum okkur af því að eiga svona hraustan afa sem gæti sko staðið á höndum, færi alltaf í ískalda sturtu og drykki lýsi. Svo var alltaf spennandi að koma í heimsókn til ykkar ömmu þegar við vorum litlar, annað hvort voruð þið að koma heim frá útlöndum og við feng- um gjafir, eða amma að baka og þú laumaðir að okkur suðusúkkulaði sem þér fannst alltaf svo gott. En það sem stendur allra mest upp úr þegar við lítum yfir minningarnar er hvað þú varst duglegur að hrósa okkur systrunum, þér fannst við svo dug- legar og fallegar og varst alltaf svo stoltur af okkur. Um síðustu jól var líka gott að geta glatt þig þar sem þú varst á sjúkra- húsinu og við skreyttum stofuna þína hátt og lágt með jólaseríum og jóla- dóti, sem þú varst rosalega ánægður með. Við vitum að það var vel tekið á móti þér á himnum af ættingjum og vinum og að þér líður vel núna. Þú varst fyrir löngu síðan tilbúinn að fara, en við ekki tilbúin að sleppa þér. Við erum óendanlega þakklátar fyrir tímann sem við áttum með þér, elsku afi, og vitum að þú munt ávallt vaka yfir okkur og við munum ætíð minnast þín. Með söknuði kveðjum við í hinsta sinn afa okkar. Svana Lovísa og Hildur Dís. Kæri bróðir, mér er minnisstætt hve oft þú söngst þetta lag og það kemur mér fyrst í huga er ég leita að ljóði til þín. Þetta lag söngstu oft hátt og snjallt, og iðulega þegar þú sóttir hana Önnu okkar á leikskólann. Ljúfa Anna, láttu mig vissu fá. Þú ein getur læknað mín hjartasár. Í kvöld er ég sigli á sænum í svala ljúfa blænum, æ, komdu þá svo blíð á brá út í bátinn mér einum hjá. (Höf. ók.) Með kveðju, Sigrún systir Auður stóll er nú hjá riddurum hringborðsins í Firði. Hann sat með prýði Kristján Hans Jónsson. Félagi okkar og vinur til ára og áratuga. Hringborðið okkar var löngum krufningsstaður allra þeirra mála og deilumála sem upp komu í samfélag- inu, smáum og stórum eftir atvikum. Spjall og hrókasamræður, hundaló- gík og gálaghúmor með tilheyrandi hávaða fylgdi okkur „strákunum“. En umfram allt vinskapur og fé- lagsandi. Þarna var Kristján í essinu sínu. Hann sótti stíft þessar óform- legu samkomur okkar „strákanna“. En svo fór að fækka komum Krist- jáns í spjallið og sótti nú á hann erf- iður sjúkdómur. Síðast kom hann í hjólastól til okkar með aðstoð sonar síns og nafna. Að lokum gat Kristján haft að sínum orðum: Höndin stirðnar, hjartað dofnar hugsun fæðist varla nein. Tilfinningin tíðum sofnar talfærin eru ekki hrein. Sál frá holdi síðast klofnar svona endar dauðans mein. Þannig kvað Hallgrímur Brynj- ólfsson á Felli í Mýrdal fyrir hartnær 100 árum. „Skarð er fyrir skildi“ sögðu forfeður okkar þá einn hné úr röðinni í hörðum bardögum. Enginn veit hvern næsta ör nemur en því skoti verður ekki áfrýjað. Við kveðj- um þig með söknuði félagi Kristján og vitum að þú átt góðrar heimkomu að vænta á hinar miklu og björtu veiðilendur handan rúms og tíma. Far þú í friði inn í ljósið mikla. Fyrir hönd „öldungaráðsins“ Sigurður Sigurðarson. Fallinn er frá vinur minn, Kristján H. Jónsson, eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég kynntist Krist- jáni fyrir allmörgum árum þegar við sóttum báðir tíma í jógaleikfimi. Samvera okkar þar leiddi til þess að við urðum góðir kunningjar og sá kunningsskapur þróaðist smám sam- an út í góðan vinskap. Kristján var þá að vinna á Keflavíkurvelli. Við vorum báðir komnir nokkuð á efri ár og stutt í að við hættum fastri vinnu. Þá tók við það ágæta tímabil sem einkennd- ist af sundferðum, kaffihúsasetu og bridskvöldum; tímabil sem stendur enn hjá mér en Kristján vinur minn hefur nú kvatt. Hann var einn af fastavinunum í félagslífi efri áranna. Það kom fljótlega í ljós að Kristján var enginn meðalmaður. Hann var einstakur karakter, hvers manns hugljúfi, traustur vinur vina sinna og mikill húmoristi. Þessi ár liðu hratt. Við hittumst svo til á hverjum morgni í kaffi í Firði ásamt fleiri körlum, allt frá sex og upp í tíu manns þegar best lét. Á miðvikudagskvöldum spiluðum við brids í bridsklúbbnum hver heima hjá öðrum til skiptis og hittumst í heita pottinum í gömlu sundhöllinni á föstudögum. Þessi ár voru okkur góð. Kristján bar með sér glettni og glað- værð inn í allan okkar félagsskap. Hann var kannski ekki besti brids- spilarinn en maður tók eftir því þegar hann vantaði því að fjörið var heldur minna. Sama gilti um morgunkaffið. Í sundinu var hann þrekmaður sem synti stundum svo lengi í kafi að okk- ur hinum var nóg boðið. Vorum farnir að hafa áhyggjur þegar hann skaust úr kafinu eins og höfrungur. Á vin- áttu okkar bar aldrei skugga og Kristján var maður sem vék aldrei styggðaryrði að nokkrum manni. Svo veiktist hann fyrir nokkrum árum og þá fækkaði samverustund- unum. Síðast kom hann í morgun- kaffið í hjólastól. Hann hafði látið á sjá en var óbugaður með spaugsyrði á vörum. Alltaf jafn skemmtilegur, Kristján. Mér er efst í huga þakklæti fyrir tryggan vinskap og góðar sam- verustundir gegnum árin. Ég votta Dísu og fjölskyldu samúð mína. Minningin lifir um góðan dreng. Sverrir Gunnarsson. Kristján Hans Jónsson ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför HILMARS J. HAUKSSONAR, Kóngsbakka 10. Monika Blöndal, Sara Hilmarsdóttir, Haukur Steinn Hilmarsson, Svava J. Brand, Þórunn Helga Hauksdóttir, Guðmundur Sveinsson, Björn Torfi Hauksson, Laufey Birkisdóttir. ✝ Fósturfaðir okkar, SIGURÐUR ALEXANDERSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 23. október. Hilmar Harðarson, Jóhannes Þór Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.