Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofan opin kl. 9-16.30, leik- fimi kl. 8.30, bingó kl. 14, söngstund við píanóið kl. 15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9- 16.30, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð. Helgistund með sr. Hans Markúsi og Þorvaldi Hall- dórssyni kl. 10. Hádegisverður, kertaskreyting, kaffi. Félagsvist kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Vinnustofan í handmennt opin. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsfundur í Gjábakka 27. október kl. 14. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri mætir á fundinn. Rætt verður um mál- efni félagsins, starfið framundan, o.fl. Kaffiveit- ingar og harmonikkuleikur. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bókmenntaklúbb- ur kl. 13, gestur fundarins verður Njörður P. Njarð- vík, umsjón Sigurjón Björnsson. Árshátíð FEB 2. nóv. og hefst kl. 19.30, í sal Ferðafélagsins, Mörk- inni 6. Skráning og uppl. á skrifstofu FEB s. 588- 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, vetrarfagn- aður kl. 14 með fjölbreyttri dagskrá og kaffihlað- borði, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, hádegis- verður kl. 11.40, söngur; Gleðigjafarnir, kl. 14. Hring- dansar kl. 15.30, vetrarfagnaður kl. 20, veitingar og Harmonikkufélag Rvk. leikur fyrir dansi kl. 20- 23. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatns- leikfimi kl. 12. Námskeið í ullarþæfingu kl. 13, bíó- dagur kirkjunnar kl. 13. Ath. Engin félagsvist í Jónshúsi í dag vegna bíósýningar. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, m.a. bókband. Prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, lagt upp í göngu um nágrennið kl. 10.30. Frá hádegi spilasalur opinn, kóræfing kl. 14.20. Á morgun frá kl. 14 er Gerðubergskórinn í heimsókn með söng- daskrá á Hjúkrunarheimilinu Grund í tilefni 85 ára afmælis heimilisins. Furugerði 1, félagsstarf |Aðalheiður og Anna Sigga koma í heimsókn kl. 14.15 og syngja með okkur fram að kaffi. Kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Handavinna og baðþjónusta kl. 9, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14, bókabíll kl. 14.45 og kaffi kl. 15. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, botsía kl. 13.30, dansleikur kl. 20.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30, bingó kl. 13.30, spilaðar sex umferðir, kaffi og meðlæti í hléi. Hár- snyrting. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 10, létt leikfimi kl. 11, opið hús, spilað á spil kl. 13 og kaffiveitingar kl. 14.30. Laugarból, íþrhús Ármanns/Þróttar, Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 11.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofan í hand- mennt opin. Myndlistarnámskeið. Leikfimi kl. 10. Guðsþjónusta fyrsta föstudag í mánuði. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerð- ir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 10.15-11.45 spænska – byrjendur. Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 13.30-14.30 sungið v/flygilinn. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30-16 dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8,30, leir- mótum kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreislu- og fótaaðgerðarstofan opin alla daga, bingó kl 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Áskirkja | Sóknarprestur Áskirkju verður með guðsþjónustu á Dalbraut 27, kl. 14. Furugerðiskór- inn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur, sem jafnframt leikur á orgel. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20, tón- list, prédikun, umræður og skemmtun. Nánar á www.kefas.is. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Samvera Kirkjuskólans í Mýrdal í Víkurskóla á laugardagsmorgnum kl. 11.15. Sólheimakirkja | Mosfellsprestakall og Sólheima- kirkja halda áfram með kirkjuskólann 27. okt. kl. 11. Sagðar eru sögur úr Biblíunni, lesin sagan af Birtu og Danna og sungið. Börnin fá fræðsluefni og mynd til að lita. Vídalínskirkja Garðasókn | Bíódagur í safnaðar- heimilinu kl. 14. Eldriborgaranefnd Garðasóknar stendur fyrir sýningu myndarinnar „Stepmum“ með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Kaffi og umræð- ur á eftir. Þorlákur sækir þá sem óska, sími: 869- 1380. Upplýs í síma: 565-6380. 60ára afmæli. Í dag,26.október, er Einar Bjarndal Jónsson, verkfræð- ingur á VST, sextugur. Hann heldur upp á daginn með vin- um og vandamönnum í Raf- veituheimilinu í Elliðaárdal, milli kl. 18 og 21 og vonast til að sjá sem flesta. 60ára afmæli. Már Svein-björnsson hafnarstjóri verður sextugur laugardaginn 27. október nk. Af því tilefni býður hann vinum og vanda- mönnum til afmælisfagnaðar, í húsi frímúrara að Ljósatröð 2 í Hafnarfirði, á afmælisdaginn milli kl 18 og 21. Gullbrúðkaup Þorbergur Jósefsson Skagfjörð og Svava Höjgaard eiga gullbrúðkaup í dag, 26. október. Af því tilefni ætla þau að fara á bókasafnið og síðan á Héraðsskjalasafnið og leita að brúðkaupsmynd- inni. Þeir sem vilja leggja þeim lið eru beðnir að halda sig frá þessum söfnum í dag. dagbók Í dag er föstudagur 26. október, 299. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt.“ (Mk. 10, 27.) Femínistafélag Íslands efnir tilráðstefnu á laugardag kl. 10-17. Yfirskrift ráðstefnunnar,sem er haldin í Rúgbrauðs- gerðinni, er Kynlaus og litblind? – sam- ræða um margbreytileikann. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er einn af skipuleggjendum dagskrárinnar: „Á ráðstefnunni bjóðum við til samræðu mörgum ólíkum félagasamtökum sem vinna hérlendis að jafnréttismálum. Á ráðstefnunni hugum við að því hvað þessi samtök eiga sameiginlegt, og hvort ráð sé að við stillum saman strengi okkar,“ útskýrir Steinunn. „Jafnrétt- ishugtakið hefur verið í töluverðri þróun síðustu ár og áratugi, og tímabært að efna til umræðu þar sem flest sjónarmið koma fram, og freista þess um leið að fá skýra yfirsýn yfir stöðu jafnréttismála.“ Ráðstefnan er styrkt af félagsmála- ráðuneytinu og er liður af dagskrá Evr- ópuárs jafnra tækifæra: „Dagskráin hefst með fyrirlestrum Þorgerðar Þor- valdsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur. Þær munu gefa tóninn fyrir umræðuna með umfjöllun um þróun, stöðu og sókn- arfæri í jafnréttisbaráttunni,“ segir Steinunn. Að loknum inngangserindum verða haldnar þrjár málstofur: „Fyrsta mál- stofan fjallar um aktívisma. Þar ætla Ír- is Ellenberger og Sóley Tómasdóttir að taka til máls, sem báðar hafa tekið virk- an þátt í jafnréttisbaráttu á Íslandi,“ segir Steinunn. „Önnur málstofan fæst við stöðu hins hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða, innfædda karlmanns, og hvaða hlutverk hann leikur í jafnréttisbarátt- unni. Þar taka til máls Gísli Hrafn Atla- son og Viðar Þorsteinsson. Loks er mál- stofan Hver er normal? Þar eru frummælendur Anna Jonna Ármans- dóttir, sem breytt hefur um kyn, Freyja Haraldsdóttir, sem er fötluð, og Tatjana Latinovic frá Félagi kvenna af erlendum uppruna.“ Ráðstefnunni lýkur með pallborðs- umræðum með þátttöku Eddu Jóns- dóttur, eins skipuleggjenda Kvennafrí- dagsins 2005, Katrínar Jónsdóttur, göngustjóra Gay pride 2007, Sabine Leskopf frá Alþjóðahúsi og Auðar Ax- elsdóttur frá samtökunum Hugarafli. „Einnig verður slegið á léttari strengi en Götuhernaðurinn mun segja frá starfi sínu og gott ef ekki verður sýnt eins og eitt lítið leikrit,“ segir Steinunn að lok- um. Sjá nánar á feministinn.is Mannréttindi | Ráðstefna félagasamtaka um jafnréttismál á laugardag Margbreytileikinn ræddur  Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir fæddist í Kaup- mannahöfn 1982. Hún lauk BA-prófi í mannfræði við Háskóla Íslands 2006. Steinunn leggur nú stund á meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Hún var ráðskona atvinnu- og stjórn- málahóps Femínistafélagsins, og þar áður ráðskona ungliðahóps. Steinunn er nú talskona félagsins. Tónlist Fella- og Hólakirkja | Menning- arkvöld kl. 20, fjölbreytt dag- skrá, tónlist og ljóðalestur. Guðný Einarsdóttir orgel, Ag- nieszka Panasiuk og Ewa Tosik spila tvíleik, Sóley Einarsdóttir spilar á trompet. Lesin verða ljóð eftir Toshiki Toma og Ingi- björgu Björgvinsdóttur. Myndlist Hafnarborg | Samnorræna port- rettsýningin Portrett Nú, stend- ur yfir til 22. desember og er opin alla daga kl. 11-17, nema þriðjudaga og á fimmtudögum er opið kl. 11-21. Ókeypis aðgang- ur. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljóm- sveitin Von leikur fyrir dansi föstudag og laugardag. Húsið opnar kl. 22, frítt inn til mið- nættis. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands, Aðalbygging stofa 207 | Breski fræðimað- urinn Duncan Adam flytur fyrir- lestur kl. 12.05, um Yukio Mis- hima, einn þekktasta rithöfund Japans. Mishima hefur oft verið orðaður við bókmenntaverðlaun nóbels. Fyrirlesturinn er á veg- um Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur og Íslensk-japanska félagsins. FYRIRSÆTA sýnir fatnað tískuhönnuðarins Angelos Bratis á tískuvikunni sem nú stendur yfir í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Grísk tíska Reuters FRÉTTIR NÝTT félag sem heitir Félag sáttalögmanna var stofnað hinn 17. október síðastliðinn. Í frétta- tilkynningu segir m.a. að félaginu sé ætlað að vera hagsmunafélag lögmanna sem hafa sérhæft sig í sáttamiðlun (mediation, ADR – al- ternative dispute resolution, mækling) og lokið hafa námi í sáttamiðlun sem Sátt, félag um sáttamiðlun, hefur viðurkennt. Félagið mun sækja um aðild að fé- lagsdeild Lögmannafélags Íslands næsta vor. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að vera sameiginlegur vettvangur lögmanna sem vilja vinna að sáttamiðlun. Meðal ann- ars með því að stuðla að því að sáttamiðlun verði viðurkenndur valkostur á við aðrar leiðir til að leysa ágreining í samfélaginu. Með því að vera vettvangur endurmenntunar, fræðslu og upp- lýsinga um sáttamiðlun fyrir fé- laga og aðra sem áhuga hafa á viðfangsefninu og með því að mynda tengsl við sambærileg fé- lög í öðrum löndum. Formaður félagsins er Sonja María Hreiðarsdóttir, hdl., með- stjórnendur Ásdís J. Rafnar, hrl., og Ingibjörg Bjarnardóttir, hdl. Félag sátta- lögmanna stofnað STJÓRN Félags fagfólks í frí- tímaþjónustu hefur ákveðið að efna til málþings undir heitinu „Hver vinnur með börnunum okk- ar í frítímanum?“ á morgun, laug- ardaginn 27. október, frá kl. 13 til 17 á Grand Hótel. Í fréttatilkynningu segir að málþinginu, sem er öllum opið, sé ætlað að varpa ljósi á gildi og við- mið mismunandi faghópa sem starfa á vettvangi frítímans, sem og hvaða kröfur félagasamtök, opinberir aðilar og aðrir sem bjóða upp á starf fyrir börn og unglinga í frítímanum gera til starfsmanna sinna eða leiðbein- enda. Stjórn FFF hefur leitað til Bandalags íslenskra skáta, Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- fulltrúa, Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, KFUM og KFUK og Ungmennafélags Íslands sem munu senda fulltrúa sína á mál- þingið og kynna hvernig þessum málum er háttað hjá sínu félagi/ samtökum. Málþingsgjald er 1.000 kr. og innifalið er kaffi og meðlæti. Málþing um frítímann MÁLÞING Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um heilbrigði og heilbrigðisþjónustu verður haldið í Ásnum, fundarsal Landspítala – há- skólasjúkrahúss, laugardaginn 27. október kl. 9-16. Þátttakendur í umræðunum verða Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, Ögmundur Jónasson, alþingismaður, Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri, Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Stein- unn Þóra Árnadóttir, varaþingmað- ur, Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar, Sigmundur Sig- fússon, geðlæknir hjá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, Lilja Sig- rún Jónsdóttir, landlæknis- embættinu, Sigríður Kristinsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, heimspeking- ur, Jón Snædal, forseti Alþjóða læknasamtakanna og Steinunn Blöndal, ljósmóðir. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Lýðheilsa og samfélag ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.