Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2007 19 Sydney. AFP. | Jómfrúarferð stærstu farþegaþotu heims, Airbus A380, tókst vel en hún fór í sitt fyrsta flug með farþega sem greitt höfðu fyrir farmiðann í gær. Var flogið frá Singapúr til Sydney í Ástralíu, en það er flugfélagið Singapore Airlines sem á vélina, og mikil fagnaðarlæti brutust út eftir lendinguna. Flugvélin getur flutt allt að 850 farþega og hún er svo stór að koma mætti 72 bílum fyrir á hvorum væng hennar fyrir sig. Sætaskipan í þessari vél Singapore Airlines er þó þannig að hámarksfjöldi farþega er 471 og því er sannarlega nægt rými fyrir fæturna. Farþegarnir í fluginu í gær fengu að njóta alls hins besta sem völ er á í þessu jómfrúarflugi; nefnilega kampavíns og kavíars, en um nokkur tímamót þykir vera að ræða. Vel var látið af ferðalaginu, allt gekk að óskum og lendingin var sögð einkar þægileg. Mikill fögnuður eftir lendinguna Reuters Sögulegt flug Gríðarlegur áhugi var á þessu fyrsta flugi A380-vélarinnar og ljósmyndarar biðu spenntir eftir lendingu vélarinnar í Sydney. GLORIA Arroyo, forseti Filipps- eyja, hyggst náða forvera sinn, Joseph Est- rada, en aðeins nokkrar vikur eru liðnar síðan hann var dæmd- ur í lífstíðarfang- elsi fyrir að stinga undan milljónum dollara úr ríkiskassanum þegar hann var for- seti, 1998-2001. Estrada, sem var áður vinsæll kvikmyndaleikari, hafði farið fram á náðun á grund- velli þjóðarhagsmuna. Talsmaður Arroyo sagði að ákveðið hefði verið að verða við beiðninni eftir að Est- rada, sem er sjötugur, samþykkti að bjóða sig aldrei fram aftur til starfa í opinbera þágu. Náðunarbeiðni samþykkt Joseph Estrada UPPREISNARMENN í Darfur gáfu í gær erlendu olíufyrirtæki – sem er í sameiginlegri eigu aðila í Kína, Indlandi, Malasíu og Súdan – viku til að loka olíustöðvum sínum í Darfur. Ella muni árásir halda áfram – en uppreisnarmenn rændu tveimur olíuverkamönnum, kan- adískum og íröskum, á þriðjudag. Mannrán í Darfur Colombo. AFP. | Sjálfsmorðsárás sem tamíl-tígrarnir svokölluðu, skæruliðasveitir tamíla, stóðu fyrir á herflugvöll stjórnvalda norður af höfuðborginni Colombo á mánudag olli miklu meiri skaða en áður hafði verið viðurkennt. Tókst tígrunum að þurrka út á einu bretti næstum allan njósnaflugvélaflota stjórn- valda. Þetta er mikið áfall fyrir stjórnvöld en að sama skapi sigur fyrir tamíla, sem höfðu verið á und- anhaldi. Reuters Vopnabúr Lögreglumenn skoða vopn sem tamíl-tígrar höfðu falið. Tígrar fagna BÖRNUM í Afganistan stafar meiri hætta af átökum milli talibana og erlendra hersveita nú en und- anfarin fimm ár, að því er Barna- hjálp SÞ (UNICEF) fullyrðir. Fleiri börn sækja nú skóla og dregið hef- ur úr barnadauða en hernaðarátök stefna árangrinum sem náðst hefur síðan 2002 í voða. Lofthernaður NATO og sprengjuárásir talibana ógni lífi afganskra barna. Börnin eru í hættu ÞRJÁTÍU týndu lífi og margir til viðbótar særðust í sprengjuárás á farartæki pakistanskra örygg- issveita í Swat-dal í norðvest- urhluta Pakistans í gær. Árásir á pakistanska herinn hafa mjög færst í vöxt á þessu ári og eru til marks um ólgu í landinu. Árás í Pakistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.