Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 2

Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FÓLK á vinnustöðum hópar sig aðallega saman í kaffi- og matar- tímum eftir þjóðernishópum og talar þá sitt eigið tungumál, en vinnur ekki saman í þessum hóp- um. Eldri starfsmenn með langa starfsreynslu úr öllum hópum tengja helst saman einstaklinga af mismunandi þjóðerni og byggja brýr á milli þeirra. Þetta kom fram í erindinu „Samskipti kvenna af erlendum uppruna á fjölmenningarlegum vinnustað“ sem Tanja Tzoneva og Rannveig Traustadóttir, prófessor við félagsvísindadeild HÍ, fluttu á ráðstefnunni „Krossgötur kynja- rannsókna – ráðstefna um stöðu og leiðir kvenna- og kynjafræða“ í Háskóla Íslands í gær. Niðurstöður Tönju og Rann- veigar eru hluti stærri rann- sóknar sem þær unnu saman og fjallaði erindið um samskipti kvenna af ólíku þjóðerni á fjöl- menningar- legum vinnu- stað. Tanja fór inn á hjúkrunar- heimili fyrir aldraða í Reykjavík þar sem um 30% starfsmanna voru konur af erlendum uppruna. Flest- ar konurnar voru frá Taílandi, Fil- ippseyjum og Póllandi. „Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á samskiptum, samstarfi og líðan starfsmanna af ólíkum uppruna á fjölmenningarlegum vinnustað,“ eins og segir í út- drætti. Í erindinu var aðallega fjallað um samskipti innan og milli ólíkra þjóðernishópa. Rýnt var í hvernig þættir eins og þjóðerni, tungumál, aldur, starfsaldur og starfsheiti höfðu áhrif á samskipti og hvaða hlutverki líkamstjáning, hlátur og grín gegndu í sam- skiptum kvenna af ólíkum upp- runa. Dregið var fram hvaða þætt- ir og aðstæður virtust helst til þess fallin að byggja brýr milli ólíkara hópa og ýta undir samskipti þeirra í milli. Rannveig segir að lítið sé vitað um fjölmenningarlega vinnustaði hér á landi og reynslu erlendra kvenna af íslenskum vinnustöðum enda mjög fáar rannsóknir verið gerðar á fjölmenningarlegum vinnustöðum til að reyna að skilja samskipti fólks af ólíkum uppruna. Þær hefðu komist að þeirri niður- stöðu að eldra og reyndara starfs- fólk gegndi lykilhlutverki í að tengja ólíka hópa. Erlendu kon- urnar á umræddu hjúkrunarheim- ili sem höfðu verið lengst á Íslandi og kunnu mest í íslensku og ís- lensku konurnar sem höfðu unnið lengi með þeim erlendu og væru farnar að þekkja á menningar- bundin atriði í samskiptum væru sem brýr á milli hópanna. Þær kunnu að tala við aðra þjóðernis- hópa og gátu tengt þá saman. Rannveig segir að mjög erfitt sé að tengja þessa ólíku hópa en rannsóknin hafi bent á leið til þess. Niðurstaðan sýni að mikilvægt sé fyrir vinnustaði að halda í reynslu- mikið og eldra fólk með bætt sam- skipti í huga. Ráðstefnan heldur áfram kl. 09.00 í dag og lýkur með pallborðs- umræðum kl. 17.00. Eldri starfsmenn byggja brýr Mikilvægt fyrir vinnustaði að halda í reynslumikið og eldra starfsfólk Rannveig Traustadóttir BARNABÓKIN Einstök mamma eftir Bryndísi Guð- mundsdóttur talmeinafræðing kom út í gær og af því tilefni stóð Bókaútgáfan Salka ehf. fyrir útgáfuteiti í bókaversluninni Iðu við Lækjargötu. Bryndís segir að sem barn heyrnarlausrar móður hafi hún víða leitað en ekki séð sambærilega bók. Í starfi sínu sem talmeinafræðingur rekist hún iðu- lega á þá hindrun sem fylgi því að geta ekki tjáð sig komi ekki til skilningur og umburðarlyndi. Í bókinni séu stuttar sögur, atvik úr daglegu lífi sem séu önn- ur í reynsluheimi sex ára stúlku sem eigi heyrn- arlausa móður en hinna sem eigi heyrandi foreldra. Viðbrögðin hafi verið góð og mamma sín sé mjög ánægð. „Ég tileinka bókina mömmu,“ segir hún. Á myndinni eru mæðgurnar Védís Hervör, Bryn- dís og Hervör Guðjónsdóttir í teitinu. Morgunblaðið/Sverrir „Tileinka bókina mömmu“ Einstök mamma komin í verslanir „NÚ ER staðan orðin þannig að íslenskan er nær því en nokkurn tím- ann áður að hverfa úr dæg- urtónlistinni – sumir söngvar- anna sem kom- ið hafa í prufur fyrir Bandið hans Bubba hafa sagt við mig að þeim finnist vont að syngja á íslensku,“ segir Bubbi Morthens. Bubbi óttast að ungum krökk- um sem eru að byrja tónlistariðk- un finnist út í hött að syngja á ís- lensku, finnist það hallærislegt. Hann hefur skorið upp herör gegn ensku í íslenskri tónlist en hann bendir á að velflestar hljómsveitir sem nú séu starfandi hérlendis heiti enskum nöfnum og syngi á ensku. Það sé því mikilvægt að spyrna við fótum. | Lesbók Íslenska að hverfa úr tónlist Bubbi Morthens HVORKI er vísað í greinargerð fé- lagsstjórnar félaganna um rök- studda samrunaáætlun né í skýrslu óháðra, sérfróðra matsmanna um samrunaáætlun í samrunasamn- ingi REI og GGE. Þetta kemur fram í álitsgerð um fjármálaleg áhrif gjörninga er varða Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy, sem Ársæll Valfells vann fyrir hönd Viðskipta- fræðistofnunar Háskóla Íslands að beiðni Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa og formanns stýri- hóps um málefni OR. Í niðurstöðum álitsins segir meðal annars að þjónustusamning- ur OR og REI feli í sér framsal á framleiðsluþáttum frá OR til REI og hafi ígildi sölu. Áhrif þjónustu- samninga OR og REI að viðbættri sameiningu REI og GGE verði til þess að úr verði nýtt fyrirtæki sem flokka megi sem þriðja stærsta orkufyrirtæki Íslands og aðra stærstu hitaveitu landsins. Fram kemur að athygli veki að ekki sé útskýrt hvernig 10.059.860.000 kr. umframverð- mæti REI (verðmæti umfram þeg- ar innborgað hlutafé af hálfu OR) deilist niður á þá þætti er fylgi samrunasamningi og samhangandi skuldbindingum, til að mynda fjár- hagslegri skuldbindingu OR skv. 2. og 3. grein samrunasamnings, allt að 17.003.368.000 kr. Bent er á að í þjónustusamningi á milli OR og REI sé hvergi fjallað um verð framleiðsluþátta eða magn, en slíkt sé þó grundvöllur mats á verðmætum í skiptum. Ekki liggi fyrir mat á aukningu rekstr- aráhættu OR eða annarra áhrifa á rekstur eða rekstrarhæfi OR vegna ótakmarkaðs aðgangs REI að tilteknum framleiðsluþáttum þess. OR hafi með þjónustusamn- ingi afhent REI eignarhlut OR í Hitaveitu Suðurnesja. Samkvæmt heimasíðu HS sé eignarhlutur OR í HS 16,58%. Við sameiningu REI og GGE leggi GGE m.a. 32% eign- arhluta sinn í HS til hins nýja fé- lags. Komi til notkunar á forkaups- rétti verði eignarhlutur REI í HS 64,22%. Í álitinu segir að ekki komi fram í samningnum hver áhætta OR sé vegna skuldbindingar um að selja hlutafé eða hvernig meta beri áhættuna. Ekki komi fram hvernig 16 milljarða kr. verðmæti REI og 27,5 milljarða verðmæti GGE sé fundið. Ekki heldur hvernig gengið 2,77 við útgáfu hlutabréfa REI sé fundið. Í samningnum komi fram að OR hafi þegar lagt andvirði 5.940.140.000 kr. inn sem hlutafé. Álitsgerð um fjármálaleg áhrif gjörninga er varða OR og REI og GGE Samrunaáætlun hvergi lögð fram í samningnum Í HNOTSKURN » Í samrunasamningi REIog GGE er OR skuld- bundin til að auka hlutafé að nafnvirði allt að 6.138.400.000 kr. á genginu 2,77. Það gerir fjárskuld- bindingar OR vegna samein- ingar REI við GGE allt að 17.003.368.000 kr. til við- bótar þegar inngreiddu hlutafé. » OR er einum hluthafaóheimilt að eiga hið nýja hlutafé. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað mann af ákæru fyrir fíkniefnabrot þar sem hann var talinn hafa gefið falska játningu hjá lögreglu. Fíkniefnin fundust við húsleit í mars sl. og var um að ræða 12 skammta af LSD ásamt lítilræði af kóka- íni, amfetamíni og kannabisefnum. Lög- reglan var upphaflega í húsleit í annarri íbúð í viðkomandi húsi þegar fíkniefna- leitarhundur þefaði uppi nýja slóð í leið- inni. Þegar málið fór fyrir dóm neitaði ákærði sök og sagðist hafa játað ranglega hjá lögreglu til að grunur félli ekki á sam- býliskonu hans. Dómurinn taldi það rýra sönnunargildi játningarinnar að ákærða var kynnt hvaða fíkniefni hefðu fundist við húsleit og í hvaða magni, áður en hann játaði vörslur þeirra. Að auki hefði ekki verið minnst á það í lögregluskýrslu að efnin hefðu fundist í ferðatösku konunnar, held- ur væri töskunnar hvergi getið í skýrsl- unni og því einkar óljóst hvaða vörslum ákærði var að gangast við. Að mati dóms- ins var það mikill vafi á réttmæti játning- ar ákærða hjá lögreglu að sönnun yrði ekki á henni reist. Jónas Jóhannsson héraðsdómari dæmdi málið. Fölsk játning í fíkniefnamáli VERSLUNIN Toys’R’Us hefur tilkynnt Neytendastofu að hún hafi ákveðið að inn- kalla föndurperlur sem geta reynst lífs- hættulegar ef börn gleypa þær. Um er að ræða föndurperlur sem eru bleyttar með vatni til þess að þær festist saman. Upplýsingar um vöruna er að finna á blaðsíðu 64 í jólabæklingi Toys’R’Us sem hefur verið dreift nýlega en bæklinginn má einnig nálgast á heimasíðu verslunarinnar, sjá vefslóðina: http://www.toysrus.is. Toys’R’Us vill beina því til allra viðskiptavina sinna að skila vörunni þegar í stað. Jafnframt hef- ur verslunin stöðvað sölu á vörunni. Föndurperlur innkallaðar FIMM bíla árekstur varð á sjötta tímanum í gærdag á Miklubraut skammt vestan við Kringluna í Reykjavík. Einn bílanna þurfti að flytja á brott óökufæran. Að sögn lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ekki vitað um slys á fólki. Fimm lentu sam- an á Miklubraut ÁRSVELTA hugbún- aðarfyrirtækja á Ís- landi á síðasta ári var 33,6 ma.kr. og veltan á síðasta ári var að raungildi tuttugu sinnum sú sem hún var árið 1990. Velta annarra atvinnugreina á sama tíma tvöfald- aðist að raungildi. Þetta kemur fram í grein á vef Seðlabanka Íslands en í henni er samantekt um útflutning á hug- búnaðar- og tölvuþjónustu árið 2006, en bankinn hefur aflað gagna um þetta frá árinu 1990. Fram kemur í gögnunum að upplýsingaiðnaðurinn hafi farið ört vax- andi á síðustu misserum og að útflutn- ingstekjur í þeirri atvinnugrein hafi nær sexfaldast frá árinu 1996. Á árinu 2006 jukust útflutningstekjurnar um 30,4% frá fyrra ári. Upplýsingar fyrir árið 2006 byggjast á svörum 112 fyrirtækja. Þá kemur fram að fjöldi starfsmanna í hugbúnaðariðn- aði hafi rúmlega tvöfaldast á þessum tíma og sé nú um 2.400. Hlutfall starfs- manna í hugbúnaðariðnaði hafi aukist úr 0,7% í 1,4% af heildarfjölda á vinnu- markaði á árunum 1991 til 2006. Sjá nánar á vef Seðlabankans www.sedla- banki.is. Auknar tekjur af tölvuþjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.