Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Utanríkismál voru efst ábaugi á Alþingi í vikunni.Umræður um munnlegaskýrslu utanrík-
isráðherra tóku allan fimmtudaginn
en fyrr í vikunni höfðu stjórnarand-
stæðingar og stjórnarliðar deilt um
íslensku friðargæsluna og loftslags-
mál.
Forsætisráðherra sagði á Alþingi
að það væri hans skoðun að Ísland
ætti að freista þess að fá svonefnt ís-
lenskt ákvæði samþykkt í næstu
samningalotu í loftslagsmálum. Það
vakti talsverða athygli vegna þess að
umhverfisráðherra er á annarri skoð-
un, þó að það hefði kannski ekki þurft
að koma neinum á óvart að hug-
myndafræðilegur ágreiningur væri
milli stjórnarflokkanna í þessum efn-
um. Ráðherrarnir sögðu nægan tíma
til stefnu til að taka ákvarðanir og það
verður spennandi að fylgjast með því
ferli.
Daprar umræður
Utanríkismál eru eitt af mínum
stærstu áhugamálum og þess vegna
var ég talsvert spennt fyrir um-
ræðunni um munnlega skýrslu utan-
ríkisráðherra. Skýrslan var ágæt og
tók á helstu málum að undanskildum
Evrópumálum en Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra tók
fram að hún hygðist leggja fram sér-
staka skýrslu um þau í janúar.
Ég verð hins vegar að játa að ég
varð fyrir vonbrigðum með umræð-
urnar. Kannski var ég með of miklar
væntingar um að þingmenn myndu
nota tækifærið og þylja upp hugsjónir
sínar um heimsmálin, en ég er hrædd
um að háar væntingar hafi ekki einar
og sér nægt til að valda vonbrigðum.
Að ólöstuðum þeim sem lögðu greini-
lega vinnu í undirbúning og tóku þátt í
umræðunni af bæði áhuga og þekk-
ingu, virtust sumir þingmenn fara upp
í pontu allt að því óundirbúnir eða með
sáralítið fram að færa.
Á köflum þóttu mér málefni Íslands
vera helst til mikið í brennidepli. Þótt
það sé eðlilegt upp að vissu marki
þegar utanríkismál Íslands eru rædd
var það fullmikið af því góða þegar
stór hluti ræðu eina fulltrúa Fram-
sóknarflokksins í umræðunni snerist
um starfsmannamál Ratsjárstofn-
unar. Nú má vel vera að illa hafi verið
vegið að forstjóra stofnunar en það er
spurning hvort bollaleggingar um það
eigi ekki heima á öðrum stað en í um-
ræðum um eins stóran og viðamikinn
málaflokk og utanríkismál eru.
Minni mæting á nefndarfundi?
Innan við fjórðungur þingmanna
tók þátt í umræðunum og mjög fáir
fylgdust með þeim í salnum allan tím-
ann. Af því að Íslendingar eru svo
hrifnir af höfðatölu þá má segja að
Frjálslyndi flokkurinn hafi tekið
mestan þátt enda fóru þrír af fjórum
þingmönnum flokksins upp í pontu.
Tveir af níu nefndarmönnum í ut-
anríkismálanefnd þingsins lögðu ekk-
ert til málanna og sáust satt best að
segja lítið í þinghúsinu. Nú skal að
sjálfsögðu hafa þann fyrirvara á að
þingmenn geta fylgst með umræðum
á skrifstofum sínum og í sumum til-
vikum getur verið um mjög eðlilegar
fjarvistir að ræða.
Þetta leiðir samt hugann að orðum
sem einn gamalreyndur þingmaður
lét falla á göngum þinghússins á dög-
unum en hann hafði af því þungar
áhyggjur að þátttaka í þingstörfum
færi minnkandi. Mæting á nefnd-
arfundi væri oft léleg og hann var á
því að þannig hefði það ekki alltaf
verið. Þingmaðurinn setti þó þann
fyrirvara að um huglægt mat væri að
ræða og það getur vel verið að hann
sjái fortíðina í óþarflega miklum
ljóma. Hvorki er hægt að sannreyna
né hrekja orð þingmannsins því að
upplýsingar um mætingar á nefnda-
fundi eru ekki fáanlegar en hafi hann
rétt fyrir sér vekur það spurningar
um starf og hlutverk kjörinna full-
trúa.
Þingmennskan sé aðalstarf
Þegar meirihlutinn er sterkur og
með marga menn í þingnefndum og
stjórnarandstaðan ósamstillt og veik
má vel vera að í sumum tilfellum sé
það ekki höfuðatriði fyrir afgreiðslu
mála að allir nefndarmenn séu til
staðar. Og ekki ætla ég að halda því
fram að þingmenn hafi ekki í nógu að
snúast. Stjórnmál geta verið tímafrek
og sumir hafa skyldum að gegna inn-
an sinna flokka. Þingmenn þurfa að
hitta margt fólk og sinna ýmsu tilfall-
andi, eins og að halda ræður á ráð-
stefnum og fundum, heimsækja
stofnanir og spjalla við kjósendur.
Einhverjir þingmenn sinna sam-
hliða þessu öðrum störfum eða námi.
Þeim er að sjálfsögðu, eins og öllum
þjóðfélagsþegnum, frjálst að ákveða
hvað þeir gera við tíma sinn og marg-
ir Íslendingar eru bæði í námi og
vinnu eða í fleiri en einu starfi. Hins
vegar má spyrja hvort þetta geti ver-
ið ástæðan fyrir því að þátttaka í
þingstörfum er verri en æskilegt væri
og að sumum virðist ekki gefast tími
til nægilegs undirbúnings. Ef svo er
þá er það áhyggjuefni fyrir lýðræðið
enda væri það augljós afturför að fara
til baka til þess tíma þegar þing-
mennskan var ekki aðalstarf þeirra
sem henni sinntu.
Utanríkismál og ósammála ráðherrar
ÞINGBRÉF
Halla Gunnarsdóttir
halla@mbl.Is
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl-
mann á fertugsaldri í sex mánaða
fangelsi fyrir sérlega hættulega
líkamsárás í apríl á síðasta ári.
Honum var jafnframt gert að
greiða fórnarlambi sínu 273 þús-
und krónur í miskabætur. Með
dóminum staðfesti Hæstiréttur
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá
maí sl..
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
ráðast að öðrum manni með gler-
flösku og slá hann í andlitið, þ.e.
með flöskunni, og hlaut fórnar-
lambið tvö alldjúp sár á vinstri
augabrún sem þurfti að sauma.
Í dómi héraðsdóms kom fram að
árásin var fyrirvaralaus, tilefnis-
laus, harkaleg og hefði getað leitt
til mjög alvarlegra, varanlega
meiðsla.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Garðar Gíslason, Ingibjörg
Benediktsdóttir og Markús Sigur-
björnsson.
Sló frá sér með
glerflösku
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur hafnað kröfu konu, sem datt á
stétt utan við hótel Geysi og úlnliðs-
brotnaði. Taldi konan, að ástæðan
fyrir því að hún féll hafi verið sú, að
tveir menn voru í svonefndum bum-
buslag utan við hótelið, en sá leikur
felst í því að reka bumbur sínar
hvor í annan.
Konan krafði mennina um 16
milljónir króna í bætur en dómur-
inn hafnaði því og taldi ekki sann-
að, að tjón konunnar yrði rakið til
athafna mannanna.
Slysið, sem málið reis út af, varð í
apríl 2003 á árshátíð, sem þar var
haldin. Í dómnum segir, að tveir há-
tíðargestir hafi ákveðið að bregða á
leik og fara í svokallaðan bumbus-
lag sem hafi falist í því að þeir hafi
rekið bumbur sínar hvor í annan.
Hafi þeir með þessu nánast verið að
kasta kveðju hvor á annan. Hafi
þeir rekið bumbur sínar saman í tvö
til þrjú skipti.
Mennirnir tveir sögðust ekki
hafa tekið eftir konunni fyrr en
þeir sáu hana liggjandi í stéttinni
og ekki heldur orðið þess varir að
annar hvor þeirra hafi rekist í kon-
una.
Konan sagðist hins vegar hafa
staðið nálægt innganginum og ver-
ið þar í samræðum við annan árshá-
tíðargest. Hún hafi allt í einu hafa
fundið þungt högg dynja á sér og
hún skollið í jörðina og borið fyrir
sig vinstri handlegginn í fallinu
með þeim afleiðingum að úlnliður-
inn brotnaði.
Slysið ekki rak-
ið til mannanna
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„BRÁÐNUN íss og hlýnun sjávar, samfara tækni-
framförum, opnar ný tækifæri í siglingum og auð-
lindanýtingu á norðurslóðum,“ sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir utanríkisráðherra m.a. í
setningarávarpi sínu í málstofu Hafréttarstofnunar
Íslands um málefni norðurpólsins í gær. Hún bætti
við að jafnframt yrði að gæta þess að varðveita ein-
stakan líffræðilegan fjölbreytileika á svæðinu.
Yfirskrift málstofunnar var Hver á norðurpól-
inn? Tveir erlendir gestir voru meðal ræðumanna,
annars vegar Ron Macnab, sem situr í Norður-
skautsnefnd Kanada og fjallaði hann um siglinga-
leiðir á norðurhjara sem myndu opnast ef ísinn
hyrfi og áhrifin sem þessi umskipti myndu hafa á
valdasvið strandríkjanna, hins vegar Douglas
Brubaker er starfar hjá Fridtjof Nansen-stofnun-
inni norsku, hann fjallaði einnig um lagalegu spurn-
ingarnar. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar, fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga
á veiðar, einnig tók Trausti Valsson skipulagsfræð-
ingur þátt í pallborði í lokin. Kynnti hinn síðar-
nefndi bók sína um afleiðingar hlýnunar á norð-
urslóðum sem vakið hefur alþjóðlega athygli.
Gætu haft afskipti af auðlindavinnslu
„Við munum sjá mun meiri athafnasemi á þess-
um slóðum á næstunni vegna minnkandi ísþekju,“
segir Macnab. „Fimm ríki; Kanada, Rússland,
Bandaríkin, Noregur og Danmörk fyrir hönd
Grænlands, geta samkvæmt grein 76 í alþjóðlega
hafréttarsáttmálanum krafist ákveðinna réttinda á
svæðum utan við 200 mílurnar. En þau mega þó
ekki takmarka friðsamlegar siglingar eða veiðar
annarra þjóða utan fiskveiðilögsögunnar.
Þau gætu á hinn bóginn haft nokkur afskipti af
auðlindavinnslu og hafrannsóknum annarra þjóða á
svæðinu, einnig af lagningu neðansjávarkapla, af
gas- og olíuleiðslum og öðrum mannvirkjum. Öll
ríki sem hagsmuni eiga að gæta á svæðinu þurfa að
vinna saman og semja um friðsamlegt samstarf,
skiptast á upplýsingum.“
Douglas Brubaker taldi m.a. að flóknar, lagaleg-
ar kröfur strandríkjanna á svæðinu myndu valda
því að siglingaþjóðir myndu vilja nota fyrst og
fremst miðleiðina þvert yfir N-Íshafið þegar ísinn
hörfaði. „Hliðið verður annars vegar Beringssundið
þar sem Rússar eru dyraverðir og við hinn endann
verða Íslendingar í samstarfi við Norðmenn á Sval-
barða, einnig Dani og Grænlendinga,“ segir
Brubaker. „Þetta mun verða fjárhagslega mjög
ábatasamt fyrir Ísland. Þið munuð fá það hlutverk
að fylgjast með umferðinni og getið kallað skip til
hafnar í samræmi við grein 234 í hafréttarsáttmál-
anum. Norðmenn hafa þegar komið sér upp slíku
kerfi og Danir/Grænlendingar eru áfram um að
gera slíkt hið sama.
Norðmenn hafa með vísan til öryggis tekið sér
vald til að færa skip til hafnar, með valdi ef þörf
krefur og ég tel að það muni verða samstarf á þessu
sviði og Íslendingar muni líklega taka sér sama
vald. Landhelgisgæslan yrði að eflast mjög vegna
þess að eins og sést á landakortinu er Ísland í lyk-
ilhlutverki varðandi þessa siglingaleið.“
Hann sagði að meira eða minna eftirlitslaus um-
ferð skemmtiferðaskipa við austurströnd Græn-
lands og víðar á svæðinu ykist hratt, yfir 150 slík
skip hefðu siglt þar um í fyrra. Og oft væri um að
ræða áhafnir sem þekktu ekki neitt til aðstæðna á
norðurslóðum. Væri því mikil hætta á stórslysi en
traust eftirlit drægi mjög úr hættunni.
Loðnan gæti orðið síður aðgengileg
Jóhann Sigurjónsson sagði í erindi sínu að
gengju spár um hlýnun andrúmsloftsins og bráðn-
un íss eftir myndu verða afdrifaríkar breytingar á
lífríkinu á norðurslóðum. Almennt talað myndi
magn dýrasvifs aukast og þá einnig burðargeta
veiðisvæðanna og afrakstur nytjastofna. Ef til vill
myndi aukin frumframleiðsla í lífríkinu á norður-
slóðum auka viðgang loðnu og jafnvel ufsa. Teg-
undir á suðurjaðri norðurslóða, við Noreg og Ís-
land, gætu breiðst út til norðurs, þ. á m. síld og
þorskur en loðnan orðið síður aðgengileg ef hún
flytti sig norðar. Óvissan væri mikil.
„Ég held að það sé ljóst að gríðarmikill ávinn-
ingur geti orðið í fiskveiðum á N-Íshafi og jöðrum
þess vegna þessarar væntanlegu hlýnunar og þar
eru hagsmunaaðilarnir ýmsir. Það geta verið fram-
undan mjög flókin uppskipti og samningar um
veiðistofna á norðurslóðum. Útbreiðsla þeirra mun
líklega breytast og göngur inn og út úr lögsögu
ríkja munu breytast. Þannig gæti norsk-íslenska
síldin hæglega teygt útbreiðslusvæði sitt norður í
Barentshaf, stækkað útbreiðslusvæði sitt,“ sagði
Jóhann Sigurjónsson.
Samstarf um pólinn?
Engin þjóð á norðurheim-
skautssvæðið en bráðni
ísinn verður vafalaust
deilt hart um auðæfi þess
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Norðurpóllinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar málstofuna í gær.
Í HNOTSKURN
»Kanadamenn og Rússar hafa frá 1972framfylgt reglum um að skipum beri að
láta vita af sér þegar þau sigla um N-
Íshafssvæðið og Bandaríkin hafa samþykkt
þessa tilhögun í reynd. Þess vegna telur
Douglas Brubaker að myndast hafi með
hefðinni alþjóðalög í þessum efnum.
SENDIHERRA Rússlands, Viktor Tarantsév,
gagnrýndi í umræðum eftir erindin Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir um-
mæli hennar á Alþingi þar sem hún ræddi um
deilur er risið hafa um auðæfi norðurslóða.
„Mér þykir leitt að utanríkisráðherrann skuli
vera farinn,“ sagði hann, „vegna þess að mig
langar til að tjá mig um orð sem hún lét falla á
þingi í gær. Hún sagði að menn ættu að forðast
einhliða aðgerðir hvað snerti rannsóknir á land-
grunninu á norðurslóðum og menn ættu ekki að
reyna að nota hnefaréttinn í þessum málum.
Að sjálfsögðu lít ég sem sendiherra Rússlands
ekki svo á að þessum orðum hafi verið beint að
Rússum. Sjálfur tel ég að Rússar hafi staðið fyr-
ir stórkostlegum rannsóknum á landgrunninu
og ef ég má tala umbúðalaust tel ég að allur
heimurinn ætti að óska Rússum til hamingju
með afrekin á þessu sviði. Markmið okkar er
ekki að gera kröfur heldur viljum við frið-
samlegt samstarf um rannsóknir og nýtingu.“
Gagnrýndi ráð-
herra undir rós