Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 19 MENNING BLÁSARAOKTETTINN Hnúka- þeyr er aðeins 4 ára en hefur þegar getið sér orð fyrir vandaða spila- mennsku. Uppistaða slíkra klassískra skemmtitónlistaráhafna frá garð- teitatímum heldri Mið-Evrópubúa á 18. öld eru 4 blásarapör óbóa, klarín- etta, horna og fagotta, en að auki komu við sögu á vel sóttu tónleik- unum í Fríkirkjunni kontrafagott, selló, kontrabassi og flauta eða 12 manns þá mest var. Það þarf ekki að orðlengja frekar að jafnt efnisval sem túlkun veittu hlustendum dillandi ánægju. Hvað hið fyrra varðar var útkoman raunar borðleggjandi þegar við fyrstu sýn tónleikaskrár því endarúsínan, Se- renaða Dvoráks (1877), ber af blás- araverkum síðrómantíkur sem gull af eiri fyrir þjóðlega lagræna auðgi. Sömuleiðis bráðnaði í hlustum næsta atriðið á undan, útsetning Patricks Clemenz á meðalhægt seiðandi Slav- neskum dansi Tékkans nr. 2 Op. 46 úr einhverjum magnaðasta melódíu- fjársjóði allra tíma (hér hefði verið gaman að fá að vita hvað dansgerðin hét – eða var það Dumka?) sem gæðasmér á pönnu. Né heldur var fyrsta númerið, Mozart-leit Oktett- Partíta eftir landa Dvoráks frá Mæri [Mähren, eða „Móravíu“ uppá ensku], Franz Krommer (1759-1831) neitt slor, því hirðtónskáldið í Vín kunni sannarlega hvort tveggja að skrifa og hrífa. Hnúkaþeyingar blésu jafnt af inn- sem útblásnum þrótti í sam- stilltri túlkun, og virtist meðalþurr hljómburður Fríkirkjunnar vel til áhafnarinnar fallinn. Ef hnjóta mætti um eitthvað, væri það helzt hve vant- aði stundum aðeins meira dýnamískt svigrúm niður á við. Kannski einkum í hæga III. þætti Serenöðunnar, þeim hluta verksins sem mest þarf á auka- kryddi að halda til að dragast ekki á langinn. Melódískt mungát TÓNLIST Fríkirkjan Tréblásaraverk eftir Krommer og Dvorák. Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr. Sunnudag- inn 4. nóvember kl. 17. Kammertónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson ÞÝSKU margmiðlunarlistamennirnir Holger Mader og Alexander Stublic ásamt arkitektinum Heike Wierman hafa unnið að þverfaglegum lista- verkum síðan fyrir aldamótin síðustu. Myndbandsinnsetning og hljóð er uppistaða verka þeirra sem þau hafa meðal annars sýnt í almenningsrými borga eins og Berlín og München. Í Orkuveitunni sýna þau mynd- bönd á vegg, en það eru upptökur af borgarinnsetningum þar sem þau varpa ljósi á stórar byggingar eða koma fyrir skjáum á erilsömum stöð- um sem þau varpa síðan myndum á. Á myndbandinu í galleríinu renna síðan saman umhverfi og listaverk eins og gert er ráð fyrir og markmið listaverkanna er á hverjum stað. Há- ar byggingar virðast leysast upp og verða að flæði, ljósið umbreytir formi þeirra og kemur þeim á hreyfingu. Samspil skuggamynda varpað á skjái og mannlífsins í kring skapar óræða og heillandi stemningu. Í þessum borgarverkum er eins og undirmeðvitund borgarinnar vakni til lífsins á draumkenndan og svífandi máta sem minnir t.d. á kvikmynd Jean-Luc Godard, „2 ou 3 choses que je sais d’elle“ – „Tvennt eða þrennt sem ég veit um hana“ – þar sem stór- borgin París er í aðalhlutverki. Verk Bandaríkjamannsins Paul Chan koma líka upp í hugann, en hrífandi myndbandsverk eftir hann mátti sjá á sýningunni Uncertain States í Hafnarhúsi sl. vetur. Aðalverkið í rými Orkuveitunnar er þó hvíti kubburinn, þar sem ljós- geislar birta abstrakt myndir út frá hljóðbylgjum. Hér er unnið með ab- strakt og op-listarhefðina í nýjum miðlum, beint framhald á mögu- leikum þessara liststefna en á tímum nýrrar tækni og breyttra viðhorfa til lífs, listar og módernisma. Enn- fremur er hér unnið með hugtakið „hvíta kubbinn“, sem Brian O’Do- herty skrifaði um á áttunda áratug síðustu aldar og möguleika þess. Sýn- ingin í heild tengir saman á ljóð- rænan og nútímalegan hátt mann og umhverfi, líf og list. Draumar borgarinnar MYNDLIST Gallerí 100°, húsi Orkuveitunnar Til 15. janúar. Opið alla virka daga frá kl. 8.30-16. Aðgangur ókeypis. Mader, Stublic, Wierman Ragna Sigurðardóttir GÖTUMYNDIR frá Ítalíu teljast tæpast til nýnæmis, en hafi ljós- myndari auga fyrir mannlífi og samúð með viðfangsefninu ganga slíkar þó oft ágætlega upp. Þannig er um sýn- ingu Karls Lilliendahls í Gallerí Fótógrafí við Skólavörðu- stíg, þar sem hann sýnir svarthvítar ljósmyndir teknar á götu í Bologna, Flórens, Róm og Giglio. Svarthvítar myndir hafa oft yfirbragð liðins tíma, tengjast gjarnan ljósmyndun síðustu aldar, eða frá því fyrir tíma litmyndanna. En þær einfalda líka á vissan hátt myndefnið, draga at- hyglina að kjarnanum, í þeim birt- ast ljós og skuggar á annan og oft dramatískari hátt. Karl hefur næmt auga fyrir hversdagsdramanu á götunni og nær að fanga augnablik sem tjá stærra samhengi, sýna manneskj- una sem hugsandi veru, hvort sem um er að ræða vangaveltur um dauða dúfu eða augnaráð manns sem lítur út fyrir að vera kné- krjúpandi fyrir almættinu. Áhuga- vert gæti nú verið að sjá slíkar myndir teknar hér á landi, þar sem tilvistarvandi landans gæti birst á eftirminnilegan hátt. Það er ekki hægt að segja að myndir Karls séu frumlegar en engu að síður ná þær að miðla ein- hverjum mannlegum sannleika til áhorf- andans, einhverju sem lifir lengur en eitt andartak. Ítalskt götulíf MYNDLIST Gallerí Fótógrafí Til 30. nóvember. Opið virka daga 12-18 og 10-16 um helgar. Ljósmyndir, Karl Lilliendahl Ragna Sigurðardóttir Eftir Karl R. Lilliendahl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.