Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING UNDANFARIN ár hafa verið töluverðar breytingar í áherslum og ímyndum í hönnun. Þá fyrst og fremst hvert og hvaðan hugmyndir eru sóttar og hvaðan innblástur er fenginn. Al- gengt er að hönnunin einkennist af skrauti og fyrirmyndum úr fortíðinni, úr hefðum og menn- ingararfi hverrar þjóðar. Nýjar spurningar hafa verið settar fram um nauðsyn tengsla við ræturnar í hraða neyslusamfélags og hnattvæð- ingar. Það er einkennandi fyrir tímamót svo sem aldamót, að menn leiti til upprunans og reyni á allan hátt að styrkja eigin ímynd og sér- kenni. Slíkt hefur verið í gangi nú í upphafi nýrrar aldar þar sem mörk eða ,,landamæri hafa rofnað við nýtt samskiptanet og samruna ólíkra menningarheima og ennfremur hefur vit- undarvakning fyrir visthæfum aðferðum verið hvati til samtvinnunar handverks og hönnunar. Sumir segja að loksins sé komin endanleg úr- vinnsla úr póstmódernismanum og þeirri eins- leitu stefnu sem þróun módernismans tók með aðgreiningu fjöldaframleiðslunnar frá hefðum handverksins. Endurskoðun sem átti sér stað um aldamótin síðustu hefur leitt af sér eins- konar rómantískt afturhvarf en um leið er þeirri gagnrýnu spurningu varpað fram hvort ekki sé bara um eins konar ,,endurvinnslu á sögunni að ræða. Í Gerðubergi stendur nú yfir sýningin sem er í grunninn sprottin upp úr þessari vakningu sem lýsir sér í útbreiddum áhuga fyrir íslenskri handverkshefð og menningararfi. Sýningin er hluti af norrænu heimilisiðnaðarþingi í Reykja- vík á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Sýningin er á tveimur stöðum í húsinu enda húsnæðið ekki beint ætlað til yfirgripsmikils sýningarhalds þó ótrúlega vel hafi tekist til með það. Annar hluti sýningarinnar er í sýning- arrými í anddyri og hinn í setustofu efri hæðar sem nýtt er fyrir sýningar. Bæði þessi sýning- arrými eru erfið, sérstaklega ef skapa á heild- rænt yfirbragð sýningar. Ekki er þó annað hægt að segja en vel hafi tekist til með það og að gera töluvert vandaða sýningu og fallega framsetningu á margvíslegum hlutum. Hins- vegar verður að segjast að sýningin valdi nokkrum vonbrigðum ef litið er til þeirra ,,lof- orða sem yfirskriftin gefur um hönnunarsýn- ingu en sýningin nefnist ,,Handverkshefð í hönnun“ sem er sama yfirskrift og þingið hafði. Því mætti ætla að þetta væri hönnunarsýning sem sýndi hvernig handverk hefur birst í verk- um hönnuða og þeir nýtt sér handverkið ýmist sem aðferð, fyrirmynd eða innblástur. Slík dæmi eru til hjá þó nokkrum íslenskum hönn- uðum, sérstaklega síðustu ár, svo sem Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur, hönnun 66°Norður, Farmers market, Nakta apanum o.fl o.fl. Ekk- ert af þessu er með á sýningunni. Það virðist sem val verka á sýninguna hafi frekar mótast af sýningu á handverki eða listhandverki frekar en hönnun enda verk menntaðra hönnuða fá á sýningunni. Í kynningu á sýningunni segir að ákveðnum hópi hafi verið boðin þátttaka í sýn- ingunni og voru það hönnuðir, handverks- og listiðnaðarfólk og að leitað var eftir íslensku handverki, listiðnaði og nútíma hönnun úr fjöl- breyttu hráefni. Lýsingin gefur til kynna að hér sé ekki stefnt að hönnunarsýningu né að sýna handverkshefð í hönnun. Hins vegar segir enn- fremur um markmið: ,,Að hvetja til þess að handverkshefðin sé nýtt sem innblástur að nýj- um verkum. Vissulega er handverkshefðin grunnur að mörgum verkum á sýningunni enda mörg verkanna hreint handverk. Kannski má segja að hér sé enn einu sinni sá vandi á ferð að greina skýrar mörk hönnunar og handverks og handverkið ,,selt undir merkjum hönnunar“. Slíkt er hvorugri greininni til góðs þó sann- arlega sé það áhugavert að tvinna þetta saman og mikilvægar fyrirmyndir að sækja í brunn handverksins eins og yfirskriftin gaf gott tilefni til. Ef litið er fram hjá yfirskrift sýningarinnar og hún skoðuð eingöngu með þau markmið í huga sem valið á sýninguna var unnið út frá verður samsetning gripanna í fullkomnu sam- ræmi við það. Vel er unnið með erfitt rými og yfirbragð sýningarinnar vandað og fallegt. Texta er verulega stillt í hóf og kannski um of þar sem áhugavert væri að vita enn nánar um tengslin við fortíðina og hvenær verkin eru unn- in. Þetta kemur heldur ekki fram við myndir af verkunum í smekklegri sýningarskrá né nokkr- ar upplýsingar þar að finna um þau. Skráin er sett fram eins og upplýsingarskrá (directory) um sýnendur og hvernig nálgast má þá. Margt er um fallega og áhugaverða muni, ýmist hreint handverk svo sem tréskúlptúra Bjarna Þórs Kristjánssonar, hluti með hönnunar- og hand- verkstengingu sem birtist skýrast í fatnaðinum en minna af hönnun þar sem unnið er beint með tilvísun í handverkshefð. Þó má nefna verk eins og peysu eftir Hélène Magnússon með vísun í rósaleppaprjón og áhugaverða þróunarvinnu tveggja nýútskrifaðra hönnuða á skólaverk- efnum úr LHÍ, borð eftir Björg Juto og dyggða- teppi eftir Marý, verkefni þar sem nemendur hafa verið að nýta sér muni af Þjóðminjasafninu sem uppsprettu hugmynda. Sýningin og þingið sem hún var hluti af vekja skemmtilega athygli á Heimilisiðnaðarfélaginu fyrir virkt starf. Hannað handverk? Fiðrildi Eitt verkanna á sýningunni. HÖNNUN Menningarmiðstöðin Gerðuberg 22. september-11. nóvember, opið kl. 13-16. Sýn- ingarstjóri: Arndís S. Árnadóttir, hönnun sýning- arskrár: Sunneva Hafsteinsdóttir. Ókeypis. Handverkshefð í hönnun Elísabet V. Ingvarsdóttir ÞAÐ virðist oft svo tilgangslaust að reyna að henda reiður á galdrinum í tónlistinni og greina þau augnablik sem skilja milli hvers- dagsleikans og snillinnar, útskýra þetta óút- skýranlega. En þegar galdurinn hittir í hjarta- stað og löngunin til að upplifa hann aftur og aftur þá fara öll vit, skynsemi og þekking af stað í þeim tilgangi að ná tangarhaldi á honum. Á tónleikum Ágústs Ólafssonar og Gerrits Schuil í Garðabæ var það einn tón; einn einasti píanótónn í Der Wanderer, upphafslagi tón- leikanna sem kom við kvikuna, setti stemn- inguna og undirstrikaði allt það sem tónleik- arnir snerust um: Flakkara og förumenn rómantískrar ljóðlistar. Lag Schuberts er stórkostlegt. Þessi merkilegi tónn kann samt að þykja sá ómerkilegasti í laginu því það er ekkert sem segir píanóleikaranum að sá tónn sé sá rétti, nema hans eigið listræna innsæi. Í millispili milli erinda smýgur hann á ská inn í hljóminn og á skjön við hann, - hann á ekki heima þar en er þar samt; flakkarinn, förumaðurinn, ein- stæðingurinn sem finnur sig hvergi heima, bú- inn að glata ástinni og voninni. Og þessi eini tónn varð um leið kjarninn í list þeirra Ágústs og Gerrits. Þeir voru ein sál í tónlistinni og fóru mikinn í galdraverkunum. Rödd Ágústs heldur áfram að þroskast og meitlast; fáar heyrir maður þær gæddar slíkri fegurð, og innsæi hans í túlkun er næmt og þroskað. Um píanóleik Gerrits þarf ekki að segja meira. Liður í því að vilja endurlifa augnablikið felst í voninni um að tónleikaröð þeirra Garðbæinga með Gerrit verði áfram haldið eftir áramót. Galdrar TÓNLIST Kirkjuhvoll Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil fluttu ljóðasöngva eftir Schubert, Tsjaíkovskíj, Rakhmaninov, Brahms og Söngva förumanns eftir Ralph Vaughan Williams. Laugardag 3. nóvember kl. 17. Ljóðatónleikar  Bergþóra Jónsdóttir Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 föstudaginn 23. nóvember. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is • Uppáhalds jólauppskriftirnar • Uppskriftir að ýmsu góðgæti til að borða á aðventu og jólum. • Jólasiðir og jólamatur í útlöndum • Villibráð á aðventunni Meðal efnis er: • Smákökur og jólakonfekt. • Eftirréttir • Jólaföndur • Jólabækur og jólatónlist Og margt, margt fleira. Jólablaðið 2007 Hið árlega jólablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 30. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.