Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
GGE og REI og einskorðaðist ekki
við Hitaveitu Suðurnesja. Önnur
orkufyrirtæki væru að vinna að að-
skilnaði sölu og dreifingar. Þá hefðu
hugmyndir um þetta verið á vörum
stjórnmálamanna, bæði við setningu
orkulaga á sínum tíma og við þann
undirbúning að breytingum á orku-
lögum sem nú stendur yfir. Taldi Júl-
íus ekki óeðlilegt að ætla að slík lög
yrðu að veruleika nú og vísaði meðal
annars til yfirlýsinga Össurar Skarp-
héðinssonar iðnaðarráðherra. Sjálf-
ur sagðist Júlíus alltaf hafa barist á
móti slíkum tillögum enda teldi hann
að þær skiluðu engu en hefðu í för
með sér aukinn kostnað fyrirtækj-
anna.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri og for-
maður stjórnar Hitaveitu Suður-
nesja, tók það fram að meirihlutinn í
bæjarstjórn Reykjanesbæjar vildi
bíða nýrra orkulaga áður en ákvarð-
anir yrðu teknar um framhaldið.
Taldi hann, eins og Júlíus líklegt, að
aðskilnaður kæmi þar til umræðu.
Árni skýrði sinn þátt í því að ákvæði
um skiptingu Hitaveitu Suðurnesja
var í samningi um samruna GGE og
REI. Hann sagðist hafa viljað
tryggja meirihluta Reykjanesbæjar í
orkudreifingarfyrirtæki, að því
gefnu að horfa ætti til aðskilnaðar
rekstrarþátta og komið þeim skila-
boðum áfram í gegn um Ásgeir Mar-
geirsson, eftir að hafa kannað vilja
bæjarfulltrúa. Árni sagði að þótt
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Ef Hitaveitu Suð-
urnesja yrði skipt í tvö fyrirtæki, um
samkeppnisrekstur og einkaleyfis-
rekstur, gæti núverandi eignarhlutur
Reykjanesbæjar dugað til að halda
yfir 30% hlut í orkuöflunarfyrirtæk-
inu og góðum meirihluta í dreifing-
arfyrirtækinu, samkvæmt lauslegum
útreikningum sem Júlíus Jónsson,
forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði
frá á opnum fundi sem sjálfstæðis-
félögin í Reykjanesbæ efndu til í
fyrrakvöld um málefni Hitaveitunn-
ar. Júlíus og Árni Sigfússon bæjar-
stjóri lögðu þó áherslu á að skipting
fyrirtækisins væri ekki þeirra ósk
heldur þyrftu menn að búa sig undir
að það gæti orðið niðurstaðan við
breytingar á orkulögum.
Fundurinn var meðal annars boð-
aður vegna þeirrar umræðu sem orð-
ið hefur um málefni Hitaveitu Suð-
urnesja. Margir íbúar hafa látið
óánægju sína í ljósi, meðal annars
með þátttöku í áskorun á sveitar-
stjórnarmenn um að halda núverandi
starfsemi Hitaveitunnar í félagi í
eigu sveitarfélaganna. Júlíus Jóns-
son sagði að sveitarfélögin á Suður-
nesjum ættu nú um 36% hlutafjár og
það hefði ekki breyst við samruna
Geysis Green Energy við Reykjavík
Energy Invest á dögunum. Meiri-
hlutinn hefði farið eftir sölu á hlut
ríkisins og sveitarfélaganna sem
seldu í sumar. Hann lýsti þeirri skoð-
un sinni að ef Reykjanesbær hefði
setið hjá í þeim sviptingum sem þá
urðu hefði Hitaveita Suðurnesja orð-
ið lítið sætt skúffufyrirtæki og vísaði
þar til áhuga Orkuveitu Reykjavíkur
á kaupum þess. Málið hefði síðan aft-
ur farið upp í loft þegar leggja átti
hluti GGE og Orkuveitunnar og
hugsanlega hlut Hafnarfjarðarbæjar
í sömu skúffuna hjá REI.
Hægt að tryggja hagsmuni íbúa
Hugmyndir um aðskilnað sam-
keppnis- og einkaleyfisrekstrar
Hitaveitu Suðurnesja í tvö félög hafa
verið í umræðunni og sætt gagnrýni
á Suðurnesjum. Júlíus lagði á það
áherslu að sú umræða ætti ekki ræt-
ur sínar að rekja til sameiningar
bærinn ætti ekki meirihluta í orku-
öflunarfyrirtækinu væri hægt að
tryggja hagsmuni íbúanna á annan
hátt. Nefndi hann að það gæti gerst
með eignarhaldi á landinu en spurði
hvort það væri ekki betra að löggjaf-
inn kvæði á um forgangsrétt íbúanna
til orkunnar.
Júlíus sagði að ef kveðið yrði á um
skiptingu Hitaveitunnar mætti ætla
að um 15% af fyrirtækinu féllu undir
dreifingarfyrirtækið og um 85% und-
ir orkuöflunar- og sölufyrirtækið. Til
þess að ná meirihluta í dreifingarfyr-
irtækinu þyrfti Reykjanesbær aðeins
að minnka hlut sinn í sölufyrirtækinu
úr tæpum 35% í 31-32%. Bærinn
gæti því haldið góðri stöðu í báðum
félögunum út á þann eignarhlut sem
bærinn nú á í Hitaveitu Suðurnesja.
Árni sagði að ef ekki yrði kveðið á um
skiptingu orkufyrirtækja myndi
Reykjanesbær taka því fagnandi og
eiga áfram sterkan hlut í Hitaveitu
Suðurnesja.
Verðið of hátt
Fram kom í máli Júlíusar og Árna
að ekki væri raunhæfur möguleiki á
að Reykjanesbær réðist í þá fjárfest-
ingu að tryggja sér meirihluta hluta-
fjár í Hitaveitu Suðurnesja með því
að nýta sér forkaupsrétt. Verðið væri
það hátt að rekstur Hitaveitunnar
stæði engan veginn undir því. Júlíus
sagði að ef arður ætti að standa undir
afborgunum og vöxtum þyrfti að
blóðmjólka fyrirtækið og það fengi
hvorki nýtt eigið fé né lán til að ráð-
ast í framkvæmdir. Árni tók fram að
engin þörf væri á því að leggja út í
þessa fjárfestingu því hægt væri að
tryggja stöðu bæjarins með öðrum
hætti.
Júlíus fór yfir tekjumyndum Hita-
veitunnar í ljósi umræðu um að nýir
eigendur Hitaveitunnar, einkafyrir-
tæki, gætu hækkað orkuverð til
íbúana til að ná fjárfestingunni til
baka. Fullyrti hann að ekkert svig-
rúm væri til þess að okra á fólki og
fullyrðingar um annað væru annað
hvort vísvitandi rangfærslur eða mis-
skilningur. Lýsti forstjórinn þeirri
persónulegu skoðun sinni að eignar-
hald á fyrirtækinu skipti engu máli ef
stjórnmálamennirnir væru að vinna
vinnuna sína, við að setja eðlileg og
lög og reglur um markaðinn.
Höfuðstöðvar í Reykjanesbæ
Höfuðstöðvar Geysis Green
Energy eru í Reykjanesbæ og þar
vinna nú átta starfsmenn á skrifstofu
og fer fjölgandi, að sögn Ásgeirs
Margeirssonar forstjóra fyrirtækis-
ins. Fram kom hjá Ásgeiri á fund-
inum að fyrirtækið hefur hug á að
vera með í uppbyggingu nýrra höf-
uðstöðva Hitaveitu Suðurnesja og
ráðhúss Reykjanesbæjar á Njarðvík-
urfitjum. Þá sagði hann frá því að
fyrirtækið tæki þátt í undirbúningi
orkuháskóla á Keflavíkurflugvelli.
Árni Sigfússon sagði að mikilvægt
hefði verið að fá einkafjármagn inn í
rekstur Hitaveitu Suðurnesja. Fagn-
aði hann því að Geysir Green Energy
hefði komið inn í fyrirtækið og væri
að vinna með Suðurnesjamönnum.
Sagði bæjarstjórinn nauðsynlegt
að hreinsa umræðuna og draga fram
að sem skipti máli. Sagðist hann vera
sannfærður um að unnið hefði verið
rétt að málefnum Hitaveitu Suður-
nesja. Bærinn hefði öll tök á verkefn-
inu. Síðar á fundinum sagði hann að
bærinn vildi halda ráðandi hlut þann-
ig að engar meiriháttar ákvarðanir
yrðu teknar án atbeina bæjarins, svo
sem að flytja höfuðstöðvar fyrirtæk-
isins úr Reykjanesbæ.
Upplýsingar fyrr
Í almennum umræðum, að loknum
framsöguerindum, kom bæði fram
stuðningur við vinnu meirihluta bæj-
arstjórnar að málefnum Hitaveit-
unnar og gagnrýni. Meðal annars
kom fram það sjónarmið að betra
hefði verið að halda slíkan fund fyrr,
til að upplýsa íbúana um þróun mála.
Kristján Pálsson, fyrrverandi al-
þingismaður, taldi að fulltrúar
flokksins hefðu gengið of langt í
þessu máli. Nauðsynlegt væri að
staldra við, hlusta á fólkið og hugsa
málið upp á nýtt. Nefndi hann að fyr-
ir síðustu sveitarstjórnarkosningar
hefði hvergi verið nefnt að ætlunin
væri að selja hluta af eign Reykja-
nesbæjar í Hitaveitu Suðurnesja eða
að skipta félaginu upp. Hann lagði
áherslu á að ekki yrði gengið í það að
selja frekar af hlut bæjarins og að
slík ákvörðun yrði lögð fyrir íbúana í
atkvæðagreiðslu ef til kæmi. Þá velti
Kristján því fyrir sér hvernig væri
hægt að endurheimta meirihluta
hlutafjár í Hitaveitunni og sagði að
önnur sveitarfélög og ríkið gætu
komið að því borði.
Ómar Jónsson kaupmaður sagði
erfitt að horfa upp á það hvernig bæj-
arstjóranum og meirihlutanum væri
stillt upp við vegg í þessu máli. Verið
væri að skamma eina sveitarfélagið á
Suðurnesjum sem staðið hefði vörð
um Hitaveitu Suðurnesja, hin hefðu
selt hluti sína. Sagði hann mikilvægt
að hætta bófahasarnum og mynda
samstöðu um Hitaveituna.
Bærinn myndi halda góðum hlut
í báðum orkufyrirtækjunum
Ljósmynd/Víkurfréttir
Markmið Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði frá markmiðum meirihlutans í
bæjarstjórn við væntanlega samninga um framtíð Hitaveitu Suðurnesja.
Í HNOTSKURN
»Ríkið ákvað í lok apríl aðtaka liðlega 6 milljarða
kr. tilboði Geysis Green
Energy í 15% eignarhlut þess
í HS.
»Eftir að sveitarfélögin,önnur en Reykjanesbær,
ákváðu að selja GGE og OR
náðist samkomulag stærstu
hluthafa um eignarhlutföll.
»Við fyrirhugaða samein-ingu GGE og útrásarfyrir-
tækis OR var útlit fyrir að um
49% hluta í HS yrði í eigu REI
og meirihluti ef Hafnarfjarð-
arbær tæki tilboði OR.
Selfoss | Sunnlenskir sveitarstjórn-
armenn standa vörð um Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands og vilja að fjár-
magn til nýbyggingar hennar verði
tryggt.
Ársþing SASS sem haldið var á
Kirkjubæjarklaustri 1. og 2. nóvem-
ber samþykkti eftirfarandi ályktun:
„Þingið krefst þess að fjármálaráðu-
neyti og Alþingi tryggi nú þegar
fjármagn til að ljúka framkvæmdum
við nýbyggingu Heilbrigðisstofnun-
ar Suðurlands þannig að þeim verði
lokið 2008. Aðeins vantar rúmlega
300 milljónir upp á að fullnaðarfjár-
mögnun sé tryggð til verksins.
Stjórnvöld eru hvött til að tryggja
nægjanlegt rekstrarfé til starfsem-
innar sem og að mæta fjárhagsvanda
stofnunarinnar með auknu fjárfram-
lagi.“
Fjármagn
verði tryggt
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nýtt Unnið er af fullum krafti við
nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar.
Selfoss | Ársþing Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga átaldi þá
skerðingu sem orðið hefur á þjón-
ustu RÚV á Suðurlandi. Fundurinn
beinir því til stjórnar Ríkisútvarps-
ins ohf. að endurskoða þessa
ákvörðun.
Í greinargerð með þessari sam-
þykkt segir: „Nýstofnað svæðis-
útvarp fyrir Suðurland hefur verið
lagt niður og hætt starfsemi.
Frá íbúum hefur því verið tekin
umfjöllun um málefni sem standa
þeim nærri í öflugu dreifikerfi
ákveðinn tíma á dag. Slíkt felur í
sér illskiljanlega mismunun milli
landshluta.“
Átelja skerð-
ingu á þjónustu
Ríkisútvarpsins
Hveragerði | Basar verður í fönd-
urhúsinu í Frumskógum 6b í Hvera-
gerði á morgun, sunnudag. Heim-
ilismenn á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Ási verða þar með handa-
vinnu og listmuni til sýnis og sölu.
Opið verður frá klukkan 13 til 18.
Rjómavöfflur og rjúkandi kaffi er
selt á staðnum.
Basar hjá heim-
ilisfólki á Ási
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Undanfarin ár hefur upp-
bygging og vöxtur í Árborg verið
með því sem mest gerist á landinu og
umfang starfsemi sveitarfélagsins
og þá sérstaklega framkvæmda- og
veitusviðs aukist til muna. Mikilvægt
er að laga stjórnskipulag sveitarfé-
lagsins að þessum aðstæðum og að
styrkja innviðina enn frekar til að
takast á við þá uppbyggingu sem
vænta má í framtíðinni. Sveitarfélag-
ið Árborg leggur áherslu á að kom-
ast í fremstu röð á sviði fram-
kvæmda-, skipulags- og umhverfis-
mála og að veita íbúum og öðrum
viðskiptavinum sínum fyrsta flokks
þjónustu. Sú vinna sem verið hefur í
gangi síðustu mánuði tekur mið af
þessu,“ segir meðal annars í tilkynn-
ingu frá Ragnheiði Hergeirsdóttur
bæjarstjóra um skipulagsbreytingar
sem unnið er að á vegum sveitarfé-
lagsins fyrir framkvæmda- og veitu-
svið.
Ráðgjafar frá Capacent-ráðgjöf
hafa unnið að verkefninu í samvinnu
við starfsfólk sviðsins og stjórnend-
ur sveitarfélagsins. Tillagan var
kynnt starfsfólki, bæjarfulltrúum og
fulltrúum nefnda 5. nóvember.
Skipulags- og byggingamál færast af
framkvæmda- og veitusviði og munu
heyra beint undir bæjarstjóra. Auk-
in áhersla verður lögð á umhverfis-
fræði og skipulagsmál í sveitarfé-
laginu. Þá er gert ráð fyrir að
rekstur og þjónusta vegna tölvu-
kerfa ásamt stjórnun innkaupa og
birgðamála færist yfir á fjármála- og
stjórnsýslusvið. Gert er ráð fyrir
tveimur deildum, annars vegar
eignaumsýslu og hins vegar hita-
veitu og vatnsveitu.
Tillagan verður tekin til afgreiðslu
í bæjarstjórn 14. nóvember en
áformað er að nýtt stjórnskipulag
taki gildi frá og með 1. janúar 2008.
Skipulagsbreytingar á
framkvæmda- og veitusviði
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kynning Tillögur að breyttu skipulagi á skipulags- og veitusviði hjá Sveit-
arfélaginu Árborg voru kynntar starfsfólki á fundi á dögunum.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ