Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 24
530 1800
52.500.000
Glæsilegt 181,7 fm. 5-6 herb. endaraðhús, staðsett innst í botnlanga. Innréttingar sérsmíðaðar frá Fagus,
gólfefni ljósar marmara flísar og hnotuparket. Stór sópallur á móti suðri og vönduð sóltjöld frá Ljóra fyrir öllum
gluggum. Laust til afhendingar 15. des. 2007 BÓKIÐ SKOÐUN S. 530 1800/1811
Asparholt - 225 Álf.
daglegtlíf
Lyngholt kalla þau bústaðinn
sem minnir helst á rauða rós
þar sem hann stendur í hlíðinni
upp af Rauðavatni. »26
innlit
Í samskiptum við fólk er gott að
hafa í huga hvort viðkomandi sé
eftir litunum gul, rauð, græn
eða blá týpa. »28
daglegt
Hjónin Ólafur Sigurjónsson og
Bergþóra Guðbergsdóttir
breyttu gömlu fjósi í listsýning-
arsal. »31
vaxtarsprotar
Þægilegur lífsstílsfatnaður nýt-
ur æ meiri vinsælda, enda gefst
þar með góð leið til að brúa bil á
milli tísku- og útivistar. »28
tíska
Gera á reiðvegakort um Rang-
árvallasýslu og setja á netið svo
að prenta megi út reiðleiðir og
upplýsingar þeim tengdar. »30
bæjarlífið
Ekkert sem ég var að gerabenti til þess að ég færiþessa leið; ég var í minnivinnu og var að hugsa um
eitthvað allt annað – ég er trúuð og í
gegnum bæn kom það sterkt til mín
að fylgja þessari hugmynd eftir. Það
gekk vel og allar dyr voru opnar,“
segir Sigurbjörg, sem nefnir fram-
leiðslu sína Litlu börnin okkar.
„Blessunarorðin nota ég vegna
trúar minnar á mátt orðanna og
verndandi áhrifa þeirra – mér finnst
skrítið þegar foreldrar kaupa boli
með vafasömum skilaboðum. Stafa-
gerðina og vörumerkið hannaði ég en
ég lagði áherslu á að bómullin í föt-
unum væri góð, en fötin eru fram-
leidd á Indlandi og prentuð í Hol-
landi. Ég er ánægð með sniðin en
framleiðandi þeirra gerir föt fyrir
barnaverslanir um allan heim. Ég er
ekki lærður hönnuður og lít ekki á
mig sem slíkan – ég er eingöngu
millistykki fyrir þessa hugmynd og
innblásturinn kom í gegnum trúna.
Ég er ekkert viðkvæm fyrir því og
fer ekki leynt með trú mína. Ég tel
mig vera á jörðinni með hana og ég
er á móti því að vera að lemja fólk í
hausinn með Biblíunni; en trúin hef-
ur veitt mér frið og fjölskyldu minni
líka,“ segir Sigurbjörg. „Ég var búin
að lesa mikið í og um önnur trúar-
brögð, en í gegnum kristna trú fann
ég frið. Heimilið var blessað og eftir
þennan viðsnúning var annar andi
svífandi yfir heimilinu.“
Börnin gjalda fyrir efnahags-
kapphlaup foreldranna
Sigurbjörg vann áður fulla vinnu
en minnkaði við sig vinnu og getur
nú betur sinnt heimilinu. „Það er þó
ekki þannig að ég sjái um allt – við á
heimilinu hjálpumst að með það sem
gera þarf. En núna er það þannig að
ég er heima og tek á móti börnunum
eftir skóla og aðstoða við heimanám
og fleira sem þarf að gera; það er
rekstur að halda heimili,“ segir hún.
„Það er skilgreiningaratriði hvað
hamingja er og hver gildi manns eru,
en þessi atriði eru mikilvæg fyrir
mig. Mér finnast börnin í þjóðfélag-
inu oft gjalda fyrir kapphlaupið í
efnahagsmálum. Við sem foreldrar
erum ekki saklaus og mér finnst að
við eigum að axla þá ábyrgð, að koma
góðu fólki frá okkur og það er heil-
mikil vinna; við hugsum mikið um
titla og hvaða stöðum við gegnum í
vinnunni. Samviskubitið er oft ráð-
andi – full af samviskubiti kaupum
við dót fyrir börnin okkar, bæði til að
fylla upp tómið okkar gagnvart af-
skiptaleysi og til að sýna að okkur sé
ekki sama. Það er ekki dótið sem þau
vantar – heldur vilja þau vera með
okkur og finna að við séum til staðar.
Metnaður margra er að eiga dýra
veraldlega hluti – það er í sjálfu sér í
lagi, en forgangsröðunin er mikil-
vægust. Ég myndi vilja að Reykja-
víkurborg yrði leiðandi afl í um-
ræðunni um fjölskyldumál. Mörg
fyrirtæki tala um fjölskyldustefnu,
en hún er bara í orði, ekki á borði. Í
Danmörku eru fjölskyldumálin alltaf
í forgrunni, það væri gott markmið
að vinna að.“
Það er skoðun Sigurbjargar að
margir Íslendingar séu í kapphlaupi
við gerviþarfir og fyrir vikið verði
fólk þreytt í lífsgæðahlaupinu – það
sé auðvelt að týnast í kapphlaupinu.
„Það varð viðsnúningur í mínu lífi
þegar ég gat loks horft á íslenskt
samfélag úr fjarlægð; meðvitað reyni
ég að standa fyrir utan kapphlaupið,
en kirkjan og trúin hjálpuðu mér
mikið við að forgangsraða og skoða
líf mitt upp á nýtt. Það er skilgrein-
ingaratriði hvað hamingjan er og
hver og einn þarf að huga að sínum
gildum. Margir uppgötva það seint.
Mér finnst gott að eiga stundir
með börnunum – við lesum fyrir þau,
heimsækjum ömmu og afa – svona
eins og gert var í gamla daga. Strák-
urinn minn er í einni íþrótt en ekki
mörgum. Ég sækist ekki eftir því að
eiga heimili sem er eins og uppstill-
ing í blaði; ég vil bara að fjölskyldu
og vinum líði vel inni á heimilinu.
En það að eiga frið í amstri dags-
ins er algjör fjársjóður,“ segir Sig-
urbjörg að lokum.
Hamingjan
skilgreind
upp á nýtt
Morgunblaðið/Ómar
Hönnuðurinn Sigurbjörg Bergsdóttir ásamt börnum sínum þeim Rögnu Marí og Höskuldi Árna.
Sigurbjörg Bergsdóttir er lærður stjórnmálafræðingur og starfar sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbankans. Hönnun á
barnafötum með blessunarorðum Biblíunnar bættist svo við nýlega. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir ræddi við hana.
Ungbarnafatnaður Blessunarorðin notar Sigurbjörg í hönnun barna-
fatnaðarins enda trúir hún á mátt orðanna og verndandi áhrif þeirra.
Með bæn á brjósti Trúin leikur
stórt hlutverk í lífi Sigurbjargar og
var innblásturinn að fatalínunni.