Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 36
- kemur þér við
Gísli Einarsson boðar
ævintýralegan þátt
Bergþór Pálsson
opnar fjölskyldualbúmið
Foreldrahúsið húsnæðis-
laust um áramótin
Fræga fólkið með augum
Kristins Ingvarssonar
200 milljónir í tækni-
brellur í nýrri mynd
Margrét Örnólfsdóttir
hefur grátið yfir
skúffuköku
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
36 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„ÉG svara fyrir mín-
ar sakir sjálf.“
Þannig svaraði Þur-
íður Högnadóttir, 27
ára vinnukona úr Dala-
sýslu, og afþakkaði þar
með talsmann þegar
hún mætti fyrir rétt ár-
ið 1790 til að svara fyrir
þriðju barneign sína ut-
an hjónabands. Um persónulega hagi
Þuríðar vitum við nokkru meira en
um hagi flestra annarra alþýðu-
kvenna á 18. öld vegna þess að hún
komst í kast við lögin fyrir barneignir
utan hjónabands. Auk réttvísinnar
skráði kirkjan lífshlaup þegnanna,
fæðingu, skírn o.s.frv. Þaðan er komin
síðasta opinbera færslan um Þuríði.
Það síðasta sem finnst skráð um
þessa lítt þekktu konu er lát og
greftrun Þuríðar húsfreyju á Kornhó-
laskanzi í Vestmannaeyjum sem lést
34 ára gömul í september 1801.
Um Þuríði er fjallað á norræna
skjaladeginum sem er í dag, í Þjóð-
skjalasafni á Laugavegi 162. Röð fyr-
irlestra hefst þar kl. 11 með því ætt-
fræðigrunnurinn Íslendingabók er
kynntur. Þá verður fjallað um Franz
Illugason vefara sem starfaði í Inn-
réttingunum í Aðalstræti í Reykjavík.
Kynntur verður hinn þekkti snær-
isþjófur og meintur morðingi, Jón
Hreggviðsson. Þá eru fyrirlestrar um
persónuheimildir í Borgarskjalasafni
og varðveislu skjala kvenna. Skjala-
dagurinn er að þessu sinni helgaður
skjölum sem varpa ljósi á sögu ein-
staklinga. Á slóðinni skjaladagur.is er
dagskrá skjalasafnanna.
Íslendingar eru ríkir
af manntölum
Meðal merkustu mannfræðiheim-
ilda eru manntöl. Íslendingar svo lán-
samir að eiga fleiri manntöl en marg-
ar aðrar þjóðir. Fyrsta manntal á
Íslandi fór fram árið 1703 undir um-
sjón Árna Magnússonar og Páls Ví-
dalín. Það er fyrsta varðveitta mann-
tal í heiminum sem nær til allra íbúa í
heilu landi þar sem getið er nafns,
aldurs og stöðu eða atvinnu allra íbú-
anna.
Næsta heildarmanntal fór fram hér
á landi 1762 en það var ekki eins ít-
arlegt og manntalið 1703. Yfirleitt eru
húsbændur tilgreindir og annað
heimilisfólk flokkað og talið. Í sumum
sóknum eru þó allir íbúar tilgreindir
með nafni. Heildarmanntal fyrir
danska ríkið var tekið 1801. Manntöl
eru svo reglulega gerð á 5 eða 10 ára
fresti frá 1835 til 1960. Síðast var tek-
ið manntal hér á landi 1981.
Manntölin 1703 og 1835 eru á raf-
rænu formi í manntalsgrunni Þjóð-
skjalasafns Íslands á heimasíðu safns-
ins, www.skjalasafn.is.
Kirkjan skráði lífshlaupið
Prestum var falið að færa sókn-
armannatöl frá miðri 18. öld. Þeir
skyldu fara um sína sókn eða sóknir
árlega og færa til bókar alla heim-
ilismenn, taka fram um stöðu þeirra á
heimili og fjölskyldutengsl, aldur,
hvort þeir hefðu gengið til altaris,
einnig um lestrarkunnáttu og hegðun
eða framkomu. Hætt var að færa
sóknarmannatöl árið 1952 þegar Hag-
stofan tók verkefnið yfir. Sókn-
armannatöl eru ásamt prestsþjón-
ustubókum grundvallarheimildir fyrir
ættfræðinga og mannfræðinga, sýna
m.a. tengsl fólks og eftir þeim má
rekja búsetu fólks og fá nokkra hug-
mynd um menntunarstig almennings.
Í prestsþjónustubækur skráðu
prestar þjónustuverk sín. Þar eru
skráðar fæðingar, skírnir, fermingar,
giftingar og um dána. Þessar bækur
eru í raun þær heimildir sem stað-
festa tilveru okkar, fæðingarvottorð
byggð á þessum heimildum prest-
anna.
Ég svara fyrir
mínar sakir sjálf
Eiríkur G. Guð-
mundsson og
Jón Torfason skrifa
í tilefni norræns
skjaladags
»Meðal merkustumannfræðiheimilda
eru manntöl. Íslend-
ingar svo lánsamir að
eiga fleiri manntöl en
margar aðrar þjóðir.
Jón
Torfason
Höfundar eru starfsmenn
Þjóðskjalasafns.
Eiríkur G.
Guðmundsson
ÝMSAR rannsóknir benda til þess
að kynjaskiptur vinnumarkaður sé
hindrun fyrir jafnri stöðu karla og
kvenna. Kynbundið náms- og starfs-
val ýtir undir launamisrétti og lakari
stöðu kvenna þar sem hefðbundin
kvennastörf hafa
löngum verið til færri
fiska metin en hefð-
bundin störf karla.
Þessu þurfum við að
breyta. Hér skipta fyr-
irmyndirnar öllu máli
og það sem við blasir í
okkar nánasta um-
hverfi á barna- og ung-
lingsárunum. Segja má
að máltækið „það læra
börnin sem fyrir þeim
er haft“ eigi sér-
staklega vel við þegar
fjallað er um framþró-
un á sviði jafnréttismála. Það er að
mínu mati lykilatriði að vinna beint
með börnum og ungmennum ef við
ætlum að ná raunverulegum árangri
í jafnréttismálum. Þekkt er að kyn-
bundið náms- og starfsval hindrar
einstaklinga í að takast á við það
nám og starf sem þeir hafa áhuga á
og hæfileika til að sinna. Það kemur í
veg fyrir að strákar og stelpur velti
fyrir sér öllum leiðum í náms- og
starfsvali. Sumar leiðir eru fyr-
irfram útilokaðar af því að sterkar
hefðir eru fyrir því að einungis ann-
að kynið nýti sér þær.
Íhaldssamt viðhorf unglinga til
verkaskiptingar á heimilum
Á síðastliðnu ári var lögð fyrir í
öllum grunnskólum landsins rann-
sókn þar sem 10. bekkingar voru
meðal annars spurðir um viðhorf til
jafnréttis. Svörin voru borin saman
við svör fólks á aldrinum 18–75 ára
sem tók þátt í jafnréttiskönnun Gall-
up 2003 og svör unglinga sem voru í
10. bekk árið 1992. Í ljós kom að
ungmennin árið 2006 höfðu nokkuð
góða þekkingu á stöðu kynjanna á
vinnumarkaði en neikvæðara
jafnréttisviðhorf en eldri kynslóðir.
Niðurstöðurnar sýna einnig að ung-
lingar í 10. bekk árið 2006 höfðu mun
íhaldssamara viðhorf til verkaskipt-
ingar inni á heimilum en jafnaldrar
þeirra sem voru í 10. bekk árið 1992.
Könnunin styður það
sem komið hefur fram í
rannsóknum að yngri
kynslóðir hafa almennt
neikvæðara viðhorf til
jafnréttis en þær sem
eldri eru. Þá er um-
hugsunarefni að í könn-
un sem nýlega var gerð
á viðhorfum íslenskra
ungmenna á aldrinum
18–23 ára kom í ljós að í
átta af tíu tilfellum
reikna karlar með
hærri launum fyrir til-
tekin störf en konur.
Jafnréttisfræðsla í leikskólum
og grunnskólum verður efld
Niðurstöður rannsókna um við-
horf ungmenna til jafnréttismála
sýna að við verðum að efla jafnrétt-
isfræðslu meðal barna og unglinga. Í
frumvarpi til laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla sem ég
hef lagt fyrir Alþingi er lögð aukin
áhersla á jafnréttisfræðslu í skólum.
Þar er lagt til að innan mennta-
málaráðuneytisins starfi sérstakur
jafnréttisráðgjafi sem fylgi eftir
kynjasamþættingu við alla stefnu-
mótun í menntakerfinu, veiti ráðgjöf
í jafnréttismálum og beiti sér fyrir
sértækum aðgerðum þar sem þeirra
er þörf. Jafnframt er nú verið að
koma á nýju samstarfsverkefni sem
miðar að því að jafnréttis- og kynja-
sjónarmið verði lögð til grundvallar í
leikskólum og grunnskólum. Um er
að ræða samstarfsverkefni félags-
málaráðuneytisins, Jafnréttisstofu,
Jafnréttisráðs, Reykjavíkurborgar,
Hafnarfjarðar, Kópavogsbæjar og
Akureyrar. Menntamálaráðuneytið,
Þróunarsjóður grunnskóla, Samtök
atvinnulífsins, Landsvirkjun og
Sparisjóður Norðlendinga styðja
jafnframt verkefnið. Ég bind miklar
vonir við þetta verkefni og tel að
með markvissri fræðslu og umræðu
frá upphafi skólagöngu færum við
ungu fólki tækifæri til að taka
ákvarðanir varðandi framtíð sína á
eigin forsendum, óháð staðalmynd-
um kynjanna og hefðbundnu starfs-
vali. Það mun nýtast þessum ein-
staklingum auk þess sem hæfileikar
þeirra munu gagnast samfélaginu í
heild. Sett verður upp vefsíða þar
sem upplýsingar um jafnréttis-
fræðslu verða aðgengilegar, auk
upplýsinga um verkefni sem nota má
í skólastarfi. Þá verða grunnskólar
og leikskólar fengnir til að sinna til-
raunaverkefnum á sviði jafnréttis-
mála. Undanfari þessa verkefnis er
vefsíða sem ber heitið „Jöfn framtíð
fyrir stráka og stelpur“ sem er á
heimasíðu félagsmálaráðuneytisins
á vefslóðinni http://jafnretti.felags-
malaraduneyti.is/ og á heimasíðu
Jafnréttisstofu á vefslóðinni http://
www.jafnretti.is
Ég vil þakka þeim sem koma að
þessu nýja verkefni í leik- og grunn-
skólum og hvet starfsfólk skóla um
land allt til að taka virkan þátt í
verkefninu og nýta sér það vel. Þið
getið stuðlað að jafnri stöðu stráka
og stelpna og haft áhrif á framtíð-
arviðhorf til jafnréttismála hér á Ís-
landi.
„Það læra börnin
sem fyrir þeim er haft“
Jóhanna Sigurðardóttir
skrifar um jafnréttismál »Rannsókn bendir tilþess íslenskir ung-
lingar hafi enn íhalds-
samara viðhorf til
verkaskiptingar inni á
heimilum árið 2006 en
árið 1992.
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er félagsmálaráðherra.