Morgunblaðið - 10.11.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 10.11.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 37 ÓTRÚLEG framsetning og alvar- legar ásakanir fulltrúa Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) voru bornar flug- málayfirvöldum í land- inu og flugvallaryfir- völdum á Keflavíkur- flugvelli. Hvaða faglegu rök og samanburður skyldi vera á bak við „stóru orðin“ og hvað áhrif skyldu þessar full- yrðingar hafa á sam- félagið og viðbragðs- aðila á svæðinu? Að fullyrða með ályktun að „Öryggis- viðbúnaður Slökkviliðsins á Keflavík- urflugvelli (hafi) aldrei verið jafn lítill og nú, öryggi flugfarþega í neyð (hafi) farið úr því besta sem í boði er í það lélegasta“, er mjög alvarlegt, þá sérstaklega gagnvart slökkviliðs- mönnum og öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu og ekki síður getur þessi fullyrðing skapað hræðslu og óöryggi meðal flugfarþega og þeirra sem um flugvöllinn fara. Í máli sínu gerir for- maður LSS lítið úr fyrsta viðbragði í neyðarástandi á Keflavíkurflugvelli og líkir útkallsstyrk slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli og nágrannas- lökkvi- og björgunarliðum, við út- kallsstyrk og öryggi flugfarþega í þróunarlöndunum. Af reynslu minni í þessu fagi þekki ég málið nokkuð vel og veit að þessar fullyrðingar eru rangar og hafa engan málefnalegan rökstuðning, því er vert að velta fyrir sér tilgangi LSS með þessum mál- flutningi. Í máli formanns LSS kom fram óvænt þversögn, þ.e.a.s. hvern- ig við nálgumst flugvélabruna. Áhersla okkar og verkferlar stuðla að öryggi viðbragðsaðila, t.d. að senda ekki slökkviliðsmenn inn í „mjög hættulegar aðstæður“, t.d. „ inn í logandi flugvélaflak“, eins og formaður LSS rökstyður að þurfi að gera. Í slíku tilfelli er megintilgangur fyrsta viðbragðs að tryggja slysa- vettvang og öryggi viðbragðsaðila, þannig að skipulögð björgun geti haf- ist. Í slíku tilfelli yrði öflugt viðbót- arviðbragð slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna nágrannaslökkviliða og björgunarsveita innan svæðisins komið á slysavettvang innan fárra mínútna. Ætla má að formaðurinn virði „sína“ félagsmenn á Suð- urnesjum einskis þegar hann metur „öryggisviðbúnað“ á svæðinu, eða hvað skyldi hann vera að meina, þeg- ar, (Sigmar,) spyrill Kastljósþátt- arins vísar í minnismiða frá LSS og fullyrðir að næsta viðbragð sé í 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum? Vert er að upplýsa formanninn um að flugslysaáætlunin fyrir Keflavík- urflugvöll, sem er nýlega uppfærð og samþykkt, gerir m.a. ráð fyrir öflugu viðbragði frá nágranna- slökkviliðunum, þ.e. að Brunavarnir Suðurnesja komi með bæði sjúkra- og slökkviliðsbíla ásamt 30 slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamönnum á skaðasvæði innan tíu mínútna og að Slökkvilið Sandgerðis komi innan fárra mínútna með um 15 slökkviliðs- menn ásamt slökkviliðsbíl til björg- unar- og slökkvistarfa. Hlutverk Slökkviliðs Grindavíkur er að annast viðbragð í byggðarlög- unum öllum meðan slíkt ástand varir, þá má óska eftir aðstoð ann- arra slökkviliða ef þörf þykir. Að auki eru tugir björgunarsveitamanna frá Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu, tugir lögreglumanna og öryggisvarða á svæðinu og tugir annarra við- bragðsaðila t.d. frá sjúkrahúsum, RKÍ og fleirum í heildar- viðbragðinu. Vissulega hafa orðið breytingar í umsvifum á Keflavíkurflugvelli frá því þegar herinn fór. Starfsemi slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli var á þeim tíma bæði víðtæk og mikil, oft voru staðnar vaktir vegna við- gerða og uppkeyrslu flugvélahreyfla, prófunar á vélum og búnaði orr- ustuþotna og flugvéla varnarliðsins. Flugumferð og þjónusta sem beinlín- is tengdist hernum, eins og margir þekkja, var mikil. Þegar mest var voru 15 orrustuþotur ásamt fylgi- vélum staðsettar á Keflavík- urflugvelli en þess vegna voru 15 manns á vakt í slökkviliðinu þar. Bæði hefur þjónustusvæði slökkvi- liðsins á Keflavíkurflugvelli minnkað, 5.000 manna íbúðarbyggð svæðisins er orðin hluti af Reykjanesbæ og því á ábyrgð Brunavarna Suðurnesja; sömuleiðis eru hreyfingar á flugvell- inum mun færri. Farþegar sem fara um Keflavík- urflugvöll búa við góðan öryggis- viðbúnað. Öryggisstaðall Slökkviliðs- ins á Keflavíkurflugvelli, sem er í heild sinni vel tækjum búið og vel mannað slökkvilið með 11 til 13 slökkviliðsmönnum á vakt í 24 tíma, alla daga ársins, er mun meiri en víða annars staðar á flugvöllum á Norð- urlöndunum, þrátt fyrir að flug- umferð og hreyfingar þar séu mun meiri. Slökkviliðin á svæðinu búa yfir miklum mannauði og tækjakosti til björgunar og slökkvistarfa og finnst mér það með ólíkindum að formaður LSS og aðilar í fulltrúaráði LSS skuli „gleyma“ þessu viðbragði og líkja ör- yggisviðbúnaði þ.e. tækjabúnaði, þjálfun og getu mannahalds sem og öryggi í verkferlum slökkviliða hér á svæðinu við slökkviliðs- og við- bragðsaðila í þróunarlöndunum þar sem ástandi er mjög ábótavant og alls ekki sambærilegt okkar vænt- ingum og mælikvarða. Með von um jákvæðar viðtökur og heillindi í starfi. Ályktun fulltrúaráðs LSS og ummæli fulltrúa þess í Kastljósi Sigmundur Eyþórsson skrifar vegna gagnrýni á útkallsstyrk Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli »Fullyrðing LSS umað öryggisviðbún- aður Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli (hafi) aldrei verið jafn lítill og nú stenst engin rök. Sigmundur Eyþórsson Höfundur er slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.                            Til sölu nýr 60 fm sumarbústaður á 5.800 fm eignalóð á fallegum stað í nágrenni Geysis (rúmlega 100 km frá Reykjavík). Bústaðurinn sem er svo til fullbúinn er með 30 fm svefnlofti og 54 fm sólpalli og frábæru útsýni. Stutt er í golf og veiði auk þess sem fallegar reið- og gönguleiðir eru á svæðinu. Verð 16,7 millj. Einnig til sölu glæsil. sumarhúsalóðir 5.600-15.000 fm að stærð. Upplýsingar í síma 893 8808. Við höfum verið beðin um að útvega sérbýli, einbýli- rað- parhús eða hæð með góðu aðgengi. Eignin þarf að vera yfir 150 fm að stærð og staðsett í á póstnúmerasvæðum 104, 105, 108, 200 eða 201. Góðar greiðslur í boði fyrir réttu eignina. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. M bl 9 34 45 4 Sérbýli með beinu aðgengi óskast M ó torm ax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4 400 ww w. mo to rm ax .is Mögnuð vélsleðasýning í Mótormax Um helgina frumsýnir Mótormax 2008 árgerðirnar af vélsleðum frá Ski-doo. Komdu og skoðaðu nýja og magnaða sleða til dæmis gjörbreyttan Ski-doo REV XP sem búið er að létta um heil 23 kg. Opið laugardag 10:00-16:00 og sunnudag 12:00 -16:00         

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.