Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 38
38 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hvað er til ráða, þegar bæjaryf-
irvöld virðast ekki
skynja né skilja þá
stjórnsýslu, sem þeim
er uppálagt að fara eftir
og framfylgja. Bæj-
arstjórinn á Akureyri,
Sigrún Jakobsdóttir,
sagði eftir að Úrskurð-
arnefnd skipulags- og
byggingamála (USB)
felldi enn á ný þann úr-
skurð að ekki væri
heimilt að byggja
tveggja hæða hús inni í
hverfi, sem áður var bú-
ið að skipuleggja sem
einnar hæðar hverfi: „Unnið var eftir
bestu getu og fylgt var eftir lögum og
reglum í þessu máli.“ Hvernig er
hægt að segja svona, þegar lögmæt
yfirvöld eru búin að dæma tvisvar að
ekki hafi verið farið að lögum?
Forhert af valdasýki
Í tvígang er USB búið að skipa svo
fyrir að Akureyrarbæ sé ekki heimilt
samkvæmt deiliskipulagsgögnum
Akureyrarbæjar að leyfa sama ein-
staklingi að byggja hús á tveimur
hæðum, vegna þess að fara verður
eftir lögum og reglum um skipulags-
mál. Þrír bæjarstjórar á Akureyri
hafa haft afskipti af þessu máli, fyrr-
verandi bæjarstjóri Kristján Þór Júl-
íusson, núverandi bæjarstjóri Sigrún
Jakobsdóttir og verðandi bæj-
arstjóri, Hermann Jón Tómasson. Er
allt þetta fólk haldið einhverju tor-
læsi eða er það svona forhert af
valdasýki að það haldi, að það þurfi
ekki að hlíta þeim reglum, sem öllu
venjulegu fólki er ljóst að eru í gildi?
Hvað þarf til að þetta fólk viðurkenni
að það hafi haft rangt
við?
Ósómi
Allur málflutningur í
Sómatúnsmálinu er
þessu fólki til mikils
ósóma og er vægast
sagt furðulegt að svo
margir hafi komið að
þessu máli með jafn
miklum óheilindum og
úrskurður USB ber
vitni um. Þetta fólk ber
fyrir sig að hönnuðir
hverfisins hafi gert
mistök og ekki talað nógu skýrt í
gögnum, sem fylgdu með umsóknum
um lóðir í hvefinu. Klifað er á að
hönnum hverfisins sé verðlauna-
tillaga. Rétt er það en hverjir verð-
launuðu þessa tillögu og hvernig er
hugur fólksins, sem farið er að búa í
hverfinu? Sitt sýnist hverjum.
Ari, Egill og Logi Már hafa ekki
útfært húsin skynsamlega
Ein af röksemdum skipulags-
yfirvalda Akureyrar var sú að hús-
eigendur og hönnuður þeirra hefðu
átt að fara öðru vísu að við hönnun
húsa sinna og grafa þau ekki niður
eins og þeir gerðu. Hvað er í gangi?
Ég, er þetta rita, sótti um leyfi skipu-
lagsyfirvalda bæjarins til að hækka
hús mitt um hálfan metra, en fékk
synjun. Er það í skipuriti skipulags-
fulltrúa bæjarins að hann eigi að ráða
hvernig íbúar og hönnuðir vilja hafa
hýbýli sín? Verðlaunaður arkitekt,
Logi Már Einarsson, beggja
húsanna sín hvorum megin við um-
deilda lóð er vanvirtur með þessum
ummælum og ætti að fá skriflega af-
sökunarbeiðni vegna þessa nið-
urlægjandi málatilbúnings, að mínu
mati. Eða er Logi Már ekki starfi
sínu vaxinn? Rökþrota manneskja
grípur oft til afar heimskulegra raka,
það gildir um allt þetta mál á öllum
stigum þess.
Kunna menn ekki
að skammast sín?
Nú er kominn tími til að biðja alla
bæjarbúa afsökunar á þessum mála-
rekstri og þeim fjáraustri sem farið
hefur í það. Því miður er þetta mál
ekki einstakt tilfelli hjá bæj-
arstjórum og skipulagsyfirvöldum
Akureyrar á síðustu misserum. Um
önnur mál verður ekki fjallað hér.
Þeir, sem fengu leyfi fyrir byggingu
á 2ja hæða húsi við Sómatún 6, eiga
rétt á skaðabótum vegna fram-
kvæmda við húsbygginguna, bóta
sem bæjarbúar verða að greiða, ef
sótt verður eftir þeim. Við sem haldið
höfum uppi vörnum gegn augljósu
ofríki höfum einnig þurft að leggja í
umtalsverðan lögfræðikostnað og
munum óska eftir að fá þann skaða
bættan. Beinn kostnaður bæjarins
vegna varna í fyrirfram töpuðu máli
er þegar orðinn verulegur. Kjós-
endur eru ekki sáttir við svona
stjórnsýslu og vilja að betur sé farið
með skattpeninga sína. Í dag er fyrir
löngu komin upplýsingaöld og um-
bjóðendur kjósenda verða að fara að
átta sig á því að þau vinnubrögð, sem
viðhöfð hafa verið í þessu máli eru
ekki ásættanleg og verða ekki liðin í
framtíðinni. Ein lög fyrir alla íbúa
eiga að gilda, ekki sérreglur fyrir
suma. Þetta er búin að vera ömurleg
upplifun, hroki, einbeittur brotavilji
bæjaryfirvalda, fyrirlitning fyrir
réttlætinu, og heiðarleiki hefur verið
fótum troðinn og mál að linni.
Siðbótar er þörf
Vera má að þetta fólk þyrfti að
komast í betri vist og læra þar að
bera virðingu fyrir náunganum, læra
að meta með réttu sína takmörkuðu
hæfileika og að aðrir eiga sama rétt
og þeir valdasýktu. Bæjarbúar eiga
betra skilið og við kjósendur verðum
að vanda okkar forval verulega fyrir
næstu kosningu.
Ég mun fara fram á síðbót í Sjálf-
stæðisflokkinum og ef þörf krefur
berjast fyrir henni. Er þó ekki
hræddur um að komi til mikillar bar-
átta því fjöldinn í flokknum vill ekki
sjá svona vinnubrögð og kemur til
með að fylkja liði með þeim er for-
dæma það sem á undan er gengið.
Flokkurinn á ekki að vera flokkur
sérhagsmuna og einkavinavæðingar
eins og nú blasir við í Sómatúnsmál-
inu. Það er til skammar fyrir flokk-
inn, flokksforustuna í bæjarstjórn og
óvirðing við hinn almenna kjósanda.
Svona framkoma líðst ekki.
Eru bæjarstjórar Akureyrar torlæsir?
Egill Jónsson skrifar
um skipulagsmál á Akureyri » Taka bæjaryfirvöld á Akureyri ekki
mark á úrskurðum frá
Úrskurðarnefnd
skipulags- og
byggingarmála?
Egill Jónsson
Höfundur er tannlæknir og
húsbyggjandi.
Á NÆSTA ári eru 100 ár síðan
jarðvarmi var fyrst virkjaður til hús-
hitunar á Íslandi og er þá miðað við
frumkvöðulsstarf Stefáns B. Jóns-
sonar á Suður-Reykjum í Mosfells-
sveit árið 1908. Síðan þá hefur mikil
og dýrmæt þekking og reynsla orðið
til í orkufyrirtækj-
unum. Það sem ein-
kennir íslensku orku-
fyrirtækin er að þau
eru í opinberri eigu og
að þau búa yfir ein-
stakri þekkingu á nýt-
ingu jarðvarma, bæði
til húshitunar og raf-
orkuframleiðslu. Það er
eftirspurn eftir þessari
þekkingu víða um heim
þar sem jarðvarmi
finnst og fólk vill eiga
annan kost og vist-
vænni en nú.
Arður af þekkingunni
til fólksins í landinu
Orkufyrirtækin hafa á und-
anförnum árum reynt að bregðast
við þessari eftirspurn með sameig-
inlegri útrás, nú síðast með fyr-
irtækinu Enex. Orkufyrirtækin geta
sjálf trauðla farið beint í verkefni er-
lendis. Þau mega ekki taka þá fjár-
hagslegu áhættu sem því getur fylgt
og opinber fyrirtæki geta vart
blandað sér með beinum hætti í
kaup á fyrirtækjum erlendis sem
stundum er forsenda þess að ná þar
fótfestu. Það er því einfaldast fyrir
þau að stofna hlutafélag um þessa
starfsemi. Í slíkt hlutafélag, þar sem
orkufyrirtækið sjálft hefur takmark-
aða ábyrgð og hagsmunum eigenda
þess því ekki hætt, í slíkt hlutafélag
getur orkufyrirtækið lagt reynslu
sína, þekkingu og góðan orðstír. Það
eru hin óefnislegu verðmæti sem eru
svo eftirsóknarverð. Og til að útrás-
in geti orðið að veruleika koma fjár-
festar og fjármálastofnanir að hluta-
félaginu með það fjármagn sem
þarf. Þá er hin fína blanda orðin til;
þekkingin sem sóst er eftir og pen-
ingarnir sem þarf til að verkefnin
geti orðið að veruleika. Með slíkum
hætti tekst að nýta þá þekkingu sem
hefur orðið til í hinum opinberu
orkufyrirtækjum í gegnum tíðina, til
hagsbóta fyrir þau sem sækjast eftir
vistvænni orkugjöfum og þá fyrir
heiminn. Einnig fyrir eigendur
orkufyrirtækjanna hér heima sem fá
aukið fjármagn inn í fyrirtækin,
e.t.v. til lækkunar eigin orkugjalda.
Og fyrir fjárfestana sem þannig geta
ávaxtað sitt pund með jákvæðum
hætti.
Ef ekki, ef orkufyrirtækin snúa
sér einvörðungu að því að framleiða
og selja eigendum sín-
um orku, þá munu
peningamennirnir ein-
faldlega kaupa bestu
menn orkufyrirtækj-
anna, og þar með
þekkinguna, út úr fyr-
irtækjunum og skilja
þau eftir hálflömuð,
þekkingin væri enda
komin yfir í fjármála-
fyrirtækin sem þannig
legðu í sína útrás.
Þetta vita allir sem
vilja vita. Geysir Green
Energy náði t.d. fyrir
um ári einum öflugasta manni Orku-
veitu Reykjavíkur til sín. Er það
þannig sem menn vilja að þetta ger-
ist eða heldur einhver að þessi
bylgja verði stöðvuð? Hagnaður af
útrás í þessum búningi kæmi eig-
endum orkufyrirtækjanna, almenn-
ingi í þessu landi, þá ekki til góða
heldur einungis peningamönnunum.
Hverra framtíðarsýn er það?
Hverra framtíðarsýn er það að ekki
megi nýta þá þekkingu og reynslu
sem orðin er til í orkufyrirtækjum
almennings, þeim sama almenningi
til hagsbóta og gera orkufyrirtækin
enn öflugri þegar hægt er að gera
það með takmarkaðri ábyrgð? Var
ekki samstaða um að sala á þekk-
ingu væri liður í framtíðaruppbygg-
ingu atvinnulífsins?
Hugmyndin um REI
var skynsamleg
Hugmyndin um Reykjavík
Energy Invest var því skynsamleg.
Að REI og GGE sameini krafta sína
getur líka verið farsælt. Fyrirtæki
sem þykja stór á íslenska mæli-
kvarðann eru það ekki endilega í
hinum stóra heimi. Það þarf að halda
því til haga að með fyrirtækjum eins
og REI er líklegast að almenningur
njóti í einhverju þeirrar eignar sem
felst í þeirri þekkingu sem orðin er
til í fyrirtækjunum; að arður af
henni verði allra en ekki fárra. Þó að
fát komi á einstaka stjórnmálamenn
og einhverjir reyni, í pólitískum til-
gangi, að slá ryki í augu almennings
varðandi aðalatriði þessa máls má
það ekki ráða ferð. Til þess er það of
mikilvægt.
Að gæta hags-
muna almennings
í orkuútrás
Svanfríður Jónasdóttir
skrifar um orkuútrásina »Með fyrirtækjumeins og REI er lík-
legast að almenningur
njóti í einhverju þeirrar
eignar sem felst í þeirri
þekkingu sem orðin er
til í fyrirtækjunum.
Svanfríður
Jónasdóttir
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Í GREIN sem birtist í Morg-
unblaðinu 7. október síðastliðinn
gagnrýndi ég námsefni í krist-
infræðikennslu í grunnskólum (sjá
blogg.visir.is/binntho). Hinn 21.
október birtist svargrein Cinziu
Fjólu Fiorini. Hún virðist sammála
mér um vankanta
námsefnisins en telur
nær að beina athygl-
inni að þætti kenn-
arans og hvernig hann
túlki efnivið námsbók-
anna og beri á borð
fyrir nemendur.
Kennari í vanda
Grunnskólakenn-
urum er að sönnu vor-
kunn að takast á við
þetta námsefni enda
hef ég heyrt af kenn-
urum sem þjást eða
hreinlega gefast upp
og neita að sinna kristinfræði-
kennslu. Í yngstu bekkjum sér um-
sjónarkennari jafnan um alla
kennslu og það er leitt til þess að
hugsa að einhverjir kennarar treysti
sér ekki til að kenna á yngsta stigi
vegna þessa námsefnis.
Kennurum ber að sjálfsögðu að
fara eftir Aðalnámskrá en þar eru
lagðar línurnar um kennsluna. Sá
hluti Aðalnámskrár sem fjallar um
kristin fræði, siðfræði og trúar-
bragðafræði (almennt kallað kristni-
fræði) og námsefnið sem Náms-
gagnastofnun býður upp á fer að
miklu leyti saman enda væntanlega
skrifað af sömu mönnum auk þess
sem námsefnið er gefið út af op-
inberri stofnun og afhent skólum
ókeypis samkvæmt lögum frá Al-
þingi. Námsefnið verður fyrir vikið
hluti af hinni opinberu námskrá og
ekki bætir úr skák þegar það er
beinlínis samið á vegum annarrar
opinberrar stofnunar, sjálfrar rík-
iskirkjunnar.
Sannleiksást sett til hliðar
Í námsefni í kristnifræði er meðal
annars farið yfir sögur úr Mósebók-
um. Sköpunin, syndaflóðið og ætt-
feðurnir eru augljós ævintýri og þarf
ekki að hafa fleiri orð um það. Sögu-
þráður annarrar Mósebókar, um
brottför Ísraelslýðs frá Egyptalandi,
er einnig augljós tilbúningur. Sömu-
leiðis innrás Jósúa inn í Kanaans-
land. William Dever er fyrrum yf-
irmaður Albright-stofnunarinnar í
Jerúsalem og einn sá virtasti á sviði
fornleifafræði Biblíunnar. Í nýlegri
bók sinni fer hann
vandlega yfir stöðu
fræðigreinarinnar og
segir meðal annars að
innlendur uppruni Ísr-
aelsþjóðar sé í dag við-
urkenndur af því sem
næst öllum fræðimönn-
um. (Dever 2003, bls.
74.)
Með auknu konungs-
valdi og ríkjamyndun í
norðurríki Ísraels á 9.
öld f.o.t. hefst ritun
þessara bóka en það er
vel þekkt að nýjar
ríkjaheildir búi sér til
fortíð og fái þá ýmsar sagnir að láni
frá nágrönnum sínum. Eitt skýrasta
dæmið um þetta er þegar hirð-
ingjaflokkur Magja tók upp fasta
búsetu og hóf ríkjamyndun en eign-
uðu sér hina alls óskyldu (og löngu
horfnu) þjóð Húna sem forfeður.
Slavneskir nágrannar tóku í kjölfar-
ið að kalla land þeirra „Húnagarð“,
betur þekkt sem Ungverjaland.
(Man, 2005, bls. 374 og áfram.)
Auðvitað er hinn sannleikselsk-
andi kennari í miklum vanda ef hann
tekur að sér þessa kennslu á annað
borð. Hann þarf sífellt að vera að
minna nemendur á að þessi saga sé
nú alls ekki sönn, að þetta hafi nú
aldrei gerst o.s.frv. Líklega bregðast
nemendur þá við með því að efast
um tilgang kennslu og námsefnis
með tilheyrandi námsleiða og óró-
leika.
Siðgæði sett til hliðar
Eins og ég benti á í síðustu grein
minni er siðferðisboðskapur náms-
efnisins vægast sagt vafasamur.
Góður kennari getur vissulega gert
mikið til að bæta úr hér, með því að
fjalla um námsefnið með nemendum
og benda þeim á að þrátt fyrir það
sem segir í bókinni þá sé rangt að
drepa fólk eða að gleðjast yfir því að
fólk sé drepið.
Námsefnið er lítill stuðningur í
þessari viðleitni, því miður. Höf-
undar eru reyndar oft með spurn-
ingar í lok hvers kafla en þar er yf-
irleitt horft framhjá siðferðilegum
álitamálum. Stundum eru jafnvel
spurningarnar sjálfar vafasamar.
Í námsefni 4. bekkjar er kafli um
plágurnar miklu og flóttann frá
Egyptalandi. Eingöngu er stuðst við
texta biblíunnar og ekkert fjallað um
siðferðileg vafamál sem þó eru fjöl-
mörg. Í lok kaflans eru tvær spurn-
ingar til nemenda, önnur um merk-
ingu páska hjá kristnum, en hin um
það hvers vegna Jesú sé stundum
kallaður „Guðs lambið“.
Til að svara spurningunni þarf
kennari að rifja upp með nemendum
sínum að Guð hafi ákveðið að drepa
eitt barn úr hverju húsi en Ísr-
aelsmenn gátu komist undan með
því að smyrja blóði nýslátraðs lambs
á dyrastafi sína. Með þessum ógeð-
fellda blóði drifna mafíósasamningi
(„tilboð sem þú getur ekki hafn-
að…“) kúgar Guð þjóð sína til hlýðni
en drepur börn annarra til að leggja
áherslu á boðskap sinn.
Kennarinn þarf síðan að tengja
Jesú við þennan gjörning og útskýra
fyrir þeim í hverju hin kristna kenni-
setning felst. Flestir nemendur eru
væntanlega enn með sína saklausu
barnatrú en þarna er henni umturn-
að í einhvern óhelgan sáttmála
dauða og pínu þar sem Guð drepur
sitt eigið barn sem nokkurs konar
undirskrift undir sáttmála sam-
viskubits og ógnar þar sem ekkert
okkar sleppur: ég drap hann fyrir
ykkur, trúið á hann eða deyið.
Manni hreinlega hryllir við því að
slíkt efni skuli borið á borð fyrir
börn.
Kennarinn og kristnifræðin
Brynjólfur Þorvarðarson skrif-
ar um kristinfræðikennslu » Vandi kennarans ermikill enda veigra
margir sér við því að
kenna þessa náms-
grein.
Brynjólfur
Þorvarðarson
Hföundur stundar nám við KHÍ.