Morgunblaðið - 10.11.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 39
MINNINGAR
✝ Sigrún LiljaKristinsdóttir
fæddist á Eystri-
Löndum í Vest-
mannaeyjum 29.
mars 1921. Hún
andaðist á Hraun-
búðum í Vest-
mannaeyjum, 5.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ok-
tavía Þórunn Jó-
hannsdóttir frá
Efri-Hömrum í
Holtum, f. 1884, d.
1968 og Kristinn Sigurðsson frá
Eystri-Löndum í Vestmanna-
eyjum, f. 1890, d. 1966. Systkini:
Hálfbróðir (sammæðra) Jóhann
Kristinsson (Ástgeirssonar), f.
1913, d. 1985, kvæntur Sigríði
Hildi Þórðardóttur. Börn þeirra
eru 2. Alsystkini: Ásta Jóhanna,
f. 1916 d. 2006, gift Garðari Sig-
urjónssyni, f. 1918, d. 2007.
Börn þeirra eru 2. Lilja, f. 1918,
d. sama ár. Sigurður Yngvi, f.
1919, d. 2003, kvæntur Guð-
björgu Bergmundsdóttur. Synir
þeirra eru 2. Júlía Rósa, f. 1924,
d. 2001.
Rúna eins og hún var oftast
kölluð átti ekki langa skóla-
göngu að baki.
Hún fór snemma
að vinna eins og
tíðkaðist hjá henn-
ar kynslóð. Var
m.a. í vist í Reykja-
vík og kaupakona í
sveit. Hún vann
lengst hjá Neta-
gerð Vest-
mannaeyja við
netaframleiðslu, í
Þurrkhúsinu við
saltfiskverkun og í
Þvottahúsinu. Eins
og aðrir Vest-
mannaeyingar þurfti hún að yf-
irgefa Eyjarnar 23. janúar 1973
og settist að í Reykjavík. Fljót-
lega fór hún að vinna í eldhúsi
Landspítalans við Hringbraut og
vann þar, þar til hún gat flutt
aftur heim til Eyja. Hún hóf
störf á Hraunbúðum, dval-
arheimili aldraðra, við opnun
þeirra og starfaði þar, þar til
hún fór á eftirlaun. Eftir gosið
bjó hún lengst af að Foldahrauni
40, en síðustu 2 árin á sínum
gamla vinnustað, Hraunbúðum.
Útför Sigrúnar Lilju fer fram
frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Elsku Rúna. Þótt þú hafir verið
frænka okkar litum við alltaf á þig
sem hálfgerða ömmu. Það var alltaf
svo gaman og gott að koma í heim-
sókn til ykkar Rósu í gamla daga.
Ég, Ásta, mun alltaf hugsa til ykkar
þegar ég baka döðlukökuna góðu.
Ég, Rósa, hugsa svo oft til þín og
Rósu. Mér þótti svo vænt um þegar
þið komuð óbeðnar í lagningu til mín
á stofuna þegar ég var að læra. Nú
þegar þú, Rósa, amma og afi eruð öll
farin er orðið tómlegt í Eyjum.
Minningarnar verða þó ávallt til
staðar. Elsku Rúna, við munum
sakna þín.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Ásta og Rósa.
Sigrún Lilja
Kristinsdóttir
✝ Vigdís Jóns-dóttir fæddist í
Stóru-Hildisey í
Austur-Landeyjum
hinn 15. júlí 1925.
Hún lést á vist-
heimilinu Kumb-
aravogi á Stokks-
eyri hinn 31.
október síðastlið-
inn.
Foreldrar henn-
ar voru Ingigerður
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 24.2.
1885, d. 9.3. 1958,
og Jón Helgason,bóndi og sjó-
maður, f. 21.12. 1872, d. 6.2.
1952. Bróðir Vigdísar var Axel
Júlíus, f. 9.7. 1914, d. 30.8. 1994.
Kona Axels var Sigríður Anna
Sigurjónsdóttir, f. 15.8. 1915, d.
5.10. 1989. Börn Axels og Sigríð-
ar Önnu eru; Guðjón, f. 1941,
Ingigerður f. 1944, Jón f. 1950
og Erla f. 1952.
Vigdís ólst upp hjá foreldrum
sínum fram yfir fermingu og að
nokkru leyti í skjóli bróður síns
og konu hans sem tóku við búi
foreldra þeirra systkina árið
1940. Hún naut stuttar skóla-
göngu í farskóla í sveitinni en
nam einnig í Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja vet-
urinn 1941-1942.
Veturna 1943-1945
vann hún ýmis til-
fallandi störf í
Reykjavík. Hún
stundaði nám við
Húsmæðraskólann
að Laugarvatni
veturinn 1946-1947.
Haustið 1948 hóf
hún störf hjá
Reykjavíkurborg
og starfaði þar til
ágústloka 1985, en
hafði þó unnið hjá
Landsvirkjun í u.þ.b. eitt ár inn-
an þessa tíma. Vigdís sótti ýmis
námskeið og kvöldskóla á meðan
hún bjó í Reykjavík en eyddi
jafnan sumarfríinu sínu í sveit-
inni sinni hjá bróður sínum og
fjölskyldu hans. Vigdís flutti á
Selfoss árið 1985 en þá höfðu
bróðir hennar og kona hans sest
að á Selfossi. Hún vann dálítið
við Byggða- og Listasafnið á
Selfossi. Vigdís giftist ekki og
eignaðist ekki börn en henni var
bróðir sinn og fjölskylda hans
afar kær.
Vigdís verður jarðsungin frá
Krosskirkju í Austur-Landeyjum
í dag og hefst athöfnin kl. 14.
Í dag er til moldar borin afasystir
mín, Vigdís Jónsdóttir. Heimsóknir
hennar á æskuheimili mitt sitja fast
í minni mínu vegna þess að frænka
var einstök og svo skrýtið sem það
er þá hefur mér alltaf fundist hún
vera svo gömul. En trúlega er skýr-
ing þessa sú að Vigdís var ekki
heilsuhraust og sannarlega ekkert
hefðbundin kona. Hún var sterkur
persónuleiki og sagði svo margt um
lífið sem annað fólk minntist hreint
aldrei á. Hún hafði sterkar skoðanir
á mörgu og skoðanir hennar á t.d.
væntanlegum heimsendi vöktu hjá
mér ótta í æsku og mörkuðu henni
mikla sérstöðu. Hún var ekki alltaf
bjartsýn en hún var kjörkuð og
samkvæm sjálfri sér. Það var al-
mennt engin lognmolla í kringum
Vigdísi. Það skipti stundum snögg-
lega yfir í moldviðri en um síðir
lægði og vinátta hennar yfirgnæfði
allt.
Þegar ég minnist Vigdísar koma
annars upp í huga minn þrenns kon-
ar myndir. Það eru myndir af trú-
konunni Vigdísi. Trúin skipaði stór-
an sess í lífi hennar og hún
ígrundaði vel allt sem sneri að krist-
inni trú. Hún var kirkjurækin og
svo bænrækin að hún fór með bænir
eins og sannur guðsmaður. Ég veit
ekki hversu oft hún las Biblíuna en í
hennar góða bókakosti stóð hin heil-
aga ritning algjörlega undir því að
vera bók bókanna.
Svo eru myndir af grúskaranum
og fróðleikskonunni Vigdísi. Hún
var fróð um land og þjóð. Hún var
víðlesin og henni var landnám Ís-
lands og uppruni okkar Íslendinga
afar hugleikinn. Hún var gædd
góðri frásagnargáfu. Hún sagði sög-
ur og fór með vísur og kvæði af
stakri snilld og innlifun. Þekking
Vigdísar á íslenskri tungu var mikil
og henni var ekki sama hvernig
henni var heilsað. Það mátti t.d. alls
ekki ávarpa hana með kveðjunum
hæ og bæ þar sem henni þótti þær
ekki vera íslenska.
Að lokum eru myndir af heims-
borgaranum og fagurkeranum Vig-
dísi. Ég veit ekki hversu oft hún fór
til útlanda en tvær ferðir urðu oft
umtalsefni hennar. Það voru sigling
hennar með Gullfossi til Spánar
sem var mikið ævintýri og dvöl
hennar í Englandi þar sem hún náði
góðum tökum á enskri tungu. Vig-
dís var smekkvís og listræn í eðli
sínu sem kom skýrt fram í rithönd
hennar, teikningum og handavinnu.
Vigdís hafði orð á því nokkrum
dögum fyrir andlát sitt að nú væri
hún á leið í sumarfrí. Það var ekki
sumarfrí eins og við flest leggjum
skilning í það orð heldur frí inn í ei-
lífðina þar sem Kristur einn ræður
ríkjum og ég efa ekki að þar mun
frænka eiga mikla dýrðardaga fyrir
höndum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Vigdísar
Jónsdóttur.
Jóhanna Guðjónsdóttir.
Að koma og fara það er lífsins
saga. Vigdís Jónsdóttir andaðist á
Vistheimilinu Kumbaravogi að
morgni 31. október sl. Við hjónin
heimsóttum hana sunnudaginn 28.
október. Það var bjart yfir henni
þar sem hún hvíldi í rúminu sínu en
hún tjáði okkur að nú væri hún á
leið í sumarfrí eftir helgi. Við
kvöddum og fórum en á leiðinni
heim hvarflaði að okkur hvort hún
væri að leggja upp í sitt hinsta frí.
Út í nóttlausa voraldar veröld þar
sem víðsýnið skín.
Vigdís var fædd og uppalin Í
Stóru-Hildisey í Austur-Landeyj-
um. Elsta heimild sem getur um
Stóru-Hildisey er í Landnámsbók
Sturlu Þórðarsonar. Samkvæmt
henni var Stóra-Hildisey landnáms-
jörð, fyrst byggð um eða eftir 900.
Vigdís var trú uppruna sínum, elsk-
aði sveitina sína og fjallahringinn
fallega ásamt Vestmannaeyjum sem
rísa úr hafi til suðurs. Hafinu sem
bæði gaf og tók þegar Landeyingar
reru til fiskjar. Fyrr á árum var út-
ræði frá Landeyjasandi hluti af lífs-
afkomu þeirra sem í Landeyjum
bjuggu. Vigdís minntist þess þegar
faðir hennar fór í róður hvað hún
var kvíðin og hrædd allan daginn.
En glöð að kvöldi þegar hann skil-
aði sér heill heim. Útræði frá Land-
eyjasandi lagðist af 1944.
Vigdís var víðlesin og fróð, mikil
íslenskumanneskja. Hún var í sam-
bandi við Orðabók Háskóla Íslands
til þess að varðveita íslenska tungu.
Allt sem laut að kristinni trú var
henni hugleikið, svo og ættfræði.
Hún gat rakið ættir sínar allt fram
á 16. öld. Ekki þótti okkur verra að
ættir okkar lágu saman því faðir
minn og hún voru sexmenningar.
Vigdís var falleg kona, dökk með
brún tindrandi augu og suðrænt út-
lit. Síðustu æviár Vigdísar voru
henni erfið sökum heilsubrests.
Stutt er síðan að hún tjáði mér að
hvíldinni yrði hún fegin. En hún
beið róleg og æðrulaus því hún var
trúuð kona. Að lokum vil ég þakka
Vigdísi vináttu liðinna ára í minn
garð og minnar fjölskyldu og sam-
fagna henni að þraut jarðnesks lífs
er á enda. Megi hún hvíla í friði í
rangæskri mold. Blessuð sé minn-
ing Vigdísar Jónsdóttur.
Ásdís Ágústsdóttir.
Mér er enn í fersku minni þegar
ég hitti Vigdísi fyrst. Þá var ég ný-
flutt í Seljahverfið haustið 1976 og
hún var að skoða íbúðina sína áður
en hún flutti inn við hliðina á okkur.
Við áttum einhver orðaskipti um að-
stæður og ég sagði eitthvað á þá
leið að mér virtust nágrannar okkar
í stigaganginum allir vera hið besta
fólk og hún svaraði: Já, Guði sé lof!
Ég man að ég hugsaði hvað Guð
hefði nú með það að gera og hvort
hann léti sig það einhverju skipta.
Þessi hugsun átti reyndar eftir að
elta mig uppi fyrir tilstilli Vigdísar.
Vigdís var mjög falleg kona með
bjart yfirbragð, svipmikil og með
bros sem breiddist um allt andlitið.
Hún vildi vera vel til höfð, klæddist
vönduðum fötum og bar sig eins og
prinsessa. Vigdís var fagurkeri og
lagði sig fram um að allt sem hún
léti frá sér væri fallegt – hvort sem
það var í orði eða verki. Hafði verið
á myndlistarnámskeiðum og lært
tækniteiknun og svo var hún mikill
grúskari og hafsjór af fróðleik um
ættfræði og sögu og ofan á allt
þetta átti hún einlæga kristna trú.
Atvikin höguðu því þannig að við
fórum að spjalla saman og varð vel
til vina þrátt fyrir að hún væri af
kynslóð móður minnar. Vigdís hafði
frá mörgu að segja sem hún miðlaði
fúslega og vakti hjá mér áhuga fyrir
því að lesa í Biblíunni og smátt og
smátt kenndi hún mér að elska Guð
og biðja – sagði að það gæti komið
sér vel fyrir mig seinna. Í mörg ár
áttum við vikulegt bænasamfélag
sem tengdi okkur kærleiksböndum
þar sem við báðum fyrir bænarefn-
um hvor annarrar og öðru sem upp
kom. Ég verð ævinlega þakklát fyr-
ir þessa mildu handleiðslu Vigdísar.
Svo heldur lífið áfram og við flutt-
um hvor í sína áttina. Vigdís hafði
langmestan hluta starfsævi sinnar
verið starfsmaður hjá ýmsum stofn-
unum Reykjavíkurborgar og þar
kom að hún fór á eftirlaun og flutti
austur á Selfoss til að vera nær sínu
fólki og æskustöðvunum. Þá fækk-
aði samverustundunum en af og til
kom hún í bæinn og við hittumst yf-
ir hádegisverði eða fundum upp á
einhverju skemmtilegu og stundum
fór ég líka austur á Selfoss.
Vigdís hafði sérstaka kímnigáfu –
sagði gjarnan að ef maður ætlaði að
grínast ætti maður að gera það á
eigin kostnað en ekki annarra. Í síð-
asta skipti sem við fórum í smáæv-
intýraferð var þegar ég heimsótti
hana eitt sinn í Grænumörkina, við
ákváðum að hún hefði ekkert fyrir
heldur færum við út á veitingastað-
inn Hafið bláa til að fá okkur kaffi.
Þegar hún gekk þar yfir gólfið og
studdist við stafinn sinn kom glettn-
isglampi í augun og hún sagði: „Ég
fengi líklega ekki að vera með í
tískusýningu núna.“
Síðast hitti ég Vigdísi mína lík-
lega núna í ágúst þegar ég heim-
sótti hana á Kumbaravog þar sem
hún lá að mestu leyti fyrir. Hún var
glöð í bragði og það var friður yfir
henni. Við áttum okkar bænastund
og svo sungum við saman gömul
dægurlög frá því hún var
ung … There will be blue birds over
the white cliffs of Dover … Það er
gott að muna hana þannig og nú er
hún komin heim í faðm Guðs.
Kæra vinkona, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Margrét Eggertsdóttir.
Fyrrverandi samstarfskona mín í
Borgarskjalasafni,Vigdís Jónsdótt-
ir, hefur nú kvatt þetta tilverustig.
Ég hygg að hún hafi ekki kviðið
umskiptunum, því að hún var þrotin
að kröftum en jafnan örugg í trú
sinni á frelsarann og annað líf að
þessu loknu. Vigdís var um margt
sérstæð og eftirminnileg. Hún hafði
nokkuð stríða en viðkvæma lund og
gat tekið það nærri sér ef henni
þótti misgert við sig. Að sama skapi
var hún afar trygg og hliðholl þeim
sem hún batt trúnað við, en hún var
ekki allra. Vigdís starfaði hjá
Reykjavíkurborg lengstan hluta
starfsferils síns. Við störf sín var
hún samviskusöm og vandvirk og
kom það sér vel að hún var bæði
handlagin og snyrtileg þegar hand-
leika þurfti misjafnlega þekkilegt
skjalagóss.
Heimahagarnir voru Vigdísi
hjartfólgnir og hugleiknir og hún
hafði gaman af rifja upp búskap-
arhætti í sveitinni sinni og skýra frá
mönnum og aðstæðum í Landeyjum
á uppvaxtarárum sínum á árunum
milli stríða. Og óvíða taldi hún meiri
fegurð að finna en í Landeyjum þar
sem sjóndeildarhringurinn er ram-
maður inn af Vestmannaeyjum á
annan veginn en Eyjafjallajökli hin-
um megin. Á unglingsárum fór hún
til náms í unglingaskóla í Vest-
mannaeyjum hjá Þorsteini Víg-
lundssyni. Hún var mjög þakklát
fyrir gott atlæti og uppfræðslu sem
hún hlaut þar og skipuðu Vest-
mannaeyjar og Vestmannaeyingar
sérstakan heiðurssess í huga henn-
ar og hjarta og mátti helst á henni
skilja að hvergi væri meiri nátt-
úrufegurð eða betra mannlíf en í
Vestmannaeyjum nema þá helst í
Landeyjum.
Vigdís var skarpgreind og vel að
sér og kunni á mörgu skil. Hún
kunni mikið af kvæðum og vísum og
hafði jafnan á hraðbergi við flest
tækifæri lausar stökur og tilvitnanir
í höfuðskáld og spekinga. Hún leit-
aðist við langt fram eftir aldri að
bæta við menntun sína og kunnáttu
og vílaði það ekki fyrir sér að sækja
námskeið erlendis ef því var að
skipta. Hún hafði áhuga á ýmiss
konar andlegum málum, en skeytti
lítt um að sanka að sér forgengilegu
veraldardóti. Í ýmsum efnum voru
skoðanir hennar óhefðbundnar og
sérstakar. Hún sá tilveruna oft í
öðru ljósi en hinir venjubundnu
hversdagsmenn og ýtti oft við sam-
ferðamönnum sínum með óhefð-
bundinni sýn sinni og skörpum at-
hugasemdum um málefni
þjóðfélagsins og tilverunnar. Flest-
um sem því kynntust var það til
góðs þegar Vigdís hrærði upp í
venjubundnum viðhorfum og hélt
fram sjónarmiðum sem voru á skjön
við viðtekin og gamalgróin viðhorf.
En það sem einkum mótaði líf henn-
ar og lífsskoðanir var sterk og lif-
andi guðstrú sem hún ræktaði með
sér allt til hinstu stundar. Oft varð
þess vart að hún hafði með
ákveðnum skoðunum sínum og
bjargfastri trúarvissu áhrif á ýmsa
þá sem henni kynntust.
Þegar komið er að leiðarlokum í
lífsgöngu Vigdísar Jónsdóttur vil ég
þakka fyrir og gott samstarf og
kynni á liðnum árum og efast ekki
um að hún uppsker á ódáinsvöllum í
samræmi við trú sína.
Jón E. Böðvarsson.
Kær skólasystir okkar, Vigdís
Jónsdóttir, er látin. Okkur langar til
þess að minnast hennar með nokkr-
um orðum. Það eru liðin rúmlega 60
ár síðan 19 ungar stúlkur komu
saman að Húsmæðraskólanum á
Laugarvatni til þess að dvelja þar í
heimavist í 9 mánuði. Þetta þótti
hæfilegur tími til þess að stúlkurnar
gætu sómasamlega staðið fyrir
stóru heimili í sveit eða borg, sem-
sagt komið mjólk í mat og ull í fat.
Nú eru breyttir tímar og draumur
allra húsmæðra uppfylltur. Hús-
bóndinn er kominn með svuntuna
líka.
Við mættum hver af annarri í
september og vorum mjög spenntar
að kynnast. Skemmtilegur tími fór í
hönd. Margt var gert sér til gamans
og oft höfum við hist síðan til þess
að rifja upp árin okkar á skólanum.
Vigdís var stórglæsileg stúlka
með bjart og fallegt bros, sagði svo
skemmtilega frá sínum áhugamál-
um, var hrókur alls fagnaðar þegar
við hittumst, seinna á lífsleiðinni,
alltaf mætti Dísa þrátt fyrir erfið
veikindi um miðbik ævinnar. Vigdís
hafði fallega söngrödd og hafði
mjög gaman af söngnum hjá Þórði
Kristleifssyni söngkennara, blessuð
sé minning hans.
Við tókum líka oft lagið, skóla-
systurnar, þegar við hittumst. Þá
var hún Lóa okkar ómissandi með
gítarinn Við eigum allar ljúfar og
fallegar minningar frá þessum vetri.
Vigdís hafði skoðanir á gildum
lífsins. Trúmálin voru henni ofar-
lega í huga, einnig var hún sérlega
áhugasöm um ættfræði, sá hvað
margt var líkt með skyldum, svip-
mót og annað, og hafði gaman af.
Að lokum viljum við votta ætt-
ingjum og vinum Vigdísar samúð og
kveðjum hana með virðingu og þökk
fyrir hlýja og fallega viðkynningu.
Skólasystur frá Laugarvatni,
veturinn 1946-7.
Vigdís Jónsdóttir