Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingibjörg Sæ-unn Jóhanns-
dóttir fæddist í Háa-
koti í Fljótum 1. júní
1918 . Hún lést á
heimili sínu 28. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Jóns-
dóttir, f. 17.5. 1889
og Jóhann Bene-
diktsson, f. 14.6.
1989, d. 9.6. 1964.
Ingibjörg var 5 í röð
12 systkina sem
náðu fullorðinsaldri.
Ingibjörg giftist vorið 1941 Her-
manni Guðmundssyni frá Blesa-
stöðum á Skeiðum, f. 23.8. 1913, d.
18.10. 1980. Foreldrar hans voru
Kristín Jónsdóttir frá Vorsabæ á
Skeiðum, f. 16.5. 1886, d. 2.9. 1971
og Guðmundur Magnússon frá
Votumýri á Skeiðum, f. 11.5. 1878,
d. 20.10. 1972. Ingibjörg og Her-
mann eignuðst 5 börn. Þau eru: 1)
Sigurður, f. 4.11. 1940, maki Elín
Árnadóttir, f. 28.8. 1942. Sigurður
á 3 börn af fyrra hjónabandi og 9
barnabörn. 2) Kristín, f. 18.1.
1943, maki Vilmundur Jónsson, f.
10.12. 1930. Þau eiga 4 börn og 10
barnabörn. 3) Guðrún, f. 19.1.
1947, maki Hjalti Árnason, f. 9.12.
1944. Þau eiga 3 börn og 6 barna-
börn. 4) Sigríður Margrét, f. 8.1.
1950, maki Jónas H.
Jónasson, f. 16.10.
1951. Sigríður á 2
börn af fyrra hjóna-
bandi og 4 barna-
börn. 5) Hildur, f.
30.8. 1951, maki
Kristján Guðmunds-
son, f. 1.11. 1949.
Þau eiga 2 syni og 2
barnabörn.
Ingibjörg og Her-
mann stofnuðu ný-
býlið Blesastaði 2
vorið 1941 og
bjuggu þar æ síðan.
Ingibjörg fór til náms og lauk
prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands
árið 1945. Hún starfaði sem ljós-
móðir í Skeiðahreppi og oft í ná-
grannasveitum í forföllum. Ingi-
björg og Hermann ráku stórbú og
auk þess tóku þau börn og ung-
linga til skemmri og lengri dvalar.
Fjórum árum eftir lát Hermanns
seldi Ingibjörg jörðina og byggði
Dvalarheimili fyrir aldraða á
landsspildu sem hún hélt eftir.
Hún var sæmd riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu fyrir störf
sín að félagsmálum.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Ólafsvallar-
kirkjugarði.
Ingibjörg Sæunn systir mín var
fædd í Háakoti hinn 1. júní 1918. Há-
akot var ein af 4 hjáleigum frá stór-
býlinu Tungu í Stíflu. Þetta var
frostaveturinn mikli sem svo er
nefndur. Á þessum tíma árs er
hækkandi sól með vaxandi birtu og
yl. Þannig man ég hana ávallt bjart-
sýna og lét hún mótlæti ekki hindra
sig í að vinna þau verk, sem horfðu til
bóta fyrir hennar nánustu og ekki
síður fyrir þá sem höllum fæti stóðu í
lífinu. Þetta tel ég að hafi verið hug-
sjón hennar allt frá barnsaldri, og sú
hugsjón rættist síðar.
Ingibjörg var vinnukona við
Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal
veturinn 1939-1940. Þar kynntist
hún eiginmanni sínum, Hermanni
Guðmundssyni frá Blesastöðum á
Skeiðum, f. 23. ágúst 1913. Þar hófu
þau hjón búskap sinn á haustdögum
1940. Sumarið ’40 var Ingibjörg
ráðskona hjá föður okkar frá því
seinni partinn í maí og þar til fyrstu
dagana í september en þá flutti hún
að Blesastöðum. Þetta sumar gekk
hún með frumburð þeirra hjóna, Sig-
urð, sem fæddist 4. nóvember um
haustið. Eftir að hún fór að búa á
Blesastöðum fór hún í ljósmæðra-
skóla og lauk þar námi og gerðist
ljósmóðir á Skeiðum. Börn þeirra
hjóna auk Sigurðar eru Kristín, Guð-
rún, Sigríður Margrét og Hildur.
Þau hjón voru samhent öll búskapar-
árin, en Hermann lést langt um ald-
ur fram 18. október 1980. Eftir að
Hermann lést hélt Ingibjörg áfram
búskap en seldi síðan jörðina ásamt
bústofni. Hélt hún eftir við söluna
hluta úr landi Blesastaða þar sem
hún reisti dvalar- og hjúkrunarheim-
ili fyrir 15 einstaklinga. Þar voru
ávallt yfir setin þau pláss sem ætluð
eru dvalargestum.
Að byggingu dvalarheimilisins
komu margar hendur. Þar á meðal
voru margir hollvinir Ingibjargar.
Börn þeirra hjóna og tengdabörn
stóðu fast að baki móður sinni við
uppbygginguna og rekstur heimilis-
ins. Ingibjörg stjórnaði heimilinu
þar til fyrir nokkrum árum að Hildur
dóttir hennar tók við stjórninni og er
hún forstöðumaður þar nú. Mér er
það í fersku minni er Ingibjörg var
ráðskona hjá föður mínum sumarið
1940. Um miðjan júní komu tveir
menn um miðja nótt. Þetta reyndust
vera tveir Norðmenn, rétt um tví-
tugt, sem höfðu strokið úr breska
hernum og komist til Siglufjarðar.
Þeir komu með bát inn í Mósvík og
gengu þaðan að Mið-Mói. Systir mín
gekk úr rúmi fyrir þessa menn. Það
vildi þannig til að á þessum tíma var
verið að leggja veg gegnum Mið-
móslandið og fram í Flókadal. Um
morguninn komu verkamennirnir
heim til okkar í kaffitímanum og þá
var sest á ráðstefnu um hvað væri
hægt að gera fyrir þessa ungu menn.
Eftir fáa daga var búið að koma þeim
fyrir sínum á hvorum bænum í Fljót-
um, þar sem þeir undu hag sínum vel
yfir sumarið. Seinni hluta september
fóru þeir á dansleik á Ketilási. Þar
voru fyrir breskir hermenn sem tóku
þá fasta og voru þeir sendir til Bret-
lands. Í nokkur ár höfðu þeir sam-
band við systur mína.
Þessi smásaga er lýsandi fyrir
Ingibjörgu, að ganga úr rúmi fyrir
menn sem hún kunni engi deili á. Ég
sé að þessi orð eru orðin fleiri en ég
ætlaði og er mál að linni. Að endingu
þakka ég Ingibjörgu fyrir það sem
hún var mér og fjölskyldu minni. Ég
færi börnum hennar, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um samúðarkveðjur.
Ég þakka okkar löng og liðin kynni,
sem lifa, þó maðurinn sé dáinn.
Og ég mun alltaf bera mér í minni,
þá mynd sem nú er liðin út í bláinn.
(Þórarinn Hjálmarsson.)
Fjölskylda mín þakkar þér fyrir
allar góðar stundir liðinna ára.
Hvíldu í friðarfaðmi og Guði falin.
Ólafur Jóhannsson.
Okkur systkinin langar að minn-
ast hennar ömmu, Ingibjargar Sæ-
unnar Jóhannsdóttur frá Blesastöð-
um með nokkrum orðum. Í huga
okkar var amma stórbrotin kona,
kraftmikil, ákveðin, hugrakkur
frumkvöðull með pláss í hjartanu
fyrir alla þá sem á þurftu að halda.
Það eru ótal einstaklingar sem hafa
átt skjól á Blesastöðum og verið und-
ir verndarvæng ömmu til lengri eða
skemmri tíma.
Amma var líka stórtæk. Við minn-
umst Selfossferða þar sem ekki
dugðu minna en tvær körfur þegar
stormað var í gegnum Kaupfélagið.
Á fyrstu dögum vídeótækja þegar
ekki var leigð ein spóla af Dall-
asþætti heldur heil sería og svona
mætti lengi telja. Gjafmildi ömmu
var einstök. Oftast kvaddi hún með
því að segja; „Þú lætur mig bara vita
ef þig vantar eitthvað“. Kjarkur og
hugrekki ömmu fylgdi henni í gegn
um tíðina. Þegar hún var búin að
eignast fyrstu börnin þá dreif hún
sig í ljósmæðranám og var það
örugglega ekki einfalt mál á þeim
tíma.
Eftir að afi dó söðlaði amma um,
hætti búskap og stofnaði dvalar-
heimili fyrir aldraða á Blesastöðum.
Eflaust mætti hún mörgum hindrun-
um á þeirri leið en hún leit ekki á þær
sem vandamál heldur verkefni.
Amma var mikil ættmóðir og kenndi
okkur afkomendum sínum margt.
Hún kenndi okkur m.a. mikilvægi
stórfjölskyldunnar og vildi hag
hennar sem mestan og bestan. Með-
an heilsa og kraftar leyfðu byrjaði
hún daginn á því að hringja út og
taka stöðuna á sínu fólki og fylgdist
hún vel með öllum sínum afkomend-
um og bar mikla umhyggju fyrir
þeim.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti fyrir þann tíma sem
að við fengum með ömmu. Amma var
okkur fyrirmynd með eiginleika og
hjartalag sem við værum stolt af því
að líkjast þó ekki væri nema að ör-
litlu leyti. Okkur langar að þakka
Hildi, mömmu og öðru starfsfólki á
Dvalarheimilinu fyrir að gera ömmu
það kleift að vera þar allt til enda.
Sigga, mömmu, Gunnu, Siggu
Möggu og Hildi vottum við okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning ömmu á Blesó.
Ólöf, Hermann, Jón og
Sigurbjörg.
Norðanstúlkan sem elti ástina í
Árnessýslu en saknaði alltaf Skaga-
fjarðar og norðlensku fjallanna.
Unga eiginkonan sem lagði á sig að-
skilnað við son og eiginmann til að
geta uppfyllt þá ósk sína að sækja
menntun til Reykjavíkur. Ljósmóð-
irin sem þreyttist aldrei á að þeytast
um sveitirnar til að vera ungviði og
nýbökuðum mæðrum til aðstoðar.
Bóndinn sem hugaði að skepnum,
stjórnaði uppbyggingu á myndar-
legu stórbúi og ól upp fimm börn á
meðan bóndi hennar ferðaðist víða.
Húsfreyjan sem hélt fjölmennt
heimili og gekk í öll innanhúsverk
sem þurfti að sinna. Móðirin sem ól
börnin sín upp við þau gildi að fjöl-
skyldan væri hornsteinninn og ætti
alltaf að hafa forgang. Bílstjórinn
sem fékk viðurkenningu fyrir 25 ára
öruggan akstur en tók aldrei bílpróf.
Mannvinurinn sem fannst ætíð sælla
að gefa en þiggja og lét þarfir ann-
arra ætíð ganga fyrir sínum. Amman
sem stóð með barnabörnunum sínum
í gegnum súrt og sætt og studdi þau í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur –
laumaði oftar en ekki peningaseðli í
litla lófa með orðunum ,,stingdu
þessu í vasa þinn og láttu mömmu
þína ekki vita af þessu“. Viðskipta-
vinurinn sem þurfti minnst tvær inn-
kaupakörfur á meðan hún strunsaði í
gegnum Kaupfélagið og talaði sam-
tímis við flesta viðskiptavini í versl-
uninni. Töffarinn sem lét engan
kveða sig í kútinn og stóð ætíð föst á
skoðunum sínum þótt þær stönguð-
ust á við allar aðrar. Hugsjónakonan
sem hélt heimili sínu opnu fyrir alla
þá sem hún taldi að þyrftu á húsa-
skjóli að halda, sama hvaðan þeir
komu og hvert þeir voru að fara.
Sjónvarpsaðdáandinn sem svaraði
ekki í síma á meðan Derrick var á
skjánum og fannst sjálfsagt að fara
víða til að nálgast næsta þátt af Dall-
as. Ekkjan sem ákvað að reisa mynd-
arlegt dvalarheimili aldraðra á
Blesastöðum eftir andlát eiginmanns
síns. Frumkvöðullinn sem arkaði á
fund bankastjórnenda og embættis-
manna til að skýra frá áformum sín-
um um framkvæmdir og fékk alla þá
stimpla og samþykktir sem þörf var
á. Byggingameistarinn sem fann
ætíð ástæðu til að byggja við eða
bæta byggingarnar í kringum sig.
Fjölskyldumanneskjan sem naut sín
best í faðmi afkomenda sinna og ætt-
ingja og vildi helst hafa alla hjá sér á
hátíðisdögum fjölskyldunnar. Ætt-
móðirin mikla sem var límið sem hélt
fjölskyldunni saman með kærleik og
óendanlegri umhyggjusemi. Perlan
sem skar sig úr hópnum vegna sér-
stöðu sinnar.
Hún amma var allt þetta og miklu
meira. Það eru forréttindi að hafa
fengið að vera hluti af hennar litríka
lífsferli og notið leiðsagnar hennar
og verndar í þeim ólíku verkefnum
sem lífið færir okkur. Ef fleiri hefðu
hugsjónir og hjartarými eins og
amma færi meira fyrir kærleika og
hjartagæsku í þessum heimi.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning ömmu minnar
Ingibjargar Jóhannsdóttur.
Margrét Valgerður Helgadóttir.
Nokkur orð í minningu ömmu
minnar, Ingibjargar Sæunnar Jó-
hannsdóttur.
Það fyrsta sem mér dettur í hug er
að sem krakki vildi ég hvergi annars
staðar vera en í sveitinni hjá ömmu
og afa á Blesastöðum. Ástæðan var
eflaust sú að það var bara hvergi
betra að vera. Amma gat alltaf gefið
sér tíma fyrir mig og okkur systk-
inabörnin.
Það var alltaf nóg að gera í sveit-
inni. Heimilið var stórt, því hjá
ömmu dvaldi nær alltaf fólk í lengri
eða skemmri tíma sem ekki átti í
önnur hús að vernda. Amma var allt-
af eitthvað að framkvæma annað-
hvort inni í húsi, í hænsnahúsinu eða
úti í skemmu og einhvern veginn
fékk hún mig, þá óttalega lítinn og
gagnslausan, til að finnast vinnu-
framlag mitt vera alveg ómissandi.
Þegar ég stækkaði hélt ég áfram
að vera í sveitinni öll sumur og einnig
veturinn 1988-99 þegar ég var 15
ára. Á þessum árum var ég staðráð-
inn í að verða bóndi á Blesastöðum.
Það eru margar minningarnar úr
sveitinni frá þessum tíma og í þeim
öllum er amma eins og klettur í haf-
inu með sínar ákveðnu skoðanir á
flestum hlutum. Hún hafði líka
orkuna og frumkvæðið sem þurfti til
að koma hlutunum í verk.
Árin liðu, amma seldi býlið að
Blesastöðum og byggði dvalarheim-
ili á hluta jarðarinnar. Áfram tókst
henni að finna verkefni fyrir strák-
inn. Um þetta leyti var ég að ljúka
námi í rafvirkjun og því tilvalið að fá
mig til að teikna raflögn og seinna að
setja upp eldvarnakerfi á dvalar-
heimilinu.
Amma hefur allt mitt líf lagt sig
fram um að hjálpa mér við allt sem
ég hef tekið mér fyrir hendur. Þegar
ég síðan eignaðist mína eigin fjöl-
skyldu jókst umhyggja hennar bara í
hlutfalli við stækkun fjölskyldunnar.
Það eru forréttindi að hafa átt
ömmu mína að. Síðustu skiptin sem
ég heimsótti ömmu var hún orðin
ansi veik og stundum fannst manni
að hennar stóra og góða hjarta væri
það eina sem héldi henni á lífi. Þá var
hennar fyrsta spurning samt alltaf,
„Get ég ekki gert eitthvað fyrir ykk-
ur?“
Elsku amma, ég veit að þó að við
kveðjum þig nú í hinsta sinn mun
minningin um þig lifa áfram í hjarta
okkar.
Óskar Ingi Sigurðsson.
Barn kemur inn í þennan heim og
sér þar skörulega konu taka sig
traustataki og gera alls konar hluti
sem því líkar beinlínis ekki við. Þetta
er þó í lagi fyrst það fékk loksins að
koma í mömmufang. Það er ekki að
ástæðulausu að amma fékk viður-
nefnið amma dreki eftir útkomu
myndarinnar Jón Oddur og Jón
Bjarni. Konur í þessari stétt urðu að
vera meira en erindrekar þær urðu
beinlínis að vera drekar. Þegar erf-
iðlega gekk urðu hvatningarópin og
baráttuorðin að blása eldmóð í mæð-
ur, þegar illa fór varð skrápurinn að
vera svo þykkur að engin eggvopn
bitu á og þegar mæður með fyrsta
barn fengu það í hendur varð þol-
inmæðin og gæskan að umvefja allt.
Þessi góða yfirsýn sem amma hafði
úr starfi sínu urðu dreng einum til
lífs þegar hann varð ósköp þreyttur
og lagði sig í óslegnu grasi í miðjum
heyskap, og er hann ennþá þakklát-
ur fyrir það.
Amma var ein af fáum sem skildu
hina karmísku setningu ritningar-
innar „gefið og yður mun gefið
verða“ til hlítar, því það var sjaldan
þegar gesti bar að garði að þeir fóru
ekki klyfjaðir út af gjöfum. Ég man
aldrei eftir því amma hafi ekki boðið
mér einhvern aur undan koddanum
þegar hún var hætt að geta dregið
mig að hillunni í kaupfélaginu og
leyft mér að velja dót að eigin vali.
Þegar ég málaði mynd handa ömmu í
afmælisgjöf kom móðir mín til mín
og sagði spurði mig af hverju ég
hefði málað hest þar sem amma var
engin hestakona. Þegar ég reyndi að
útskýra hvað vakti fyrir mér greip
ég í tómt. Engu að síður var ég
ákveðinn í því að gefa ömmu mynd-
ina. Amma varð svo alveg himinlif-
andi með hana og geymdi hana alltaf
fyrir ofan rúmið sitt þitt, sem gladdi
mig mjög. Amma skildi nefnilega að
hesturinn var ekki bara hestur held-
ur myndhverfing af titlinum. Nú er
sólin gengin til viðar eins og á mynd-
inni og æviskeiðinu lokið. Það er
komið að þér að verða aftur barn og
ganga inn í guðsríki þar sem leið-
sögumaðurinn leiðir þig að vötnum
þar sem þú munt næðis njóta. En sól
sem sest rís á ný og ný folöld líta
dagsins ljós.
Guð geymi þig og varðveiti, elsku
amma.
Hafþór H. Helgason.
Fyrir nokkrum árum óttaðist ég
að hún amma mín myndi fljótlega
deyja. Hún var orðin mjög þreytt og
var rúmliggjandi meirihluta sólar-
hrings. Sjónin var döpur og minnið í
takt við dagsformið. Fyrir stuttu
spurði ég hana hvernig hún hefði það
og svarið var eins og svo oft að hún
væri þreytt og með verk í höfðinu.
Mest var hún þó svekkt yfir því hvað
sjónin væri léleg því hún vildi gjarn-
an getað séð þá sem komu til hennar.
Þegar hún svo kveinkaði sér við það
að snúa sér í rúminu spurði ég hana
hvort hún væri ekki líka langþreytt
af mikilli legu. Þá brosti hún og
sagði: ,,Ég get bara sagt þér það,
væni minn, það er bara mesta furða
hvað ég er.“ Það var svo í síðustu
viku að mamma hringdi og sagði mér
að hún amma væri dáin.
Ég var svo oft búinn að kveðja
hana og hún hafði lengi sagt að nú
væri þetta alveg að verða búið hjá
sér. Engu að síður er maður óund-
irbúinn fyrir þennan missi og saknar
þess óskaplega að geta ekki komið
heim og hitt gömlu konuna undir
stuttu spjalli. Það var nánast alveg
sama hversu dagsformið var slæmt,
alltaf mundi hún eitthvað úr Fljót-
unum og ljómaði þegar hún minntist
á þær slóðir. Hún hafði líka alltaf
gaman af því að fá fréttir af fólkinu
sínu og oft var hún alveg með á nót-
unum þó að fréttirnar væru af
yngstu afkomendum hennar. Aðra
daga skildi hún ekkert í því að upp-
komin barnabörn og barnabarna-
börn væru farin að búa því þá voru
þau enn börn í hennar huga. Ég er
afar þakklátur fyrir það að hún
amma hafi getað verið á heimilinu
sínu til dauðadags og lít raunar á það
sem forréttindi sem hún ávann sér
sjálf. Dvalarheimilið að Blesastöðum
byggði hún eftir búskaparár sín og
rak þar til móðir mín gekk inn í þann
rekstur. Ég held að hún hafi líka ver-
ið þakklát fyrir það að fá að vera inn-
an seilingar við börnin sín og afkom-
endur sem oft áttu leið um hlaðið.
Stundum þegar illa lá á henni reyndi
ég að koma henni í skilning um það
að hún mætti vera stolt af glæsilegu
Ingibjörg Sæunn
Jóhannsdóttir
Elsku langamma. Þín frá-
bæra og yndislega ákveðni
er aðalástæða þess hversu
gott við höfum það í dag og
hversu góð fjölskyldutengsl-
in í þessari fjölskyldu eru.
Vonandi líður þér vel, við er-
um ótrúlega stolt af því að
vera langömmubörnin þín,
Guð geymi þig.
Rannveig Ágústa og
Jón Pétur.
Vinskapur okkar við Ingi-
björgu Jóhannsdóttur varði í
18 ár. Það voru kynni af
ógleymanlegri og framúr-
skarandi manneskju og við
minnumst stundanna sem vð
áttum með henni. Við vottum
börnum hennar dýpstu hlut-
tekningu. Guð blessi ykkur
öll.
Ingibjörg og Höskuldur.
HINSTA KVEÐJA