Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 41 ævistarfi. Hún átti heilbrigð börn og fjölda afkomenda, bjó lengi mynd- arbúi með manni sínum Hermanni Guðmundssyni að Blesastöðum, hún var ljósmóðir í umdæminu og tók að sér börn og fullorðna sem áttu ekki í önnur hús að vernda á þeim tíma. Þegar Hermann afi dó hætti hún bú- skap og byggði Dvalarheimilið sem þykir þrekvirki eitt og sér. En henni þótti þetta nú bara sjálfsagt. Þessi frábæra kona sem hún amma var kenndi öllum sem umgengust hana að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hún skilur eftir sig fjársjóð góðra minninga, þær fyrstu úr gamla bænum frá því við vorum saman í geymslunni að opna egg og athuga með unga, allt þar til nú fyrir stuttu að ég kvaddi hana sem venjulega á leiðinni í bæinn. Elsku amma, Guð geymi þig og takk fyrir allt sem þú hefur gert. Þá lést þú sól á lönd mín skína og lyftir undir vængi mína. Svo hvarfst þú bak við fjarlæg fjöll, sem feykti blærinn hvítri mjöll. Síðan reyni ég söngva þína að fanga í hörpustrengi mína. Í hljómum þeim á hjartað skjól og heima bak við mána og sól. (Davíð Stefánsson.) Hermann Örn Kristjánsson. Fyrrum tengdamóðir mín, Ingi- björg Jóhannsdóttir, er látin hátt á níræðisaldri. Hún var ekkja Her- manns Guðmundssonar, bónda á Blesastöðum á Skeiðum. Ingibjörg kom inn í heim Skeiða- manna fyrir 66 árum með nýjar skoðanir um heilsuvernd og fé- lagslega þjónustu. Hún var lærð ljós- móðir og lagði sig fram í starfi sínu í héraðinu um þriggja áratuga skeið. Þegar um hægðist á því sviði með uppbyggingu heilsugæslustöðva á áttunda áratugnum fannst henni að þörfin væri orðin brýn fyrir líkn og hjúkrun hjá eldri borgurum. Þar reyndist hún, eins og á mörgum öðr- um sviðum, afar sannspá. Hún byggði því upp af fádæma dugnaði hjúkrunar- og dvalarheimili á Blesastöðum á árunum 1981–1985 eftir lát eiginmanns síns 1980 og var slíkt heimili eitt hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Rak hún heim- ilið um árabil með dóttur sinni. Ég kynntist Ingibjörgu og Her- manni um 1970 og fannst mér þá strax athyglisvert að sjá hvernig Ingibjörg bar umhyggju fyrir þeim sem bágt áttu innan sveitarinnar og raunar langtum víðar. Heimili þeirra Hermanns var skjól fyrir alla er áttu um sárt að binda fyrir einhverra hluta sakir. Í flestum þeim jólaboð- um sem ég kom í var ávallt einhver utanaðkomandi er átti engan að og Imba hafði boðið til heimilisins um hátíðirnar. En það þurfti ekki jólahátíð til að sýna manngæskuna. Fjölmennur barnahópur frá bágstöddum heimil- um dvaldist langdvölum á heimili þeirra hjóna og jafnvel árum saman. Óhætt er að fullyrða að þau hjónin komu þeim öllum til aukins þroska og í sumum tilvikum skipti dvöl barnanna sköpum í lífi þeirra. Ingi- björg hélt hópnum vissulega að vinnu en þó án allrar hörku og óhætt er að segja að hún hafi verið góður verkstjóri á sínu heimili. Hún gat verið föst fyrir og ströng því vita- skuld þurfti oft að beita aga við heimilisreksturinn, en undir niðri blundaði hin mjúka og blíða sál hennar er ekkert aumt mátti sjá. Á kveðjustund hugsa vafalaust margir með hlýhug til Ingibjargar sem eiga henni mest að þakka fyrir ástríki og gott uppeldi fyrr á árum. Á síðustu áratugum urðu sam- skipti okkar minni. Við hittumst þó öðru hverju í fjölskylduboðum og alltaf var sama hlýjan í fasi hennar og framkomu í minn garð. Að leið- arlokum þakka ég fyrir allan þann hlýhug er hún sýndi mér og mínum. Ég votta aðstandendum samúð mína og bið guð að blessa minningu þessarar mætu konu. Helgi Bjarnason. Elsku langamma. Nú ertu farin til Guðs og langafa og þú þarft ekki lengur að finna til. Við söknum þín og eigum alltaf eftir að muna þegar þú hrósaðir rauða hárinu okkar og sagðir að við hefðum fengið fallega háralitinn frá mömmu þinni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hafdís Rún, Daníel Már og Kjartan Helgi. Í návist sumra fer sólskin og sumar í hjartað inn, líkt og ilmblærinn andi ástúð í huga minn. (Signý Hjálmarsdóttir.) Ingibjörg á Blesastöðum hefur alla tíð skipað sérstakan sess í hjarta mínu. Árið 1945 ræðst hún sem ljós- móðir á Skeiðin. Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir nýútskrifaða ljósmóður að fyrstu tvö börnin sem hún tók á móti voru ekki heilbrigð og náðu ekki að lifa, en síðan kom ég, var víst ekki mikill bógur, en með réttum ákvörðunum Ingibjargar og góðri hjálp Garðars bróður og Knúts læknis í Laugarási tókst að bjarga veikburða barni. Síðan þá hefur ver- ið sterkur strengur milli okkar Ingi- bjargar. Langar mig að minnast eins atviks sem gerðist á 50 ára afmælinu mínu sem mér er mjög dýrmætt. Ég var „að heiman“ og hafði ákveðið að verja hluta dagsins hjá mömmu sem þá lá á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þeg- ar ég kem inn í sjúkrahúsið mæti ég Ingibjörgu en hún var þar vegna þess að hún hafði þurft á einhverri læknishjálp að halda. Viðbrögð hennar þegar hún sá mig voru að segja „kemur hér fyrsta stúlkan mín“ og ég gat bætt við „og veistu, það eru nákvæmlega 50 ár í dag síð- an við hittumst fyrst“. Við áttum góða stund saman sem ég met mikils og hefði ekki getað hugsað mér betri afmælisgjöf. Mér er efst í huga þakk- læti til Ingibjargar fyrir allt það sem hún gaf mér og bið henni og fjöl- skyldu hennar Guðs blessunar. Stefanía Vigfúsdóttir. „Það eru ekki margir sem komast með tærnar þar sem þú hafðir hæl- ana“ og þú getur svo sannarlega kvatt þína lífsgöngu, Imba mín, með reisn. Ævistarf þitt var þér til sóma alla þína löngu ævi, þú varst í orðsins fyllstu merkingu íslenskur kven- skörungur og þú laukst þínu ævi- starfi sem slík. Eiginkona, móðir, bóndi, ljósmóðir og síðast en ekki síst þegar þú varst orðin ekkja og sjálf að komast á efri ár réðst þú í það þrekvirki að reisa Dvalarheimili aldraðra á Blesastöðum til að hugsa um og hlúa að öldruðum. Það kom aldrei neinn að tómum kofunum hjá þér og það var alveg sama hver leit- aði til þín, þú komst málunum alltaf í einhvern ákveðinn farveg og síðan á réttan kjöl og endalaust gastu bætt á þig fyrir aðra. Frá því ég sem lítill stelpuhnokki man fyrst eftir þér leit ég upp til þín, þú varst ímynd sem ég bar strax virðingu fyrir, það var ekki hægt annað. Þú varst skapstór og ákveðin en um leið ljúf með skemmtilegan stríðnisglampa í augum. Sem krakka auðnaðist mér ekki að vera sumar- langt í sveit hjá þér, þar sem ég fór öll sumur norður í Fljót til móður- fólksins míns en í staðinn sóttist ég eftir ásamt svo mörgum öðrum frændsystkinum þínum að koma austur að Blesastöðum í fríum. Gest- risni, hlýja og gjafmildi voru þín að- alsmerki, þú komst okkur endalaust á óvart eins og um páska, öll fengum við páskaegg þrátt fyrir fjöldann sem sótti þig heim og öll vorum við velkomin, og mikið var gaman að vera hjá þér um Skeiðaréttir enda fjölmenntum við táningarnir til að taka þátt í fjörinu sem þeim fylgdi og hafðir þú oft gaman af vitleysunni í okkur eins og þegar ég reyndi allt til að slétta á mér krullurnar fyrir rétt- arballið. Þessi tími er nú löngu liðinn og fennt hefur í mörg spor síðan þá, en aldrei hefur borið skugga á okkar vinarþel þau ár sem við vorum sam- ferða og alltaf hefur verið jafn kært að sækja þig heim. Það hefur verið sagt við mig að ég setji stundum upp svip sem minnir á þig, þó höfum við aldrei verið taldar sterklíkar. Ég sagði þér einhvern tíma frá þessu og þú svaraðir því til að þér þætti það nú ekki leiðinlegt en málið er að ég var upp með mér af þessu því engum vildi ég líkjast meir. Þið systkinin, þú og pabbi, náðuð alltaf vel saman, bæði sterkir kar- akterar og með sama húmorinn ásamt því að vera lík í útliti, ykkur varð alla tíð vel til vina og mun hann nú sakna vinar í stað. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðn að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Imba mín, ég efast ekki um að vel hafi verið tekið á móti þér er þú yfirgafst þessa jarðvist og fórst yfir landamærin. Hver veit nema þú standir í hlaðvarpanum og fagnir okkur þegar þar að kemur. Góða ferð heim, elskan, og hafðu þökk fyrir allt. Þín frænka, Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý.) Starfsheitið ljósmóðir er eitt elsta starfsheiti í íslenskri tungu og ef- laust það fegursta. Enn hefur ekki tekist að karlkenna störf ljósmæðra þrátt fyrir viðleitni til þess að karl- kenna öll störf hin síðari ár og von- andi verður svo aldrei. Ingibjörg var ljósmóðir að mennt og á mínum yngri árum var Ingibjörg ljósmóð- irin. Sannast sagna má segja að hún hafi verið lífsmóðir því hún lét sér annt um allt sem lifði og hrærðist og reyndist mörgum sannkallaður líkn- argjafi. Það var Ingibjörgu ekki nóg að stýra stóru heimili og sinna ljós- móður- og líknarstörfum almennt, ekki aðeins á Skeiðunum heldur og í næstu sveitum, hún tók einnig í fóst- ur börn og unglinga sem mörg hver höfðu villst af leið og kom þeim flest- um til þroska og mörgum til manns. Að Hermanni eiginmanni sínum látnum tók Ingibjörg fljótlega ákvörðun um að ráðast í það stór- virki sem eflaust mun halda minn- ingu hennar lengst á lofti en það var að reisa dvalarheimili fyrir aldraða á Blesastöðum nánast ein og óstudd en henni rann til rifja hvernig ástandið var í málefnum aldraðra. Var ekki að sökum að spyrja að allt var lagt í söl- urnar. Við þetta tækifæri endurnýj- uðust kynni okkar Ingibjargar þar sem hún leitaði til mín með ráð varð- andi málið en kynni okkar hófust löngu fyrr þegar ég var ungur drengur í sveit á Votumýri á Skeið- um en tengdafaðir Ingibjargar, Guð- mundur Magnússon bóndi á Blesa- stöðum, var ættaður þaðan og var mikill samgangur á milli bæja. Það var einkar gefandi að eiga Ingibjörgu að vini. Hún var framúr- skarandi kona með sterkan vilja og sterkar skoðanir sem hún bjó þó í þann búning að enginn varð sár en ekki fór þó á milli mála hvernig skilja bæri hlutina enda Ingibjörg með ein- dæmum hreinskiptin. Mér þykir miður að geta ekki fylgt henni síð- ustu sporin nú þegar hún verður lögð til hinstu hvílu en mun við fyrsta tækifæri vitja leiðis hennar. Við Sig- rún óskum Ingibjörgu góðrar heim- komu og megi guð blessa minningu hennar. Megi almættið gefa okkur fleiri hennar líka til að bæta veröld- ina. Við vottum fjölskyldu hennar, öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Ingimar Sigurðsson. Bræðurnir á Blesastöðum á Skeið- um, þeir Magnús og Hermann Guð- mundssynir, fóru í Bændaskólann á Hólum og luku þaðan prófi vorið 1940. En það var fleira en búfræði- menntun sem þeir sóttu norður yfir heiðar. Þeir fluttu með sér suður konuefni, glæsilegar stúlkur sem þeir höfðu kynnst á Hólum og þótti mörgum sveitungum þeirra að vel hefði tekist til um dvöl þeirra á Hól- um og sannaðist það enn betur eftir því sem árin liðu. Konurnar sem hér um ræðir voru Anna Bergsveinsdóttir, kona Magn- úsar, og kona Hermanns, Ingibjörg Jóhannsdóttir, sem hér er minnst. Ingibjörg var Skagfirðingur að ætt og uppruna, fædd 1. júní 1918, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jó- hanns Benediktssonar. Hún var 5. í röð 12 systkina sem náðu fullorðins- aldri. Æskustöðvarnar í Fljótunum voru henni alltaf kærar og henni fannst að fjöllin þar væru ólíkt ris- meiri en láglendið á Suðurlandi! Að vera Skagfirðingur var sérstakt í hennar huga og alltaf hélt hún góðu sambandi við systkini sín og frænd- fólk. Vorið 1941 gengu þau Ingibjörg og Hermann í hjónaband og stofn- uðu nýbýlið Blesastaði 2 á Skeiðum. Á næstu árum voru öll hús byggð upp frá grunni, bæði gripahús og íbúðarhús. Þá var einnig hafin stór- felld túnrækt enda gengin í garð vélaöld í íslenskum landbúnaði, en um ræktun og heyöflun höfðu þeir bræður Magnús og Hermann góða samvinnu eins og um margt fleira á fyrstu búskaparárunum. Það er undravert hvað miklu var komið í verk á Blesastöðum á þessum árum. En Ingibjörg var aldrei smá í sniðum og þrátt fyrir annríki frumbýlings- áranna dreif hún sig í Ljósmæðra- skóla Íslands og lauk þaðan prófi ár- ið 1945 og sama ár var hún skipuð ljósmóðir í Skeiðahreppsumdæmi og einnig sinnti hún ljósmæðrastörfum í nágrannasveitum í forföllum ann- arra ljósmæðra. Hún var farsæl ljós- móðir og unni starfinu, ákveðin og úrræðagóð og frá henni stafaði ör- yggi en það eru kostir sem prýtt hafa margar góðar ljósmæður. Hjálpsemi þeirra hjóna var viðbrugðið, oft voru þau fyrst á vettvang til hjálpar ef veikindi eða óhöpp bar að höndum í sveitinni. Og það eru ófá börnin og unglingarnir sem þau tóku inn á heimilið til lengri eða skemmri dval- ar og ég veit það mörg þeirra minn- ast Ingibjargar með hlýhug núna að leiðarlokum. Hermann lést árið 1980 en Ingi- björg hélt búskapnum áfram til árs- ins 1984, þá seldi hún jörðina ásamt bústofni og mannvirkjum en tók undan landspildu þar sem hún hófst handa við að reisa mannvirki og stofnaði Dvalarheimili fyrir aldraða. Og á fáum árum reis þar heimili fyrir 15 vistmenn, hús fyrir starfsfólk og íbúðarhús. Mörgum fannst mikið í ráðist af ekkju kominni hátt á sjö- tugsaldur að ráðast í þessar fram- kvæmdir en hún lét enga erfiðleika stöðva sig og sagði gjarnan ,,Mér leggst eitthvað til“ og margir dáðust að kjarki hennar og áræði og vildu leggja henni lið. Og hún sá drauminn rætast. Dvalarheimilið rak hún til ársins 1995 en þá tók Hildur dóttir hennar við rekstrinum, þó að Ingi- björg héldi áfram að sinna heimilinu meðan heilsan leyfði. Nú er löngu og merku æviskeiði hennar lokið. Síð- ustu árin var hún þrotin að kröftum en dvaldi á Dvalarheimilinu sem hún hafði stofnað. Þar var hún í skjóli Hildar dóttur sinnar og naut góðrar umönnunar starfsfólksins þar til hinstu stundar. Ég kveð Ingibjörgu, tengdamóður mína, með virðingu og þökk fyrir langa samleið. Blessuð sé minning hennar. Vilmundur Jónsson. Ingibjörg á Blesastöðum fæddist í Háakoti í Fljótum í Skagafirði 1. júní 1918. Hún var fimmta í röð tólf barna hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jó- hanns Benediktssonar. Ingibjörg giftist Hermanni Guðmundssyni, bónda á Blesastöðum, árið 1941 og stofnuðu þau nýbýlið Blesastaði 2. Þau eignuðust fimm börn. Minningar okkar um Ingibjörgu eru sérstaklega kærar og hlýjar. Sem starfsmenn hjá Hafnarfjarð- arbæ á sviði félagsmála þurftum við oft að leita aðstoðar góðs fólks sem skildi erfiðleika þeirra sem í raunir höfðu ratað í lífinu og þurftu á góðu uppeldi og atlæti að halda umfram allt annað. Ingibjörg hafði lokið prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1945 og var skipuð ljósmóðir í Skeiða- hreppsumdæmi sama ár. Hún sinnti einnig ljósmóðurstörfum í nágranna- sveitum. Þessi menntun hennar sýndi vel hvert hugurinn stefndi, að sinna líf- inu með því að hjálpa við komu þess í heiminn og að líkna, laða og leiða um óravíddir þess. Hjónin Ingibjörg og Hermann tóku börn og unglinga í fóstur til lengri og skemmri tíma. Áttum við því láni að fagna að mega leita til hennar í tíma og ótíma, ef svo bar undir að erfiðleikar steðjuðu að hjá fólki sem þurfti á aðstoð að halda við uppeldi barnanna sinna. Tvær systur tók Ingibjörg að sér á tán- ingsaldri og ól þær upp til fullorðins- ára. Minntust þær hennar ávallt með mikilli hlýju og þakklæti síðar þegar þær voru orðnar fullorðnar konur og komnar með eiginmenn og börn. Hermann dó árið 1980. Ingibjörg hélt áfram búskap til ársins 1984, en þá seldi hún jörðina að undanskilinni landspildu þar sem hún reisti Dval- arheimili aldraðra með vistrými fyrir fimmtán einstaklinga. Já, það var ekki einungis unga kynslóðin sem hún bar fyrir brjósti, heldur lét hún kærleikssól sína skína meðal þeirra öldnu sem börðust við síðustu stundir lífsins. Á Dvalar- heimilinu á Blesastöðum dvaldi Ingi- björg síðustu ár ævinnar sem dval- armaður í skjóli ástvina sinna sem nú veita heimilinu forsjá. Það duldist engum, sem Ingi- björgu þekkti, hvílík mannkosta- manneskja hún var. Árið 1984 var hún sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Búnaðarsamband Suðurlands gerði hana að heiðurs- félaga árið 1985. Einnig var hún til- nefnd af Bændasamtökum Íslands árið 1997 til verðlauna, sem Alþjóða- samtök bænda veita konum í dreif- býli fyrir framúrskarandi starf að málefnum samfélagsins. Þegar ævisólin er hnigin og litið er yfir farinn veg vakna góðar minning- ar í brjósti allra þeirra sem Ingi- björgu á Blesastöðum kynntust. Hún skildi eftir á þessari jörð sólargeisla sem líf hennar mátti fegursta færa samtíð og samferðamönnum. Öllum ástvinum hennar og skyldu- liði færum við samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að varðveita minninguna björtu og fögru um lífið hennar sem stafaði ávallt geislum til samfélagsins. Bragi Benediktsson. Valur Ásmundsson. Ég kom með pabba og mömmu í heimsókn til Blesastaða, til Imbu og Hermanns, sumarið sem ég var níu ára og neitaði að fara heim með þeim aftur. Þetta var byrjunin á sjö sumrum í sveitinni hjá Imbu frænku. Hún var systir pabba og taldi ekki eftir sér að fá enn eitt sumardvalarbarnið í við- bót á stórt heimili. Sumrin á Blesa- stöðum og heimsóknirnar þangað, eftir að formlegri vinnumennsku lauk, voru stór þáttur í uppvextinum og skiptu miklu, ekki síst eftir að pabbi veiktist. Imba varð tengiliður- inn við föðurfólkið mitt og hjálpaði til þess að þau tengsl haldast enn. Sum- arið ’82 er líka eftirminnilegt. Imba hringdi í mig einu sinni sem oftar til að fá mig í heyskap og tók ég vin- konu mína með til að kynna hana fyr- ir sveitinni og frænku minni. Þegar við vorum að fara heim kallaði Imba mig á eintal og sagði: „ef þú skilar þessari stúlku þá tala ég aldrei við þig framar“. Ég tók þetta svo bók- staflega að í dag er vinkonan konan mín og hefur verið það í bráðum ald- arfjórðung. Það gustaði af frænku minni og hún hafði sannarlega skoð- anir og lá ekki á þeim. Það var stórvirki hjá fullorðinni konu að leggja niður búskap og byggja elliheimili á þeim hluta Blesastaða sem hún hélt eftir þegar hún seldi jörðina. Þar stóð Imba vaktina meðan heilsa entist og dvaldi að lokum sjálf í hlýlegu og notalegu andrúmsloftinu á elliheimilinu sínu. Þar var gott að koma. Að leiðarlokum þakka ég Imbu vinskapinn og hlýjuna við mig og mína sem hélst alla tíð. Við vottum frændfólki mínu og Blesastaðafjölskyldunni allri, okkar innilegustu samúð. Jökull og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.