Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 43 að hafa uppi, svona út á við. Hún missti föður sinn ung og hefur þá ef- laust reynt á systkinin sem voru komin með aldur til að sinna verkum og störfum hans. Hún hugsaði um tengdaforeldra sína, gamli bærinn þeirra brann og þurftu þau að búa í bragganum á meðan nýtt hús var reist. Árið 1951 misstu hún og afi dóttur sína ársgamla. Við amma hlógum oft að vitleys- ishlutum og hún hneykslaðist mikið á nútímanum. Allt var svo miklu betra í gamla daga og ég fann að það var tími sem hún saknaði. Ég veit að hún er sennilega búin að kanna alla þá staði sem hún saknaði mest og hefur hitt marga sem hafa tekið vel á móti henni. Minningarnar eru svo margar en ég vil að lokum þakka þér, amma mín, fyrir allar stundirnar og ég kveð þig með gleði í hjarta. Þín, Sveindís (Steina Sveina.) Minningarnar ú sveitinni eru heil- margar og gott að ylja sér við. Sunnudagsbíltúrarnir eru eftir- minnilegastir úr æsku okkar systra, þá hittum við hina krakkana í fjöl- skyldunni. Það var mikið leikið og mikið brallað, síðan var farið inn í kaffi til ömmu sem var alltaf með nóg af sætabrauði. Amma bakaði gott brauð, ógleym- anlegt hafrakex, góða skúffuköku, gerði æðislegar kjötbollur og bestu rabarbarasultu í heimi. Það var alltaf gott að borða hjá henni. Hún átti alltaf mjólk beint úr kúnni, sem allir voru nú ekki til í að drekka í seinni tíð og þá heyrðist í ömmu gömlu fuss, sagði að þetta væri hollasta mjólkin sem við gætum fengið og ekki veitti okkur nú af að fá smá utan á kroppinn. Okkur er það minnisstætt þegar við systur vorum í pössun yfir nótt hjá ömmu og afa í sveitinni. Þegar átti að fara að sofa, settist amma á rúmstokkinn hjá okkur og kenndi okkur faðir vorið, hún byrjaði og við áttum að hafa eftir henni Faðir vor, þú sem ert á himnum, og upp úr því fengum við rosalegt hláturskast því að okkur fannst hún full alvarleg á svipinn, henni ekki til mikillar gleði. Amma kenndi okkur einnig réttu tök- in í eldhúsinu, að vaska upp ganga frá og vorum við ekki búnar fyrr en gólf- in voru sópuð. Við munum líka eftir því að hún átti mynd af Bobby í Dall- as í ramma upp á hillu eins og hann væri einn af fjölskyldunni (hún var mikill Dallas-aðdáandi). Amma var sniðug kona, hún var mikil græju- kona, átti bökunarvél og vídeóupp- tökuvél, hún átti gsm- og nmt-síma, en við höldum að hún hafi ekkert endilega kunnað á þessar græjur, það var aukaatriði hjá henni. Minningin um heyskapinn, amma heima við að elda og gera kaffitímann kláran fyrir svanga vinnumenn og þegar kaffitíminn kom þá setti hún viskastykki út í gluggann eða veifaði því þar til þeir sáu og komu í kaffi, þannig var nú samskiptamátinn í þá daga. Elsku amma, takk fyrir allt. Við vitum að þú ert komin heim í dalinn þinn og vel hefur verið tekið á móti þér af þínum nánustu. Kveðjum við þig með bæninni sem þú kenndir okkur Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Hvíl í friði, elsku amma. Eydís, Hafdís og Hólmdís. halda áfram í háskóla. Þú klipptir út grein um 8. geðorðið og sendir mér. Það segir: Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. Þetta festi ég á ísskápinn minn og þar hangir þetta enn og hef ég tileinkað mér það. Elsku amma, mér finnst þú hafa kvatt alltof fljótt. Ég veit að þú þráð- ir innilega að sjá mig kynnast hinum eina rétta, ganga með honum upp að altarinu og eignast með honum börn. Ég hef þó fulla trú á því að þú haldir áfram að fylgjast með mér og verður örugglega sú allra stoltasta af nöfn- unni þegar að þessu kemur. Elska þig endalaust og þakka mik- ið fyrir að hafa fengið að eyða 25 ár- um með þér þó ég hefði gjarnan vilj- að hafa þau allavega helmingi fleiri. Kysstu afa frá mér. Þín nafna Hjördís. Vinkona mín Hjördís Antonsdóttir er dáin eftir erfið veikindi undanfarin ár. Kynni okkar hófust fyrir um 5-6 árum er Hjördís fór að mæta í handa- vinnu á Hraunbúðum. Þar sat hún við borð með mömmu minni og fleiri góð- um konum, þær saumuðu allar af miklu kappi, hlógu mikið og ræddu heimsmálin sín á milli. En líf Hjördísar var ekki alltaf dans á rósum. Hjördís missti mann- inn sinn hann Óla fyrir nokkrum ár- um og missti svo annan son sinn hann Bjarna fyrir um 5 árum. Hjördís barðist samt alltaf eins og hetja, var alltaf kát og skemmtileg kona. Hjör- dís var mér alltaf ákaflega góð og vildi allt fyrir mig gera. Hjördís á yndislega fjölskyldu sem hefur hugsað vel um hana, hann Jóa sinn, Svönu sína, Hjördísi sína yngri og hann Óla sinn yngri. Eina tengda- dóttur á Hjördís í Danmörku og barnabörn frá honum Bjarna sínum. Elsku Hjördís mín, vonandi líður þér vel í nýjum heimkynnum. Inni- legar samúðarkveðjur til fjölskyldu Hjördísar og vinkvenna hennar á Hraunbúðum, þær sakna þín mikið. Þín vinkona, Kolbrún Eva. Drottningin er dáin. Ég skynjaði það fyrir nokkru síðan að líf hennar Hjördísar Antonsdóttur var að fjara út, og hún vissi það áreiðanlega sjálf. Manni er samt alltaf ónotalega brugðið, þegar stundin rennur upp. Hjördísi kynntist ég ekki fyrr en hún flutti til Eyja í seinna skiptið, þá orðin ekkja. Hún og móðir mín heitin fóru að hafa félagsskap hvor af ann- arri í föndrinu á Hraunbúðum. Fé- lagsskap sem endaði í miklum vin- skap þeirra á milli. Vinskap sem hélt þar til yfir lauk. Sat Hjördís yfir vin- konu sinni, móður minni, langtímum saman, þegar hún háði sitt síðasta stríð. Fyrir það verð ég henni æv- inlega þakklátur og sýndi það vel hvaða mann hún hafði að geyma. Þessi glæsilega kona heillaði mig strax við fyrstu kynni og ég kallaði hana alltaf drottninguna. Hún ein- hvern veginn bar með sér svo mikla reisn, alltaf vel tilhöfð og vissi hvað hún vildi. Var orðhvöt og gat verið dálítið hvöss og sagði yfirleitt sína meiningu. Þar voru þær líkar, móðir mín og hún, og það gat sviðið undan orðum þeirra, en þeir sem þær þekktu betur, vissu að undir skelinni bjó viðkvæm sál, sem líka gat grátið og fundið til. Skelin var aðeins ör- þunn. Báðar höfðu þær reynt margt í lífinu, hvor á sinn hátt, og lífsreynsl- an markað djúp spor í sálina. Einhverju sinni hitti ég Hjördísi, þegar hún lá á sjúkrahúsinu í Eyjum. Henni var þungt um andardrátt, kenndi því um að hún hefði reykt og nú væri hún að taka afleiðingum af þeirri vitleysu. „Lungun eru búin og ég get sjálfri mér um kennt. Hefur þú nokkurn tíma reykt?“ Nei. „Það er gott og þú skalt aldrei byrja á þeirri vitleysu. Þetta er bara eitur, - en það er líka svolítið gott.“ Eitt af því skelfilegasta sem foreldri getur upplifað er að börnin manns „fari“ á undan. Það upplifði Hjördís, þegar annar tveggja sona hennar lést, langt um aldur fram. Sjálf var hún þá orðin vel við aldur og átti alltaf erfitt með að sætta sig við sonarmissinn, en bar harm sinn í hljóði. Eftir lifir einn sonur, Jóhannes, yfirlögregluþjónn í Eyjum. Ég votta honum og fjölskyldu hans samúð okkar Hönnu, eiginkonu minnar. Hjördís var ein af hennar bestu vin- konum í föndrinu á Hraunbúðum. Við eigum eftir að sakna einstakrar konu, - drottningar. Gísli Valtýsson. ✝ Runólfur Mar-teins Jónsson fæddist á Kambi í Deildardal í Skaga- firði 15. desember 1919. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki 4. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Hall- dór Árnason tré- smiður á Kambi, f. 15. júní 1878, d. 13. jan. 1939, og Hólm- fríður Rannveig Þorgilsdóttir húsfreyja á Kambi, f. 31. des. 1888, d. 2. apríl 1971. Runólfur átti 9 systkini. Alsystk- ini hans voru Hjörtur Leó, búsett- ur á Eyrarbakka, f. 1918, d. 2007, Páll Ágúst, búsettur á Siglufirði, f. 1921, d. 1995, Ingólfur búsettur á Nýlendi í Deildardal, f. 1923, d. 1990, og Guðrún, f. á Kambi 1926, d. 1927. Systkini Runólfs, sam- feðra, voru Þorlákur Anton, f. á Ísafirði 1910, d. 1911, Þorlákur, f. á Ísafirði 1913, dáinn sama ár, og Salbjörg Kristín María, búsett á Siglufirði, f. 1923. Bræður Runólfs, sammæðra, voru Steinþór Deildal Ágeirsson, búsettur í Reykjavík, f. 1912, d. 1993, og Baldur Svanhólm börn. 4) Guðrún María Línberg, f. 10.4. 1958, búsett í Reykjavík, sam- býlismaður Helgi Pétursson, f. 15.7. 1957. Hún á 2 börn og 1 barnabarn. 5) Sigurður Ásgeir Línberg, f. 30.8. 1961, búsettur í Grindavík, maki Belinda Mir- andilla, f. 22.2. 1969. Hann á 7 börn og 2 barnabörn. 6) Sigríður Lín- berg, f. 31.12. 1962, búsett í Bol- ungarvík, maki Halldór Margeir Sverrisson, f. 4.7. 1966. Þau eiga 2 syni. 7) Birna Línberg, f. 16.2. 1964, búsett í Mosfellsbæ, sam- býlismaður Steingrímur Ólason, f. 25.12. 1970. Þau eiga tvö börn. 8) Björg Línberg, f. 25.2. 1967, búsett í Mosfellsbæ, sambýlismaður Örn Haraldsson, f. 23.9. 1961. Þau eiga eina dóttur. 9) Róbert Línberg, f. 6.1. 1975, búsettur í Reykjavík, maki Freydís Aðalbjörnsdóttir, f. 10.5. 1979. Þau eiga eina dóttur. Runólfur var bóndi á Brúarlandi frá árinu 1941 og starfaði lengst af að landbúnaði, en meðfram bú- skapnum starfaði hann um árabil hjá Landnámi ríkisins. Hann tók virkan þátt í skáklífi Skagafjarðar og var taflmennska hans helsta áhugamál. Útför Runólfs fer fram frá Hofs- kirkju á Höfðaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ásgeirsson, búsettur í Reykjavík, f. 1914, d. 2003. Runólfur kvæntist 15.12. 1953 Höllu Kolbrúnu Línberg Kristjánsdóttur frá Jaðri í Seyluhreppi, f. 31.3. 1935. Foreldrar hennar voru Kristján Þórsteinsson frá Öndverðarnesi, f. 15.6. 1909, d. 7.10. 1987 og Sigríður Þór- arinsdóttir frá Sauð- árkróki, f. 6.2. 1913, d. 19.9. 1962. Fósturforeldrar Höllu voru Páll Magnússon bóndi í Jaðri, f. 15.5. 1890, d. 7.9. 1966, og Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Jaðri, f. 20.11. 1891, d. 7.5. 1976. Börn Runólfs og Höllu eru: 1) Hólmfríður Jóna Línberg, f. 12.8. 1953, búsett á Sauðárkróki, maki Steinn Gunnar Ástvaldsson, f. 7.3. 1948. Þau eiga 2 syni og 2 barna- börn. 2) Inga Pála Línberg, f. 5.8. 1954, búsett í Reykjavík, maki Ein- ar Guðmundsson, f. 12.9. 1956. Hún á 4 dætur og 3 barnabörn. 3) Kristján Þór Línberg, f. 5.7. 1956, búsettur í Hveragerði, maki Ragn- hildur Guðmundsdóttir, f. 30.7. 1953. Hann á 3 syni og 4 barna- Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Við vorum vakin kl 7 á sunnudags- morgun og okkur var sagt að þú værir dáinn. Við vitum að þú varst búinn að bíða lengi eftir því að fá hvíldina. Núna eru þið bræðurnir saman aftur og nú vitum við að þér líður mikið betur. Þú varst alltaf glaður og með húmorinn á sínum stað alveg fram á síðustu stund. Þannig verður þín minnst um ókomna tíð. Við munum líka hvað þú varst góður maður, við menn og málleysingja. Þú kunnir margar skemmtilegar sögur frá því að þú varst ungur og það var gaman að hlusta á þig segja frá. Þegar við Freydís kynntumst og ég kom með hana í heimsókn á Brúarland, þá kallaðir þú hana alltaf stelpu og það gerðir þú alveg í þrjú ár. Þú varst orðinn óþolinmóður eftir því að við myndum eignast okkar fyrsta barn og varst alltaf að spyrja okkur hvort að það væri ekki komin kaka í ofninn. Svo kom hún Katla Ósk okkar í heiminn og þú varst svo ánægður með hana. Þú lékst við hvern þinn fingur þegar við komum með hana í heimsókn til þín. Við erum svo þakklát fyrir að hún fékk að kynnast þér og hitta þig, þó stutt hafi verið. Við munum aldrei láta hana gleyma þér. Það verður skrítið að koma norður og fá ekki að hitta þig. Við eigum eftir að sakna þín alla okkar ævi og minningin um þig mun alltaf lifa. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, hvíldu í friði. Kveðjur, Róbert, Freydís og Katla Ósk. Elsku pabbi minn. Hugurinn hvarflar til æskuáranna heima í föðurgarði og ótal minningar hrannast upp. Þú sagðir okkur krökkunum sögur, last bækur fyrir okkur, straukst tár af kinn, huggaðir í sorgum, tókst þátt í gleði okkar. Þú kenndir mér að tefla skák og marga stund sátum við við skákborð- ið en oftast fór ég halloka fyrir þér, gerði kannske stundum jafntefli. Glaðværð var þér í blóð borin og oft var glatt á hjalla í kring um þig og sögurnar þínar skemmtilegu eru geymdar sem dýrmætur fjársjóður sem eflaust erfast mann fram af manni til framtíðar. Ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig að föður. Löngum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd, stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. Kristján Runólfsson, Hveragerði. Meira: mbl.is/minningar Elsku tengdafaðir minn. Ég er þakklát fyrir þennan stutta tíma sem ég fékk að vera þátttak- andi lífi þínu. Ég kom í fjölskylduna fyrir aðeins 8 árum. Ég hef oft óskað þess að ég hefði kynnst þér miklu fyrr. Þú varst svo kátur og glettnin í augum þínum var alltaf þarna og þegar við hjónin komum í sveitina sast þú oftast á rúmstokknum. Þar settumst við og þið feðgar tókuð þá eina skák sem þú vannst alltaf sem sannaði að hugur þinn var vakandi. Glettnin í sambandi við koníaksskáp- inn þinn var svo skemmtileg, því það var sama hvað börnin þín eltust, þau voru alltaf of ung til að fá snafs úr skápnum, „Ég gef ekki börnum vín,“ sagðirðu. Þetta var nú samt alltaf í gríni og allir höfðu gaman af. Góð saga er oft sögð og mikið hlegið þá. Systurnar sátu í eldhúsinu og töluðu mikið langt fram á nótt, slökktir þú þá ljósið og þrumaðir „Hér er ekkert ljós til að kjafta við“. Oft er hlegið dátt þegar rifjaðar eru upp gamlar minningar af þér og bræðrum þínum og var víst ábyggi- lega glatt á hjalla þá. Guð blessi Höllu mína og alla fjöl- skylduna sem kveður þennan öðling í dag. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ragnhildur. Elsku afi okkar. Við eigum eftir að sakna þín sárt. Far þú í friði Friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Megi englar guðs bera þig á hönd- um sér. Mikael og Ísabella. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn og ég lít til baka koma margar minningar upp í hugann. Það voru margar góðar stundirnar í æsku sem ég var hjá ykkur ömmu á Brúarlandi, alltaf gott að koma í sveitina. Þú áttir oft eitthvert góð- gæti í skrifborðsskúffunni þinni og oft kíkti ég í kjallarann þegar þú varst að brasa eitthvað við renni- bekkinn og fleira. Það var alltaf gam- an að færa þér fyrstu bláberin á haustin af því þér þótti þau svo góð og yfirleitt var hlaupið heim í hús um leið og þau fundust. Ég var nú ekki mjög gömul þegar þú fékkst nýjar tennur og mér er minnisstætt þegar ég sá þær fyrst. Ég hafði ekki séð þig í einhvern tíma og fattaði ekki alveg strax hver þú varst af því þú varst með meira skegg en ég var vön að sjá þig með, en þegar ég var búin að hlusta á röddina smá stund sá ég að auðvitað var þetta þú. Hver annar? Þú varst nú ekki vanur að liggja á skoðunum þínum, elsku afi og kunnir að segja sögurnar, sem var mjög gott og oft gaman að hlusta á þig segja frá atvikum sem þú og aðrir höfðuð lent í. Eins og þegar ég við- beinsbrotnaði og þú sagðist nú hafa lent í því í gamla daga. Það sem meira var að beinið, eða brotið stóð svo langt út að þú gast hengt hattinn þinn á það. Þegar ég var á unglingsárunum var mjög vinsælt að vera í rifnum gallabuxum og oftar en ekki sagð- irðu: ,,Hvað er að sjá þig, þú ert eins og niðursetningarnir í gamla daga.“ Svona varst þú nú bara og ekki hægt að taka þessum athugasemdum þínu illa. Einu sinni varst þú áhorfandi þeg- ar ég spilaði fótboltaleik á Hofsósi og eftir leikinn kom ég til þín í bílinn og spurði hvernig þér hefði fundist og þú sagðir: ,,þú getur nú hlaupið hel- víti hratt, þótt þú sért svona and- skoti feit“. Af þessu var ekki hægt annað en hlæja og hef ég hlegið mik- ið að þessu síðan og mun gera um ókomna tíð. Elsku afi, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, minning um þig lifir. Þín Hilda. Runólfur Marteins Jónsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.