Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 49
Bílar
Til sölu nýr Ford Escape Limited,
einn hlaðinn öllu sem hægt er að fá,
leður. Upplýsingar gefur Sigurður í
gsm 898 3996.
TIL SÖLU MMC L 200, 4 X 4
árg. 2007, athuga skipti, möguleiki á
hagstæðu láni. Upplýsingar i síma
862 8551.
Til sölu Dodge Durango Limited
Árg 2004. Ekinn 30.þús.
Uppl. gefur Magnús í síma 693 9530.
VW Touareg, ‘06 – V8
Ek. 25 þús. Leðurinnrétting, loftpúða-
fjöðrun, lyklalaust aðgengi, hiti í
fram- og aftursæti, hiti í stýri,
fjarlægðaskynjari, bakmyndavél,
dráttarkrókur, navigation, geisla-
diskamagasín o.fl. 6.190 þús.
Sími 899 7071.
VW GOLF GL ÁRG. 1998,
ek. 156 þús. km. Svartur, 5 dyra,1998
árgerð. Snyrtilegur bíll, topplúga, cd,
Lenso 16" álfelgur. Get sent myndir á
e-mail hb2@hive.is. Hannes Bridde,
s. 868 0820. Verð 370 þús.
Toyota Yaris árg. '05
ek. 35 þús. km. Ljósgrár, 1000 cc, 5 d.
5 g. Bensín. Verð 1.050 þús.
Upplýsingar í s. 867 5870.
TIL SÖLU TOYOTA FJ CRUISER
´06. Ekinn 14.000, 6 cyl., sjálfskiptur,
bensín, 240 hö. Alvöru jeppi með
frábærum aksturseiginleikum.
Sími 694 7411.
Subaru árg. '98, ek. 138 þús. km.
Til sölu Subaru Legacy station, árg.
1998. Ekinn aðeins 138 þús. km.
Skoðaður ´08. Tilboð óskast.
Nánari uppl. í s. 891 7889.
Subaru árg. '98 ek. 138 þús. km.
Til sölu Subaru Legacy station,
árg.1998. Ekinn aðeins 138 þ. km.
Skoðaður ´08. Tilboð óskast.
Nánari uppl. í s: 891 7889.
Sprinter 316 Mantra 4x4 dísel
Árg. 10/2006, ek. 16 þús., sjálfsk.,
hátt og lágt drif, olíumiðstöð, 2 raf-
geimar, ABS, rennihurðir á báðum
hliðum, innfl. nýr af Ræsir. Uppl. í
síma 892 8380.
Peugeot Boxer árg. '98
ek. 98 þús. km. Góður bíll. Ný tíma-
reim.Tilvalið að gera úr húsbíl. Verð
650 þús. Áhugasamir hafið samband
í síma: 845 1633.
MMC Galant V6 árg. '97,
ek. 224 þús. km. Mitsubishi Galant
V6. Ný skoðaður án athugasemda.
163 hestöfl. Þrusukraftur. Verð 600
þús. Sími: 845 1633.
MERCEDES BENZ, EK. 128 ÞÚS.
4x4, skráður 6 manna, 100% driflæs-
ing í afturdrifi, dráttarbeisli og olíu-
miðstöð. V.2650+vsk. Upplýsingar er
að fá í síma 821 1170, www.enta.is
MERCEDES BENZ ÁRG. '01
Ek. 100 þús. km. ML320 dökkblár,
leður, sjálfskiptur, krókur, 32 tommu
dekk, topplúga, þjónustubók og ný-
yfirfarinn af Ræsi. Lítur mjög vel út.
Uppl. síma 860 8622.
Land Rover Freelander árg. 1999
Fallegur og vel með farinn bein-
skiptur díselbíll, með topplúgu og
dráttarkúlu. Verð 650 þús.
Upplýsingar í síma 892 2098.
FORD F350 7,3 DÍSEL
Árg. 1998, ek. 160 þús., beinsk.,á
tvöföldu að aftan. Uppl. í síma 892
8380.
Ford árg. '99 ek. 86 þús. km.
Til sölu Ford Focus High Series.
Árg. 1999. Ekinn 86.000 km. Vetrar-
dekk á felgum fylgja. Tilboð 550 þús.
Uppl. í síma 820 8722.
Fínasti bíll Cherokee Laredo,
árgerð 2001. Grásprengdur virðu-
legur bíll í fínu standi. Ásett verð
1.770.000 kr. Til sýnis og sölu í Bíla-
höllinni, Bíldshöfða 5, s. 567 4949.
Einn snotrasti skutbíll landsins
er til sölu. Dodge Magnum RT, nýskr.
júní 2006, ekinn 14þkm. Vél 5.7l
Hemi, 365 hestöfl. Vetrar og sumar-
dekk á 18" felgum ásamt 22" sumar-
blingurum. Mikið breyttur bíll,
myndir og nánari upplýsingar má
finna á vefnum: http://maria.blog.is
/album/magnum og http://maria.
blog.is/ blog/maria/entry/302467.
Verð: 4.5 milljónir. Nánari upplýsingar
veitir Ólafur í síma 864-4943.
CAMAC JEPPADEKK - ÚTSALA
195 R 15 kr. 6900.
235/75 R 15 kr. 7900.
30x9.5 R 15 kr. 8900 .
Kaldasel ehf., dekkjaverkstæði
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla - akstursmat.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Kristófer Kristófersson
BMW.
861 3790.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i.
892 1451/557 4975.
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur
í vetraraksturinn. Akstursmat og
endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Elías Sólmundarson -
ÖKUKENNSLA 692 9179.
Kenni alla daga á Chevrolet Lasetti.
Lærðu á góðan bíl hjá ökukennara
með víðtæka reyslu af kennslu hópa
og einstaklinga.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
VW POLO 1400 COMFORTLINE
Árg. 2002 ekinn um 60 þús.
Sjálfskiptur. Dekurbíll . Verð 870
þúsund. Upplýsingar í síma 698 9190
eða 897 6491.
Smáauglýsingar
augl@mbl.is
FRÉTTIR
600-1.200 milljón
evra útgáfa
Í viðtali við Sigurð Einarsson,
stjórnarformann Kaupþings banka,
sem birtist í gær kom fram að útgáfa
50 til 100 milljóna hluta í bankanum
samsvaraði 800-1.600 milljónum
evra. Þetta átti vitanlega að vera
600-1.200 milljónir evra. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Rangar tölur um
greiðslubyrði
Í fréttaskýringu um húsnæðismál í
fimmtudagsblaðinu var sagt að
greiðslubyrði af 15 milljón króna
láni væri 51.875 kr. Þetta er ekki
rétt því að greiðslubyrðin er 64.587
kr. á mánuði. Sú upphæð sem nefnd
var, 51.875 kr., er einvörðungu vext-
ir af slíku láni. Aðrar tölur í frétta-
skýringunni eru réttar.
Moli er af
Snæfellsnesi
Í frétt Morgunblaðsins í gær um
ættir hrútsins Sprota kom fram að
faðir hans, Moli, væri úr Dölunum.
Það er rangt. Moli er frá Hjarð-
arfelli á Snæfellsnesi. Þetta leiðrétt-
ist hér með.
LEIÐRÉTT
endur með örðugleika í lestri og
skrift (dyslexia). Sérstakur kennslu-
stjóri hefur yfirumsjón með mál-
efnum nemenda, aðstoðar þá og er
talsmaður þeirra innan skólans. Í
skólanum hefur verið lögð áhersla á
að styðja nemendur með öllum til-
tækum ráðum. Gammadeild vill í til-
efni 30 ára afmælis síns gera sitt til
GAMMADEILD í Delta Kappa
Gamma Society International, sem
eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslu-
störfum, hefur afhent Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla styrk til kaupa á
fleiri tækjum sem nýtast lesblindum
nemendum skólans.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla hef-
ur um árabil stutt og aðstoðað nem-
að styrkja skólann í að vinna að
þessu eftirtektarverða málefni en
stefna samtakanna er m.a. að auka
gæði í menntun og uppeldisstörfum.
Lesblinda hefur ekkert með
greind að gera en oft er ósamræmi
milli árangurs og greindar nemand-
ans vegna hljóð- og sjónrænna erf-
iðleika við vinnslu upplýsinga.
Frikki
Tæki sem nýtast lesblindum
HEKLA fagnar því að Neytenda-
stofa hefur nú lokið umfjöllun sinni
og tekið afstöðu til athugasemda
Neytendasamtakanna við notkun á
orðunum „grænn“ Volkswagen í
auglýsingum um kolefnisjöfnunar-
átak HEKLU síðast liðið sumar.
Niðurstaða Neytendastofu er sú að
notkun á orðinu „grænn“ í þessu
sambandi geti verið villandi, segir í
fréttatilkynningu.
„Hekla er ekki sammála niður-
stöðu Neytendastofu enda teljum
við að í auglýsingum fyrirtækisins
hafi verið gerð skýr grein fyrir því
hvað átt var við með orðaleiknum
„grænn“ Volkswagen. Í því um-
hverfisátaki sem auglýsingarnar
vísuðu til var lögð áhersla á að setja
fram réttar staðreyndir um eðli og
umfang kolefnisjöfnunarverkefnis
Heklu.
Þrátt fyrir að við séum ósammála
niðurstöðu Neytendastofu munum
við taka tillit til hennar því við telj-
um mikilvægt að rýra ekki það
traust sem þarf að ríkja á milli við-
skiptalífsins og neytenda. Til að
taka af allan vafa hefur Hekla hins
vegar ákveðið að óska eftir úrskurði
áfrýjunarnefndar neytendamála í
þessu efni.
Hekla mun að sjálfsögðu halda
áfram að taka þátt í og hvetja til
kolefnisjöfnunar á útblæstri frá bíl-
um enda teljum við að með því sé
fundin einföld og skilvirk leið sem
gerir almennum neytendum kleift
að leggja sitt af mörkum til að
sporna gegn mengun andrúmslofts-
ins,“ segir í tilkynningunni.
Hekla áfrýjar
úrskurði um
grænan bíl
SANKT Martinskrúðganga verður
farin frá Hafnarfjarðarbókasafni í
dag, laugardag, kl. 17.
Þessi ganga tengist deginum sem
er kallaður Sankt Martinsdagur í
Þýskalandi og er nefndur eftir heil-
ögum Martin sem var uppi 316-397
eftir Krist. Á hverju ári safnast
fjölskyldur í öllum fylkjum Þýska-
lands saman til þess að heiðra
minningu hans með því að fara í
skrúðgöngu og hver krakki föndrar
lukt til þess. Sungin eru lög um
Sankt Martin og í lok skrúðgöng-
unnar safnast fólkið saman við bál-
köst.
Í Hafnarfjarðarbókasafni eru
haldin barnanámskeið í þýsku og
munu fjölskyldur þessara barna og
allir sem vilja taka þátt fara í sams-
konar göngu og bókasafnið mun
hafa opið lengur til þess að allir
geta fengið sér smá hressingu eftir
á. Þessi ganga hefur verið farin í
nokkur skipti með síaukinni þátt-
töku. Sagan verður sviðsett með
leikurum, hesti og hljóðfæraleik.
Sankt Martinskrúðganga í Hafnarfirði
Fréttir
á SMS