Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.11.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 51 Félagsstarf Barðstrendingafélagið | Bingó og ball í Breiðfirðingabúð kl. 20.30. Bólstaðarhlíð 43 | Haust- og afmælisfagnaður verður í félagsmiðstöðinni 12. nóvember. Fagnað verður 20 ára starfsafmæli með veislukaffi kl. 14.30, skemmtiatriði og happdrætti. Skráning í s. 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í félagsheim- ilinu Gjábakka 14. Dagskrá: tískusýning „tískan í þá góðu gömlu daga“, kaffiveitingar o.fl. Félagsheimilið Gjábakki | Fræðsluerindi 13. nóv. kl. 20, á vegum íþróttafélagsins Glóðar. Þá munu Árni Gunnarsson framkvæmdastj. og Gestur Ólafsson arkitekt kynna fyr- irhugað heilsuþorp á Spáni. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er m.a. opnar vinnustofur og spilasalur, dans, kórstarf o.fl. Mánud. kl. 10 og þriðjud. kl. 13 er postulínsnámskeið. Á föstud. kl. 10 er prjónakaffi/bragakaffi. Alla föstud. kl. 10. 30 er leikfimi (frítt) o.fl. í ÍR-heimilinu v/Skógarsel. s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Ganga virka daga kl. 9 og laugard. kl. 10. Ókeypis tölvuleiðbeiningar til 14. des. á miðvikud. og fimmtud. kl. 13.15-15. Skapandi skrif Þórðar Helgasonar cand. mag. og framsagnarnámskeið Soffíu Jakobsdóttur leikkonu. Námskeið í jólapakkaskreytingum, Hjördís Geirs kl. 13.30 í dag. S. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælandsskóla, Víðigrund, kl. 9.30-10.30. Uppl. í síma 564-1490. Kvenfélag Bústaðasóknar | Fundur 12. nóvember kl. 20 í safnaðarheimilinu. Tískusýning frá versluninni Hjá Hrafn- hildi. Gestur fundarins er Klara Hannesdóttir. Kaffiveit- ingar. Kvenfélag Kópavogs | Fundur verður 14 .nóv. kl. 20, í sal félagsins í Hamraborg 10, 2.h., gengið inn sunnan til. Gest- ur fundarins verður Katrín Þorkelsdóttir snyrtifræðingur. Tískusýning frá versluninni Zik zak í Hamraborg. Gestir velkomnir. Laugardalshöll | Fræðslukvöld Glóðar verður 13. nóv. kl. 20. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri og Gestur Gunn- arsson arkitekt kynna undirbúning að heilsuþorpi á Spáni. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans í Von, Efstaleiti 7. Vistin hefst kl. 20, dans að vistinni lokinni. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi. Slysavarnadeildin Varðan | Félagsfundur 12. nóvember kl. 20 í Gaujabúð við Bakkavör. Á dagskrá verður jólaföndur. Félagskonur geta tekið með sér gesti, kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með jóla- bingó í safnaðarheimilinu kl. 14. Fjöldi eigulegra vinninga. Fríkirkjan Kefas | Samkirkjulega bænagangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 og endar á Austurvelli þar sem verður stutt samverustund. Kl. 18 verða tónleikar í Laugardalshöll þar sem ýmsir tónlistarmenn koma fram. dagbók Í dag er laugardagur 10. nóvember, 314. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.) Skyn – félag háskólanema meðsérstaka námsörðugleika,hóf starfsemi við HáskólaÍslands á þessu misseri. Kári Gunnarsson er formaður félags- ins og segir frá starfinu: „Félagið er byggt á grunni Lesblindufélags HÍ, en er opið námsmönnum með hvers kyns hömlur sem komið geta niður á námi, s.s. athyglisbrest og ofvirkni og Tourette-heilkenni,“ segir Kári. Línurnar lagðar Félagsmenn hittast í hádeginu á þriðjudögum út nóvember, áður en félagið fer í jólafrí: „Við hittumst í stofu 205 í Odda. Það sem af er vetri hafa fundirnir einkum verið notaðir til að leggja línurnar í starfi félags- ins, en á næstu skólaönn er ætlunin að vera með fjölbreytta dagskrá og m.a. efna til fyrirlestra um námsörð- ugleika,“ segir Kári. Skyn hefur það að markmiði að beita sér fyrir málstað allra þeirra hópa sem eiga við sérstaka námsörð- ugleika að stríða: „Ekki hvað síst er þó félaginu ætlað að bæta úr skorti á sýnileika fólks með námsörðugleika innan háskólasamfélagsins,“ segir Kári. Ýmsar áskoranir Að sögn Kára er nokkuð vel búið að nemendum með námsörðugleika við Háskóla Íslands: „Námsráðgjöf háskólans veitir sérhæfða aðstoð og sérúrræði eru til staðar sem samræmast þörfum hvers og eins,“ útskýrir Kári. „En einstaklingar sem eiga við námsörðugleika að stríða þurfa einnig að líta inn á við: Auk þess að fást við þær hindranir sem fylgja námi, þurfa þessir einstaklingar oft að ganga í gegnum persónulegt sjálfsskoð- unarferli sem líkja má við að koma út úr skápnum. Hver og einn þarf að átta sig á sjálfum sér, og horf- ast í augu við takmarkanir sínar. Við þurfum að glíma við fordóma, staðalímyndir og væntingar sam- félagsins og okkar sjálfra, en enn þann dag í dag er fólki hætt við að flokka þá sem eiga við erfiðleika í námi að stríða sem annars flokks á einhvern hátt.“ Fá má nánari upplýsingar um starfsemi Skynjar með tölvupóst til stjórnar á skyn.stjorn@gmail- .com. Nám | Félag háskólanema með námsörðugleika hittist alla þriðjudaga Sýnileiki og stuðningur  Kári Gunnarsson fæddist í Reykjavík 1979. Hann lauk hönnunarnámi frá Iðnskólanum í Hafnarfirði, stúd- entsprófi af eðl- isfræðibraut Menntaskólans í Kópavgi og stund- ar nú nám í landfræði við Háskóla Ís- lands. Kári hefur starfað við tækni- teiknun samfara námi. Hann var meðlimur í stjórn FSS og er einnig meðlimur JC. Sambýlismaður Kára er Dan Martin Johannessen. Tónlist Café Aroma | Gummi Jóns, lagasmiðurinn úr Sálinni hans Jóns míns, flytur efni af þrí- leiknum Japl, Jaml og Fuður, ásamt fl. kl. 21. Hamrar, Ísafirði | Gunnar Kvaran sellóleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari halda tónleika kl. 15. Á dagskránni eru verk eftir Bach, Beethoven og Brahms. Kristskirkja Landakoti | Lokatónleikar Tón- listardagar verða í Kristskirkju kl. 16. Þar flyt- ur Dómkórinn í Reykjavík mótettur frá 16. öld til okkar daga. Meðal þeirra er Jubilate Deo eftir Gabrieli, Der Geist hilft unser Schwach- heit auf eftir Bach og De profundis eftir Knut Nystedt. Aðgangur 1.500 kr. Laugardalshöll | Tónleikar verða í Laugardals- höll kl. 18. Fram koma ýmsir Gospelkórar, tón- leikarnir eru í framhaldi af bænagöngunni. Sjá www.baenaganga.com Rauða húsið | Tregasveit Kristjönu Stefáns skemmtir kl. 21. Kristjana Stefáns söngur, Agnar Már Magnússon píanó/orgel, Gunnar Hrafnsson bassi, Scott McLemore trommur. Skrúðgarðurinn | Nokkrir söngvarar af Skag- anum flytja margar helstu perlur keltneskrar tónlistar í kl. 20-23. Tónberg - Salur Tónlistarskólans | Tónleikar Vox Feminae og Fóstbræðra verða kl 16, í boði Norðuráls. Miðaverð í forsölu kr. 2.000 en kr. 2.500 við innganginn. Forsala aðgöngumiða er í verslun Eymundsson við Dalbraut á Akra- nesi. Myndlist Gallerí Ágúst | 10. nóvember lýkur sýningu Huldu Stefánsdóttur, hlutlaus, á hreyfingu. Hulda sýnir málverk, ljósmyndir og mynd- bandsverk. Opið miðvikudaga-laugardaga, kl. 12-17 og eftir samkomulagi. Gallerí Fold | Sigurjón Jóhannsson sýnir. Hann nam við Handíða- og myndlistaskólann og var einn af fjórum stofnendum SÚM hópsins 1965 og sýndi með þeim fram til ársins 1971 og aft- ur 1989. Auk þess hefur hann haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi en einnig í Danmörku og Hollandi. Nýr sýningasalur | Langagerði 88. Jens Kristleifsson sýnir málverk. Síðasta sýning- arhelgi. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Borg- arskjalasafn Reykjavíkur og Þjóðskjalasafn Ís- lands sameinast um dagskrá á opnu húsi að Laugavegi 162 á norrænum skjaladegi 10. nóv. kl. 11-15. Fyrirlestrar, skoðunarferðir, sýningar, spjall, ættfræðingar, getraunir o.fl. Allir vel- komnir, jafnt börn sem fullorðnir. Skemmtanir Café Aroma | Í kjölfar tónleika Gumma Jóns mun plötusnúðurinn Júlli 15 halda uppi stemmingu fram á nótt. Uppákomur Átthagafélag Vestmannaeyinga | Árlegur handverksmarkaður Eyjamanna í Mjódd – Álfabakka verður opnaður kl. 10 og stendur til kl. 16.30, fjöldi góðra muna og ýmsar uppá- komur að hætti Eyjamanna. Kalmansvík | Hin árlega flugeldasýning á Vökudögum er í boði Orkuveitu Reykjavíkur og er um leið lokaviðburður hátíðarinnar. Flug- eldasýningin fer fram í Kalmansvík kl. 20 og sér Björgunarfélag Akraness um framkvæmd hennar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Nú líður að lokum sýningar á fornminjum og fágætum list- munum frá Wuhan í Kína í Gerðarsafni. Boðið er upp á leiðsögn um helgina og hefst hún kl. 15 báða dagana. Að henni lokinni er þeim gestum sem vilja boðið upp á höfuðnudd að hætti Kínverja. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð 11. nóvember kl. 14. Fyrsti dagur í þriggja daga keppni. Sjá nánar heimasíðu Breiðfirðingafélagsins: www.bf.is Hallgrímskirkja | Bænaganga, gengið frá Hallgrimskirkju kl. 14 og áleiðis á Austurvöll. Kennarasamband Íslands | Gönguferð með Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi um slóðir skóla, nemenda og kennara í miðborg Reykja- víkur. Mæting við Kennarahúsið Laufásvegi 81 kl. 10.30. Göngunni lýkur í Kennaraháskól- anum. Léttar veitingar, ókeypis. MÍR-salurinn | Opið hús verður í MÍR Hverf- isgötu 105 kl. 17-20. Minnst verður þess að 90 ár eru liðin frá Október-byltingunni í Rússlandi 1917. Margrét Guðnadóttir læknir flytur ávarp og sýndar verða heimildarkvikmyndir, 2 um byltinguna, sú 3ja um ferð til Sovét 1954. Veit- ingar. Fyrirlestrar og fundir Þjóðskjalasafn Íslands | Sameiginlegt opið hús Þjóðskjalasafns og Borgarskjalasafns á Laugavegi 162, kl. 11-15. Fyrirlestrar, sýningar, skoðunarferðir, Ættfræðifélagið, ORG ætt- fræðiþjónusta, Sögufélag, getraun fyrir börn og fullorðna, kaffiveitingar o.fl. Nánari uppl. á www.skjaladagur.is Frístundir og námskeið Breiðholt | Íslenskur skrappdagur verður haldinn í Breiðholtsskóla frá kl. 12-19. Sýni- kennsla verður á staðnum fyrir byrjendur og lengra komna. Frítt er inn og allir velkomnir. Nánar á skrappa.is Morgunblaðið/Ómar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Félagi ís- lenskra stórkaupmanna: „Afstaða FÍS til frumvarps til laga um breytingu ýmissa laga- ákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks: „Allt eða ekkert“ Takmörkun frjálsrar sölu áfengis, við ákveðið áfengisinni- hald eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, mun væntanlega leiða til kærumála vegna röskunar á samkeppni sem slíkt fyrirkomu- lag hefur í för með sér. FÍS er þeirrar skoðunar að afnám ein- okunar verði að ná til alls áfeng- is, án tillits til styrkleika þess. Aðlögunartími Sala áfengis hefur verið í höndum ríkisins frá árinu 1922 eða í 85 ár og því er eðlilegt að markaðurinn þurfi tíma til að gera ráðstafanir og aðlagast breytingunum. FÍS telur því að sá aðlögunartími sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir sé of stuttur og þurfi að vera a.m.k. eitt ár. Áfengisgjald verður að lækka áður eða á sama tíma Skattar (áfengisgjöld og virð- isaukaskattur) eru stór hluti af útsöluverði áfengis (60-70% af bjór og léttvíni og 80-90% af sterku áfengi). Álagning ÁTVR er mjög lítil (6,85% á sterkt vín og 13% á léttvín og bjór). Ef áfengisgjöld verða ekki lækkuð mun það hafa eftirfarandi í för með sér: Sérverslunum verður ekki stætt á rekstri með svo lága álagningu og mun því verð á áfengi hækka verulega frá því sem nú er. Af þessu getur síðan leitt fá- keppni, neyslustýring og minna vöruúrval, en nú er. Markaður- inn verður því fyrst og fremst verðdrifinn. Aðgengi landsbyggðarinnar að góðu úrvali vína verður mun verra. Íslendingar eiga heimsmetið í áfengisgjöldum Áfengisauglýsingar leyfðar með takmörkunum Gera verður breytingar á lagaákvæðum um áfengisauglýs- ingar og áfengiskynningar ef sala áfengis verður leyfð á opn- um markaði. Ríkt hefur mikil lagaóvissa varðandi áfengisauglýsingar. Betra er að hafa skýr lög en lög sem bjóða upp á að fram hjá þeim sé farið: Óljóst er hver ber ábyrgð, sbr. nýgengnir dómar. Mikið hefur verið farið á bak við lögin, sbr. léttbjórsauglýs- ingar. Áfengisauglýsingar eru leyfð- ar í erlendum miðlum sem eru til sölu í öllum bókabúðum sem og á vefnum. FÍS mun leggja áherslu á að fyrirtæki innan greinarinnar muni setja sér siðareglur um áfengisauglýsingar. FÍS leggur áherslu á að allt forvarnarstarf verði aukið veru- lega frá því sem nú er.“ Afnám einokunar nái til alls áfengis FRÉTTIR Á INNKAUPARÁÐSTEFNU ríkisins, sem haldin var 6. nóv- ember sl., voru 8 ríkisstofn- unum veittar viðurkenningar fyrir að hafa tileinkað sér notkun á Innkaupakorti rík- isins og færslusíðu Master- Card sem hluta af rafrænu innkaupakerfi ríkisins. Þetta voru: Sýslumaðurinn á Selfossi, Heilsugæsla höf- uðborgarsvæðis, Kenn- araháskóli Íslands, Íslenskar orkurannsóknir, Fjölbraut- arskólinn í Breiðholti, Svæð- isskrifstofa um málefni fatl- aðra í Reykjavík, Landbúnaðarháskólinn Hvann- eyri og Listaháskólinn. Auk þess fengu Stuðlar sér- staka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf við innleið- ingu Innkaupakorts ríkisins en Stuðlar hafa verið virkir not- endur frá því fyrstu kortin voru gefin út. Innkaupakort ríkisins var þróað af Kreditkorti hf. í sam- starfi við Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaup. Markmiðið var að einfalda innkaupaferla, auð- velda útgjaldastýringu vegna smærri innkaupa og þar með ná fram sem mestu hagræði við innkaupin. Kortið hefur verið í notkun frá árinu 2000 og hafa nú nánast allar stofn- anir ríkisins tekið það í notkun ásamt færslusíðunni en á henni má sjá allar úttektir kortsins, bókhaldsmerkja þær og senda rafrænt inn í viðkomandi bók- haldskerfi, hvort sem um er að ræða innan stofnunar eða til Ríkisbókhalds, segir í frétta- tilkynningu. Viðurkenning Halldór Hauksson, Stuðlum, tekur við viðurkenn- ingarskjali af Viktori Ólasyni, framkvæmdastjóra Kreditkorts. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, fylgist með. Ríkisstofnanir fá viðurkenningu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.