Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 60

Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 60
60 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA THE ASSASINATION OF JESSE... kl. 5:50D - 9D B.i. 16 ára DIGITAL 30 DAYS OF NIGHT kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DARK IS RISING kl. 1:30 B.i. 7 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ IN THE LAND OF WOMEN kl. 3:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:30 - 6 LEYFÐ THE BRAVE ONE kl. 10:30 B.i.16.ára THE KINGDOM kl. 10:30 B.i.16.ára STARDUST kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA kl. 3:30 - 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1 - 3:30 LEYFÐ BRATZ kl. 1 LEYFÐ 30 DAYS OF NIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP MICHAEL CLAYTON kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE GOLDEN AGE kl. 8 B.i.12.ára THE GOLDEN AGE kl. 3 - 5:30 LÚXUS VIP THE INVASION kl. 8 B.i.16.ára eee A.S. eeee - V.J.V., TOPP5.IS eeee - S.F.S, FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. SÝND Í KRINGLUNNI eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KEFLAVÍK BSÝND Í KEFLAVÍK BRAD PITT SÝNIR STJÖRNULEIK Í KVIKMYND SEM FJALLAR UM EINHVERN UMTALAÐASTA GLÆPAMANN SÖGUNNAR, JESSE JAMES. eeee „MÖGNUГ C.P. USA,TODAY „MYND SEM SITUR Í ÞÉR“ L.R. PEOPLE MAGAZINE „NÚTÍMA MEISTARAVERK!“ A.S THE NEW YORK OBSERVER. A.T.H STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA myndin sem fór beint á toppinn í usa oG GaGnrýnendur hafa saGt að sé ein af bestu hrollvekJum sem þeir hafi séð! HVAR MYNDIR ÞÚ FELA ÞIG Í 30 DAGA... !? SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB Óneitanlega bera sumarbarnabækur það með sér aðhöfundar þeirra hafi ekki nægilegt traust á lesendum sínum. Margir þeirra skrifa að minnsta kosti bækur sem eru einhvern veg- inn ekki um neitt. Þær fjalla kannski um lítinn dreng sem vakn- ar og fer að leika sér með bangsann sinn og svo dettur bangsinn á gólf- ið: Úps! Og svo ekki söguna meir. Boðskapurinn alveg á huldu. Og sá sem les fyrir barnið stendur frammi fyrir erfiðum spurningum. „Um hvað er sagan?“ Og það er sko ekki vinsælt að svara: „Hún er ekki um neitt.“ „En af hverju datt bangsinn í gólfið?“ er þá spurt. „Tja, hann eiginlega bara datt í gólfið.“ „Og hvert fór bangsinn?“ „Ég veit það ekki.“ „Hver veit það?“ „Ég veit það ekki.“ „Stendur það ekki í bókinni?“ „Nei.“    En síðan berast barnabækur semeru allt annars eðlis. Bækur sem eru skrifaðar af höfundum sem bera mikla virðingu fyrir lesendum sínum. Gott dæmi um slíkar bækur er bókaflokkurinn um Albert. Albert er lítill strákur sem er alltaf að hugsa eitthvað. Eins og nafni hans Einstein. Eins og börn gera. Þrjár bækur hafa komið út um Albert hjá Bjarti á þessu ári og í fyrra. Í fyrstu bókinni er Albert heima að leika sér einn langan rigningardag og þegar honum dett- ur ekkert í hug til þess að leika meir þá fer hann að hugsa um heiminn. Og himingeiminn. Og al- heiminn. Í annarri bókinni veltir Albert fyrir sér tímanum og stöðugum straumi hans og núna, í þriðju bók- inni, er það afstæði hlutanna sem hann hugsar um á sinn fallega hátt: „Eftir að systir Alberts fæddist var fólk sífellt að tala um hvað hann væri orðinn stór strákur,“ segir í bókinni og Albert fór að hugsa. Og hann kemst að því að miðað við suma hluti er hann stór en miðað við aðra hluti er hann lítill. Það fer allt eftir því hvernig á það er litið. Og spurningarnar sem sá sem les fyrir barnið eru mjög skemmti- legar: „Finnst manni þá að maður sé minni en maður er?“ „Og er ég þá kannski stærri en ég er?“ Höfundur bókanna um Albert er Lani Yamamoto en hún hefur verið búsett á Íslandi um nokkurra ára skeið. Lani er fædd í Bandaríkj- unum og er menntuð í sálfræði, trúarbragðafræði og kvikmynda- gerð. Lani gerir sjálf myndirnar í bók- unum en samspil þeirra við textann er skemmtilegt. Oft setja mynd- irnar textann í fyndið samhengi. Og börnin veita því athygli að aldrei sést framan í foreldrana, þau eru bara búkar með hendur og fætur. Höfuð þeirra standa upp úr mynd- rammanum. Skyldi þetta vera sjón- arhorn barna? Best að spyrja þau? Bækurnar um Albert hafa áður verið gefnar út í Bandaríkjunum, á Englandi, Ítalíu og Spáni. Albert og afstæðið AF LISTUM Þröstur Helgason »En síðan berastbarnabækur sem eru allt annars eðlis. Bækur sem eru skrifaðar af höfundum sem bera mikla virðingu fyrir les- endum sínum. Albert „En samt er ég stundum minni en blóm ...“ trhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.