Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is EFTIRSPURN eftir fasteignum hefur verið mun minni undanfarna daga miðað við vikurnar á undan og væntanlegir fasteignakaupendur eru varari um sig þegar þeir leita upp- lýsinga um fasteignir. Þetta segja fasteignasalar sem Morgunblaðið hefur rætt við um stöðuna á fast- eignamarkaðnum í kjölfar breytinga á íbúðalánavöxtum og ummæla for- sætisráðherra um að fólk eigi að halda að sér höndum. Mikið hefur að undanförnu verið byggt í hverfum á borð við Vallahverfi í Hafnarfirði, Arnarneshæð í Garðabæ, Vatnsenda í Kópavogi og í Norðlingaholti. Ætla má að um þessar mundir séu í það minnsta 1.000 eignir í sölu í ný- byggðum hverfum á höfuðborgar- svæðinu. Á þessum svæðum eru einnig margar íbúðir í byggingu. Fasteignasalar telja að erfiðast verði að selja íbúðir sem standa við ystu mörk byggðarlaga hjá sveitarfélög- unum. „Það sem fer verst út úr þessu er að mínu mati byggingaiðnaðurinn í nýjum hverfum. Hann dregst fyrst saman þegar syrtir í álinn,“ segir Jón Guðmundsson hjá Fasteigna- markaðinum. Hann telur að reikna megi með því að á næstunni verði einhver lækkun á fasteignum „á erf- iðari sölustöðum“. „Menn spá því að þegar komið verður fram undir 2009 verði fasteignaverð í sömu krónutölu og í ársbyrjun 2007.“ Mikið í pípunum Hann segir að um þessar mundir sé mikið í pípunum á byggingamark- aði. „Það er talað um að á árunum 2008 og 2009 verði lokið við að smíða 4.000 til 5.000 íbúðir en markaðurinn taki e.t.v. ekki við nema ríflega helm- ingnum. Það er erfitt að hætta við byggingaframkvæmdir sem hafnar eru,“ segir Jón. Hann segir að stað- an sé þó ekki þannig núna að nýjar, óseldar íbúðir í nýjum hverfum séu farnar að hrannast upp. Jón segir að það gerist oft þegar niðursveifla byrjar að eftirspurn eftir nýsmíði dragist saman og leiði til verðlækk- unar. Byggingarverktakar hafi á undanförnum árum verðlagt sína vöru mjög hátt og verði trúlega að horfast í augu við það að þurfa að mæta minnkandi eftirspurn með eitthvað lægra verði. Reynslan sýni þetta og ein ástæða kunni að vera sú að menn óttist að ný hverfi muni ekki byggjast upp með þeim hraða sem annars hefði orðið, þegar niðursveifla sé í samfélaginu og lengri tíma taki að byggja upp þjónustu við þau hverfi. Sverrir Kristinsson, hjá Eigna- miðlun, segir að hægt hafi á sölu eigna í nýbyggðum hverfum sem eru fjærst miðborginni. Hreyfing sé á eignum á þessum stöðum „en því er ekki að neita að bæði vaxtahækkunin og umtal hefur þau áhrif að það hæg- ir á markaðinum“. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, tekur undir það að minni sala fasteigna muni koma mest niður á nýbyggðum út- hverfum. Undanfarið hafi verið mjög mikið byggt og samdráttur í sölu eigna komi verst niður á þeim sem eiga mikið af óseldum eignum sem seljist best þegar mikil þensla er á markaði og mikil eftirspurn. Í sum- um hverfum séu margar fasteignir óseldar. Hún bendir á að þetta kunni að hluta til að skýrast af því að í nýju hverfunum þurfi fólk að fjármagna íbúðakaupin frá grunni og eigi ekki kost á að yfirtaka eldri, hagstæð lán. Fasteignasalarnir eru sammála um að þótt hægist um á fasteignmarkaði séu ákveðin hverfi ávallt vinsælir bú- setustaðir. Þar eru nefnd til sögu hverfi á borð við miðborgina, vest- urbæ, Seltjarnarnes, Garðabæ og stóra hluta Kópavogs. Jón segir það skoðun sín að ákveð- in svæði á höfuðborgarsvæðinu séu hafin upp fyrir verðlagssveiflur á fasteignamarkaði og lækki ekki að nafnverði. Sverrir segir að eignir í grónum hverfum seljist ágætlega þrátt fyrir breytta stöðu á markaðn- um almennt. Ingibjörg tekur undir þetta. „Ég tel að þetta muni ekki bitna á hverfum sem eru eftirsókn- arverð og hafa verið vinsæl eins og 101 og 107 Reykjavík, Seltjarnarnes, Hlíðarnar og aðrir eftirsóttir staðir á borð við Garðabæ.“ Eftirspurnin minnkað hratt Morgunblaðið/RAX Mikið byggt Undanfarið hefur mikið verið byggt af íbúðarhúsnæði í nýjum hverfum á borð við Arnarneshæð.  Byggingariðnaður í nýjum hverfum fer verst út úr minnk- andi eftirspurn  Ekki nafnverðslækkun í grónum hverfum                 ! !"# !#$ !!# !$$ %"# %#$ %!# %$$ "# #$ !# $                  &   !  "#$  "#$ " "#$ # "#$ ! "#$  "#$ " "#$ # "#$ !   !% %   &   '   '  ( '  % ' !&  ' &  ' %  ' !  ' „VIÐ finnum fyr- ir spennu á markaðinum,“ segir Sigrún Þor- grímsdóttir, framkvæmda- stjóri Hanza- hópsins, sem byggir um 335 íbúðir á Arn- arneshæð í Garðabæ. Um 100 íbúðanna hafa verið seldar, 100 eru í sölu en aðrar eru enn í bygg- ingu. Sigrún segir söluaðila íbúðanna hafa fundið fyrir minni eftispurn að undanförnu. „Bæði er minna spurt og fólk er hræddara. Það spyr meira um lánamöguleika og slíkt.“ Hún kveðst telja að margt fólk skilji ekki nægilega vel umræðuna um efnahagsmál, s.s. hvaða vægi breytingar á krónunni og stýrivöxt- um hafa. „Þetta eru hugtök sem fjármálaheimurinn talar um eins og brauð og ost, en ekki almenn- ingur.“ Þær íbúðir sem Hanza-hópurinn er með í sölu á Arnarneshæð eru bæði í raðhúsum sem og íbúðir í fjölbýli. Sigrún segir vel hafa geng- ið að selja smærri íbúðir í húsunum en þær íbúðir sem eftir eru séu stærri íbúðir og lúxusíbúðir. Hún segir að í einhverjum húsum séu íbúðir sem hafa verið í sölu í allt að ár en aðrar séu nýafhentar. Sig- rún kveðst ekki telja að krónutölu- lækkun muni eiga sér stað á fast- eignum þótt raunlækkun verði. „Við höfum t.d. ekki hækkað verð frá því við byrjuðum að selja íbúðir 20. október í fyrra.“ Spenna á markaðinum Sigrún Þorgrímsdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is FLESTUM börnum í 5.-7. bekk líður alla jafna vel, eru vel studd af for- eldrum sínum og eiga góða vini. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nið- urstöðum rannsóknar á grunnskóla- nemum, Ungt fólk 2007, sem kynnt var í gær. Rannsóknin var unnin af Rannsóknum & greiningu fyrir menntamálaráðuneytið og náði til 10.829 nemenda í 5., 6. og 7. bekk – það eru 82% skráðra nemenda á þessu aldursbili. Þó svo að lesa megi úr niðurstöð- unum að flestir 10-13 ára nemendur hafi það gott er ýmislegt sem vekur athygli. Meðal þess er að 21% stráka og 23% stúlkna í 7. bekk finnst þau vera of feit og 11% stráka og stúlkna á sama aldri finnst þau vera of mjó. „Það þýðir að þriðja hverju barni í sjöunda bekk finnst líkamleg bygging sín ekki nógu góð. Það er mikið áhyggjuefni,“ sagði Álfgeir Logi Kristjánsson, starfsmaður Rann- sóknar & greiningar, sem kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar. „Ef þriðja hvert barn á þessum aldri hefur þá hugmynd að útlit þess passi ekki við samfélagsímyndina um gott og hraustlegt útlit, þá er greinilegt að við þurfum að gera betur. Það er nokkuð sem við þurfum að breyta.“ Vandamálið er hins vegar ekki aðeins í 7. bekk því tiltölulega lítill munur er á milli bekkjardeilda. Fleiri stúlkur en piltar horfa á sjónvarpið með foreldrum Í rannsókninni sem er afar ítarleg var m.a. spurt út í samverustundir foreldra og barna, þá t.a.m. hversu oft nemendur horfi á sjónvarp eða mynd- bönd með foreldrum sínum. Þar kem- ur bersýnilega í ljós nokkur kynja- munur, þ.e. að stúlkur eru líklegri til að njóta samverustunda með foreldr- um sínum fyrir framan sjónvarpið – sem var reyndar raunin í hvers kyns samverustundum barna og foreldra – en drengir. Í öllum aldursflokkum munaði á milli fimm og sjö prósentum þegar tekin voru saman svörin „aldrei, næstum aldrei eða sjaldan“. Hins vegar ber að nefna að langsamlega flest börn njóta stundum eða oft sam- verustunda með foreldrum sínum fyr- ir framan sjónvarpið eða 73–85% allra nemenda í 5.–7. bekk. Það er þrátt fyrir að á 62–72% stráka í aldurs- hópnum segist eiga sitt eigið sjónvarp og 45–56% stúlkna. Krakkar mikið einir heima Íslensk börn búa í samfélagi þar sem þau eru raunverulega tilneydd til að eyða töluverðum tíma fjarri for- eldrum sínum, sagði Álfgeir Logi í kynningu sinni og vísaði til þess að at- vinnuþátttaka hér á landi væri með mesta móti. „Í fimmta bekk segjast 10% stráka aldrei vera ein heima eftir skóla, hins vegar segjast tæp 20% vera oft ein heima eftir skóla – tíu ára gamlir strákar. Þessi tala er svo tæp 14% meðal stúlkna og fer hækkandi eftir bekkjardeildum. Staðreyndin er greinilega sú að það er mikið af krökkum þarna úti, í fimmta til sjötta bekk, tíu til tólf ára sem eyða miklum tíma heima hjá sér án foreldra sinna.“ Erfitt er um það að vita hvað börn- in hafast við eftir skóla en um 67% nemenda í fimmta bekk segjast t.a.m. nota hálfa til eina klukkustund á dag í lestur annarra bóka en skólabóka og það sama segja 63% nemenda í 7. bekk. Þeim fækkar hins vegar tölu- vert sem lesa lengur og þannig eru aðeins 8,6% pilta í 7. bekk sem eyða 2–3 klukkustundum í bókalestur, en 21,1% pilta í sama aldurshóp eyðir 2–3 klukkustundum í að spila tölvu- leiki á netinu. Rannsókn & greining hefur um árabil staðið fyrir rannsóknum er varðar líðan og hagi barna og ung- menna hér á landi. Inga Dóra Sigfús- dóttir, forseti Kennslufræði- og lýð- heilsudeildar Háskólans í Reykjavík, segir þær upplýsingar sem fást afar mikilvægar til að hægt sé að móta gott starf í þágu barna og unglinga. „Þetta eru upplýsingar sem fara til foreldra og þeirra sem koma að umönnun og uppeldi barna og ung- menna. Ég held að við séum komin upp á lag með að nýta þessar upplýs- ingar í þágu barna og ungmenna og tel að fólk myndi sakna þeirra ef þær væru ekki á staðnum.“ Margir óánægð- ir með útlit sitt                '  (& )  *   #+ , ) "  &&              !"#  '     &       (       *    &   ##  (   $ !  %&' ()'   * ! )## & )##  )## +',   , +',   , +',   , && &* &( && && && "" "- (& () -. -" "( "/ &" &0 && && ) ( ) ( ) * &( &-- * - (&            ! "" # Íslenskum krökkum líður vel VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.