Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 39 Amma í Krókó, eins og ég kallaði hana, var hörkukona, með bein í nefinu og lá aldrei á skoðunum sínum. Fyrir tveimur vikum flaug það í gegnum huga mér að kannski væri hennar tími til að kveðja okkur kom- inn. En ég hafði trú á ömmu og vik- una áður en hún dó sagði ég við vin- konu mína að ég hefði ekki áhyggjur af henni lengur. Hún myndi komast yfir þetta. Mér var því nokkuð brugð- ið við að fá fréttir af andláti hennar. Þegar ég minnist ömmu koma upp margar skemmtilegar minningar. Margar Reykjavíkurferðir sem voru yfirleitt farnar fyrir hádegi. Þar var farið í réttri röð í Bónus, Rúmfatala- gerinn og Hagkaup og röðinni mátti sem minnst riðla, þannig að þegar við komum til Reykjavíkur, sem var oft- ar en ekki fyrir kl. 12.00, þá biðum við úti í bíl þangað til Bónus opnaði, oft með FM 957 á, en sú stöð var alltaf í minninu á bílnum eftir að Hrefna festi hana þar fyrir mörgum árum. Þrátt fyrir að amma og afi, sem var stundum með, hefðu jafnvel okkur báðar frænkurnar til að skipta inn- kaupalistanum í tvennt og hlaupa milli hilla veigraði amma sér ekki við að taka ókunnuga á tal til að finna það sem vantaði. Okkur frænkunum þótti það mjög gaman þegar við fífluðumst aðeins í ykkur og settum t.d. 10 poka af skorpum eða 20 kg poka af hunda- mat í körfuna enda fór það ekki fram hjá neinum og þið höfðu líka húmor fyrir því. Ég fór líka nokkrar ferðir í Álafoss að kaupa plötulopa. Við frænkurnar fórum líka með ömmu í eina slíka ferð áður en alvörubisnessinn við Álafoss byrjaði. En þar sem engin okkar rat- aði sat ég aftur í með símaskrána á meðan Hrefna keyrði og endaði það ekki betur en svo að við vorum stadd- ar í þessu fína íbúðarhverfi í hjarta Mosfellsbæjar og amma sagði stór- hneyksluð að þetta gæti nú bara ekki verið rétt. Ég hló manna mest. Eða leitin mikla að Kötlu. Það var nú bara ævintýri út af fyrir sig. Við rúntuðum milli bílasala í leit að lítra af vanilludropum. Það var alltaf gott að koma niður í Krókó. Jólaboðin á aðfangadags- Halla Jónsdóttir ✝ Halla Jónsdóttirfæddist á Djúpa- vogi 8. maí 1921. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 3. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 9. nóvember. kvöld og jólabingó annan í jólum. Kleinur á hverjum laugardegi. Ég kom stundum í há- deginu ef amma var með eitthvað alveg spes því hún lét mig alltaf vita. Svo þegar maður var yngri var mesta sportið að fá Húbba búbba, rautt eða blátt, en það var bara orðið eins og að- alsmerki ömmu. Ég bað ömmu að prjóna á mig lopa- peysu fyrir nokkrum árum. Hún prjónaði hana og húfu í stíl sem hún afhenti mér þegar ég flutti svo norð- ur til Akureyrar. Auk þess fannst ömmu ég þurfa lopasokka því það væri alltaf svo kalt á Akureyri og gaf mér 3 pör svo ég ætti nú til skipt- anna. Amma var alltaf jafndugleg að hringja í mig, sérstaklega þegar ég var í prófum, sem meðleigjanda mín- um þótti alltaf jafnaðdáunarvert. Mér þótti alltaf vænt um það. Mikið var ég nú glöð að ég fór loks- ins með blómin því ég veit hversu vel þú kunnir að meta þau þrátt fyrir að hafa sagt þegar ég kom með þau: „Ég ætla að vona að þú sért ekki að koma með þessi blóm handa mér!“ En það var nú bara svona eins og þú varst. Ég sakna þín amma. Eva Björk Axelsdóttir. Elsku amma mín. Nú þegar ég sest niður og ætla að skrifa nokkur orð um þig koma margar skemmtilegar minningar upp í hugann. Ég er rík af því að ég fékk að vera mikið í kringum þig í uppvextinum og var þá ýmislegt gert. Það sem kemur upp í hugann er t.d minningar um að ég fékk oft að gista hjá þér þegar afi var fyrir vestan í fiskmatsferðum og þá kenndir þú mér að sauma og reyndir að kenna mér að prjóna, en eins og þú sagðir; „Guðrún mín, ég held þú ættir að halda þig við saumaskapinn,“ það að prjóna lá ekki fyrir mér. Svo á sumrin fékk ég að fara með ykkur í fellihýsinu vestur þegar afi var að meta og þótti það mjög flott því þá var ekki algengt að fólk ætti fellihýsi. Ég var ekki nema átta eða níu ára þegar ég fékk það ábyrgðarmikla hlutverk að pakka inn öllum jólagjöf- um fyrir þig og varð það siður þar til ég varð meira en tvítug og var farin að búa og komin með börn. Þegar ég fermdist fékk ég sauma- vél í fermingargjöf frá ykkur afa og man ég hvað mér fannst þetta æð- isleg gjöf. Seinna fórum við saman til Reykjavíkur á námskeið að læra á nýju saumavélarnar okkar því þú hafðir keypt þér eins vél og að sjálf- sögðu heyrðist hæst í þér á öllu nám- skeiðinu og skemmtum við okkur mjög vel. Svo kom að því að ég fór út á vinnu- markaðinn og fékk sumarstarf í Haf- erninum en þar varst þú verkstjóri, ég hélt í alvöru að þetta yrði svo ein- falt og létt að því að þú værir verk- stjóri en það var sko ekki ég var látin vinna meira ef eitthvað var, sem bet- ur fer því enn þann dag í dag bý ég að því að hafa verið skóluð til um leið og ég steig mín fyrstu skref á vinnu- markaðnum. Þú hélst stórfjölskyldunni saman með því að baka kleinur á laugardög- um og komu þá allir fjölskyldumeð- limirnir saman Þannig slóst þú tvær flugur í einu höggi, með því að hitta alla sem voru þér kærastir og sleppa við að heim- sækja þá. Ég er þakklát fyrir að börnin mín hafa líka fengið að alast upp við það að koma í kleinur á laugardögum. Það er minnisstætt þegar ég bað um uppskriftina að kleinunum og þú sagðir „slatti af þessu, slatti af hinu,“ svo komum við okkur saman um að ég kæmi bara og væri hjá þér þegar þú bakaðir, sem ég og gerði, en það var ekki möguleiki að sjá hvað þessi slatti eða þessi sletta var mikið. Þegar ég var unglingur þá komstu inn í herbergið mitt og þar sem þú stóðst í dyrunum sá ég það á þér að þér fannst rosalega mikið drasl en það eina sem þú sagðir var „mikið óskaplega hlakka ég til þess þegar þú ferð að búa og ég kem og heimsæki þig.“ Já, svo þegar ég fór að búa og þú heimsóttir mig þá fórstu um allt húsið og kvaðst svo upp dóm. „Já, það er bara fínt hjá þér, líka inni í skáp- unum og á bak við klósettið.“ Já, svona varst þú hreinskilin með ein- dæmum. Elsku amma mín, síðasta heim- sókn mín til þín var líka mjög skemmtileg. Ég kom inn til þín og þú horfðir á mig, svo þegar ég kom nær þá kom frá þér: „Sæl Guðrún mín, mikið óskaplega ertu orðin feit.“ Já, það verður ekki frá þér tekið að þú varst hreinskilin og ekkert að fara í kringum hlutina. Takk fyrir að vera amma mín. Kveðja, Guðrún Jóhanna. Alltaf var jafn gaman að koma í Krókatúnið til ömmu og afa, sérstak- lega á laugardagsmorgnum þegar amma Halla steikti kleinur. Þar hitti maður ættingja og vini og fékk sér kleinur yfir köldu mjólkurglasi. Einnig var gaman að koma í jólahitt- inginn á aðfangadagskvöld. Amma gaf okkur ást og umhyggju. Hún hrósaði okkur, spurði okkur spurn- inga og gaf okkur vettlinga og ull- arsokka. Við vonum að amma sé nú búin að hitta afa aftur í himnaríki. Hvíldu í friði, elsku amma Ari og Hrafn. Ég verð að fá að skrifa hér nokkur orð til að minnast Höllu. Þegar ég kynntist manninum mínum Jóni Gunnari fyrir bráðum 18 árum var ég fljótlega kynnt fyrir ættmóðurinni, föðurömmunni, Höllu. Hún tók mér strax opnum örmum og fann ég fljót- lega hvað hún var þeim sem þekktu hana mikils virði. Í svona minning- argreinum er fólk stundum oflofað, en það er óhætt að fullyrða það að Halla var einstök manneskja. Hún var hreinskiptin, sagði sínar meining- ar án hiks, allt vel meint. Halla lét sér annt um annað fólk og sýndi það ekki bara í orði heldur í verki. Hvort sem það voru ættingjar, vinir, nágrannar eða vinnufélagar. Halla sýndi fólki áhuga með því að spyrja um hagi þess og líðan og gaf góð ráð ef þörf var á. Halla var barnabörnum sínum og í seinni tíð barnabarnabörnum sínum mikill styrkur. Þau leituðu til hennar í blíðu og í stríðu, oft með sín persónulegu mál, því að þau vissu að amma myndi hlusta. Halla var líka óspar á hrós, sem er of oft sparað, en öll þurfum við svo sannarlega á því að halda. Mér fannst ég kynnast Höllu enn betur þegar ég tók við hana við- tal fyrir 15 árum í tengslum við verk- efni í hjúkrunarfræði. Hún sagði mér þá frá fortíð sinni, en Halla hafði gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Hún hafði meðal annars verið send frá foreldrum sínum fjögurra ára að austan á Landakotsspítala til að liggja þar í marga mánuði til að lengja annan fótlegginn og laga hryggskekkju. Nunnurnar þar voru misjafnar. Hún sagði mér líka frá erf- iðum barnamissi, ekki einum, heldur missti hún þrjú börn mjög ung og Ás- laugu dóttur sína á fullorðinsaldri. Sjá mátti á henni að sá missir hafði alla tíð verið henni mjög þungbær. Það var alltaf aðdáunarvert að sjá hvað Halla og Jón, maðurinn hennar, voru samrýnd, þar bar ekki skugga á, það er því kannski táknrænt hve stutt er á milli andláts þeirra, aðeins hálft ár. Það eru forréttindi að hafa kynnst Höllu og hafa eignast hana fyrir vin- konu. Einnig að hún hafi verið langamma barnanna minna þriggja, Hrafns, Höllu og Ara. Þau eru án efa betri manneskjur fyrir það. Ég votta börnum og öllum ættingj- um hennar innilega samúð og veit að hún mun vera með okkur öllum í anda. Rannveig. Deildakeppnin – seinni umferð Um næstu helgi, 17. og 18. nóv., fer fram seinni umferð deildakeppn- innar. Staðan eftir fyrri umferð í 1. deild er þannig: Efstir eru Eyktar- menn með 129, í 2. sæti er Karl Sig- urhjartarson með 127 og í 3. sæti er Tryggingamiðstöðin með 117. Í annarri deild er staðan þannig: Málning 132 Sparisjóðurinn í Keflavík 125 Úlfurinn 120 Guðlaugur Sveinsson 120 Sveit Þorsteins Laufdal vann sveitakeppnina í Gullsmáranum Sveit Þorsteins Laufdal sigraði af öryggi í sveitakeppninni í Gullsmár- anum sem nú er nýlokið. Með Þor- steini spiluðu Magnús Halldórsson, Elís Kristjánsson og Páll Ólason. Lokastaðan: Sveit Þorsteins Laufdal 152 Sveit Eysteins Einarssonar 132 Sveit Jóns Jóhannssonar 124 Sveit Guðmundar Pálssonar 117 Að sveitakeppninni lokinni var spilaður stuttur tvímenningur. Efstu pör urðu: Dóra Friðleifsd. – Heiður Gestsd. 88 Eysteinn Einarss. – Jón Stefánss. 84 Leifur Jóhanness. – Guðm. Magnúss. 80 Næsta fimmtudag, 15. nóvember, hefst tvímenningskeppni að nýju. Allt spilaáhugafólk velkomið. Friðrik og Jóhannes langefstir hjá Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Mjög góð mæting hefur verið hjá okkur hér í Breiðfirðingabúð það sem af er vetri. Sunnudaginn 11/11 var spilaður tvímenningur (Barome- ter) á 14 borðum þar sem þeir Frið- rík og Jóhannes sigruðu með yfir- burðum. Röð efstu para var þessi. Friðrík Jónss.-Jóhannes Guðmannss. 498 Axel Rúdólfsson-Sigþór Haraldss. 427 Dúfa Ólafsdóttir-Jóhann Ólafsson 422 Haraldur Sverriss.-Þorv. Þórarinss. 422 Sveinn Sigurjss.-Þorbjörn Benediktss. 414 Sunnudaginn. 18/11 hefst svo þriggja kvölda tvímenningskeppni. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 12.11. Spilað var á 14 borðum. Meðalskor 312 stig. Árangur N-S Ægir Ferdinands. – Hannes Ingibergs. 359 Gísli Víglundss. – Sæmundur Björnss. 358 Helgi Hallgrímss. – Jón Hallgrímss. 343 Árangur A-V Þröstur Sveinss. – Kristján Jónasson 391 Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánss. 376 Eiríkur Eiríkss. – Skarphéðinn Lýðss. 357 Kvöld Bakkakotsbóndans Mánudaginn 12. nóvember héldu Borgfirðingar áfram með aðaltví- menninginn. Kristján í Bakkakoti er nú loks laus undan smalamennsku haustsins og getur því einbeitt sér að spilamennskunni. Það gerði hann svikalaust, vel studdur af makker sínum henni Önnu, sem sannanlega kann ýmislegt fyrir sér í fræðunum. Skólastjórarnir á Varmalandi voru líka kátir enda kominn hiti í húsið. Þá gefa Grundfirðingarnir ekkert eftir og eru hættulega langt á undan öðrum pörum. Bestu skor kvöldsins fengu: Kristján Axelsson – Anna Einarsd. 120 Flemming Jessen – Guðm. Þorsteinsson 87 Guðni Hallgrímsson – Gísli Ólafsson 60 Staðan eftir tvö kvöld: Guðni Hallgrímsson – Gísli Ólafss. 178 Anna Einarsdóttir – Kristján Axelsson 104 Þorsteinn Pétursson – Guðm. Pétursson 87 Rúnar Ragnarsson – Dóra Axelsd. 81 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 12. nóvember var spilaður tvímenningur. Þessi pör urðu efst: Gunnar Birgiss. – Ólafur Danivalss. 59% Halldór Þórólfss. – Björn Arnarsson 58% Guðni Ingvarss. – Halldór Einarsson 55% Ásgeir Ásbjörns. – Dröfn Guðmundsd. 51% Mánudagana 19. og 26. nóvember verður spiluð hraðsveitakeppni, en að því loknu hefst aðalsveitakeppni félagsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Elsku amma. Þú fórst alltof snöggt frá okkur, manni finnst svo tómlegt án þín. Að hugsa um að þú sért komin til Óla afa er mikil huggun. Þú varst alltaf sú sem ég gat leitað til og manni leið alltaf betur eftir að hafa talað við þig. Ég fylltist miklum spenningi og til- hlökkun þegar þú varst að flytja til Eyja. Þú hefur alltaf verið trúuð og veit ég að þú ert vel liðin á himnum eins og þú varst á jörðu niðri. Enda eign- aðistu margar vinkonur eftir að þú fluttir til Eyja. Hjördís Antonsdóttir ✝ Hjördís Antons-dóttir fæddist á Eyrarbakka 17. jan- úar 1929. Hún and- aðist á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 5. nóvember síðastliðinn. Útför Hjördísar fór fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 10. nóvember og minningarathöfn var í Fossvogs- kirkju 13. nóvember sl. Þú kenndir mér fað- irvorið og þær bænir sem þú fórst með á kvöldin og er ég enda- laust þakklátur þér fyrir að leyfa mér að trúa á Guð með þér. Ég mun aldrei gleyma sögunum sem þú sagðir mér um pabba þegar hann var lítill. Amma mín, takk fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú verð- ur alltaf í mínu hjarta. Þinn sonarsonur, Ólafur Björgvin. Það var snemma árs 1991 að ég var kosin trúnaðarmaður á leikskóla og stuttu síðar sat ég í stjórn Starfs- mannafélagsins Sóknar. Þar kynntist ég Hjördísi fyrst. Hún kom mér fyrir sjónir sem ákveðin, skarpleit kona sem hafði sínar skoðanir á hlutunum. Hún var glettin og meinstríðin á köfl- um en stórt hjarta hafði hún með af- brigðum. Því átti ég eftir að fá að kynnast af eigin raun. Árið 1993 hóf ég störf á skrifstofu Sóknar og hafði Hjördís þá nýlega misst eiginmann sinn og besta vin, Ólaf Björgvin Jó- hannesson, af slysförum. Þetta var erfiður tími fyrir Hjördísi og reyndi þetta mikið á hana. Í janúar 1994 missi ég síðan fyrri eiginmann minn. Hjördís studdi mig og skildi svo vel líðan mína. Mér eru ógleymanleg viðbrögð hennar þegar ég var að fara niður til Tryggingastofnunar að sækja um ekknalífeyri. Hún sagði mér að hún ætlaði sko að fylgja mér og aðstoða og ráðleggja mér við hvern ég ætti að tala. Ég átti ekki að lenda í sömu hremmingum og hún hafði lenti í. Hún stóð dyggilega við hlið mér og gaf engum kost á að vera með leiðindi við mig. Svona var hún og svona var hún við marga. Alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, óumbeðin og af mikilli fórnfýsi. Við áttum síðan saman dýr- mætar stundir hjá samtökunum Nýrri dögun. Þar eignuðumst við góða vini sem við hittum reglulega. Það voru margir sem nutu hjálpar hennar. Bæði félagsmenn Sóknar sem og aðrir. Hún gat verið grimm þegar svo stóð á og barðist ötullega fyrir rétti fólks. Það voru líka margir sem hún rétti hjálparhönd þegar lífið hafði leikið það grátt, bæði félagslega sem og fjárhagslega. Hún gantaðist oft með það að hún yrði seint rík. Hún gæfi alltaf alla peninga sem hún ætti eða keypti eitthvað sem barna- börnin vanhagaði um, en þau voru augasteinarnir hennar og alltaf var gaman þegar eitthvert þeirra gisti hjá henni í Gyðufellinu. Hún var gjaf- mild og mátti ekkert aumt sjá. Ef bú- ið var að stofna söfnunarreikning vegna einhverra sem áttu í miklum fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda þá var Hjördís manna fyrst að leggja inn á þann reikning. Hjör- dís hætti störfum þegar hún varð sjö- tug. Dóra mágkona hennar var henn- ar stoð og stytta eftir fráfall Ólafs. Það var því mikill missir þegar Dóra fellur frá á sama ári og móðir Hjör- dísar árið 2000. Í kjölfarið flytur Hjördís til Vestmannaeyja. Þá fækk- aði samverustundunum og hitt ég hana síðast sumarið 2002 þegar við hjónin fórum með Eflingu til Vesta- mannaeyja. Þá borðaði hún kvöld- verð með okkur í gamla „Sóknarlið- inu“. Hún var þá hress og kát, leit svo vel út og var á fullu í handavinnu með öldruðum. Við spjölluðum síðast saman í fyrravetur þegar ég hringdi í hana. Hún var þá hálflasin og var því samtal okkar ekki langt. Hún var oft illa haldin af astma og hrjáði það hana oft í daglegu starfi en glettnin og stríðnin var aldrei langt undan þó oft hún væri sárlasin. Þakka þér, Hjördís mín, fyrir sam- fylgdina, samstarfið og þína hjálp þegar ég þurfti hennar með. Jóhann- esi og fjölskyldu hans sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurlaug Gröndal Sigurlaug B. Gröndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.