Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 37 íslenskra listamanna fór til Serignan í Frakklandi fyrir nokkrum árum með sýningu, og upplifði alveg það sama eftir öll þessi ár, hann var hræddur um að missa af lestum og svo flugvél- inni heim. Hann var þó búinn að ferðast víða með sýningar sínar árin þar á milli. Það var stundum ein- göngu fyrir það hversu stór hann var, sem við sluppum úr erfiðum aðstæð- um, sem við vorum búnir að koma okkur í á börunum. Ég lýsi þessum tíma vegna þess að hann var náinn með okkur, og hann rifjaði hann stöðugt upp þegar við hittumst. Ég held að honum hafi liðið sérlega vel þarna á Limburghala Hollands. Það væri hægt að rifja upp margar sögur frá þessum tíma. Biggi var gef- andi og góður félagi, og þetta var á tíma þar sem allt var stöðug upplifun og leit. Á þessum tíma var hollenski listamaðurinn Bas Jan Ader búinn að framkvæma sitt síðasta myndverk. Hann sigldi frá landi á lítilli bátkænu og ætlaði yfir Atlandshafið. Hann kallaði verkið „Í leit að kraftaverki“. Báturinn fannst svo brotinn við strönd Spánar. Þetta fannst okkur gott verk. Annað verk eftir hann var eins konar gildra, sem var kassi þar sem vín og brauð var undir, og lenti sá undir kassanum sem freistaðist. Kannski er þetta lýsing á lífinu með okkur. Það mynduðust sögur um að Bas Jan Ader hefði bara sviðsett verkið, og væri farinn að lifa öðruvísi lífi. Við förum og við lifum svo öðru- vísi. Biggi verður áfram hér vegna þess að hann var góður listamaður, hvernig sem sú mynd verður, og hef- ur auðgað þann garð sem hér grær. Helgi Þorgils Friðjónsson og fjölskylda. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég minnist þín, Biggi. Ég held reyndar að þú kærir þig nú ekki mikið um einhver svona lofskrif. Þú lést alltaf verkin tala fyrir þig þó oft hafi ég nú þurft nánari útskýr- ingar á þeim. Við áttum mörg góð ár saman, frábæra tíma sem skilja eftir afar góðar minningar. Allt það vil ég þakka þér fyrir og ekki síst þann hlý- hug sem þú sýndir mér alla tíð. Þú gleymdir aldrei gömlum vini þó heimshöf skildu að og þótt árin liðu. Ég vil minnast þín með kvæði eftir Hannes Pétursson: Haustkvöld. Langvegir. Ljósafjöld sveitanna slokknuð og allt þagnað – nema einn lækur einn hestur sem þræðir beinan stíg og ber mig í dimmunni yfir heiðalönd feðra minna til fjarlægs staðar. Engu þarf að kvíða. Nú kular úr opnum skörðum og lækurinn hljóðnar í lautunum mér að baki. Engu þarf að kvíða klárinn fetar sinn veg – stefnir inn í nóttina með stjörnu í enni. Ég votta Andrési föður hans og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Lúðvík H. Gröndal. Fréttirnar eru ekki góðar, kæri vinur. Við mæðginin eigum svo margar merkilegar minningar um þig, bæði sameiginlegar og í sitt hvoru lagi. Staðir, stundir og atburðir sem birt- ast auðveldlega í hugarþeli. Síðustu daga höfum við rifjað upp margt og brosað breitt yfir hversu sniðugur þú gast verið. Stórkostlegur, hlýr og hrjúfur. Í huga Ísidórs varstu auka- afi og mikið tröll. Þakka þér fyrir elskuna sem þú sýndir syni mínum. Fyrir gestrisn- ina. Fyrir áhugann á velferð minni og sonar míns. Samtölin um lífsheim- speki og myndlist. Við þökkum þér sögurnar allar, hlátrasköllin yfir tröllatánum, söngv- ana þína: um þá félaga Njál og Njóla á hjóli; og svo hinn, um börnin smá. Þú verður alltaf í hjartanu okkar. Þínir vinir, Sólveig Alda og Ísidór Jökull. Birgir Andrésson er látinn, stóri maðurinn með enn stærra hjartað og stórkostlega myndlist að baki. Þær voru ekki fáar stundirnar sem við nutum með honum, hvort sem var í myndlistarskólanum, í Kling & Bang galleríinu, á Seyðisfirði, á Vesturgöt- unni, í Feneyjum, á börunum og á sýningum. Hann hafði gífurleg áhrif á okkur, hvatti okkur, gerði grín að okkur, tók okkur alvarlega, sagði okkur sögur, hlustaði á okkur, skemmti okkur og kenndi okkur. Nú verða þær stundir ekki fleiri, ákveðið blackout í hugum og hjörtum okkar en Birgir Andrésson, maðurinn, myndlistin og áhrifin munu lifa með okkur um ókomna framtíð. Næsti hálftími verður þrjú korter. Kling & Bang gallerí. Daníel Björnsson, Erling T.V. Klingenberg, Hekla Dögg Jónsdóttir, Kristján Björn Þórðarson, Nína Magnúsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Úlfur Grönvold. Frændur eru frændur og sumir frændur eru líka frændur, þó ekki sé um náinn blóðskyldleika að ræða. Þannig var það alla vega með „Bigga frænda“ eins og ég lærði að þekkja hann sem. Birgir var einn af því áhugaverða og litríka fólki sem ég var svo heppinn að kynnast ungur í gegn um foreldra mína. Ég þykist nú ekki vera mikill listrýnir og ennþá síður sérstaklega meðvitaður um mitt þjóðerni, en þrátt fyrir það verð ég að viðurkenna að mörg verka Birgis, snertu einhvern veginn Íslendinginn í mér. Það sem er mér þó minnistæðast í fari „Bigga Frænda“ eru faðmlög hans á góðum stundum, sem voru svo mikil að manni lá stundum við yfirliði. Ég mun sakna þess stóra faðms og ég sendi Andrési, Arnaldi og öðrum að- standendum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Guðmundur Kristjánsson. Ég kynntist Bigga 1973, árið sem við hófum báðir nám við Myndlista- og handíðaskólann. Það tók ekki langan tíma að átta sig á því að hann hefði alla burði til að verða afgerandi listamaður, slík var áran og andinn yfir manninum, hæfileikarnir aug- ljósir, hugurinn kvikur, flinkur til handa, opinn fyrir nýjungum en um leið næmur fyrir gildi liðinna tíma og bestu afurða þeirra, a.m.k. því sem áhugi hans beindist að. Það er athyglisvert að mjög fljótt kom í ljós sú sýn er átti eftir að ein- kenna list Birgis, en það er íslensk menning á breiðum grundvelli og ekki síst alþýðumenningin, bók- menntaleg jafnt sem sjónræn: íslensk fyndni, kynlegir kvistir, þjóðhátta- fræði og annað í þeim dúr. Þetta tengdi hann þeirri listrænu hug- myndafræði og framsetningu sem þá var ofarlega á baugi í listheiminum. Hugarfars- eða hugmyndalega var þetta mjög snemma á ferð hjá honum og mjög markvisst, en útfærslan gekk brösulega framan af, en svo fyr- ir u.þ.b. 20 árum small allt saman: viðfangsefni, hugmyndir og útfærsla. Síðan þá vann hann markvisst að því að þróa, útvíkka og fullkomna þennan myndheim sinn. Birgir hafði góða til- finningu fyrir grafískri hönnun, let- urfræði og slíku, og tengdi það hinum gamla menningarheimi, en hönnun- arþátturinn er kannski hvað mest af- gerandi þáttur listar hans og sá sem tengir þessa tvo heima svo sterkt saman, hinn gamla menningarheim okkar og nútímann. Þetta var svo ný- stárlegt í fyrstu að sumum sérfræð- ingum fornrar íslenskrar menningar varð um og ó. Birgir vann lengi við hönnun og uppsetningu glanstímarita og kom sér við það upp mikilli kunnáttu í fag- inu. Reyndar virðist hann hafa fæðst með þessa hæfileika, en þarna voru þeir þjálfaðir. Lengi vel fannst mér samt að þessi hönnunar- og glans- heimur myndi kæfa listamanninn í honum, fannst verk hans sjálfs og vinnubrögð vera farin að smitast verulega af þessu umhverfi, en það fór verkunum illa. En að endingu náði listamaðurinn yfirhöndinni. Hann kvaddi þennan tímaritaheim með mikla kunnáttu og reynslu í far- teskinu, sem nýttist honum við gerð eigin verka. Honum tókst líka að losa sig við smartheitakeiminn að mestu. Það er aðeins í staka verki sem sjá má þess dálítinn vott. Það verk Birgis sem hvað mesta athygli hefur vakið er myndröðin af hinum kynlegu kvistum sem hann vann lengi að. Þetta eru stækkaðar ljósmyndir af fólki liðins tíma sem skar sig úr varðandi sérkennilega framkomu eða líferni. Frá því ég sá þetta verk fyrst fannst mér sem Birg- ir fyndi til sérlega sterkrar sam- kenndar með þessum einstaklingum. Það var sem hann væri að vinna sig inn í þennan hóp. Það var eitthvert sár í sálinni, veit ekki hvað, kannski bara sársauki lífsins, því þó Birgir væri mikill á velli, djarfur í tali og allajafnan sláttur á honum, þá leynd- ist lítil, viðkvæm sál einhvers staðar djúpt í þessum stóra líkama. Birgir á að baki sterkan feril. Hann náði því sem aðeins fáum listamönn- um hverrar kynslóðar tekst, en það er að standa fyrir ákveðna, heild- stæða og ferska sýn og koma henni frá sér á afgerandi hátt. Kristinn G. Harðarson. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem á eftir kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Hjálmar Jónsson frá Bólu.) Jón Axel Egilsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hjallaseli 55 (Seljahlíð), áður til heimilis í Sólheimum 25, sem lést föstudaginn 9. nóvember í Seljahlíð, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Arnór Sveinsson, Hrafnhildur Rodgers, Sigurbjörn Sveinsson, Elín Ásta Hallgrímsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæri HARALDUR KARLSSON, Fljótsbakka, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 10. nóvember. Útförin fer fram í Þorgeirskirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 13:00. Guðrún Friðriksdóttir, Karl Haraldsson, Anna Dóra Þorgeirsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ólafur Haraldsson, Elín H. Gunnlaugsdóttir og barnabörn, Sigurlína Helgadóttir, Friðrik Helgason, Þorlákur Helgason, og börn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON frá Svínhólum í Lóni, andaðist á Hjúkrunarheimilinu, Höfn, Hornafirði, þann 8. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hafnar- kirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Unnsteinn Guðmundsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Eysteinn Ingólfsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason, Júlíus Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, INGIBJÖRG BARÐADÓTTIR, Spítalastíg 4, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 12. nóvember. Útför hennar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Garðar Jónasson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GYLFI ÞORSTEINSSON, Sólvöllum, Raufarhöfn, lést miðvikudaginn 7. nóvember á sjúkrahúsinu á Húsavík. Útför fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Guðný Sigurbjörnsdóttir, Þór Einarsson, Janet Borques, Guðmundur Einarsson, Katrín R. Rúnarsdóttir, Árni Heiðar Gylfason, Erla Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Smári Gylfason, Ólína S. Ólafsdóttir, Ófeigur Ingi Gylfason, Anna H. Traustadóttir, Sandra Ösp Gylfadóttir, Halldór Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalang- amma, MARGRÉT BERGSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 32 A, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 17. nóvember kl. 14.00. Júlíus Þórarinsson, Hreinn Júlíusson, Sigurlína Káradóttir, Sigríður Þórdís Júlíusdóttir, Ingi B. Vigfússon, Hrefna Eyjólfsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Heittelskaður eiginmaður minn, sálufélagi, besti vinur og pabbi okkar, ÁSGEIR EINARSSON, lést miðvikudaginn 7. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Linda Björk Hávarðardóttir og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.