Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORGARSTJÓRI, Dagur B. Egg- ertsson, opnaði á þriðjudag form- lega nýtt húsnæði leikskólans Álftaborgar. Nýi leikskólinn, sem reistur var á lóð þess gamla, er 659 fermetra hús þar sem 88 börn dvelja á fjórum deildum. Álftaborg tók til starfa fyrir tæpum fjórum áratugum og er einn elsti leikskóli borgarinnar. Sterkur þáttur í starfi Álftaborgar er söguhefðin, en þar hefur alla tíð verið lögð rík áhersla á frásagnarlist og bóklestur. Við opnunina flutti borgarstjóri ávarp, svo og Sigrún E. Smáradótt- ir, formaður leikskólaráðs, og Bergur Óskarsson, formaður fram- kvæmdaráðs. Börnin voru þó í aðal- hlutverki og sungu fyrir gesti og sýndu þeim leikskólann sinn. Morgunblaðið/Sverrir Klippt Borgarstjóri fær aðstoð við opnun nýs húsnæðis Álftaborgar. Ný Álftaborg VEL gekk að grafa Héðins- fjarðargöng Siglufjarðar- megin í síð- ustu viku en treglega Ólafsfjarð- armegin þar sem þétta þurfti berg- ið þeim megin. Frá Siglufirði voru sprengdir um 79 m og er lengd ganga þeim megin nú um 2.759 m. Ólafsfjarðarmegin gekk fremur hægt þar sem enn er unnið við bergþéttingar en 11 metrar voru sprengdir í göngum þessa vikuna og er lengd ganga þeim megin því nú um 1.833 m. Samanlögð lengd ganga er nú um 4.592 m sem er 43,4% af heildar- lengd. Bergþéttingar tefja gröftinn ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda samkeppni um götuheiti á mið- svæði Álftaness í kjölfar auglýs- ingar á tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Öllum íbúum Álftaness er heimil þátttaka. Skipulags- og byggingarnefnd mun fara yfir til- lögurnar og velja úr þeim. Veitt verða peningaverðlaun fyrir þá til- lögu sem ber sigur úr býtum. Götuheiti óskast BROT 128 öku- manna voru mynduð á Víkur- vegi í Grafarvogi í fyrradag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Víkur- veg í átt að Halls- vegi. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 232 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 55%, of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 68 km/klst en þarna er 50 km há- markshraði. Tuttugu og tveir óku á 70 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók var mældur á 101 kílómetra hraða, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu. Hraðakstur á Víkurvegi Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ORKUSÖLUSAMNINGUR Orku- veitu Reykjavíkur (OR) og Alcan er bundinn við stækkun álversins í Straumsvík. Ekki hefur verið rætt hvort hann taki einnig til afhend- ingar orku vegna tæknibreytinga í núverandi álveri sem kalli á aukna orku, segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR. Í tilkynningu frá Hjör- leifi í gær kom fram að hann teldi forsendur samningsins brostnar. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði hins vegar í Morgunblaðinu í gær að Alcan hefði fullan hug á að nýta þá orku sem samið hafði verið um. Hjörleifur og Rannveig munu funda vegna málsins eftir helgi. Samkvæmt samningnum tekur OR að sér að virkja og útvega 200 MW vegna nýrrar verksmiðju í Straumsvík fyrir árslok 2010. Hjör- leifur segir að eftir niðurstöðu kosn- inga um deiliskipulag álversins í Straumsvík í Hafnarfirði í vor, þar sem bæjarbúar höfnuðu stækkun, „hafi verið ljóst að samningurinn var orðinn nokkuð tæpur“. Hins vegar hefur Alcan verið að skoða aðra kosti innan lóðar sinnar í Straumsvík. Breytir engu með Bitru Á félagsfundi vinstri grænna í Reykjavík á þriðjudagskvöldið, sem um fimmtíu félagsmenn sóttu, voru fulltrúar flokksins í borgarstjórn hvattir til að setja Bitruvirkjun á ís og skoða Hengilssvæðið heildstætt. Heimir Janusarson, formaður félags VG í Reykjavík, segir að meginlínan á fundinum hafi verið sú að staldra við og ná yfirsýn. Haft var eftir Svandísi Svavarsdóttur, borgarfull- trúa VG, í RÚV í gær að full efni væru til að taka athugasemdir um virkjanaáformin alvarlega. Bitruvirkjun og Hverahlíðar- virkjun, sem OR fyrirhugar að byggja á Hengilssvæðinu, voru m.a. hugsaðar til að mæta auknum orku- þörfum Alcan. En séu forsendur orkusölusamn- ings OR og Alcan brostnar, er þá ástæða til að fara í Bitruvirkjun strax? „Það er alltaf spurning og okkar stjórnar og eigenda að skoða það,“ segir Hjörleifur og bendir á að virkjanirnar séu enn í umhverfis- mati og „mörg þrep eftir þar til hin eiginlega virkjun fer af stað“. Hjörleifur telur enga hættu á því að verði ekki af sölu raforku til Alc- an sitji OR uppi með orku úr nýju virkjununum. Margir aðilar hafi lýst áhuga á viðræðum um orkukaup. Ekki verði farið af stað með tug milljarða fjárfestingar nema að hafa samið við kaupendur af orkunni. „Það mun aldrei gerast,“ segir Hjörleifur. Tvær nýjar virkjanir Framkvæmdasvæði Bitruvirkj- unar er í sveitarfélögunum Ölfusi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Áætlað er að jarðhitavinnsla þar nægi til allt að 135 MWe rafmagns- framleiðslu. Framkvæmdasvæði Hverahlíðarvirkjunar er í sveitarfé- laginu Ölfusi og er áætlað að fram- leiða þar 90 MWe. Gert er ráð fyrir að raforkufram- leiðsla fyrsta áfanga Bitruvirkjunar hefjist árið 2010, segir í frummats- skýrslu OR vegna virkjunarinnar. Framkvæmdasvæðið er á Hengils- svæðinu, nánar tiltekið í Bitru, svæðis sem liggur austur af Hengl- inum. Við upphaf matsvinnunnar var talað um svæðið sem Ölkeldu- háls og var fyrirhuguð virkjun kennd við hann. Í þeim áætlunum var gert ráð fyrir að borað yrði við Tjarnarhnúk og náði framkvæmda- svæðið mun lengra til austurs. Af umhverfisástæðum var horfið frá því. Í frummatsskýrslunni segir að það sé mat framkvæmdaraðila að áhrif Bitruvirkjunar á landslag séu talsverð. Samlegðaráhrif Bitruvirkj- unar, Hverahlíðarvirkjunar, Hellis- heiðarvirkjunar, Nesjavallavirkj- unar og tengdra háspennulína á Hengilssvæðið á landslag, séu hins vegar talin talsverð til veruleg þar sem þrengir að ósnortnum svæðum. Samlegðaráhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda með þeim mannvirkjum sem komin eru á Hengilssvæðið eru talin talsverð til veruleg þar sem gildi Hengilssvæðisins sem útivist- arsvæðis mun rýrna og lítt snortn- um svæðum fækkar talsvert. Í umsögn Umhverfisstofnunar um Bitruvirkjun, sem birt var í síð- ustu viku, segir að ef tekið verði til- lit til athugasemda stofnunarinnar séu ekki líkur á að heildaráhrif vegna framkvæmdanna verði um- talsverð. Margar athugasemdir Aldrei hafa jafn margar athuga- semdar verið gerðar við virkjana- áform hér á landi, og gerðar voru við Bitruvirkjun en Skipulags- stofnun bárust vel á sjöunda hundr- að athugasemda í vikunni sem leið. Skipulags- og bygginganefnd Hveragerðis leggst t.d. alfarið gegn virkjuninni, og segir Bitruvirkjun framkvæmd sem muni hafa veruleg skaðleg áhrif á möguleika Hvera- gerðis og nágrennis sem íbúða- og ferðamannasvæðis. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitar- stjóri Ölfuss, segir allt til alls í sveit- arfélaginu til orkufrekrar starfsemi. Viðræður standi nú yfir við fyr- irtæki um að reisa þar kísilhreins- unarverksmiðju. Hann segir að vandað hafi verið til verks við und- irbúning Bitruvirkjunar. „Það yrðu vonbrigði fyrir þjóðina í heild sinni ef horfið yrði frá Bitruvirkjun,“ seg- ir Ólafur Áki. „Við erum mjög með- vituð um verðmæti þessa svæðis og skipulagsvinnan hefur tekið mið af því.“ Margir vilja orkuna úr Bitru fari hún ekki til Straumsvíkur Í HNOTSKURN »Gert er ráð fyrir að boraþurfi um 27 vinnsluholur vegna Bitruvirkjunar og að holurnar verði 2.000- 4.000 m djúpar. »Borun á Bitrusvæðinuverður áfangaskipt og er stefnt á að bora 1 holu árið 2007, átta holur árið 2008, sjö holur árið 2009 og níu holur vegna síðari áfanga.   *                            1!2           3!  4           !     "      * +  #,  -,   +  #,   * +  #,  $ +  #, 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.