Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 23
Þetta er frábært tækifæri fyr-ir mig og ótrúlegaskemmtilegt að fá að hannaheila fatalínu. Það liggur mikil hugmyndavinna að baki þessu og ég þurfti að teikna mikið, endur- skoða og vinsa úr áður en ég komst að niðurstöðu um hvað ætti að vera inni,“ segir Ásgrímur Már Frið- riksson, eða Ási fatahönnuður sem fenginn var til að hanna föt fyrir vörumerkið E-LABEL sem þær Andrea Brabin og Ásta Kristjáns hjá Eskimo standa á bakvið. E-LABEL er stórt verkefni sem er hugsað sem lífsstíll fyrir harðduglegar nútíma- konur um allan heim. Fatalínan hans Ása er fyrstu vörurnar sem fást á þess vegum, en í framtíðinni munu þar einnig fást fylgihlutir, snyrtivör- ur og ýmislegt fleira. „Við gerðum prufur fyrir ári með tvær flíkur sem ég hannaði og stóran handstimplaðan klút. Önnur flíkin var svokölluð blöðrupeysa sem varð mjög vinsæl og eftirspurnin er slík að það er kominn langur biðlisti. Það var því ekki eftir neinu að bíða og ég hannaði fleiri flíkur í fatalínu. „Fötin eru saumuð á Indlandi og ég fór tvisvar þangað í tengslum við það, sem var mjög áhugavert og ég lenti meðal annars í flóði á rigning- artímanum. Ég fór til að skoða saumaverksmiðjur með tilliti til verðs, gæða og ekki síst aðstæðna starfsfólks, því við viljum ekki vera þátttakendur í einhverjum þrælabúð- um. Við fundum góða verksmiðju og síðan þurfti ég að fylgja þessu eftir frá teikningum til tilbúinnar flíkur, sem er þó nokkurt ferli. En núna gengur þetta mjög vel og við ákváðum að vera eingöngu með fötin til sölu á vefverslun til að geta haft þau ódýrari. Við viljum gefa fólki tækifæri til að kaupa hágæða ís- lenska hönnun á viðráðanlegu verði. þeim í vinnunni og í fínum boðum. Kosturinn við þau er líka sá að þau eru fyrir konur á öllum aldri. Við fengum nokkrar nafntogaðar íslensk- ar konur á ólíkum aldri, sem eru mjög ólíkar, til að sitja fyrir hjá okkur. Þær eru allar gott dæmi um íslenskar val- kyrjur sem eru fallegar, sjálfsör- uggar, hugrakkar og umhyggjusam- ar, en það er einmitt hugsunin sem gengið er út frá í E-LABEL lífsstíls- hugmyndinni hjá Andreu og Ástu.“ Ási hannar svört föt fyrir valkyrjur Morgunblaðið/Kristinn Skapandi Ási klæddur í eigin hönnun. Klúturinn hans stimplaði hefur margskonar notagildi. Blöðrusnið Andrea Róberts flott. Ási hannaði búningana fyrir Sylvíu Nótt á sínum tíma og fékk verðskuldaða athygli fyrir. En nú hefur hann fengið annað og allt öðruvísi ögrandi verkefni. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti hinn unga og upprennandi fatahönnuð. Það er svo ánægjulegt hvað áhugi al- mennings fyrir íslenskri hönnun hef- ur vaxið,“ segir Ási og tilkynnir með stolti að í dag verði opnuð vefverslun á vefsíðunni E-LABEL þar sem fötin fást. Í kvöld verður svo boð á Apótek- inu í tilefni af opnun vefsíðunnar þar sem meðal annars verður fram- kvæmdur tískugjörningur og fötin hans Ása sýnd. Ási útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur komið víða við. Hann hefur meðal annars starfað sem blaðamaður og stílisti og hann var aðstoðartísku- stjórnandi í Danmörku í sumar. Einnig sýndi hann teikningar á Tískutvíæringnum í Hollandi nýlega. Margir þekkja Ása sem þann sem hannaði litríku búningana á Sylvíu Nótt og vöktu þeir þó nokkra athygli, rétt eins og persónan sem klæddist þeim. En hönnun nýju fatalínunnar er af allt öðrum toga. „Búningarnir hennar Sylvíu voru bara skraut fyrir einstakar sýningar. Fötin sem ég er að hanna núna eru aftur á móti svört og þægileg. Það er hægt að fara í þeim út í öllum veðr- um. Og það er bæði hægt að vera í Morgunblaðið/Sverrir Ljúfar ilmnótur Guðrún Edda Haraldsdóttir hjá Forval er fróðari um frönsk ilmvötn en margur Íslendingurinn. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þari, ambur, trjágreinar ogilmandi jurtir eru nokkurþeirra fjölmörgu hráefnasem notuð eru til að fram- kalla flóknar ilmnótur sem síðar verða, í sumum tilfellum að minnasta kosti, að heimsfrægum ilmvötnum. Hver man t.d. ekki eftir því klassíska svari kvikmyndagyðjunnar Marilyn Monroe að hún svæfi í Chanel no. 5? Þá verður varla um það deilt að ilmvatnagerð geti verið flókin fræði sem fæstir Íslendingar viti mikið um. Alliance française ætlar hins vegar að ráða bót á því og í samvinnu við heildverslunina Forval verður efnt til ilmvatnsnámskeiðs sem ber yfirskriftina „Undraveröld franskra ilmvatna“ nú í nóvember og er það Guðrún Edda Haraldsdóttir hjá Forvali sem sér um fræðsluna. „Alliance française spurði hvort við værum til í að halda námskeið með þeim um frönsk ilmvötn og með þá svipaða tengingu í huga og höfð hefur verið á vínnámskeiðum,“ segir Guðrún Edda. Sjálf hefur hún allt frá æsku haft mikinn áhuga á ilm- vötnum og m.a. kynnt sér fræðin er- lendis. „Ég er eiginlega alin upp í þessum bransa. Forval er fjöl- skyldufyrirtæki og ég hef hlaupið hér um síðan ég var smákrakki. Þá vöktu ilmvatnsglösin með mér mik- inn áhuga enda afskaplega falleg ásýndar fyrir glysgjarna smástelpu. Seinna þroskaðist maður svo upp í að meta ilmvötn út frá öðrum for- sendum og ég hef á síðari árum sótt námskeið hjá Chanel, sem rekur skóla í París fyrir sitt fólk.“ Frakkar sér á báti Námið segir hún felast í sögu ilm- vatnanna, hvernig þau séu uppbygð og hvað það sé sem geri hvert ilm- vatn svona spennandi. Ilmvatns- gerðinni kveður hún hins vegar erf- iðara að mennta sig í. „Það er eiginlega eitthvað sem þú hefur eða hefur ekki. Alveg eins og með vínsérfræðingana; þeir hafa ein- faldlega næmari bragðlauka en aðrir og ilmvatnssérfræðingarnir hafa sömuleiðis næmara lyktarskyn.“ Námskeiðið hjá Alliance française er tvískipt. Á fyrri hluta þess eru þátttakendur leiddir inn í ilmvatns- heiminn, fræddir um sögu þekktustu frönsku ilmvatnanna og fjallað um flöskurnar sem þau eru seld í – enda sumar hrein listaverk. Í seinni hlut- anum er ilmveröldin sem býr að baki völdum ilmvötnum síðan skoðuð og sagt frá helstu hugtökum sem notuð eru í greininni. Að sögn Guðrúnar Eddu sker ilm- vatnsframleiðsla Frakka sig töluvert frá því sem tíðkast annars staðar í heiminum. „Frakkar taka allt mjög hátíðlega, m.a. ilmvatnsframleiðslu. Frönsku ilmvötnin eru þess vegna unnin eftir gömlum aðferðum og hvert fyrirtæki er fast í sínum hefð- um er kemur að hráefnisnotkun. Rósirnar mega t.a.m. ekki vaxa hvar sem er í heiminum. Þannig er Cha- nel t.d. með rósaakur í Grasse í Suð- ur-Frakklandi þar sem maírós nokk- ur vex og þessi rós frá þessum akri, sem aðeins blómgast í maí, er eina maírósin sem má nota í alvöru ilm- vatnið frá Chanel.“ Ilmheimurinn kannaður Námskeiðið fer fram fimmtudags- kvöldin 22. og 29. nóvember frá kl. 19-21 hjá Alliance francaise, Tryggvagötu 8. Skráningarfrestur er til 16. nóvember. Skráning fer fram í síma 552-3870 frá kl. 16-19 alla daga, eða á netfanginu allian- ce@af.is. daglegtlíf Unnur Ágústa Guðmundsdóttir og Hjörvar Hermannsson svöl- uðu ferðaþorstanum með fimm vikna Interrail-ferðalagi. »24 ferðalög Yfir 50% munur var á hæsta og lægsta verði á 9 vöruteg- undum af 24 í verðkönnun ASÍ. »25 verðkönnun |fimmtudagur|15. 11. 2007| mbl.is Kóralpeysan Svala Björgvins sómir sér vel í henni. www.E-LABEL.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.