Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er stórt skarð fyrir skildi nú þegar hún Gróa, móðir mín, er fallin frá. Á kveðjustund sækir að söknuður og tregi, en líka gnótt góðra minninga frá langri sam- fylgd. Móðir mín var alla ævi heilsu- hraust og gat gert það sem hugur hennar stóð til en í apríl síðast- liðnum greindist hún með krabba- mein. Veikindum sínum tók hún með æðruleysi og hugarró, eins og öðrum áföllum í lífinu. Með aðstoð fjölskyldunnar bjó hún heima eins lengi og kraftar leyfðu, en tvo síð- ustu mánuðina dvaldi hún á Líkn- ardeild Landakots. Þar var hugsað um hana af virðingu og nærfærni og þrátt fyrir veikindi leið henni þar eins vel og kostur var. Fyrir það ber að þakka og eins þakka ég þann hlýhug sem mér var sýndur allan þann tíma sem ég dvaldi þar jafnt á nóttu sem degi. Það tekur á að sitja við sjúkrabeð móður og sjá líf hennar smám saman fjara út. Sjá þessa þróttmiklu konu verða nánast að engu. Hugur hennar sjálfrar dvaldi mjög við minningar frá uppvaxtarárunum við Djúp og bar þar hæst árin sem fjölskyldan bjó á Bjarnastöðum. Hún minntist þess oft með stolti að sjö ára gam- alli var henni treyst til að fara með heim af engjunum, en heyjað var á Reykjarfjarðardal. Þegar heim á tún kom var hleypt úr reipunum, því ekki var mannafli heima við til að taka sáturnar niður af klakki. Það er með ólíkindum að svo ungt barn skyldi geta leyst svo erfið verkefni. Þetta dæmi er ef til vill lýsandi fyrir þann dugnað og áræði sem hún sýndi allt sitt líf. Hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Í samskiptum var hún hrein og bein, henni þótti vænt um fólk og bar virðingu fyrir því og fór þar ekki í manngreinarálit. Hún var umtals- fróm og fór ekki með fleipur um menn eða málefni, en hún fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoð- anir. Barnabörnin og langömmu- börnin voru stolt hennar og hún minnti þau oft á hvað það væri mikilvægt að vera duglegur að læra og stefna að settu marki í líf- inu. Nú er komið að kveðjustund. Ég sakna móður minnar mjög, það verður óendanlega tómlegt án hennar. Guð blessi minningu henn- ar. Aðalheiður Auðunsdóttir. Tengdamóðir mín, Gróa Jóhanna Salvarsdóttir, lést 27. október eftir erfið veikindi. Ég hitti Gróu fyrst fyrir 33 árum þegar við Björn, yngsti sonur hennar, rugluðum saman reytunum. Ekki veit ég hvernig henni leist á stelputrippið en með árunum urðum við góðar vinkonur og áttum margar ánægju- stundir saman. Gróa kom mér fyrir sjónir sem röggsöm, dugleg og stundum stjórnsöm kona sem leysti þau verkefni sem henni voru falin af dugnaði og ósérhlífni og þau voru mörg og erfið verkefnin sem hún þurfti að glíma við á ævinni. Hún missti tvíbura 1946, dreng og stúlku, um fimmtugt greindist hún með brjóstakrabbamein, elsti son- ur hennar drukknaði í Gautaborg 1974 og hún varð ekkja 1977 þegar hún missti manninn sinn, Halldór Víglundsson. Alltaf reis hún upp með reisn og kvartaði aldrei. Hún átti engan sinn líka. Gróa Jóhanna Salvarsdóttir ✝ Gróa JóhannaSalvarsdóttir fæddist á Bjarna- stöðum Reykjar- fjarðarhreppi 7. júní 1922. Hún lést á líknardeild Landa- kots 27. október síð- astliðinn og var jarðsungin frá Foss- vogskirkju 5. nóv- ember. Hún var hjálpsöm og mjög félagslynd, ættrækin og leið best þegar hún hafði fullt hús af fólki. Gestrisin var hún og góð heim að sækja og kunni að láta fólki líða vel í kringum sig. Gróa var sonum mínum góð, hún fylgdist vel með þeim og tók þátt í lífi þeirra og þegar erf- iðleikar steðjuðu að var amma fyrsta manneskjan til að koma og ráð- leggja og deila af sínum reynslu- brunni. Hún hélt elsta syni mínum undir skírn og henni þótti afar vænt um að hann var skírður Salvar eftir elsta syni hennar og Halldór í höf- uðið á eiginmanni hennar sem hún hafði þá þegar misst. Salvar Hall- dór var mikið hjá ömmu sinni og þótti ákaflega vænt um hana. Ein- hverju sinni orti ég svohljóðandi vísu á jólakort til hennar frá hon- um. Til góðu ömmu minnar sem gæsku á alltaf til og strýkur mínar kinnar það gefur traust og yl. Þær voru ófáar ferðirnar sem hún fór með okkur fjölskyldunni vestur á Bjarnastaði, austur að Eiðum og til Egilsstaða eða í sum- arbústaði. Á þessum ferðum fræddi hún syni mína um örnefni, staðhætti og mannlíf hringinn í kringum landið en amma vissi ótrúlega margt um byggðir, dali, fjöll, ár og læki. Einnig þekkti hún til fólks um allt land og gat rakið ættir þess og uppruna. Gróa lagði sonum mínum lífs- reglurnar þeir áttu að vera heið- arlegir, hjálplegir, duglegir og axla ábyrgð og ef þeir gerðu rangt áttu þeir að kannast við það og reyna að bæta fyrir. Gróa hélt fjölskyldunni vel sam- an og árvissir atburðir á Flókagöt- unni eins og að taka slátur og steikja laufabrauð eru mér ferskir í minni. Þá kom fjölskyldan saman og allir lögðu sitt af mörkum, stór- ir sem smáir. Oft bökuðum við saman fyrir jólin. Jólaboðin hennar á Flókagötunni eða afmælisveislur í fjölskyldunni, allt var þetta gert af miklum myndarskap. Á tímum efnishyggju, græðgi og þverrandi siðferðis geri ég mér vel ljóst hvílík gæfa það var að fá að kynnast manneskju eins og Gróu sem hafði dyggðir í hávegum og hversu dýrmætt það var að eiga hana fyrir tengdamóður. Gróa mín, þökk fyrir allt sem þú gafst mér. Ég votta ættingjum samúð og bið góðan Guð að styrkja þá. Þín Árnína. Elsku amma. Eftir erfiða bar- áttu við krabbamein léstu loks deigan síga því eitt sinn verða allir menn að deyja. Ég man helst eftir ömmu sem glaðlyndri, lífsglaðri og ákveðinni konu sem var hörkudugleg með stóru hái. Einnig var hún afskap- lega rausnarleg og gjafmild, í hvert sinn sem maður heimsótti hana plokkaði hún hvers kyns góðmeti úr hinum aðskiljanlegustu hirslum, nóg til að fæða mannskap á meðal- bifreiðaverkstæði með orðunum „Þetta er nú bara lítilræði“. Ég var einnig svo heppinn að fá að vinna með henni í tvö sumur þegar hún rak veitingastaðinn Djúpmannabúð á Vestfjörðum. Þar lærði ég heil- mikið um vinnuaga og vinnusemi sem einkenndi þessa kynslóð og það er fólk eins og hún sem lagði grunninn að velferð landsins í dag. Amma var mjög fylgin sér, eitt sinn hafði hún pantað í gegnum síma þrjá miða á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu fyrir sig og foreldra mína. Þau komu á réttum tíma en einhverra hluta vegna var búið að selja miðana og því átti ekki að hleypa þeim inn. Þetta þótti ömmu svolítið ósanngjarnt og beitti því aumingja sölukonuna ósviknum vestfirskum rökum og fyrir vikið enduðu þau í forsetastúkunni. Hún var yndisleg amma, skarpgreind og með afskaplega gott skap, best kunni hún við sig ef margir voru í heimsókn þannig að hún fengi tækifæri til að „tína“ smáveigar til handa mannskapnum. Eftir að ég flutti utan fékk ég ekki jafnmörg tækifæri til að hitta hana en eins og gerist með mik- ilvægar persónur í lífi manns þá eiga þær sinn stað í hjarta manns. Síðastliðnir mánuðir voru henni erfiðir, hún var byrjuð að gleyma og krabbamein veldur sársauka en hún bar sig svo vel og kvartaði aldrei, vissi hvert stefndi og var ánægð með sitt. Ég hef lært í gegnum tíðina að eldra fólk hefur svo margt að segja og gefa, ég minnist ömmu minnar með stolti og þakklæti. Jóhann R. Guðmundsson. Nú er hún Gróa amma mín dáin eftir erfið veikindi síðustu ár. Ég kveð hana með söknuði en er að vissu leyti líka ánægður því nú er hún komin á betri stað og laus við þrautirnar. Hún amma mín var réttlát, sann- gjörn og ljúf en gat líka verið skass eins og hún orðaði það gjarnan sjálf við þá sem ekki komu vel fram við annað fólk. Hún elskaði fjölskyldu sína ofar öllu og reyndi eftir fremsta megni að hjálpa þeim sem áttu í vanda. Íbúðin hennar á Flókagötu var jafnframt samkomuhús stórfjöl- skyldunnar en það var nánast skylda hvers fjölskyldumeðlims að líta við ef hann átti leið hjá og gæða sér á bakkelsi og spjalla en einnig voru þar reglulegir atburðir, s.s. smákökubakstur fyrir jólin. Við mig var hún ekkert nema elskulegheitin, hún sýndi áhuga á mínum málum og ráðlagði mér ef illa gekk, hughreysti ef maður var niðurdreginn og hjálpaði til ef ein- hver þurfti á að halda. Hún var ávallt mikil félagsvera og sinnti fé- lagsmálum frá unga aldri og brýndi það fyrir mér að ég ætti sko alls ekki að láta fólk vaða yfir mig. Hún spilaði mikið á spil og kenndi mér meðal annars að spila rommý, ólsen ólsen, vist, kana og fleiri spil. Sömuleiðis lagði hún áherslu á það við mig að svo lengi sem hausinn væri í lagi þá væri maður fær í flestan sjó. Eftir aldamótin fór heilsa ömmu minnar hins vegar versnandi en hún reyndi að láta það ekki á sig fá. Á þessu ári urðu veikindin henni ofviða og svo fór því miður að hún lést aðfaranótt 27. október. Vertu sæl, elsku amma mín. Ég mun aldrei gleyma þér. Þitt barnabarn, Árni Björn Björnsson. Ég mun alltaf minnast Gróu ömmu fyrir þann mikla kraft sem hún bjó yfir. Hún var ráðskona í Héraðsskólanum á Eiðum fyrir rúmum 30 árum. Þar lét hún sig ekki muna um að baka pönnukökur ofan í 200 manns. Til pönnuköku- bakstursins notaði hún sex pönnur sem hún bakaði á samtímis án þess að neitt deig sullaðist út fyrir. Amma bjó á Flókagötu og oft var margt um manninn hjá henni þeg- ar ég kom í heimsókn enda skemmti amma sér vel þegar gesti bar að garði og tók hún á móti gestum af einstökum myndarskap. Amma sá um símavörslu á Veð- urstofu Íslands frá 1977 til 1992. Þar kom ég stundum í heimsókn sem stráklingur og fékk að sjá hvað varð um allar veðurathugan- irnar sem framkvæmdar eru um land allt. Amma hafði fyrr á sinni lífsleið séð um vitavörslu og veð- urathuganir á Dalatanga og á Hornbjargsvita. Veðurathuganirn- ar voru gerðar fyrir tíma sjálf- virknivæðingar og því þurfti að „taka veðrið“ á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn allt árið um kring. Á Veðurstofunni voru mikil símasamskipti enda var þetta fyrir tíma tölvupósts og farsíma. Mest af innhringinum til Veðurstofunn- ar fóru í gegnum skiptiborð. Þá þurfti amma að vita hverjir væru í húsinu og hverjir ekki. Hún kom því í kring að allir létu hana vita þegar þeir kæmu til vinnu á Veð- urstofunni og þegar þeir færu úr húsi. Með því móti varð símavarsl- an mun skilvirkari. Eða eins og amma orðaði það þá þurfti hún til dæmis ekki að leita að starfsmanni sem var að funda úti í bæ. Hún sagði mér að fyrst um sinn hefði sumum starfsmönnum þótt óþarfa umstang að vera að láta hana vita í hvert skipti sem þeir skruppu úr húsi en amma hlustaði ekki á nein- ar úrtöluraddir og þetta gilti jafnt fyrir alla. Eftir nokkurn tíma höfðu allir starfsmenn Veðurstof- unnar samþykkt þetta vinnulag og sáu að þetta var auðvitað eina leið- in til þess að amma gæti sinnt starfinu sómasamlega. Það má eig- inlega segja að „eitt gildir fyrir alla“ hafi verið mottó hennar ömmu. Hún var óþreytandi við að innræta manni að það ætti að koma eins fram við alla og hefur það reynst mér mjög gott vega- nesti. Lárus St. Guðmundsson. Gróa amma mín er fallin frá. Þegar ég hugsa til baka minnist ég hennar ekki sem gamallar konu. Sá partur ævi hennar þar sem hún var veikburða og upp á aðra komin var svo stuttur. Amma Gróa var með orkumeiri, duglegri og fjörugri einstaklingum sem ég hef kynnst. Hún lifði við- burðaríku lífi, vann fullan vinnu- dag langt fram eftir aldri, var á fullu í ýmis konar félagsmálum, synti á morgnana og dansaði svo á kvöldin. Ekkert var henni ómögu- legt og úthaldið var endalaust. Það sem hún ætlaði sér varð að veru- leika, hvort sem það var að fara í nám um fimmtugt og breyta al- gjörlega um lífsstíl, kaupa jörð eða vera í forsvari í félagsmálum, svo eitthvað sé nefnt. Óhrædd, ákveðin og bjartsýn, það lýsir ömmu vel. Amma vann sem matráðskona fyrri hluta ævinnar og var vön að stýra stórum vinnustöðum. Það sást vel að þar fór vön kona þegar hún „rúllaði upp“ stórum fjöl- skylduboðum langt fram á gamals aldur. Það má segja að amma hafi ver- ið hvunndagshetja. Hún hefur gef- ið mér gott fordæmi og verið ómetanleg fyrirmynd. Hún sýndi mér að með áræði, dugnaði og æðruleysi nærðu settu marki – og minnir mig á að lifa lífinu lifandi! Gréta Vilborg Guðmundsdóttir. Elskulega amma mín, eg með stolti nafn þitt ber, ætíð mun ég minnast þín meðan hérna lífs ég er. Það eru margar minningarnar sem renna í gegnum hugann um ömmu litlu, hún var jú ekki hávax- in en stórt hafði hún hjartað. Vorið sem ég dvaldi hjá ömmu og afa á Eiðum, þá fimm ára göm- ul skotta. Rifjaði hún oft upp þenn- an tíma við mig og sagði mér þá yfirleitt frá klossunum sem ég hljóp um á með tilheyrandi skell- um. Sumarið sem ég var með henni í Djúpmannabúð man ég hvað hún hló mikið þegar skríkti í mér með viskustykkið yfir símtólinu að hlusta á samtöl í sveitasímanum. Öll sumrin á Bjarnastöðum, þar sem hún dansaði í eldhúsinu við harmónikutóna bakandi lummur og annað góðgæti. Hlaupandi hraðar en gríslingarnir um túnið, og hinar ómissandi sundferðir. Börnunum mínum var hún góð, Gunnar Örn var oft hjá henni á meðan ég var í vinnu og mikið sem hann elskaði snúðana hennar góðu. Dúkkurnar eins og hún kallaði Þrúði Sóley og Þórdísi Páley fá ekki að kynnast henni svo að þær eigi minningar, nema í gegnum myndir og sögur sem ég, afi og amma þeirra eigum eftir að ylja okkur við um komandi ár. Elsku amma mín, ég kveð þig með þessum orðum; Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig Þín Gróa Halla. Ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja eða hvað ég á að segja. En það sem ég veit með vissu er að þú varst besta amma í heimi sem nokkur gat hugsað sér að eiga. Þú ert búin að vera stór þáttur í lífi mínu frá þeim degi sem ég fæddist og munt áfram verða. Þá er helst að minnast þess þeg- ar við systkinin bjuggum hjá þér þegar við vorum lítil. Við fylgdum þér hvert fótmál og þú leiddir okk- ur áfram. Við fórum með þér í sund á hverjum morgni og svo á veðurstofuna. Svo var alltaf nóg að gera á Flókagötunni og Bjarna- stöðum. Á þessum þrem árum náð- ir þú að móta okkur að því sem við erum í dag. Við vorum mikið hjá þér og höfum verið mikið hjá þér síðan. Þú munt alltaf verða meira en amma í mínum augum, þú varst mamma í dulargervi. Þú sagðir líka alltaf að við værum börnin þín og þannig leið okkur. Þú gafst okkur öryggi, ást og hlýju og sérstaklega á erfiðum tímum. Þú varst sú fyrsta sem við leituðum til ef okkur vantaði hjálp. Þú gerðir mig að því sem ég er í dag og þakka ég þér fyrir það og allt sem þú hefur gefið mér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guðrún Hildur Ragnarsdóttir. Amma mín, ég er enn að reyna að átta mig á því að þú sért farin, eftir allan þennan tíma sem þú hef- ur verið til staðar í mínu lífi og spilað stórt hlutverk þá finnst mér það algerlega óhugsandi. Alveg sama hvað allt annað í lífinu hefur breyst frá því ég fyrst man eftir mér þá hefur þú alltaf verið til staðar fyrir mig, Flókagatan var búin að vera griðastaður sem ég hlakkaði alltaf til að koma á. Þú last fyrir mig sögur þegar ég var lítill, sagðir mér frá lífinu eins og það var, fórst með mér í göngu- ferðir eða heimsóknir og við spjöll- uðum um heima og geima. Ég hef aldrei á lífsleiðinni kynnst mann- eskju sem hefur verið jafn óeig- ingjörn, þú fannst alltaf tíma fyrir alla í kringum þig og vildir allt fyr- ir þá gera. Ég á margar minningar frá ferðalögunum okkar á sumrin, margar allra bestu minningar sem ég á síðan að ég var lítill á ég með þér amma mín og ég verð ævinlega þakklátur fyrir þær. Ein þeirra er þegar við vorum að veiða í Ísafjarðaránni (ætli ég hafi ekki verið svona 10 ára), ég var nýbúinn að fá veiðisett með fal- legum önglum sem ég hafði beðið eftir að prófa. Eftir ekki langa tíma man ég hvar öngullinn minn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.