Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 51 Edduverðlaunin voru veittsunnudagskvöldið 11. nóv-ember, níunda árið í röð. Að venju var mikið rætt um Edduna bæði fyrir og eftir afhendingu og þá oftast á neikvæðum nótum. Fólk hneykslaðist á tilnefningunum og Eddunni yfirleitt – af hverju verið væri að veita þessi verðlaun þegar svo lítið væri framleitt af íslensku sjónvarpsefni og kvikmyndum á ári. „Allir hata Edduverðlaunin, skilj- iði, en allir elska Ólafíu Hrönn,“ sagði kynnirinn Þorsteinn Guð- mundsson, sem fór troðnar slóðir í Eddu-gríni sínu. Eddu-grín gengur einkum út á að gera grín að ís- lensku sjónvarpsefni og kvikmynd- um, það sé í rauninni allt ömurlegt og verðlaunin þar af leiðandi líka. „Eigum við ekki að sjá þessa þætti sem eru tilnefndir, já, djísus kræst, maður … ef þið nennið því,“ sagði Þorsteinn.    Ég er mikill aðdáandi Þorsteins,hann er einn mesti grínisti Ís- lands og víst var hann oft fyndinn þetta kvöld. Framkoma hans á Edduverðlaununum endurspeglar í raun það sem undirritaður hefur heyrt hina og þessa segja um verð- launin. Spurningar heyrast á borð við hvort einhver taki mark á verð- laununum og af hverju þetta sé til- nefnt en ekki hitt. Jafnan klykkt út með að þetta sé allt afskaplega sjálfhverft lið og óskaplega leið- inlegt sjónvarpsefni.    Þegar búið er að veita verðlauninsnýst öll umræða um af hverju þessi eða hinn fékk verðlaun en ekki einhver annar, hvernig aka- demían fari að við tilnefningar. Fá- ir virðast taka mark á Edduverð- laununum. Alla vega hef ég ekki heyrt af aukinni aðsókn að Veðra- mótum, kvikmynd sem hlaut hvorki meira né minna en 11 tilnefningar en hreppti aðeins ein verðlaun. Undirritaður hefur einnig heyrt að fólk taki almennt ekki mark á verðlaununum? Getur ástæðan ver- ið sú að allt frá því stofnað var til verðlaunanna hefur verið grafið undan þeim með neikvæðu umtali? Er ástæðan sú að undarlega er val- ið og veitt? Hvernig stendur t.d. á því að kvikmynd er tilnefnd til 11 verðlauna en hlýtur aðeins ein? Hvernig stendur á því að leikstjóri er tilnefndur fyrir kvikmynd (Gunnar B. Guðmundsson fyrir Astrópíu) en kvikmyndin, leik- ararnir, tökumenn eða aðrir sem að henni komu, eru ekki tilnefndir? Eftir hverju er leikstjórn dæmd? Ég hélt að það væri m.a. af góðri frammistöðu leikara, góðu heild- arverki. Er vel leikstýrð kvikmynd ekki góð kvikmynd? Þá hafa menn- ingarvitar einnig velt því fyrir sér af hverju Kiljan hafi þótt betri þátt- ur en þáttur Jónasar Sen, Tíu fing- ur, í flokknum Menningar- og/eða lífsstílsþáttur ársins. Kiljan hefur verið afar stutt í sjónvarpi og minni reynsla komin á hann.    Dálæti Íslensku kvikmynda- ogsjónvarpsakademíunnar á Agli hlýtur að vera mikið því hann var einnig valinn sjónvarpsmaður ársins. Það er einnig athyglisvert að skoða hvernig verðlaun röð- uðust niður á sjónvarpsstöðvar: RÚV með fimm, Stöð 2 með fern og Skjár einn núll. Út og suður og Kompás deildu með sér verðlaun- um. Ekki mikil viðurkenning fyrir dagskrárgerð Skjás eins, eða hvað? Undarlegt þótti einnig mörgum að tilnefna þáttinn Game Tíví en látum það liggja milli hluta. Eflaust verð- ur maður þó að treysta því að aka- demían viti hvað hún er að gera, hafi vit á því sem vel er gert eða illa.    Það sem eftir stendur er neikvæðímynd Eddunnar. Hana stað- festi kynnirinn sjálfur. Af hverju þarf að gera lítið úr Eddunni? Væri ekki nær að sýna fólki hversu mikið er lagt í gerð íslenskra sjónvarps- þátta og kvikmynda, miðað við efni? Væri ekki nær að kynna fyrir áhorfendum það oft á tíðum van- þakkláta starf sem unnið er á sjón- varpsstöðvum og við í kvikmynda- geiranum. Sýna fólki að Íslendingar standa sig bara býsna vel eftir allt saman, á þessu fá- menna skeri norður í Atlantshafi sem fáir utan þess vita að er til. Framleiðsla verðlaunaafhending- arþáttarins sjálfs virtist í ódýrari kantinum. Ólafía Hrönn var eina skemmtiatriðið, að undanskildum skemmtilegum innslögum Þor- steins og félaga hans, þar sem ein- mitt var gert grín að og lítið úr ís- lenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Mætti biðja um stolta Eddu næst? Að allir beri höf- uðið jafnhátt og vinningshafarnir gerðu flestir? Það væri betra sjón- varpsefni. Hata allir Edduverðlaunin? AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » „Djísus kræst, maður … ef þið nennið því“ Morgunblaðið/Eggert Gaman? Þorsteinn virtist skemmta sér vel og Ólafía Hrönn sýndi mikla tónlistarhæfileika. helgisnaer@mbl.is Stærsta kvikmyndahús landsins Mr. Woodcock kl. 6 - 8 - 10 Elizabeth kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Syndir Feðranna kl. 6 - 10:20 B.i. 12 ára Veðramót kl. 5:40 - 8 B.i. 14 ára Miðasala á Sími 530 1919 www.haskolabio.is www.laugarasbio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 6 Með ísl. tali Með íslensku tali eeee - R. H. – FBL eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Sýnd kl. 6, 8 og 10 -bara lúxus Sími 553 2075 Hættulega fyndin grínmynd! Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock ENGIN MISKUN Hættulega fyndin grínmynd! Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG eeeee - S.U.S., RVKFM eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - Á.J., DV eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 B.i. 16 ára Ver ð aðeins 600 kr. HVER SAGÐI AÐ RISAEÐLUR VÆRU ÚTDAUÐAR Hlaut Edduverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.