Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.11.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 51 Edduverðlaunin voru veittsunnudagskvöldið 11. nóv-ember, níunda árið í röð. Að venju var mikið rætt um Edduna bæði fyrir og eftir afhendingu og þá oftast á neikvæðum nótum. Fólk hneykslaðist á tilnefningunum og Eddunni yfirleitt – af hverju verið væri að veita þessi verðlaun þegar svo lítið væri framleitt af íslensku sjónvarpsefni og kvikmyndum á ári. „Allir hata Edduverðlaunin, skilj- iði, en allir elska Ólafíu Hrönn,“ sagði kynnirinn Þorsteinn Guð- mundsson, sem fór troðnar slóðir í Eddu-gríni sínu. Eddu-grín gengur einkum út á að gera grín að ís- lensku sjónvarpsefni og kvikmynd- um, það sé í rauninni allt ömurlegt og verðlaunin þar af leiðandi líka. „Eigum við ekki að sjá þessa þætti sem eru tilnefndir, já, djísus kræst, maður … ef þið nennið því,“ sagði Þorsteinn.    Ég er mikill aðdáandi Þorsteins,hann er einn mesti grínisti Ís- lands og víst var hann oft fyndinn þetta kvöld. Framkoma hans á Edduverðlaununum endurspeglar í raun það sem undirritaður hefur heyrt hina og þessa segja um verð- launin. Spurningar heyrast á borð við hvort einhver taki mark á verð- laununum og af hverju þetta sé til- nefnt en ekki hitt. Jafnan klykkt út með að þetta sé allt afskaplega sjálfhverft lið og óskaplega leið- inlegt sjónvarpsefni.    Þegar búið er að veita verðlauninsnýst öll umræða um af hverju þessi eða hinn fékk verðlaun en ekki einhver annar, hvernig aka- demían fari að við tilnefningar. Fá- ir virðast taka mark á Edduverð- laununum. Alla vega hef ég ekki heyrt af aukinni aðsókn að Veðra- mótum, kvikmynd sem hlaut hvorki meira né minna en 11 tilnefningar en hreppti aðeins ein verðlaun. Undirritaður hefur einnig heyrt að fólk taki almennt ekki mark á verðlaununum? Getur ástæðan ver- ið sú að allt frá því stofnað var til verðlaunanna hefur verið grafið undan þeim með neikvæðu umtali? Er ástæðan sú að undarlega er val- ið og veitt? Hvernig stendur t.d. á því að kvikmynd er tilnefnd til 11 verðlauna en hlýtur aðeins ein? Hvernig stendur á því að leikstjóri er tilnefndur fyrir kvikmynd (Gunnar B. Guðmundsson fyrir Astrópíu) en kvikmyndin, leik- ararnir, tökumenn eða aðrir sem að henni komu, eru ekki tilnefndir? Eftir hverju er leikstjórn dæmd? Ég hélt að það væri m.a. af góðri frammistöðu leikara, góðu heild- arverki. Er vel leikstýrð kvikmynd ekki góð kvikmynd? Þá hafa menn- ingarvitar einnig velt því fyrir sér af hverju Kiljan hafi þótt betri þátt- ur en þáttur Jónasar Sen, Tíu fing- ur, í flokknum Menningar- og/eða lífsstílsþáttur ársins. Kiljan hefur verið afar stutt í sjónvarpi og minni reynsla komin á hann.    Dálæti Íslensku kvikmynda- ogsjónvarpsakademíunnar á Agli hlýtur að vera mikið því hann var einnig valinn sjónvarpsmaður ársins. Það er einnig athyglisvert að skoða hvernig verðlaun röð- uðust niður á sjónvarpsstöðvar: RÚV með fimm, Stöð 2 með fern og Skjár einn núll. Út og suður og Kompás deildu með sér verðlaun- um. Ekki mikil viðurkenning fyrir dagskrárgerð Skjás eins, eða hvað? Undarlegt þótti einnig mörgum að tilnefna þáttinn Game Tíví en látum það liggja milli hluta. Eflaust verð- ur maður þó að treysta því að aka- demían viti hvað hún er að gera, hafi vit á því sem vel er gert eða illa.    Það sem eftir stendur er neikvæðímynd Eddunnar. Hana stað- festi kynnirinn sjálfur. Af hverju þarf að gera lítið úr Eddunni? Væri ekki nær að sýna fólki hversu mikið er lagt í gerð íslenskra sjónvarps- þátta og kvikmynda, miðað við efni? Væri ekki nær að kynna fyrir áhorfendum það oft á tíðum van- þakkláta starf sem unnið er á sjón- varpsstöðvum og við í kvikmynda- geiranum. Sýna fólki að Íslendingar standa sig bara býsna vel eftir allt saman, á þessu fá- menna skeri norður í Atlantshafi sem fáir utan þess vita að er til. Framleiðsla verðlaunaafhending- arþáttarins sjálfs virtist í ódýrari kantinum. Ólafía Hrönn var eina skemmtiatriðið, að undanskildum skemmtilegum innslögum Þor- steins og félaga hans, þar sem ein- mitt var gert grín að og lítið úr ís- lenskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Mætti biðja um stolta Eddu næst? Að allir beri höf- uðið jafnhátt og vinningshafarnir gerðu flestir? Það væri betra sjón- varpsefni. Hata allir Edduverðlaunin? AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson » „Djísus kræst, maður … ef þið nennið því“ Morgunblaðið/Eggert Gaman? Þorsteinn virtist skemmta sér vel og Ólafía Hrönn sýndi mikla tónlistarhæfileika. helgisnaer@mbl.is Stærsta kvikmyndahús landsins Mr. Woodcock kl. 6 - 8 - 10 Elizabeth kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Syndir Feðranna kl. 6 - 10:20 B.i. 12 ára Veðramót kl. 5:40 - 8 B.i. 14 ára Miðasala á Sími 530 1919 www.haskolabio.is www.laugarasbio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 6 Með ísl. tali Með íslensku tali eeee - R. H. – FBL eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG Sýnd kl. 6, 8 og 10 -bara lúxus Sími 553 2075 Hættulega fyndin grínmynd! Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock ENGIN MISKUN Hættulega fyndin grínmynd! Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára HÖRKU HASARMYND MEÐ TVEIMUR HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG eeeee - S.U.S., RVKFM eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - Á.J., DV eeee - F.G.G., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - L.I.B., TOPP5.IS Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 B.i. 16 ára Ver ð aðeins 600 kr. HVER SAGÐI AÐ RISAEÐLUR VÆRU ÚTDAUÐAR Hlaut Edduverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.