Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞÓR Sigurðsson, bassi og safn- vörður Minjasafnins á Ak- ureyri, flytur þjóðlegar draugasögur í kvöld kl.20 í Gamla bænum að Laufási. Draugasögur voru oft og tíðum sagðar í baðstofum þegar fólk- ið á bænum safnaðist saman að kvöldi eftir verk dagsins.Kaffi eða kakó ásamt smákökum verður hægt að kaupa gegn vægu gjaldi í Gamla prestshús- inu áður en lagt verður af stað heim aftur.Tak- markað sætarými er í baðstofunni og er fólk því hvatt til þess að panta sér sæti í síma 463-3104. Aðgangseyrir er 500 krónur Bókmenntir Þjóðlegar drauga- sögur á Akureyri Laufás FRAMHALDSNEMAR við Söngskólann í Reykjavík heiðra Jónas Hallgrímsson með því að hafa allir á dagskrá framhaldsprófstónleika sinna sönglög við ljóð Jónasar. Tónleikaröðin hefst í kvöld kl. 20 með tónleikum Ólafar Ólafsdóttur sóprans og Hölla Marinósdóttur mezzó-sóprans, Kolbrún Sæmundsdóttir leikur á píanó. Næstu tónleikar eru svo laugardaginn 17. nóv. kl. 16, sunnudaginn 18. nóv. kl. 16 og 20 og mánudaginn 19. nóv. kl. 20. Tónleikarnir eru í Tónleikasal Söngskólans, Snorrabraut 54. Ókeypis aðgangur. Tónlist Söngnemar heiðra Jónas Hallgrímsson Jónas Hallgrímsson DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir í kvöld á Veit- ingastaðnum Litla ljóta and- arunganum í Lækjargötu. Fram kemur hljómsveit gít- arleikarans góðkunna Jón Páls Bjarnasonar ásamt bandaríska trommuleikaranum Gene Stone. Meðspilarar Jón Páls og Gene eru þeir Ólafur Jónsson, Óskar Guðjónsson og Sigurður Flosason saxófónleikarar ásamt Þorgrími Jónssyni bassaleikara. Tónlist hljómsveitarinnar verður orkuhlaðin djasstónlist með ágengri sveiflu. Tónleikarnir hefjast kl. 22, aðgangur ókeypis. Tónlist Orkuhlaðin djass- tónlist með sveiflu Jón Páll Bjarnason Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is YFIRSTÉTTARKONA hrífst af líf- erni karlmanna og unir sér vel í fé- lagsskap þeirra. En hún getur ekki lifað jafnfætis þeim. Þetta er Hedda Gabler. Þegar leikritið hefst, er hún nýkomin heim úr brúðkaupsferð með ábyrgðarfullum en hrútleiðinlegum eiginmanni sínum, Jörgen Tesman. Hún er að kafna úr leiðindum og horfir vansælum augum á framtíð sína, þegar elskhugi úr fortíðinni dúkkar upp. Þá þarf Hedda Gabler að horfast í augu við það, að hún er fangi sinna eigin ákvarðana. Leikhópurinn Fjalakötturinn frumsýnir Heddu Gabler í Tjarn- arbíói annað kvöld kl. 20. Björn Gunnlaugsson leikstjóri sýn- ingarinnar segir að ráðist sé í að sýna Heddu Gabler vegna þess að það sé eitt besta leikrit eins mesta leikskáld veraldarsögunnar. „Öll klassísk leik- verk eru klassísk af ástæðu. Þau end- ast eftir sinn ritunartíma vegna þess að það er einhver sammannlegur tónn í þeim sem höfðar til allra, út yf- ir þann tíma þegar verkið verður til. Í Heddu Gabler er verið að skoða skuggahliðar manneskjunnar og það sem gerist þegar við gefum okkur þeim á vald. Hvað gerum við þegar við þurfum að horfast í augu við ákvarðanir okkar og afleiðingar þeirra? Það er nokkuð sem aldrei breytist og alltaf á við, hvar á jörðinni sem er, og á hvaða tíma sem er.“ Lygarnar bíta í skottið Spurður um togstreituna í Heddu segir Björn hana fyrst og fremst stafa af því að í fortíð sinni hafi hún tekið ranga ákvörðun. „Hún átti þess kost að vera með manninum sem hún elskaði, en þorði það ekki, og endaði þess vegna með þeim síðasta sem var nógu góður fyrir hana. Þegar maður tekur slíkar ákvarðanir, getur maður leikið leikrit og leikið býsna lengi, en á endanum bíta lygarnar í skottið á manni.“ Björn svarar fljótt og ákveðið „Nei“, þegar hann er spurður hvort hann reyni með einhverju móti að setja sinn svip á verkið, eða færa það á einhvern hátt inn í tíðarandann í dag. „Sérstaða okkar uppfærslu á verkinu í samhengi við íslenskt leik- hús að undanförnu, er að við förum aðra leið en flestir aðrir. Við erum að takast á við klassískt verk, og finnst að söguþráðurinn í verkinu og þær aðstæður sem þar er lýst, verði að eiga sér stað í þeim tíma sem verkið er skrifað. Við setjum verkið því upp á mjög „hefðbundinn“ hátt. Það hefur verið tíska í íslensku leikhúsi und- anfarna tvo áratugi þegar klassísk verk eru sett upp að reyna að finna sjónarhorn á þau sem hægt er að nota til að gera þau meira spennandi, hvort sem er að fá litháíska leikstjóra til að setja þau upp, beita loftfim- leikum eða eitthvað annað. Þetta eru mjög spennandi leiðir, en okkur sem að þessari sýningu stöndum finnst grunninn oft hafa vantað. Verk eru ekki sett upp og látin standa fyrir sínu sjálf. Okkur langaði að athuga, vegna þess að verkið er klassískt, hvort það geti virkað, án þess að við reynum að poppa það upp eða nota útlit Séð og heyrt forsíðu sem auglýs- ingaplakat. Við ætlum að treysta verkinu, söguþræðinum og dýnamík- inni milli sögupersónanna til að koma einhverju til skila til áhorfenda.“ Leikhópurinn Fjalakötturinn frumsýnir Heddu Gabler eftir Ibsen í Tjarnarbíói Við ætlum að treysta verkinu LEIKRITIÐ Hedda Gabler var gef- ið út árið 1890 og frumsýnt í München í Þýskalandi 31. janúar 1891. Verkið var sviðsett víða í Evr- ópu í kjölfarið, þar á meðal í Berlín, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Ósló (Kristjaníu) og London. Fræðimenn hafa tengt leikritið við það sem Ibsen kallaði sjálfur hamingjuríkasta atburð í lífi sínu, sem var skammvinnt ástarsamband hans við átján ára Vínarstúlku, Emilie Bardach. Þau Ibsen kynnt- ust í þorpinu Gossensass í Ölpunum í september 1889 en Ibsen var þá sextíu og tveggja ára. Í ævisögu Ib- sens, The Modern Ibsen: A Reconsi- deration, skrifaði Herman Weig- and, að Hedda Gabler væri kaldasta og ópersónulegasta verk Ibsens. Það væri engu líkara en að Ibsen, alla jafna hæglátur, hefði verið að særa burt tilfinningar sínar í garð Emilie og barist við að rjúfa tengsl- in, með því að vera eins fjarlægur og hlutlægur og auðið var. Strax í bókarformi fékk leikritið afar slæma dóma; verri en nokkurt annað verk Ibsens. Fyrstu sviðsetn- ingar þess hlutu sömu örlög. Íhalds- samir gagnrýnendur – karlmenn í miklum meirihluta, sögðu verkið fyrst og fremst ósiðlegt. Hedda Ga- bler og Ibsen lifðu þá gagnrýni af, og nutu stuðnings ákafra aðdá- enda, en meðal þeirra var leik- skáldið George Bernard Shaw. Þegar leið á 20. öldina öðlaðist Hedda Gabler smám saman al- menna viðurkenningu, ekki síst fyr- ir það, að í tiltilhlutverkinu fengu leikkonur einstakt tækifæri til stór- brotinnar dramatískrar túlkunar. Í dag er leikritið Hedda Gabler talið til bestu verka Ibsens og um leið tímamótaverk í raunsæisleikhúsi. Ósiðlegt LEIKRIT eftir Henrik Ibsen. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson; leikmynd og búningar: Helga Rún Pálsdóttir; förðun: Kolbrún Birna Halldórsdóttir; tónlist: Ragnheiður Gröndal. Leikendur: Eline McKay, Jón Ingi Há- konarson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valdimar Flygenring, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Sigurður Skúlason og Soffía Jakobsdóttir. Hedda Gabler SÝNINGIN Ferðalok – um mann- inn, skáldið og náttúrufræðinginn Jónas Hallgrímsson – verður opnuð formlega í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl. 17. Sýningin er sú þriðja í röð sýninga sem nefnd um 200 ára afmæli Jón- asar setur upp á afmælisárinu. Fyrsta sýningin var opnuð í Amts- bókasafninu á Akureyri í mars og önnur var á Norðurbryggju, menn- ingarhúsi Íslands, Grænlands og Færeyja, í Kaupmannahöfn frá ágúst til október. „Þótt hér sé um farandsýningu að ræða hafa þær verið hver með sínu móti og áherslur ólíkar. Á Akureyri var minnt á tengslin við Norðurland og áhersla var á bækur og ljóð, en í Danmörku var talsverð áhersla lögð á náttúrufræðinginn Jónas, danska samstarfsmenn hans og náttúru Ís- lands,“ segir sýningarstjórinn, Björn G. Björnsson. „Sýningin í Þjóðmenningarhúsinu skiptist í þrjá sali, fjallað er um manninn í einum, skáldið í öðrum og náttúruvísindin í þeim þriðja. Til sýnis er mikið af frumgögnum sem til eru eftir Jónas og um hann. M.a eru eiginhandrit hans af ljóðum, teikningar eftir hann og náttúru- gripir sem hann safnaði.“ Margt af því sem sjá má í Þjóð- menningarhúsinu hefur ekki komið fyrir almenningssjónir áður t.d. þrjá- tíu steinasýni úr Geologisk Museum í Kaupmannahöfn, með litlum hand- skrifuðum merkimiðum Jónasar. Einnig er talsvert af skjölum frá Japetusi Steenstrup sem var vinur og samverkamaður Jónasar um tíma. Handrit, teikningar og önnur gögn frá ferðum hans og Jónasar um Ís- land eru nú til sýnis í fyrsta sinn hér á landi, en það er Zoologisk Museum sem lánar gögnin hingað. Einnig eru til sýnis fjórar teikn- ingar sem Helgi Sigurðsson lækna- nemi dró upp af Jónasi látnum. Ferðalok er opin alla daga frá kl. 11 til 17 og stendur fram til júní 2008. Ferðalok Miði með rithönd Jónasar Hallgrímssonar er til sýnis ásamt öðr- um munum hans í Þjóðmenningarhúsinu. Jónas í þremur sölum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hedda Eline McKay og Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverkum sínum. ALLT getur gerzt á einsöngs- tónleikum þegar persónulegasta og viðkvæmasta hljóðfærið, mannsröddin, er í forgrunni. Það sannaðist fyrir skömmu þegar barkalistin brást þaulreyndum óperusöngvara öllum að óvörum og sýndi að aldrei er sigur sjálf- gefinn, jafnvel þótt áratuga happa- sæl reynsla liggi að baki, hverjar svo sem andlegar eða líkamlegar ástæður kunna að hafa haft úr- slitavald í nefndu tilviki. Ekki skyldi þó væna marga hinna rúmlega 100 hlustenda um þá fordómafylltu þórðargleði að mæta í Salnum í von um að verða vitni að löskuðu fyrsta flugtaki ungs barýtonsöngvara – líkt og æ fleiri ku á sínum tíma hafa farið á síðustu tónleika Jöschu Heifetz í von um fyrstu falska tóna fiðlu- snillingsins. En óneitanlega flaug manni það fyrir. Enda vantaði ekki upplitsdirfskuna í kynning- arviðtali Mbl. við Jón Svavar Jós- epsson á undan frumrauninni s.l. sunnudag. Sú hófst með því að söngvarinn bauð áheyrendum borginmannlega gott kvöld – og beið sallarólegur svara utan úr sal áður en lengra var haldið. Á janta- lögmáli norrænna smáþjóða gat allt samanlagt varla annað en örv- að væntingar smásála um safaríkt fíaskó. En hér verður að hryggja téðar sálir (bíði einhverjar afspurnar) með því að frammistaðan stóð fyllilega undir upplagi. Hafi ein- hver skiljanlegur sviðsskrekkur verið fyrir, þá hélzt hann alltjent vandlega falinn og náði hvergi að trufla. Og það má alveg segja það strax, að sjaldan hefur undirrit- aður upplifað jafnfjölbreytta og víðfeðma túlkun jafnungs söng- debútants (30), hvort heldur á al- þjóðlega kunnum óperuaríum sem íslenzkum gullaldarsönglögum, og hér var í boði. Lífleg leikræn sviðsframkoma, inntakshlaðin textatúlkun, víðfeðmt styrk- leikasvið og litrík tónbeiting, að ógleymdum tandurskýrum fram- burði – allt lagðist það á eitt um að tjá öllum nærstöddum með sjö- tommunöglum að hér voru á ferð hæfileikar sem ættu mikið í vænd- um með sama framhaldi. Hnitmiðaður píanóleikur Guð- rúnar Dalíu Salómonsdóttur hélzt ávallt í góðu jafnvægi þrátt fyrir alopinn flygil Bösendorferins og var í senn þokkafullur, músíkalskt fyllandi og hnökralaus. Að auki lék sterkur grunur á að þessi efnilegi píanisti hafi vitað upp á hár hvað hún gerði þegar hún gekk til sam- starfs við Jón Svavar Jósepsson. Ögrandi frum- raun TÓNLIST Salurinn Erlendar óperuaríur og innlend sönglög. Jón Svavar Jósepsson barýton og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó. Sunnudag- inn 11. nóvember kl. 20. Einsöngstónleikar  Efnileg Guðrún Dalía Samsonar- dóttir og Jón Svavar Jósepsson. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.