Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Frændi og góður vinur er horfinn og við sem eftir sitjum erum öllu fátækari. Og minningarnar hlaðast upp. Minningar um frændsystkini sem börn saman að leik. Minningar frá seinni árum um silungsveiðar saman við fögur vötn. Minningar um heim- sóknir hans á spítala til að gleðja og mæla hvatningarorð. Þær eru svo margar góðar minningarnar, sem Er- lingur skilur eftir. Erlingur var maður hógvær en með afar víðfeðmt áhugasvið. Kom það greinilega í ljós þegar hann fór á eftirlaun eftir áratuga starf sem lög- fræðingur. Flestir hefðu þá slakað á. Ekki Erlingur. Þrátt fyrir heilsu- brest fór hann í framhaldsnám í þýsku við Háskóla Íslands og eins stundaði hann nám og rannsóknir við háskóla í Þýskalandi og Bretlandi, ekki aðeins í þýsku heldur jafnframt sagnfræði. Ritgerð hans til lokaprófs í þýsku vakti athygli vegna þess að hún var ekki aðeins málvísindalegs heldur einnig sögulegs eðlis en í henni skráði hann niðurstöður rann- sókna sinna á andspyrnuhreyfingum innan Þýskalands gegn nasistum fyr- ir og í seinni heimsstyrjöldinni. Var Erlingur hvattur til að gefa ritgerð- ina út því beiðnir bárust frá mennta- stofnunum víða í Þýskalandi um að- gang að þessu verki. Var Erlingur að bregðast við þessum beiðnum þegar yfir lauk. Erlingur var sannur Íslendingur og voru náttúra Íslands, ekki síst óbyggðir og öræfi, honum afar hug- leikin og sífellt rannsóknarefni. Miðl- aði hann þar ríkmannlega af þekk- ingu sinni ekki síst sem leiðsögu- maður þýskra ferðamanna, sem margir hverjir sáu landið í nýju ljósi eftir hans leiðsögn og kynningu. Erlingur var mikill lánsmaður í kvonfangi. Kona hans, dr. Marga Thome, prófessor í hjúkrunarfræð- um, var honum stoð og stytta, og ekki síst vinur, sem var ráðagóð í öllu því, sem hann tók sér fyrir. Þau eignuðust dótturina Katrínu, sem reyndist þeim sannur sólargeisli. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, son og fyrsta barnabarn Erlings og Mörgu, þremur dögum fyrir andlát Erlings, en sem náði að verða honum mikill gleðigjafi. Gestrisni þeirra hjóna var við- brugðið og hlýlegt heimilið endur- speglaði bókhneigð þeirra beggja. En þar birtist einnig áhuginn á blómum og öðrum gróðri í fallegum vetrar- garði, er þau komu upp og hlúðu að gegnum árin Við vottum Mörgu, Katrínu og sambýlismanni hennar, Kristjáni Einarssyni, og Sigríði systur Erlings og manni hennar, Jóni Friðþjófssyni, og fjölskyldu þeirra, sem öll eru bú- sett í Kanada, einlæga samúð og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta návistar þessa góða drengs og hjálp- fúsa, sem Erlingur var. Blessuð sé minning hans. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Kristín og Gunnar. Við sem þekktum Erling Bertels- son vissum að hann hafði ekki að öllu leyti gengið heill til skógar undanfar- in ár. Engu að síður kom andlát hans fjölskyldu og vinum mjög í opna skjöldu. Tveimur dögum fyrr hafði hann hringt í mig hress í bragði og fagnað fæðingu dóttursonarins dag- Erlingur Bertelsson ✝ Erlingur Bert-elsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1937. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. október síðastliðinn og var honum sung- in sálumessa í Kristskirkju í Landakoti 9. nóv- ember. inn áður, en hann ber nú nafn hans. Við Erlingur þekkt- umst allt frá barn- æsku, báðir uppaldir í vesturbæ Reykjavík- ur. Leiðir okkar lágu þó fyrst að ráði saman í Menntaskólanum í Reykjavík og síðan héldum við alltaf sam- bandi, mismunandi miklu eins og gengur. Meðal annars sóttum við 1970 sumarnám- skeið í alþjóðalögum í London. Sú ferð varð örlagavaldur í lífi Erlings, því að þar kynntist hann stúlku frá Þýskalandi, Mörgu Thome, er síðar varð eiginkona hans og traustur lífsförunautur, en hún var hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Kom hún til Íslands árið eftir og hóf hér störf í sínu fagi. Má óhikað full- yrða að hún hafi reynst mikill happa- fengur fyrir land okkar og þjóð, en hún hefur meðal annars átt drjúgan þátt í uppbyggingu og mótun há- skólanáms í hjúkrunarfræðum við Háskóla Íslands. Jafnhliða störfum sínum sem lög- fræðingur lagði Erlingur alla tíð mikla áherslu á að auka þekkingu sína. Hann lagði oft leið sína til út- landa og settist á skólabekk. Einkum hafði hann áhuga á efnum tengdum þjóðarétti, en einnig var honum hug- leikin þýsk tunga, saga og menning. Eftir að hann lét af föstu starfi stund- aði hann nám við hugvísindadeild Há- skóla Íslands og lauk þar á síðasta ári BA-námi í þýsku og þýskri sögu. Fjallaði lokaritgerð hans um and- stöðu við Hitler á árunum 1933-1945. Aðdáunarvert var hve mikla alúð og vinnu hann lagði í þetta nám, kominn á sjöunda tuginn. Marga og Erlingur höfðu mikla ánægju af útivist og ferðuðust víða hér innanlands. Eigum við hjónin góðar minningar frá ferðum er við fórum með þeim. Áttum við þannig saman góða daga í Laxárdal fyrir nokkrum árum, svo og að Skógum undir Eyjafjöllum. Var farið í skemmtilegar skoðunarferðir út frá þessum stöðum. Erlingur var mikill áhugamaður um silungsveiði og hafði komið sér upp góðum búnaði til veiða. Veiddi hann víða í ám og vötnum og á árum áður fór ég stundum með hon- um í slíkar ferðir og hafði mikla ánægju af þótt veiðin væri ekki ætíð eins og vonir stóðu til. Erlingur var alla tíð mikill áhuga- maður um þjóðfélagsmál og stjórn- mál. Hafði hann ánægju af rökræðum um þau efni og veittist honum auðvelt að hefja samræður, hvort sem var við fólk honum kunnugt eða ókunnugt, og naut sín þar iðulega skopskyn, sem honum var í blóð borið. Með ferðum sínum víða og lifandi námi jókst honum víðsýni og þekking og er óhætt að segja að hann hafi verið ein- lægur leitandi hins sanna og rétta. Hann var mikill ættjarðarvinur og vildi hafa í heiðri hin gömlu og góðu gildi. Um leið og traustur vinur er kvaddur með söknuði og góð sam- fylgd þökkuð sendum ég og fjöl- skylda mín Mörgu og Katrínu og fjöl- skyldu þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Haraldur Henrysson. Vinur minn Erlingur Bertelsson lést mánudaginn 29. október. Fregn- in sló mig þar sem ég var nýlega bú- inn að hitta hann hressan. Kynni okkar Erlings hófust er við vorum í strákabekk í Menntaskólan- um í Reykavík. Erlingur var hress og mjög félagslyndur og við gerðum hann að inspector bekkjarins. Hlut- verk inspectors var að vera talsmað- ur bekkjarins gagnvart kennurum og hafa yfirlit yfir mætingar. Eins og hans var von og vísa stóð hann sig vel í embættinu. Við lærðum síðan í sama háskóla, hann lærði lög en ég íslensk fræði en alltaf héldum við sambandi. Er við höfðum lokið námi og dag- legt strit var hafið hittumst við oft og fórum í ferðir saman til útlanda. Við höfðum báðir gaman af að ferðast og minnisstæðar eru tvær ferðir til Suð- ur-Englands. Við höfðum einkum mikið dálæti á Torquay og svæðinu þar í grennd. Sumarið 1971 sóttum við nám í Þýskalandi, Erlingur í lagatengdum greinum en ég í uppeldisgreinum. Við notuðum tækifærið og ferðuðumst mikið um Þýskaland. Einkum er mér minnisstæð dvölin í Berlín en þar kom í ljós hinn mikli áhugi Erlings á þýskri sögu og menningu. Erlingur vann á tímabili sem sjálf- stæður lögfræðingur en síðustu starfsárin í menntamálaráðuneytinu. Þar hittumst við oft á skrifstofu hans en glugginn á skrifstofunni sneri að inngangi ráðuneytisins og var því auðvelt að fylgjast með öllum sem komu og fóru. Erlingur var ákaflega mannglöggur og var sama um hvern ég spurði, alltaf fannst mér hann vita allt um manninn. Árið 1996 fól ráðuneytið honum viðamikið verkefni, að rita um þróun íslenskrar menntalöggjafar. Erling- ur vann þetta mikla verk af mikilli al- úð og samviskusemi og starfaði mest við ritun verksins á Þjóðarbókhlöð- unni. Þar hittumst við oft og voru títt fjörugar samræður á kaffistofunni þar sem hann kynnti mig fyrir fjöl- mörgum fræðimönnum og grúskur- um sem hann var vel málkunnugur. Erlingur skilaði af sér verkefninu Þróun íslenskrar menntalöggjafar árið 2000. Áhugi Erlings á þýskri menningu og sögu var svo mikill að hann lagði það á sig að ljúka námi frá Háskóla Íslands í þýskri tungu á síðastliðnu ári og ritaði lokaritgerð á þýsku um andstöðuna gegn Hitlersríkinu í Þýskalandi 1933-1945. Í einkalífinu naut Erlingur mikillar hamingju, hann átti konu sem var honum styrkur og stoð og eina dóttur og hann lifði það að sjá barnabarnið sitt. Við hjónin vottum Mörgu og Katr- ínu okkar dýpstu samúð. Guðlaugur R. Guðmundsson. Mig langar að minnast vinar og fyrrum samnemanda míns í örfáum orðum. Við Erlingur kynntumst haustið 2000, þegar við vorum bæði að hefja nám í þýsku við HÍ. Hóp- urinn var ekki stór og því mikil at- hygli sem Erlingur fékk, bæði fyrir að vera eini karlmaðurinn í hópnum og um tveimur þriðju eldri en við flest. Það var honum þó engin fyr- irstaða og varð okkur strax vel til vina. Erlingur var mjög fróður um sagn- fræði og því kom það ekki á óvart að lokaritgerð hans tengdist sögu Þýskalands. Oft rákumst við hvort á annað á Þjóðarbókhlöðunni, þar sem hann varði miklum tíma, og ræddum lokaritgerð hans, sem hann lagði mikla vinnu og metnað í. Árið 2006 útskrifaðist hann með BA-próf í þýsku og var ég mjög stolt af honum fyrir að ljúka þeim mikla áfanga. Áræði og dugnaður voru einkennandi í fari hans. Það sem mér þótti þó einna vænst um í fari Erlings var hversu innilega hann heilsaði manni. Hann tók sér alltaf tíma til að spyrja hvernig maður hefði það, hvað á daga manns hefði drifið og þar fram eftir götum. Einnig var hann óspar á hrós ef honum fannst maður eiga slíkt skil- ið. Ég man vel eftir slíku atviki þegar ég var skiptinemi í Tübingen. Jólin voru nýliðin, ég hafði ekki komist heim, var búin að vera „húsnæðis- laus“ í nokkrar vikur, var vinafá, með heimþrá, peningalítil og lengi mætti telja. Hann, ásamt fleiri nemendum Háskóla Íslands, var kominn út til að taka þátt í þýskunámskeiði og ég fór eitt kvöldið að heilsa upp á hópinn. Hann tók þá ekki annað í mál en að ég borðaði með hópnum, að sjálfsögðu í hans boði og tók mig svo að segja að sér það kvöld. Á heimleiðinni var líð- an mín betri en hún hafði verið í lang- an tíma og það á ég allt honum og hans góðvild að þakka. Hver veit hvernig hlutirnir hefðu annars þróast. Mig langar að þakka þér fyrir sam- veruna í þessu lífi Erlingur og vil að þú vitir að ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þín verður sárt saknað, Silja Edvardsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru SOFFÍU KRISTÍNAR HJARTARDÓTTUR skrifstofustjóra, Brúnastöðum 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Krabbameinsdeildar 11E, Landspítalanum við Hringbraut, fyrir einstak- an hlýhug og góða umönnun. Hörður Barðdal, Þórður Vilberg Oddsson, Laura Fr. Claessen, aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móðurbróður okkar, SÖRENS EINARSSONAR, sjómanns á Húsavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalar- heimilisins Hvamms á Húsavík fyrir alúð og nærfærna umönnum. Oddný Njálsdóttir, Einar Njálsson, Bjarney Njálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, ömmu, langömmu, langalangömmu og tengda- móður, ÞÓRLAUGAR KRISTINSDÓTTUR, Grundargötu 7, Dalvík. Starfsfólki Dvalarheimilisins Dalbæjar á Dalvík eru færðar innilegar þakkir fyrir góða umönnun og alúð. Sérstakar þakkir fær sr. Guðrún Eggertsdóttir fyrir góða nærveru og samkennd. Guð blessi ykkur öll. Arnfinnur Friðriksson, Steinunn Pálsdóttir, Jóna Kristín Friðriksdóttir, Stefán A. Magnússon, Gunnar Magni Friðriksson, Sigrún K. Júlíusdóttir, Friðrik Reynir Friðriksson, Marín Jónsdóttir, Irma Ingimarsdóttir, Bjarmi Fannar Irmuson, Silja Pálsdóttir, Freyr Antonsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GYLFA KRISTJÁNSSONAR blaðamanns, Steinahlíð 5h, Akureyri. Birna Blöndal, Ólafur Auðunn Gylfason, Alda Stefánsdóttir, Kristján Hilmir Gylfason, Arna Gunnarsdóttir, Berglind Gylfadóttir, Bergur Þorri Benjamínsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, HERDÍS HAUKSDÓTTIR leikskólakennari, Laugartúni 6b, Svalbarðseyri, sem lést aðfaranótt þriðjudagsins 6. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, verður jarð- sungin frá Svalbarðskirkju föstudaginn 16. nóvem- ber kl. 14.00. Jakob Björnsson, Haukur Óli Þorbjörnsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Björn Ingason, Kristín Helga Harðardóttir, Ragnar Hauksson, Hugrún Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Þorbjörg Hauksdóttir, Valgeir Hauksson, Halldóra Sverrisdóttir, Sigurður Rúnar Hauksson, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingþór Björnsson, systkinabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.