Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 24
ferðalög 24 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ O kkur hafði lengi dreymt um að fara í Interrail-ferðalag og eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Kópavogi síðastliðið vor ákváðum við að slá til og skella okkur í slíka ferð,“ segja þau Unnur Ágústa Guðmundsdóttir og Hjörvar Hermannsson um tilurð ævintýrisins. Parið byrjaði á því að fljúga til Danmerkur á tveggja daga fund vinar sem stundar nám í Herning á Jótlandi og þaðan var haldið til Ham- borgar í Þýskalandi. „Við höfðum lagt mikið á okkur við að finna svefnstað í borginni, en án ár- angurs. Við vorum búin að ganga um borgina í þrjá tíma þegar okkur var loksins bent á gist- ingu í útjaðri hennar. Við mælum því með að fólk sem ætlar að leggja leið sína til Hamborgar verði sér úti um gistingu þar áður en lagt er í’ann. Í borginni nutum við hinsvegar Gwen Stefani-tónleika og heimsóknar í Hagenbeck- dýragarðinn, sem er svakalega stór og flottur. Gaman er að labba um St. Paul-götuna að kvöldlagi og kíkja á fiskmarkaðinn á sunnudög- um. Sjö tíma lestarferð tók við frá Hamborg til Prag. Borgin er stútfull af ferðamönnum enda margt að sjá. Króatar reykjandi maríjúana og syngjandi Led Zeppelin-lög voru þó fyrstu gest- irnir sem við hittum fyrir á annars ágætu far- fuglaheimilinu og fjöldi Íra fyllti bæði pöbba og matsölustaði, en þeir komnir voru í borgina til að hvetja sína menn í landsleik Íra og Tékka. Við skelltum okkur auðvitað á leikinn og skemmtum okkur konunglega með frændþjóð- inni enda eru Írar sannir gleðimenn,“ segir Hjörvar. Ódýrt í Bratislava Sólin heilsaði þeim skötuhjúum hátt á lofti í Austurríki. „Vín er þægileg borg til rölts þar sem gaman er að kíkja í búðir og skoða minnis- varða. Eitt kvöldið afréðum við að taka okkur far með elsta parísarhjóli heims, sem var ágæt lífsreynsla en afar ótraustvekjandi með tilheyr- andi braki og brestum allan tímann. Við ákváðum að gista eina nótt í Bratislava í Slóvakíu sem er aðeins í klukkutíma lestar- fjarlægð frá Vín. Í þann hálfa sólarhring sem við stoppuðum í borginni kíktum við út á lífið með öðrum gestum gistiheimilisins og fórum svo um morguninn í smá gönguferð um bæinn og reyndum hvað við gátum að eyða upphæð sem við höfðum tekið út úr hraðbanka og sam- svaraði þrjú þúsund íslenskum krónum á fínum veitingastað. Það gekk þó ekki eftir sem skyldi þar sem allt verðlag er mjög hagstætt á þessum slóðum.“ Ótíð og læti í Zagreb Fyrstu kynni þeirra af Búdapest í Ungverja- landi reyndust ekki góð þar sem þau bæði týnd- ust og fengu misvísandi leiðbeiningar þegar spurt var til vegar. „Að lokum náðum við þó gististað, sem reyndist vera vel staðsettur. Heitt var í borginni og sjaldan höfum við innbyrt jafnmikinn ís og einmitt þarna. Við gengum meðfram Dóná, kíktum á helstu byggingar og fórum í risastóra verslunarmiðstöð án þess þó að geta verslað mikið þar sem við vorum bara bakpokaferða- langar,“ segir Unnur. Kuldatíð tók á móti íslensku turtildúfunum í Zagreb í Króatíu sem þau eru nú ekkert alltof hrifin af. „Það var ekki mikið að skoða og fólkið var heldur ekkert sérlega vingjarnlegt. Við skelltum okkur þó á fótboltaleik þar sem Zag- reb Dynamo tók á móti hollenska liðinu Ajax. Slagsmál í bland við sprengingar og neyðarblys loguðu allan leikinn og við ákváðum að tala hvort við annað á ensku þar sem okkur hafði verið sagt að Króatar gerðu lítinn greinarmun á íslensku og hollensku. Við hefðum því getað lent í vondum málum líkt og tveir hollenskir strákar sem ráðist var á eftir að þeir höfðu sér það til sakar unnið að horfa á æfingu Ajax daginn fyrir leik,“ segir Hjörvar. Iðandi fiskar í tærum sjó Eftir kuldann í Zagreb afréðu þau að ná sér í nokkra sólargeisla og ákváðu að halda til strandbæjarins Split í Króatíu. „Sex tíma lestarferðin var einkar óþægileg, en útsýnið á leiðinni hreint unaðslegt. Split er mikill túrista- staður með öllu tilheyrandi. Það var því legið á ströndinni, farið á sæskíði, snorklað og siglt. Þarna er hreint stórkostlegt að snorkla í tærum sjó iðandi af fiskum. Eyjar eru þarna allt í kring. Við sóttum eina þeirra heim og reyndist hún sannkölluð paradís í góðu veðri. Um kvöldið skall á þrumuveður svo planið okkar um góða slökun þarna fauk út í veður og vind því ekki er mikið við að vera á svona stöðum í vondu veðri. Við ákváðum að kveðja og tókum tíu tíma ferju yfir til Ítalíu og svo lest til Rómar, sem hefur margt að bjóða. Við náðum þó ekki að gera allt það sem við ætluðum okkur því helstu túrista- staðirnir voru troðfullir af Ameríkönum. Við skelltum okkur því á þriðja fótboltaleikinn í ferðinni og sáum Inter Milan leggja Roma á 90 þúsund manna leikvangi,“ segir Hjörvar. Ramblan iðar af mannlífi Þegar hér var komið sögu var síðasta ferða- vikan að renna upp. Þau Unnur og Hjörvar áttu flug heim frá Benidorm og því var ákveðið að koma við í Barcelona, en þangað er 23 tíma lest- arferð frá Róm. „Barcelona er mjög falleg og skemmtileg borg og var einstaklega gaman að labba Römbluna, sem ávallt er iðandi af mann- lífi og alls konar listamönnum. Eftir tveggja daga Barcelona-dvöl var haldið til Benidorm þar sem við höfðum aðgang að íbúð. Lítið var þar gert annað en að hanga á ströndinni og leika með svokallað „wakeboard“, sem líkist einna helst snjóbretti á sjó. Vinir okkar, sem heimsótt höfðu Benidorm að sumri, höfðu lýst næturlíf- inu þar nokkuð fjálglega fyrir okkur. En þar sem við vorum á Benidorm undir lok ferða- mannatímabilsins fylltu eldri borgarar alla skemmtistaði öll kvöld,“ segir Unnur og bætir við að ekki hafi verið laust við að vart hafi orðið síþreytu hjá þeim Hjörvari eftir að hafa þurft að skipta um gistingu á þriggja daga fresti í heilar fimm vikur. Lestarferðamátinn hafi þó átt vel við þau og gaman hafi verið að kynnast og deila gistiaðstöðu með fólki af ólíku bergi brotnu. join@mbl.is Brautarstöðvabið Farið var um ófáar lestarstöðvar í ferðinni og hér er beðið eftir lest í Brat- islava í Slóvakíu, en borgin var að sögn þeirra Unnars Ágústu og Hjörvars einkar ódýr. Grænir í gegn Unnur Ágústa í góðum félagsskap írskra „frænda“ sem mættir voru til Prag vegna fótboltaleikjar þar sem Írar og Tékkar öttu kappi. Skjötuhjúin Hjörvar Hermannsson og Unnur Ágústa Guðmundsdóttir komu við í Prag í Tékklandi og eru hér með Charles-brúna í baksýn. Sjósport Hjörvar gerir sig klára á „wake- board“ á sólarströnd í Benidorm. Hamborg Fílarnir í Hagenbeck-dýragarð- inum eru hressir og skemmtilegir. Ævintýri í lestarferð um Evrópu Kærustuparið Unnur Ágústa Guðmundsdóttir og Hjörvar Hermannsson svalaði ferða- þorstanum með fimm vikna Interrail-ferðalagi um Evr- ópu. Jóhanna Ingvarsdóttir heyrði ferðasöguna. Fróðleikur fyrir Ís- lendinga á Kan- aríeyjum Kanaríeyjar eru vin- sæll viðkomustaður Ís- lendinga á öllum aldri og nú nýlega tók Eva Hreinsdóttir sig til og gaf út bæklinginn Hand- argagn Íslendinga á Kanarí 2007-2008. Þar er að finna upplýsingar um þá þjónustu sem býðst á Kanarí og eins er fjallað um þau mál sem Íslendingum, bæði ferðamönnum og þeim sem búa á eyjunni er efst í huga. Í frétta- tilkynningu segir að um tilraunaútgáfu sé að ræða en að útgáfustjórnin telji góðar líkur á að fleiri bæklingar fylgi í kjölfarið. Íþrótta- og hóp- ferðir til Albir ÍT ferðir kynna fimmtudaginn 15. nóv- ember íþrótta- og hóp- ferðir til Albir á Spáni og fer kynningin fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 18. Laugardaginn 17. nóvember frá kl. 10-14 verður síðan opið hús hjá ÍT-ferðum í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal og er tilefnið útkoma Ársbæklings ÍT-ferða fyrir 2008. Kynntar verða boltaferðir, fyrirtækjaferðir, golf- og gönguferðir, íþróttaferðir, knattspyrnuskóli Bobby Charlton og margt fleira. Einnig er hægt að skoða ársbækling ÍT-ferða á heima- síðu fyrirtækisins, www.itferdir.is. vítt og breitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.