Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F Y R IR F Ó L K S E M G E R IR K R Ö F U R KRINGLUNNI / SMÁRALIND Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is SVO gæti farið að ný Bónus-búð yrði opnuð í Húsasmiðjuhúsinu á Granda í vesturbæ Reykjavíkur – svo til beint á móti nýlegri Krónu-verslun, en Krónan er sem kunnugt er helsti keppinautur Bónuss – í stað þeirrar sem verið hefur á Seltjarnarnesi. Bónus missir senn húsnæði sitt á Seltjarnarnesi vegna áforma bæjar- yfirvalda þar um byggingu íbúðar- húsnæðis á reitnum og er nú útséð um það að Bónus opni aðra verslun í sveitarfélaginu, að sögn Guðmundar Marteinssonar framkvæmdastjóra. Guðmundur segir að ákvörðun um staðsetningu nýrrar Bónus-verslun- ar muni liggja fyrir í næstu viku en rýma þarf húsnæðið á Seltjarnarnesi fyrir 1. febrúar nk. „Við erum ein- faldlega í þeirri aðstöðu að bæjar- stjórnin á Nesinu hefur bara ekki áhuga á að hafa Bónus á Nesinu og eitthvað þurfum við að gera. Við er- um að skoða ýmsa kosti og þetta er svona einn af þeim kostum sem hafa komið upp,“ sagði hann. Aðspurður um það hvaða kosti aðra þeir hafi til skoðunar segir hann að fátt sé um fína drætti í þeim efn- um. „Það eru samt tveir aðrir kostir sem við höfum skoðað og erum svona að vega og meta.“ Guðmundur kvaðst ekki geta upp- lýst hvaða kostir það væru en stað- festi þó, þegar eftir því var spurt, að til umræðu hefði komið að breyta Hagkaupum á Eiðistorgi í Bónus- verslun. „Það var í stöðunni líka en það húsnæði er bara ekkert sérstak- lega hagkvæmt.“ Guðmundur segir að helst hefðu menn viljað byggja nýja Bónus- verslun á þeim reit sem núverandi verslun er á, en einnig hefði komið til greina af hálfu fyrirtækisins að reisa verslun á landfyllingu sem á einum tíma voru uppi áform um að gera fyr- ir norðan byggðina við Eiðistorg. Bæjaryfirvöld vilji hins vegar ekkert með Bónus hafa. „Þeir segjast ekk- ert hafa neitt til að bjóða okkur,“ segir Guðmundur. „Þetta er pólitísk ákvörðun og það er ekkert við því að segja.“ Guðmundur staðfestir að viðræð- ur hafi farið fram milli Bónuss og Húsasmiðjunnar um húsnæði. Hann kveðst aðspurður ekki vita hvað stjórnendur Húsasmiðjunnar hygg- ist fyrir ef þessi kostur verður ofan á en segir að þeir hafi aldrei verið sér- staklega ánægðir með verslunina eða húsnæði hennar. Húsasmiðjuhúsið á Granda til skoðunar hjá Bónus                                  Framkvæmdastjóri Bónuss segir útséð um að ný verslun rísi á Seltjarnarnesi Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is EKKI er talið ólíklegt að meiri hafís geri vart við sig hér við land á komandi vetri en var veturinn 2005 og í fyrravetur. Það stafar m.a. af því að óvenju mikið af fjölærum hafís, þ.e. tveggja ára og eldri ís, hefur streymt suður um Framsund, milli Grænlands og Svalbarða, vegna sérstæðra vindaskilyrða í norðurhöfum. Þessi ís berst suð- ur með austurströnd Grænlands og nýmyndaður ís bætist sífellt við hann yfir vetrarmánuðina. „Það stefnir í að það verði meiri ís á Græn- landssundi í vetur en verið hefur. Bæði 2005 og í fyrravetur voru mjög langvarandi suðvestan- áttir. Þá var ekki svo mikill ís á Grænlandssundi en vindurinn feykti honum hér yfir. Mér finnst mjög líklegt að það geti orðið heldur meiri ís hér í vetur en varð bæði 2005 og áður á þessu ári,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ. Hún sagði að það mundi ráðast mjög af vind- áttum hvort ísinn ræki að Íslandi eða ekki. Ólík- legt er að hann verði jafnmikill og á hafísár- unum á 7. áratug 20. aldar. Útstreymi hafíss úr Norður-Íshafinu á sinn þátt í því að útbreiðsla hafíss á norðurhveli náði sögulegu lágmarki í september síðastliðnum. Þá mældist ísþekjan vera 4,1 milljón km2 en fyrra lágmark frá 2005 var 5,3 milljónir km2. Lág- marksflatarmál ísþekjunnar til lengri tíma litið hefur verið 6,7 milljónir km2 að meðaltali. Bráðnun hafíssbreiðunnar er mun hraðari en hafði verið spáð. Talið var að áratugir væru þangað til ísbreiðan yrði jafn lítil og hún er nú. Nýjustu niðurstöður mælinga á hafísþekjunni voru kynntar nýlega á ráðstefnu IICWG, al- þjóðlegs vinnuhóps um hafískortlagningu. Umferð um hafísslóðir hefur aukist mjög, einkum umferð olíuflutningaskipa og skemmti- ferðaskipa. Líklega á slík umferð enn eftir að aukast. Alþjóðlegi hafíshópurinn bendir á að áfram muni hætta stafa af hafís og borgar- ísjökum. Þörfin á nákvæmum hafískortum hafi aukist ef eitthvað er með aukinni umferð. Líkur á meiri hafís við Ísland                                 Hafísbreiðan á norður- hveli í sögulegu lágmarki HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðs- dóms yfir tveim Litháum sem kærð- ir voru fyrir nauðgun í húsasundi í miðbænum um síðustu helgi. Konan sem kærði mennina sagð- ist hafa orðið þeim samferða upp Laugaveginn og inn í húsasund þar sem þeir hefðu ráðist á hana með ofbeldi og þröngvað henni til kyn- maka. Hæstiréttur segir í dómum sínum að annar maðurinn hafi í yfir- heyrslum hjá lögreglu skýrt frá kynmökum, en neitað því að þau hafi verið gegn vilja konunnar. Hinn bar fyrir sig minnisleysi. Gæsla stað- fest í nauðg- unarmáli KEILIR, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hefur fengið allt að 150 íbúðir til úthlutunar fyrir náms- menn á háskólasvæðinu á Vallar- heiði í Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði teknar í notkun í desember og janúar nk. að því er fram kemur í tilkynningu. Námsmenn búa nú þegar í 350 íbúðum á varnarliðssvæðinu gamla og þegar 150 bætast við um áramót fer heildarfjöldi íbúa þar í ríflega 1.100. Íbúðirnar eru ætlaðar nem- um sem stunda nám við háskóla á höfuðborgarsvæðinu en innifalið í hagstæðu leiguverði er rafmagn, hiti, net og strætó sem tengir Keil- issvæðið við háskóla í Reykjavík. Keilir úthlutar 150 íbúðum ÍSLENSKIR aðdáendur bókanna um Harry Potter geta keypt eintak af ís- lensku þýðingunni á síðustu bókinni í bókaröðinni um leið og bókaversl- anir verða opn- aðar í dag en í bókaverslun Ey- mundssonar í Austurstræti í Reykjavík verður boðið upp á góð- gæti fyrir yngri kynslóðina í til- efni dagsins milli klukkan 14 og 16 í dag. Í þessari síðustu sögu þurfa Harry og félagar meðal annars að finna og eyða helkrossum hins ógur- lega Voldemorts. Harry Potter og dauðadjásnin er sjöunda og að sögn höfundar síðasta bókin í bókaröðinni um ævintýri galdradrengsins og vina hans. Bókina íslenskaði Helga Haraldsdóttir. Síðasta Harry Potter-bókin í búðir í dag Daniel Radcliffe sem Harry Potter. ÁSTÆÐA er til að varðveita hús- eignina að Silfurgötu 5 á Ísafirði, Norska bakaríið svokallaða, að mati Húsafriðunarnefndar ríkisins, en bréf þar að lútandi var tekið fyr- ir á fundi umhverfisnefndar Ísa- fjarðarbæjar í gær. Nefndin telur húsið hafa mikið varðveislugildi m.a. sökum aldurs, en það var byggt árið 1884. Norska bakar- íið varðveitt PÉTUR Björnsson, fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Verk- smiðjunnar Vífilfells hf., andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ aðfaranótt 14. nóvem- ber, 77 ára að aldri. Pétur var fæddur 22. maí 1930 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Björn Ólafsson for- stjóri og alþingismaður og Ásta Pétursdóttir húsfreyja. Pétur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1949 og stundaði síðan nám við Sorbonne-háskóla í París 1950-51, Trinity College í Cambridge 1952-53 og Florida State University 1954-56. Kominn heim frá námi fór Pétur að sinna viðskiptum og fyrirtækja- rekstri. Hann varð aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verksmiðjunnar Víf- ilfells hf. 1960 og formaður stjórnar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1977. Einnig var Pétur stjórnarformaður og framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Þórður Sveinsson & Co. hf. frá 1975 og hafði áður verið með- forstjóri fyrirtækisins frá 1963. Pétur var mikill áhugamaður um golf og var m.a. stofnandi og formaður Golf- klúbbs Ness á Sel- tjarnarnesi 1964, með- stofnandi og ritari Sambands íslenskra einkaklúbba í golfi 1966 og stofnandi og meðritstjóri Golfblaðs- ins 1968. Pétur kvæntist Sigríði Hrefnu Magnúsdóttur 26. maí 1957 og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þrjár dætur, Ástu, Erlu og Guðrúnu Sylv- íu. Barnabörn Péturs eru ellefu og barnabarnabörnin þrjú talsins. Andlát Pétur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.