Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SIGURVEGARI Í VEIKRI STÖÐU Stjórn Anders Fogh Rasmussenhélt naumlega velli í þingkosn-ingunum í Danmörku á þriðju- dag. Rasmussen er því sigurvegari kosninganna, en flokkur hans, Venstre, missti sex sæti og hefur nú 46 þingmenn. Íhaldsflokkurinn, sem myndar stjórn með Venstre, hélt sín- um 18 þingsætum. Danski þjóðar- flokkurinn, sem hefur veitt stjórn Rasmussens stuðning, bætti hins veg- ar við sig einu sæti og hefur nú 25 sæti. Flokkurinn, sem byggir á harðri stefnu gegn múslimum, hefur nú styrkt stöðu sína sem þriðji stærsti flokkur Danmerkur. 179 sæti eru á danska þinginu. Þessir þrír flokkar hafa 89 sæti og með stuðningi annars þingmanns Færeyinga nær stjórnin því meirihluta atkvæða á þingi. Það mun hins vegar flækja málin að þing- maður Færeyinga hyggst ekki greiða atkvæði á þingi um frumvörp, sem varða innanríkismál Dana. Það mun þó væntanlega jafnast út vegna þess að líklegt er að hinn þingmaður Fær- eyinga og tveir þingmenn Grænlend- inga sitji einnig hjá í innanríkismál- um. Ljóst er að stjórnin mun ekki njóta stuðnings Danska þjóðarflokksins í öllum málum og hóf Rasmussen í gær viðræður við Naser Khader, leiðtoga nýs flokks, Nýs bandalags, sem kom fimm mönnum á þing. Er líklegt að hann muni þurfa á stuðningi Nýs bandalags að halda í innflytjendamál- um þar sem hann á ekki samleið með Þjóðarflokknum. Rasmussen hefur sennilega notið góðs af því að efnahagsástandið í Dan- mörku er gott um þessar mundir. At- vinnuleysi hefur ekki verið minna í þrjá áratugi og hagvöxtur hefur verið stöðugur. Ljóst þykir að Rasmussen hafi notið góðs af því og megi þakka það að hann hafi tryggt sér forsætis- ráðherrastólinn þriðja kjörtímabilið. Hann boðaði til kosninganna einu og hálfu ári fyrr en nauðsyn bar til og er ljóst að hann vonaðist m.a. til að verða ekki jafn háður Þjóðarflokknum að þeim afstöðnum. En það fór á annan veg og stendur stjórnin veikari eftir en áður. Án stuðnings Þjóðarflokks- ins er stjórnin því fallin. Rasmussen hefur í stjórnartíð sinni tekið upp mun harðari stefnu gegn innflytjendum en áður var. Nú er mun erfiðara að fá hæli í Danmörku og hef- ur hælisleitendum fækkað um 84% frá 2001. Hælisleitendum, sem hefur ver- ið hafnað, en ekki hefur verið hægt að senda til síns heima vegna yfirstand- andi átaka, hefur verið komið fyrir í flóttamannabúðum og ekki gefinn kostur á að vinna eða ganga í skóla. Þessu var harðlega mótmælt og Rasmussen hefur slakað á reglunum og leyft flóttamönnum með börn, sem hafa verið lengi í Danmörku, að flytja úr búðunum og senda börn sín í skóla, en vandinn hefur ekki verið leystur. Danskir jafnaðarmenn undir for- ustu nýs leiðtoga, Helle Thorning- Schmidt, guldu afhroð. Flokkurinn hefur ekki fengið minna fylgi í rúma öld. Tap flokksins í kosningunum 2005 þótti herfilegt. Nú er hann í tilvist- arkreppu. UNGT FÓLK Í HÚSNÆÐISKREPPU Hvernig á ungt fólk á Íslandi í dagað finna sér húsaskjól? Eins og húsnæðislánakerfið hefur þróazt er orðið mjög erfitt fyrir ungt fólk, sem er að ljúka námi, að eignast eigin íbúð. Lánin er orðin svo dýr og af- borgunarbyrðin svo há, að það geng- ur ekki á venjulegum launum, jafnvel þótt báðir einstaklingar vinni úti, ef um sambúð er að ræða. Ekki tekur hins vegar betra við ef þetta sama fólk fer út á leigumark- aðinn. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað, má gera ráð fyrir að fermetraverð á leiguhúsnæði sé um 1.500-2.000 krón- ur á mánuði. Hvaða fólk á venjulegum launum hefur efni á að borga 120 þús- und krónur í leigu á mánuði fyrir 60 fermetra íbúð? Það sér það hver maður, að hús- næðismálin á Íslandi eru í uppnámi og þær vonir, sem menn gerðu sér haustið 2004, um nýja tíma á þessu sviði hafa orðið að engu. Hvernig leysir ungt fólk þennan vanda, sem upp er kominn? Sumir gera það með því að taka erlend lán til húsnæðiskaupa. Þau kunna að líta vel út í dag, en hvernig líta þau út ef og þegar gengi íslenzku krónunnar fellur? Aðrir leysa vandann með því að flytja austur fyrir fjall, suður með sjó eða upp í Borgarfjörð og aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum. Það getur að vísu verið dýrt spaug nema á sparneytnustu bílum á tímum þegar benzínverð er að vísu ekki í sögulegu hámarki að raunvirði en fer að nálgast það. Það er enn hægt að finna ódýrara húsnæði, hvort sem er til kaups eða leigu, í þessum nágrannabyggðum höfuðborgarsvæðisins en á því svæði sjálfu, en það getur heldur ekki talizt viðunandi lausn að flæma fólk í burtu frá höfuðborgarsvæðinu, sem þar hefur átt heima allt sitt líf. Húsnæðismálin eru eitt erfiðasta þjóðfélagslega vandamál, sem við stöndum nú frammi fyrir og það dug- ar því miður ekki til fyrir þetta unga fólk að fara að ráðum forsætisráð- herra í viðtali við útvarpið fyrr í vik- unni að bíða. Hvar á það að bíða? Heima hjá pabba og mömmu? Stund- um er það möguleiki en ekki í öllum tilvikum og það er engin lausn að bíða í leiguhúsnæði á þeim prísum, sem þar eru á ferð. Til er sú lausn að flytja suður á Miðnesheiði þar sem ódýrar íbúðir hafa verið til leigu. En það er bara lausn fyrir suma en ekki alla. Ríkisstjórnin verður að einbeita sér að því að finna viðunandi lausn á þessum vanda. Lausnin er augljós- lega ekki fólgin í því að leggja Íbúða- lánasjóð niður. Það er alla vega kom- ið í ljós, að bankarnir þurfa á mótvægi að halda. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er nokkuð sérstaktleikrit. Það er eiginlegagamanleikrit að upplagien verður æ óþægilegra eftir því sem á líður. Það fjallar með- al annars um hjónabandið og fjöl- skylduna; um ástina, lygina, endur- tekninguna og tímann.“ Hafliði Arngrímsson hefur þýtt leikritið Konan áður eftir þýska leikskáldið Roland Schimmelpfenning og leik- stýrir einnig uppfærslunni sem verð- ur frumsýnd á Smíðaverkstæðinu annað kvöld, föstudagskvöld. Hann endurtekur tvö síðustu orðin, segir þau leiðarstef í verkum leikskálds- ins. „Endurtekningin og tíminn. Við erum alltaf að reyna að upplifa aftur gæfustundir lífsins. Förum aftur og aftur á sömu staðina og leitum jafn- vel uppi sömu tilfinningarnar. Í leik- ritinu bankar æskuástin á dyrnar og krefst réttar síns. Þá kemur í ljós hvort hjónabandið er reiðubúið til að taka á móti svona innrás. Hvað myndum við gera?“ spyr Hafliði brosandi. Konuna áður skrifaði Schimmel- pfennig fyrir Þjóðleikhúsið í Vínar- borg og var það frumsýnt árið 2004. Leikskáldið er fertugt að aldri, fyrstu verk hans voru sett á svið fyr- ir fimmtán árum og síðan hafa um 20 verk hans verið sýnd á sviði. „Þetta var pantað stykki en það tíðkast talsvert úti í hinum stóra heimi að leikhús ráði leikskáld,“ seg- ir Hafliði og fer ekki á milli mála að honum finnst of lítið gert af því hér á landi og að vinna með leikskáldum sé tilviljanakennd og stefnumiðin óljós. „Hér þurfa leikskáld yfirleitt að koma að eigin frumkvæði með hug- myndir og leikrit og fólk er oft hrætt við að sýna ný samtímaleikrit. Flest leikhús í hinum þýskumæl- andi heimi eru með einhverskonar leikritunarprógramm, bæði með eldri höfundum og yngri og leggja mikinn metnað í að sýna ný sam- tímaleikrit. Síðustu áratugi hefur mikil áhersla verið lögð á þesskonar vinnu og útkoman er frábær.“ Góð verk fái ekki að vera í friði Hafliði hefur sjálfur gert mikið af því að þýða ný verk – þau eru orðin hátt í 30 talsins – og ekki síst ný leik- rit skrifuð á þýsku. „Ég hef reynt að koma þeim á framfæri í leikhúsunum. Góð leikrit eiga aldrei að fá að vera í friði. Þau bíða eftir því að vera sett á svið og þau lifna ekki fyrr en á sviðinu.“ Þetta verk, Konan áður, las Haf- liði áður en það var fyrst sett á fjal- irnar; hann segir þetta nútímalega Ástin, lygin, en tekningin og tí Endurfundir Edda Björg Eyjólfsdóttir og Baldur Trausti Hreinss hlutverkum sínum, sem húsbóndinn og æskuástin sem vill að hann gamalt loforð, í Konan áður eftir Roland Schimmelpfennig. „ÁST og heilbrigð skyns alltaf fólginn harmleikur brigða, firringar.“ Þanni melpfennig spurningu um leikriti hans, Konan áðu Þjóðleikhússins annað kv Konan áður var fyrst s um. Í upphafi verksins m gættinni, þegar dyra kný hann standi við 24 ára g eilífu. Krafan er sett fra ingar fyrir fjölskylduna, hefja nýtt líf. Hafliði Arngrímsson þ ararnir eru þau Baldur T Edda Björg Eyjólfsdóttir Erna Clausen. Stígur Ste Hörður Ágústsson annas Æskuást Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Jónasarvefur var afhentur íslenskaskólakerfinu við hátíðlega athöfn íIðnó í gær. Það var mennta-málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem veitti vefnum form- lega viðtöku frá Mjólkursamsölunni sem stendur að vefnum í samstafi við Hvíta húsið. Á vefnum mynda 816 náttúrumyndir hina þekktu vangamynd af Jónasi Hall- grímssyni, en myndirnar eru einnig tengl- ar inn á ljóð sem fjalla um viðkomandi stað eða fyrirbæri. Um er að ræða lang- stærsta safn íslenskra náttúruljóða sem tekið hefur verið saman, enda var mark- miðið að búa til ljóða- og kennsluvef þar sem margmiðlunartækni er notuð til þess að flétta fræðigreinar Jónasar saman við íslensk náttúruljóð. Besta afmælisgjöfin „Jónas vann sjálfur alla sína ævi við að skrifa mikla Íslandslýsingu, í þeim tilgangi þvældist hann um allt land í rannsókn- arskyni. Þetta átti að vera bók sem hefði að geyma sögu, náttúrufræði, örnefni, landafræði og bókmenntir, ein allsherjar Íslandslýsing. Nú með þessum vef lít ég svo á að okkur hafi tekist að einhverju leyti að uppfylla gamlan draum Jónasar með því að þarna tengist saman, þökk sé tækninni, íslensk náttúra og íslensk tunga, þetta tvennt sem Jónas mat mest við Ís- land. Þarna kemur það tvennt saman í einni heild, einhverskonar Íslandslýsing,“ segir Páll Valsson, einn helsti Jónasar sér- fræðingur þjóðarinnar, um vefinn sem hann vann meðal annars að. „Þetta er mjög yfirgripsmikill vefur, þarna má finna viðamesta safn íslenskra náttúruljóða sem nokkru sinni hefur verið tekið saman. Ljóð Jónasar eru auðvitað hryggjarstykkið en síðan eru náttúruljóð frá 19. og 20. öld eftir um 120 höfunda. Það er t.d. hægt að sjá hvað hefur verið ort um Heklu eða Herðubreið og notendur geta lært á landið um leið og þeir læra á tunguna og njóta ljóðanna.“ Páll húsið e komið inn ann fyrir o sjálf og þegar svona Íslandslýsing Jón Náttúra í ljóðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir veit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.