Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SÁ sem tekur erlent lán til íbúða- kaupa greiðir í dag 4–5,5% nafnvexti, en sá sem tekur venjulegt íbúðalán hjá bönkunum greiðir hins vegar um 12% vexti þegar tekið hefur verið til- lit til vaxta og verðtryggingar. Tals- verð gengisáhætta fylgir hins vegar erlendum lánum. Gengi krónunnar lækkaði t.d. um 28% á rúmum tveim- ur mánuðum í byrjun síðasta árs. Það er ekki langt síðan heimilin fóru að taka lán í erlendum gjald- miðlum. Í ársbyrjun 2004 höfðu heimilin tekið 7,7 milljarða í erlend lán, en í september sl. var þessi upp- hæð komin í 108 milljarða. Aukning- in á fyrstu níu mánuðum þessa árs er 57,6%. Af þessum 108 milljörðum hafa 25,2 milljarðar farið til íbúða- lána. Mikill munur á vöxtum Hvað veldur þessum áhuga heim- ilanna á að taka erlend lán? Svarið er einfalt. Þessi lán bera lægri vexti og þegar vextir hækka hér á landi er eðlilegt að fólk, sem þarf að taka lán, velti fyrir sér öðrum möguleikum. Allir íslensku bankarnir bjóða lán í erlendri mynt, en nokkuð er mis- munandi í hvaða myntum lánin eru skráð. Lánin bera Libor vexti með álagi sem getur verið mismundi. SPRON býður t.d. vexti sem eru með 1,50–3,05% álagi á Libor vexti. Vextir á erlendum lánum eru því á bilinu 3,66–5,58%. Erlend lán Kaup- þings eru með 4,33% vexti. Erlend lán Landsbankans eru með 5,639% vexti og erlend lán Glitnis bera 5,67% vexti. Erlendu lánin eru óverðtryggð, en nær öll lán sem fólk tekur til fast- eignakaupa hér á landinu eru verð- tryggð. Athyglisvert er að skoða samanburð á óverðtryggðum erlend- um húsnæðislánum sem Glitnir er að bjóða. Ef þetta lán er tekið í íslensk- um krónum ber það 15,75%. Ef lánið er hins vegar tekið í erlendri mynt er það með 5,67% vöxtum. Lán sem bankarnir eru að bjóða til íbúðakaupa eru með 6,4–7,5% vexti. Samkvæmt nýjustu mælingu er verðbólgan komin í 5,2%, en það þýð- ir að fjármagnskostnaður vegna þessara lána er núna um 12%. Er- lendu lánin eru hins vegar með u.þ.b. 4–5,5% nafnvexti. Þegar fólk tekur erlend lán kemur hins vegar nýr áhættuþáttur inn í málið, þ.e. sveiflur í gengi krónunn- ar. Sveiflurnar geta leitt til þess að höfuðstóll lánsins lækki, en þær geta einnig leitt til hækkunar á höfuðstól og þar með þyngri greiðslubyrði. Það er óhagstæðara að taka erlent lán þegar krónan er sterk en þegar hún er veik. Í lok árs 2005 var gengi krónunnar t.d. mjög sterkt, en í lok janúar í fyrra fór gengi krónunnar að falla og féll á tveimur og hálfum mánuði um 28%. Það þýðir að 20 milljón króna lán sem tekið var í jan- úar í fyrra stóð í 25,6 milljónum um miðjan mars. Miðað við stöðu geng- isins í dag stæði þetta lán í 22 millj- ónum. 20 milljón króna lán sem tekið var í júní í fyrra stæði hins vegar núna í 17,6 milljónum miðað við þróun gengis. Það skiptir því máli hvernig staða krónunnar er þegar lánið er tekið. Það skiptir sérstaklega máli þegar lánið er til skamms tíma. Það er hins vegar afar hæpið að horfa mikið á skammtímasveiflur í gengi þegar menn eru að taka erlent lán til húsnæðiskaupa til 30 ára. Í gær stóð gengisvísitala krónunnar í 116 stigum. Fyrir nákvæmlega 10 árum stóð vísitalan í 115,4 stigum. Strangari veðkröfur Sveiflur í gengi þýða að meiri áhætta fylgir erlendum lánum bæði fyrir lántakendur og bankana. Ef maður tekur 20 milljón króna lán, sem hækkar í 25 milljónir vegna gengisfellingar krónunnar, lendir í fjárhagsvanda og neyðist til að selja húsnæði getur svo farið að söluverð- ið dugi ekki fyrir láninu. Þess vegna gera bankarnir strangari veðkröfur en þegar um innlend lán er að ræða. Þeir lána ekki nema 70% af kaup- virði og sumir ekki nema 65% af kaupvirði. Á móti kemur að bank- arnir eru yfirleitt ekki með neitt há- mark á láni í erlendri mynt. Fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð og er með lítið eigið fé getur því ekki fjármagnað íbúðakaupin algjörlega með erlendu láni, nema þá að fá veð hjá ættingjum. Bankarnir hafa ekki haldið er- lendu lánunum mikið að fólki. Þeir hafa bent lántakendum á þá áhættu sem fylgir gengissveiflum. Fast- eignasalar sem Morgunblaðið ræddi við segja að það kunni líka að vera að lítill hagnaður bankanna af því að lána fólki í erlendri mynt skýri af- stöðu þeirra til erlendra lána. Erlend lán bera 4–5,5% vexti en hér heima eru vextir og verðbætur 12% Morgunblaðið/Kristinn Lántaka Því fylgir áhætta að taka erlent lán vegna sveiflu á gengi krónunnar. Íbúðalán eru hins vegar til langs tíma og því er áhættan minni en þegar lánin eru til skamms tíma. Lánin eru óverðtryggð og bera lægri vexti. Í HNOTSKURN »Glitnir býður óverðtryggtlán til íbúðakaupa. Vextir af láninu eru núna 15,75% ef það er tekið í íslenskum krón- um. Ef lánið er hins vegar tek- ið í erlendri mynt er það með 5,67% vöxtum. »Á síðustu 10 árum hefurgengisvísitala sveiflast mikið. Í nóvember 2002 fór gengisvísitalan í 150 stig, en í janúar í fyrra fór hún niður í 100. Vísitalan er núna í 116 stigum sem er nánast sama staða og hún var í fyrir ná- kvæmlega 10 árum. Erlend lántaka heim- ilanna hefur aukist mikið á síðustu tveimur árum. Aukningin það sem af er ári er 57%. Heimilin skulda núna 108 milljarða í erlendum lánum. $ %      %#$ %.# %.$ %/# %/$ %!# %!$ %%# %%$ %$# %$$ &  '  " # !&(((&(()   $  %  &   . /    %%( $     *      + %+  %%$ %$$ 0$ 1$ "$ ,$ #$ .$ /$ !$ %$ $ &  '  " # !&(((&(()   $  %  &      &   . / $') %%( $ $')  FULLTRÚAR Samiðnar, Sam- bands iðnfélaga, gengu á fund Sam- taka atvinnulífsins í gærmorgun og afhentu kröfugerð Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga vegna endurnýj- unar á kjarasamningnum sem renn- ur út um áramót. Þá hafa í vikunni þrjú félög lagt fram kröfugerðir; Samiðn, Rafiðnaðarsamband Ís- lands og SART, Samtök atvinnurek- enda í raf- og tölvuiðnaði. Í kröfugerð Samiðnar er m.a. lögð áhersla á almennar launahækkanir sem auki kaupmátt, hækkun taxta umfram almennar launahækkanir og nýtt kauptaxtakerfi með þremur þrepum. „Við erum með mjög eins- leita menntun hérna, bara með iðn- aðarmenn og ekkert meira. Svo eru að koma inn fleiri stéttir, sem eru með öðruvísi menntun og starfs- reynslu sem okkur ber að virða. Við viljum reyna að teikna þá inn í svona kaupkerfi, þannig að þeir fái greitt samkvæmt menntun og starfi sem þeir eru að sinna. Í dag teljum við að þessir menn fái vangreidd laun vegna þess að þeir lenda á verkamannatöxtum,“ segir Finn- björn A. Hermannsson, formaður Samiðnar. Einnig vill félagið endurskoða kafla um vaktavinnu og fá skýrari reglur um tilkynningu veikinda. Á þriðjudag lagði Rafiðnaðarsam- bandið inn kröfugerð sína. Meðal þess sem sambandið leggur áherslu á er að taka upp lægri skattþrep á neðstu stigum, launahækkun sem tryggir vaxandi kaupmátt og hækk- un lágmarkslauna. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur RSÍ, segist ekki mjög ánægður með gang mála á fyrsta fundinum. „Það sem þeir sögðu, ég efast um að nokkur muni sætta sig við það. Þeir voru að tala um að gera samning núna með nánast engri upphafs- hækkun eða hækka lágmarkstaxt- ann eittvað lítið. Svo vilja þeir binda samninginn í tvö ár,“ segir Guð- mundur sem telur að ekki verði við slíkt unað, sér í lagi þar sem horft sé fram á afar ótryggt ástand. „Ég trúi því alla vega ekki að nokkur semji til tveggja ára án þess að hafa skýr opnunarákvæði eftir eitt ár.“ Vilja kauptaxtakerfi með þremur þrepum Kröfugerðir eru farnar að berast Samtökum atvinnulífsins Finnbjörn A. Hermannsson Guðmundur Gunnarsson GEIR H. Haarde forsætisráðherra tók í gær við sérstökum heiðurs- verðlaunum Alþjóðavetnissam- starfsins (IPHE) fyrir framlag Ís- lands til framþróunar og kynningar á alþjóðavetnissamfélaginu en at- höfnin fór fram á Alþjóðaorku- þinginu sem nú stendur yfir í Róm. IPHE er sautján landa verkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá árinu 2003. Geir sagði ánægju- legt að framlag Íslands væri verð- launað með þessum hætti en á fund- unum í Róm hefði gefist gott tækifæri til að ræða þessi mál við ýmsa aðila. „Ég lít nú svo á að þetta sé viðurkenning til allra þeirra sem eru að vinna að þessum málum heima á Íslandi, bæði vetnisverk- efninu og endurnýjanlegum orku- gjöfum,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í gær. Vetnisverkefni verðlaunað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.