Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 35 festist í botninum, ekki rétt við bakkann, heldur lengst úti í ískaldri ánni sem ég gat varla man- að mig í að dýfa fingrinum í, sama hvað ég togaði og rykkti í stöngina þá gat ég ekki losað hann. Þú varst samt ekki í vandræðum með að vippa þér út í ána með bros á vör og vaða hana upp að mitti til að losa öngulinn á meðan strákurinn stóð á bakkanum og gapti af for- undran. Þannig man ég eftir þér, sterkri konu sem lét ekkert stoppa sig og tók lífinu með svo ótrúlegu jafnaðargeði sama hvað á dundi. Þegar ég sá þig í síðasta sinn á spítalanum varstu orðin mjög veik, en þó að þú værir orðin rúmföst var alltaf stutt í brosið hjá þér og ég heyrði þig ekki kvarta einu sinni, jafnvel þó að þú vissir að endirinn væri nærri. Ég sá enn þessa sömu ömmu þarna á spít- alanum, ömmuna sem óð í ískalda ána fyrir mig án þess að hugsa sig tvisvar um. Ég er líka þakklátur fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér, ég reyni að kenna þeim margt sem þú kenndir mér. Þegar ég sit með þeim og spila á kvöldin verður mér alltaf hugsað til þess hversu oft við sátum saman og spiluðum, hvernig þú leyfðir mér oft að vinna þó svo að ég spilaði hræðilega, bara til að gleðja strákinn. Þolinmæðin sem þú sýndir mér var ótrúleg, hvernig þú varst tilbúin að útskýra allt og hjálpa mér, þessar stundir mun ég alltaf geyma í hjarta mér. Ef ég gæti fengið að segja þér eitthvað núna, þá myndi ég segja þér hversu vænt mér þótti um þig, hversu mikil og góð áhrif þú hafðir á mig, hversu oft ég gleðst þegar ég hugsa um stundirnar sem við áttum saman og hveru mikils ég met þær. Takk fyrir allt elsku amma mín og megi guð geyma þig. Salvar Halldór Björnsson. 27.10. 2007 hvað við hringing í símanum er Lalla systurdóttir mín var að tilkynna að mamma hennar hefði látist í nótt. Drottinn blessi Gróu systur mína, hún er komin til æðri heimkynna og ástvinir allir hafa tekið fagnandi á móti henni. Það var gott hún fékk hvíldina svo fljótt því hún var búin að vera sár- þjáð, en gat samt alltaf talað og jafnvel slegið upp í grín við hjúkr- unarkonurnar sem veittu henni beztu umönnun sem völ var á, á Líknardeild Landakotsspítala, 5. hæð, þær eiga miklar þakkir og virðingu skilið, og eins Lalla og Björn sem vöktu hjá henni síðustu nætur. Gróa systir var ákveðin og stjórnsöm kona sem vildi hafa allt á hreinu, enda búin að vera víða í vinnu út um allt land, bæði í ein- angrun á Hornbjargsvita og Dala- tanga, Sjúkrahúsi á Akureyri, Reykjanesskóla, Skógaskóla, Eiða- skóla, Veðurstofu Íslands, eldhúsi Fæðingardeildar Landsspítalans, þó er nú ekki allt upp talið. Ég á henni miklar þakkir skildar. Er ég dvaldi hjá henni í fyrrahaust, þá gátum við rifjað upp gamlar minn- ingar frá æskudögum okkar heima í Reykjarfirði þar sem bæði ungir og gamlir fengu athvarf. Eitt sinn vorum við að hlusta á útvarpið og allt í einu hljómar fögur söngrödd okkar ástsælu söngkonu Guðrúnar Á. Símonar og hún er að segja svo frá því er hún fór til Englands að læra söng, hennar rödd mætti nú hljóma oftar í ríkisútvarpinu. Ég ætla að enda þessar línur á vísu um Gróu eftir Sigurð N. Steinsson úr sveitarímum (gefnar út með við- bæti 1949 á kostnað höf.): Gróa er mesta gæðaþing, gleði og fjöri ei týnir, vel í kvennaverkahring, vaskleik ætíð sýnir. Með beztu kveðju og þökk fyrir allt, þín systir Arndís Salvarsdóttir. Í meira en fjóra áratugi var Gróa Salvars tengd Veðurstofu Íslands tryggum böndum. Þau bundust fyrst árið 1955 þeg- ar þau hjón Gróa og Halldór Víg- lundsson gerðust veðurathugunar- menn á einum afskekktasta stað landsins, Hornbjargsvita. Þremur árum síðar fluttu þau sig yfir á annan útnára landsins, Dalatanga. Þar stóðu þau veðurvaktina í níu ár eða til 1967. Skildu nú leiðir Gróu og Veð- urstofunnar um tíma en árið 1977 réðst hún aftur til stofnunarinnar og nú sem símavörður. Varð hún þannig fyrsti tengiliður við hina fjölmörgu sem leita símleiðis er- inda við stofnunina. Í 15 ár gegndi hún þessu starfi eða þar til hún lét af störfum sjötug árið 1992. Í nokkur ár eftir þetta var hún öðru hverju fengin til afleysinga en síð- ast svaraði hún í Veðurstofusímann árið 1997. Gróa var forkur til allra starfa sem hún tók að sér, vandvirk og samviskusöm. Skipti þá ekki máli hvort það var í vandasömu athug- anastarfi í stórviðri við ysta haf eða á símavaktinni á Veðurstof- unni. Hún var alltaf glaðlynd, já- kvæð og mannbætandi á allt um- hverfi sitt. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni og vel- vilja hennar ósvikinn átti Veður- stofan og allir starfsmenn hennar. Hún tók virkan þátt í félagslífi á Veðurstofunni sem og í stéttar- félagi sínu. Þá var hún liðsmaður í Bridgefélagi Veðurstofunnar frá upphafi þess og spilaði með okkur þar meðan heilsan entist. Fyrir hönd Veðurstofunnar færi ég henni þakkir fyrir langa og dygga þjónustu um leið ég þakka henni persónulega ljúf kynni. Fjöl- skyldu hennar sendi ég samúðar- kveðjur. Magnús Jónsson. Ég kynntist Gróu J. Salvarsdótt- ur fyrst þegar hún hóf störf á Veð- urstofu Íslands, árið 1977, sem símvörður. Þá var hún búin að missa eiginmann sinn en saman höfðu þau unnið víðs vegar um landið m.a. sem vitaverðir. Gróa var elst systkina sinna og líklega vön að stjórna þeim því það sama gerði hún við okkur starfsfólk Veð- urstofunnar – þar komst enginn upp með að svara ekki í símann ef í hann var hringt eða gleyma að til- kynna ef skroppið var frá. Þá fékk maður orð í eyra, en aldrei man ég eftir að hafa séð hana reiða og það- an af síður langrækna. Hún var fé- lagslynd með afbrigðum og full af hinum sanna ungmennafélagsanda. Hún stundaði gömlu dansana af kappi og tókst jafnvel að vekja áhuga hjá nokkrum. Eftir að hún hætti á Veðurstof- unni, árið 1992, sjötug að aldri fór hún að starfa með Lífeyrisþega- deild SFR, fyrst sem ritari í þrjú ár og síðan formaður í tíu ár, en lét af þeim störfum 23. apríl 2005 sök- um veikinda. Fyrstu samskipti okkar Gróu hjá LSFR voru þau að hún hringdi í mig og spurði hvern- ig það væri með mig, hvort ég ætl- aði ekki að fara að mæta á fundi. Þá hafði ég verið kosin í stjórn, án þess að hafa hugmynd um það. Fyrstu stjórnarfundirnir sem ég mætti á voru haldnir heima hjá Gróu, því hún komst ekki úr húsi sökum ónýtra hnjáliða og beið eftir að komast í aðgerð. – Og hún þurfti að bíða ansi lengi, sárþjáð, en við nutum góðs af, því heima hjá henni var alltaf rjúkandi kaffi og nýbakaðar rjómapönnukökur og oftar en ekki var Ingvar vinur hennar viðstaddur. Þar stjórnaði hún fundunum af röggsemi og rétt- sýni, auk þess sem hún hélt uppi skemmtifundum á vegum Lífeyr- isþegadeildarinnar. – Þó að hún hætti í stjórninni þá hætti hún ekki þátttöku í fé- lagsstarfinu og mætti á alla þá fundi sem hún treysti sér til að mæta á. Við í stjórn LSFR eigum oft eft- ir að minnast Gróu og vitna í hana því hún var einstök kona sem gleymist seint. Við sendum að- standendum hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar Lífeyris- þegadeildar SFR, Gunnur S. Friðriksdóttir. ✝ Magnús Ólafs-son fæddist á Vindheimum við Tálknafjörð 28. október 1922. Hann lést á heimili sínu, Kjartansgötu 5 í Reykjavík, 6. nóv- ember síðastliðinn. Magnús var sonur hjónanna Ólafs Kol- beinssonar og Jónu Sigurbjargar Gísla- dóttur, er lengst af bjuggu að Vind- heimum. Systkini Magnúsar voru fimmtán; Guðrún húsmóðir í Reykjavík, f. 1902, d. 1977, Jón Bjarni sjómaður og bóndi á Fífustöðum í Arnarfirði, f. 1903, d. 1977, Gísli, f. 1905, d. 1911, Kristrún húsmóðir á Akra- nesi, f. 1906, d. 1995, Sigurfljóð húsmóðir í Reykjavík, f. 1908, d. 1996, Anna húsmóðir í Reykjavík, f. 1909, d. 1999, Unnur húsmóðir í Reykjavík, f. 1911, d. 1998, Gísli bóndi á Kirkjubóli í Arnarfirði og síðar verkstjóri í Reykjavík, f. 1913, d. 1993, Snæbjörg húsmóðir í Reykjavík, f. 1914, d. 2006, Berg- ljót kjólameistari og kennari í Reykjavík, f. 1916, d. 2004, Val- dís, f. 1916, d. 1936, Ragnhildur rithöfundur í Kaupmannahöfn, f. 1918, d. 1996, Kristján vélstjóri á Ísafirði síðar í Reykjavík, f. 1919, d. 1996, María Hugrún listmálari í Kaupmannahöfn, f. 1921, d. 1979, Aðal- heiður bóndakona í Mástungu í Gnúp- verjahreppi, f. 1926, var yngst systkin- anna og lifir hún bróður sinn. Magnús kvæntist sumarið 1956 Höllu Þorsteinsdóttur f. 1928, d. 1998, þau skildu eftir þriggja ára sambúð. Magnús hóf nám í húsgagnasmíði 1942, lauk námi við Iðnskólann í Reykjavík 1946, lauk sveinsprófi 1947 og öðlaðist meistararéttindi 1949 Magnús sótti framhaldsnám í byggingarlist við Byggemester- skolen í Kaupmannahöfn 1950- 1951 og lauk handavinnukennara- prófi við Kennaraskóla Íslands 1958. Magnús var hand- menntakennari við Héraðsskól- ann í Reykholti frá 1961-1965 og einn vetur við Ármúlaskóla í Reykjavík. Lengst af starfaði Magnús sem húsgagnasmiður, síðustu áratugina og allt til ársins 2004 á trévinnustofunni Nývirki. Magnús fann upp og hannaði manntaflið Víkingaskák árið 1967. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hann Maggi frændi er dáinn, það hefði kannski ekki átt að koma manni á óvart, hann er búinn að vera „gamli skrítni frændinn“ frá því ég fyrst man eftir honum fyrir um 40 árum. Það var þó ekki á honum að heyra þegar ég spjallaði við hann í síðustu viku að hann hygði á þessa langferð alveg á næstunni. Maggi frændi var um margt sér- stakur maður, að sumu leyti á undan sinni samtíð en að mörgu leyti svolít- ið til hliðar við hana. – Hjartahlýr og kíminn öðlingur í alla staði, völundur á tré, uppfinningamaður og hugsuð- ur, náttúruunnandi og ræktandi, en ekki alveg eins og fólk var flest. Hvernig gast þú líka orðið eins og flestir og hvað var svo sem spenn- andi við það? Eins og hvaða flestir hefðir þú átt að verða, fæddur í smá- koti við Tálknafjörð í lok fyrri heimsstyrjaldar, sem fimmtánda barnið í systkinaröðinni, sendur 9 ára til fjarskylds frændfólks við Arnarstapa á Snæfellsnesi og alinn upp óravegu frá foreldrahúsum þar til þú gast farið að sjá fyrir þér sjálf- ur. Það voru mér og bræðrum mín- um, og síðar börnum mínum, for- réttindi að fá að kynnast Magga frænda, það þroskar mann og stækkar að eiga að vini og umgang- ast fólk sem ekki er eins og fólk er flest. Maggi frændi var gormæltur, hann stundaði jóga, hann drakk te en ekki kaffi, hann kallaði kók rop- vatn, þegar tölur týndust af úlpunni hans setti hann fjögurra tommu nagla í þeirra stað, hann safnaði te- skeiðum, hann safnaði fræjum, hann kunni sögur, spil og leiki sem enginn annar kunni, hann gat rennt og smíðað hvað sem var, hann var upp- finningamaður. Maggi frændi fann upp Víkinga- skákina, flókið manntafl með sex- hyrndum reitum og fleiri taflmönn- um en hefðbundið manntafl. Hann kenndi okkur Víkingaskák og hélt henni að okkur bræðrunum, stóð fyrir Víkingaskákmótum og hrósaði okkur óspart þegar við náðum að sjá nokkra leiki fram í tímann. Sem krakka fannst mér hann svo- lítið skrítinn, í besta falli sérkenni- legur, en það var bara allt í lagi. Við bræðurnir ólumst upp við það að það þurftu ekki allir að vera eins og fólk er flest, það var bara allt í lagi að vera svolítið öðruvísi – mikið vorum við heppnir að fá að kynnast honum Magga frænda. Ég man alltaf hvað Maggi var glaður þegar ég kom úr fyrstu skólaferðinni frá Ameríku og færði honum tvær teskeiðar í teskeiða- safnið hans, sem þá taldi rúmlega 300 teskeiðar merktar mismunandi borgum og löndum. – Ekki það að gjöfin væri stór eða skeiðarnar úr einhverjum eðalmálmum, honum þótti bara vænt um að ég skyldi hugsa til hans. Í minningunni voru árstíðabundn- ir hápunktar tengdir Magga frænda, á haustin var farið í Heiðmörk og safnað lúpínufræjum, um jólin kom hann í heimsókn og spilaði púkk, á vorin var farið í eggjatínslu á Þor- lákshafnarsandana og á sumrin var lúpínufræjunum frá haustinu áður sáð í einhverja gróðursnauða mela. Það er gott að eiga þessar minn- ingar. Hvíldu í friði, kæri frændi. Benjamín Axel Árnason, bræður og börn. Allt frá því að ég eignaðist eigin íbúð var það föst regla að ef það þurfti að smíða nýjar hillur eða laga eitthvað í íbúðinni hafði ég samband við Gísla frænda minn sem rak hús- gagnaverkstæði. Þegar hann kom til mín í þessum erindum var Alfa, kon- an hans, yfirleitt með honum, og einnig Magnús, aldraður maður sem hafði unnið á smíðaverkstæðinu hjá Gísla í mörg ár. Þeir Gísli og Magn- ús mældu síðan íbúðina til og frá og smíðuðu eða lagfærðu það sem vant- aði. Magnús var góður vinur Gísla og Ölfu, hafði farið með þeim í veiði- ferðir, og stundum var hann hjá þeim á gamlárskvöld, en þá komum við hjónin yfirleitt líka í heimsókn. Á nokkrum árum hefur margt breyst. Gísli, Alfa og Magnús, sem mér finnst að hafi verið hjá okkur fyrir örskotsstundu, eru nú öll horfin úr þessum heimi. En handaverk þeirra Gísla og Magnúsar sé ég allt í kring- um mig í íbúðinni minni. Magnús var nokkuð sérkennileg- ur maður og eitt mesta áhugamál hans var sérstakt tafl sem hann hafði sjálfur fundið upp og kallaði víkingatafl. Það hafði 85 reiti og í það átti að nota einn aukataflmann, víkinginn, auk hinna hefðbundnu taflmanna. Ekki gekk Magnúsi samt mjög greitt að koma þessari upp- finningu á framfæri, en hann gaf okkur hjónunum eitt eintak af vík- ingataflinu. Annað áhugamál Magn- úsar voru gestaþrautir og var hann stundum að sýna okkur hinar ýmsu þrautir, svo sem tvær lykkjur sem engin leið virtist á milli, en átti samt að vera hægt að koma tölu af ann- arri lykkjunni yfir á hina. Við botn- uðum ekkert í þrautinni, en Magnús sneri sér þá við og var búinn að leysa þrautina á fáeinum sekúndum. Hann vildi náttúrlega ekki sýna okk- ur hvernig átti að fara að því. Þriðja áhugamál Magnúsar voru skeiðar, en hann safnaði skeiðum af ýmsum gerðum. Hann var laginn rennismið- ur og gaf okkur einu sinni tréskál sem hann hafði rennt. Slíkar skálar sagðist hann stundum láta í skiptum fyrir skeiðar. Við vissum að Magnús var orðinn heilsulítill síðustu árin, en hann var ófús til að fara á hjúkrunarheimili, vildi vera heima hjá sér þar sem hann gat stundum dundað við að smíða og renna. Við fréttum svo af honum í vor þegar móðir mín, sem er myndlistakona, tók þátt í samsýn- ingu þriggja listakvenna í Þjóð- minjasafninu. Hún hafði fengið þá hugmynd að láta smíða borð sem væri eftirlíking skrifborðs Jónasar Hallgrímssonar skálds. Borðið var smíðað, en þá vantaði mann til að renna hnúðinn sem átti að vera á skúffunni. Það vildi svo til að einmitt Magnús var fenginn til þess og hef- ur það vafalaust verið eitt það síð- asta sem hann smíðaði. Og það átti vel við að hann skyldi enda smíða- feril sinn með því að taka þátt í að endurgera skrifborð listaskáldsins góða. Una Margrét Jónsdóttir. Magnús Ólafsson ✝ Ástkær faðir okkar, bróðir, mágur og frændi, ÁRNI BERGUR EIRÍKSSON, lést á heimili sínu mánudaginn 5. nóvember. Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Lucinda S. Árnadóttir, Eyrún Rós Árnadóttir, Eyþór Árni Árnason, Jóhanna Þorbjörg Eiríksdóttir, Richard Hull, Clyde Eiríkur Hull, Caisy Hull. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Leiti, sem lést á Landspítalanum 13. nóvember, verður jarðsungin frá Skálholtsdómkirkju 24. nóvember kl. 14.00. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Páll Ingi Árnason, Guðmundur Þór Jóhannsson, Lilja Sigurjónsdóttir, Þórarinn Ágúst Pálsson, Sunna Sigurðardóttir, Helga Guðný Pálsdóttir, Þórarinn Pálsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.