Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjanesbær | Norðurál Helguvík sf. hefur gert styrktar- og kynning- arsamninga við fimm íþróttafélög í Reykjanesbæ. Fyrirtækið styrkir félögin samtals um 3 milljónir kr. á árinu, samkvæmt þessum samning- um sem skrifað var undir í gær. Norðurál Helguvík sf. er dótt- urfélag Norðuráls hf. og vinnur að undirbúningi byggingar álvers í Helguvík. Samningarnir voru undirritaðir í gær að viðstöddum fulltrúum íþróttafélaganna, Árna Sigfússyni bæjarstjóra og fleiri embættis- mönnum bæjarins og stjórnendum Norðuráls. Skúli Þ. Skúlason, fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls, lét þess getið við athöfn- ina að Norðurál teldi mikilvægt að vinna með samfélaginu á Suðurnesj- um, eins og það hefði gert á Vest- urlandi frá því starfsemin á Grund- artanga hófst fyrir tíu árum. Samningarnir eru við fimm deild- ir í íþróttahreyfingunni í Reykja- nesbæ, það er að segja knatt- spyrnu- og körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur og fim- leikadeild Keflavíkur. Að sögn Skúla nema greiðslur samkvæmt samningunum um þremur milljón- um króna á árinu. Á móti fær Norð- urál kynningu á merki sínu. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sagðist eftir undirritun samning- anna sjá fyrir sér að stuðningur þess við starfsemi félaganna myndi vaxa samfara fyrirtækinu, eftir að álver þess tekur til starfa á Suð- urnesjum. Nú stendur yfir undirbúningur að byggingu álvers fyrirtækisins. Fram kom hjá Skúla að 30-40 manna verkfræðiteymi sé við vinnu og er búist við að það muni flytjast í skrifstofur Norðuráls á Keflavíkur- flugvelli á næstu mánuðum. Norðurál styrkir íþróttafélögin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kynning Stjórnendur Norðuráls gerðu í gær styrktar- og kynningarsamn- inga við fulltrúa fimm íþróttafélaga í Reykjanesbæ. SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Hvort tveggja er alltaf í vinnslu, á hægum loga,“ segir Eiríkur Árni Sigtryggsson, tón- skáld, tónlistarkennari og myndlist- armaður, sem í gær fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæj- ar, afhenta fyrir gott starf að menn- ingarmálum í bæjarfélaginu. Þá fengu Víkurfréttir Súluna fyrir að hafa stutt vel við menningarlífið. Jafnframt var gengið frá menning- arsamningum og styrkjum. Eiríkur Árni útskrifaðist sem tón- listarkennari árið 1963 og hefur síð- an kennt, nú í rúma tvo áratugi, við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hann hefur verið virkur í tónlistar- lífinu, meðal annars sem kórstjóri og tónskáld. Hann hefur samið að minnsta kosti fimm sinfóníur auk fjölda annarra tónverka. Eiríkur lagði einnig stund á myndlistarnám og kenndi myndlist og hefur haldið fjölda sýninga. Góð sambúð í fjörutíu ár „Þetta hefur verið góð sambúð í fjörutíu ár,“ segir Eiríkur þegar hann er spurður hvernig gangi að samræma myndlistina og tónlistina. „Þetta er sami hluti að mörgu leyti, svona sköpunarferill, er spurning um form og liti annars vegar og form og tóna hins vegar. Ég hugsa til dæmis oft um liti þegar ég sem tón- list. Tónblandan gæti alveg samsvar- að litablöndu. Eyrað blandar eins og augað,“ segir Eiríkur Árni. Hann er alltaf með eitthvað í gangi, á báðum sviðum, auk kennsl- unnar sem er hans daglega vinna. „Ég var að ljúka við konsert fyrir enskt horn og blásarasveit um dag- inn og strengjakvartett er á síðustu töktunum. Svo gríp ég alltaf í mál- verkið.“ Hann sýndi myndir í New York á síðasta ári og í Las Vegas fyrr á þessu ári. Nú er hann að und- irbúa einkasýningu, nokkuð stóra, í Clermont í Frakklandi á næsta ári. „Það verður gaman að vera í Frakk- landi á afmælinu,“ segir Eiríkur en hann verður 65 ára næsta haust. Víkurfréttir og Páll Ketilsson rit- stjóri fengu Súluna fyrir að hafa í áraraðir stutt við menningarlíf bæj- arins með margs konar umfjöllun, bæði í prentaðri útgáfu, á vefnum og í kapalsjónvarpi. Einnig fyrir að leggja einstaka verkefni sérstakt lið. „Hugsa oft um liti þegar ég sem tónlist“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Súlan Eiríkur Árni Sigtryggsson og Páll Ketilsson eru á milli Bjarkar Guð- jónsdóttur, formanns menningarráðs, og Árna Sigfússonar bæjarstjóra. Menningarverð- laun Reykjanes- bæjar afhent Í HNOTSKURN »Súlan er heiti á menning-arverðlaunum Reykjanes- bæjar. Heitið vísar til fuglsins í merki bæjarins. »Árlega eru veittar tværviðurkenninar; til hóps eða einstaklings sem unnið hefur vel að menningarmálum og til fyrirtækis sem stutt hefur við menningarlífið. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÁTTA skáldkonur hafa nú gefið út sjöundu ljóðabók sína og er hún til heiðurs Jónasi Hallgrímssyni. Ljóðin tengjast Jónasi á margvíslegan hátt, með vísunum, myndmáli eða bragar- háttum og Jón Reykdal myndlistarmaður málaði kápumyndina sérstaklega fyrir bók- ina. Konurnar eru þátttakendur í félagsstarfi eldri borgara í Gjábakka í Kópavogi og hafa notið dyggrar leiðsagnar Þórðar Helgasonar, dósents í íslensku við Kennaraháskóla Ís- lands, síðastliðin sjö ár. Reglulegir fundir Hópurinn hefur komið saman einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina í þessi sjö ár og alltaf gefið út ljóðabók í lok árs. Á fundum ljóðahópsins eru ljóð kvennanna krufin og gagnrýnd, en auk þess kemur Þórður með ljóð úr nýjum ljóðabókum til að ræða um, helst úr nýútkomnum bókum og yf- irleitt íslenskum. Það má því segja að þær fylgist vel með nýjustu straumum í íslenskri ljóðagerð. Fulltrúar kvennanna, Sigurbjörg Björg- vinsdóttir, Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir og Ragna Guðvarðardóttir, segja að það hafi verið stórt skref að byrja að yrkja óhefð- bundið. Þær hafi verið fullar af fordómum sem hafi svo smám saman horfið og nú sé bara gaman að þessu. „Ég var mjög hefð- bundin, en eftir að ég kynntist Þórði hef ég smátt og smátt verið að losa takið á rími og stuðlum og höfuðstöfum og fannst það nú í upphafi ekki vera ljóð. Var nú eiginlega bara að grínast við Þórð,“ segir Sigurlaug. Þær eru þó sammála um að þær kunni allt- af vel við rímið og stuðlana og erfitt sé að sleppa því alveg. Af nýrri ljóðskáldum eru þær hrifnastar af Ólínu Þorvarðardóttur og Ara Jóhannessyni. Karlarnir gefast upp á þeim Þær ræða fjálglega um bragarhætti og ljóðaform og eru greinilega vel að sér í fræð- unum. Sigurbjörg segir að þær hafi verið að reyna að fá Þórð til að byrja með annan hóp í Gjábakka sem væri á byrjendastigi. Þær finni svolítið fyrir því að öflug útgáfa og ár- angur fæli nýja meðlimi frá, sem haldi að þeir hafi ekki nægilega mikið fram að færa til að vera með. Hópurinn hefur verið mjög stöðugur og þó nokkrir hafi hætt og aðrir komið í staðinn, þá er kjarninn sá sami. Aðspurðar segja þær hópinn alls ekki vera lokaðan og að nýir meðlimir séu alltaf vel- komnir. Varðandi kynjahlutfallið segja þær karla sérstaklega velkomna, þeir sem hafi bæst í hópinn hafi þó fljótlega gefist upp. „Ég held þeir hafi bara minnimáttarkennd gagnvart konum,“ segir Ragna hlæjandi. Aldurinn skiptir engu máli í starfinu og ekki eru heldur nein aldurstakmörk. Þórður segir fátt hafa verið jafn gefandi á sínum kennsluferli og þetta samstarf og segir þær allar vera stórskáld. „Ljóðskáld eru allt- af ung,“ segir Þórður og segir þær ekki gefa yngri nemendum hans í Kennaraháskólanum neitt eftir. Greinilegt er að það er góður andi í hópn- um og gott samstarf milli kvennanna og Þórðar. „Ertu nokkuð búinn að fá leið á okk- ur?“ spyr Sigurlaug lymskulega og Þórður er fljótur að svara að hann fái aldrei leið á þeim. Útgáfa mikilvæg Þórður hefur alltaf lagt mikla áherslu á að gefið verði út rit í árslok. Það sé svo hvetj- andi og mikils virði að sjá afraksturinn. Framfarirnar séu líka greinilegar þegar nýj- ar og eldri bækur eru bornar saman. Þær eru sammála um að það hafi verið alveg sér- stök tilfinning þegar fyrsta bókin kom út. Hópurinn fjármagnar útgáfuna sjálfur þó fengist hafi styrkir af og til og þau eru dug- leg að dreifa bókunum sem víðast, þó mark- miðið sé ekki að græða á þeim. Hópurinn heldur útgáfuteiti í Gjábakka á morgun kl. 17, þar sem höfundar lesa upp úr nýju ljóðabókinni og eru áhugasamir hjart- anlega velkomnir. Skáldkonur í Kópavogi gefa út ljóðabók í tilefni 200 ára fæðingarafmælis Jónasar Hallgrímssonar „Ljóðskáld eru alltaf ung“ Morgunblaðið/Ómar Ljóðavinir Þórður, Sigurbjörg, Sigurlaug og Ragna eru stolt af ljóðaútgáfunni. Vonsvikinn varð þrösturinn góði er hann eftir langflug í sunnanblæ og vegaleysu hárri náði landi en fann þar enga mey með rauðan skúf sauðaliturinn allsráðandi og kveðja í óskilum. Inga Guðmundsdóttir Skúfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.