Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Stjórn Nýlistasafn- isins minnist látins fé- laga með orðum Meg- asar. Gamli skrjóðurinn gengni móðurinn geymir minning kæra stíflað púströrið stolið teinhjólið stólgormar búkinn særa gamli skrjóðurinn gengni móðurinn geymir hróðurinn Minning Birgis Andréssonar lifir innan veggja Nýlistasafnið. Kveðjustund er runnin upp og með örfáum orðum vil ég minnast ein- staks myndlistarmanns og vinar sem látinn er langt fyrir aldur fram. Birg- ir setti svip sinn á listalífið í borginni bæði með myndlist sinni og sem per- sóna. Þegar hann var á ferð fór það ekki fram hjá neinum. Hann var stór en samt svo léttur í spori, brosið heillandi, framkoman oft dálítið ögr- andi en samt hlýleg. Hann hafði fyrir vana að taka mann í fangið. Þegar hann lagði stóra hramma sína utan um mig fannst mér ávallt að þar færi blanda af bangsa og trölli. Myndlist Birgis er svo sérstök að fyrir rúmum áratug hlotnaðist hon- um æðsti heiður sem myndlistarmað- ur getur fengið, að vera fulltrúi landsins á Feneyjatvíæringnum. Það er minnisstætt frá opnuninni hve ánægður hann var með Arnald son sinn sem aðstoðarmann. Nú í haust var hann tilnefndur til Íslensku sjón- listaverðlaunanna fyrir verk þar sem hann kannar samband sjónrænnar skynjunar og texta. Tengsl sjónar við aðra þætti upplifunar mannsins voru honum hugleikin. Ekki kom það á óvart þar sem hann ólst upp hjá blindum foreldrum. Oft sagði hann að sín augu hefðu í raun verið augu þeirra þriggja. Hann þjálfaði því með sér sérstakan hæfileika til að færa sjónræna skynjun í orð. Portrett hans af sérkennilegu fólki þar sem tungumálið kemur í stað forma og lita eru gott dæmi um það. Í öðrum verkum skoðaði hann til dæmis á frumlegan hátt ýmislegt sem þjóð- arvitundin telur séríslenskt. Oft var það á íronískan hátt og með þeirri sérstöku kímni sem honum var eig- inleg. Með söknuði kveð ég vin og votta föður hans, syni og öðrum í fjölskyld- unni samúð mína. Gerla. Ég er harmi sleginn yfir fráfalli Birgis Andréssonar, missir okkar er mikill. Birgir var mér mikils virði og var jafnframt þungamiðjan í mínu gall- eríi í Kaupmannahöfn. Við höfum tvisvar verið með einkasýningu á verkum hans þar, auk þess sem hann sýndi á samsýningum gallerísins. Við sýndum verk hans einnig á ýmsum listkaupstefnum víða um heim. Verk hans voru keypt af alþjóðlegum söfn- urum og söfnum, nú síðast voru verk keypt í Museum la Colleccion Jumex. Myndlist hans var metin og dáð af mörgum. Við minnumst Birgis sem hugsun- arsams manns með kímnigáfu og jafnaðargeð. Alltaf brosandi með brandara á vörum. Við munum sakna hans mjög og jafnvel þó við höfum ekki hitt hann oft augliti til auglitis, þá vorum við í miklu sambandi í gegnum síma og tölvu. Ég gæti minna minninga um góð- Birgir Andrésson ✝ Birgir Andrés-son myndlistar- maður fæddist í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1955. Hann lést í Reykja- vík 25. október síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 6. nóvember. an mann og sendi hlýj- ar kveðjur til vina og fjölskyldu Birgis. Nils Stærk, gallerí Nils Stærk, Kaupmannahöfn. Í minningunni er Birgir Andrésson í ýmsu tilliti mótsögnin í sjálfum sér, síkvikur og alls staðar, hvergi og farinn. Þarf ekki mörg orð, aðeins list hans og stóra návist hér og genginn. Mér er í glöggu minni þegar hugmyndin um Ullar- vettlingana fæddist í góðri samræðu á þeim góða Næsta bar. „Myndlist- armönnum á Íslandi er alltaf kalt,“ sagði Birgir og glotti. Rímar við þá aldagömlu bábilju að myndlist nái engum hæðum nema skapari hennar búi við skort flestra lífsgæða alla sína daga, þar til gín við köld gröf. Eftir ágæta umræðu var hugmyndinni um íslensku myndlistarverðlaunin, Ull- arvettlingana, hrint af stað og um leið lagður grunnur að stofnun Myndlist- arakademíu Íslands (MAÍ) nokkru síðar. Birgir varð um leið sjálfkjörinn fyrsti handhafi Ullarvettlinganna ár- ið 2001, eftir að ég dró úr skjóðu minni mórauða ullarvettlinga sem amma mín hafði prjónað mörgum ár- um áður og urðu nú hans. Hann setti þá á hendurnar með þeim kersknis- vip sem oft einkennir grallara um leið og andaði af honum einlægri undrun barnsins. Til þess að gera nú gjörninginn fjölmiðlaeftirsóttan ákváðum við að efna til opinberrar afhendingar Ull- arvettlinganna með öllum þeim glam- úr og diplómum sem fylgir viður- kenningum sem aðrar listgreinar státuðu svo ríkulega af á þeirri tíð. Fjölmiðlar voru boðaðir til afhend- ingarinnar sem áætluð var á horni Grettisgötu og Klapparstígs í maí ár- ið 2001, en enginn fjölmiðill kom. Svo er nú það. Síðan hefur Birgir þó notið þess réttlætis sem honum ber; og nokkuð hlýju þeirra sem bera hag myndlistarinnar fyrir brjósti. Í vinahópi var Birgir einn þeirra manna sem bjó yfir mikilli orðkyngi, var söngvinn og veisluvænn. Hann var hreinskiptinn um samferðamenn og listina en um leið auðmjúkur þjónn hennar. Ég þakka fyrir samferðina og ferðalagið sem við áttum saman hérna megin grafar. Blessuð sé minn- ing Birgis Andréssonar myndlistar- manns. Benedikt Gestsson. Harmafregn. D’Artagnan allur. Eftir áratuga vináttu vorum við að lenda saman sem nágrannar úti á Granda. Fyrir tilviljun keyptum við vinnustofur í sama húsi við Fiskislóð og vorum farin að plana félagslífið; kjötsúpa á köldum vetrarkvöldum og morgunverðarfundir, eða kannski frekar hádegisverðarfundir. Lista- menn þurfa að sofa. Og það besta var að við þyrftum ekki einu sinni að klæða okkur, bara henda yfir sig sloppnum, því þarna er náttúrlega leynigangur milli vinnustofa. Með heiðbláu augun og bros á vör romsaði Biggi upp úr sér ljóðabálk- um á rússnesku – eða var það rúss- neska? Allt var þetta hugarflæði and- artaksins svo trúverðugt að maður átti allt eins von á að Mayakovsky gengi inn um dyrnar. Ef ekki hann, þá allavega Bjarni Þórarins og Njósna-Nenni Neikon. Sama flæði var til staðar í mynd- listinni og óneitanlega skilur hann eftir sig stórt skarð. Biggi fór ótroðn- ar slóðir, þræddi hjáleiðir íslenskrar menningararfleifðar, og af stakri snilld kom hann afurðum þessara ferðalaga til skila í verkum sínum. Svo baðaði hann bara út örmum og sagði: „Engillinn minn.“ Síðustu mánuðina hafði Biggi ekki mikinn tíma fyrir gömlu vinina – var orðinn yfir sig ástfanginn af falleg- ustu konu á Íslandi sagði hann. En maður kom við á Vesturgötunni og yfir kaffi voru skoðaðar myndir af sonarsyninum unga, Ingólfi Breka. Það var stoltur og ástríkur afi sem hélt þá myndasýningu. Við vottum aðstandendum og vin- um Bigga okkar dýpstu samúð. Góða ferð elsku vinur. Hulda og Jón Óskar. Á allan hátt var hann Birgir stór. Hann var fyrirferðamikill í listinni, stórlyndur höfðingi og mikill að burð- um. Íslensk myndlist hefur nú enn einu sinni misst einn af sínum burðarstólp- um. Eins og orðið „big“ í enskunni stuðlar við nafnið Biggi kunni hann að tvinna saman íslenskar hefðir og nú- tímalist án þess að verða nokkurn tíma sérviskulegur. Þess vegna var hann okkur svo mikilvægur. Ég mun sakna Birgis úr „flóru“ ís- lenskrar myndlistar og sem samtíma- manns. Ég sendi ástvinum Birgis mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Örlygsson. Við skyndilegt fráfall Birgis Andr- éssonar myndlistarmanns er mér ekki svo auðvelt að skrifa minning- argrein um hann í léttum dúr. En ein- hverjum orðum finnst mér samt ég þurfi að koma á blað. Ég man eftir sýningu hans og Magnúsar Páls í Gallerí Súm. Þangað rakst ég inn er uppsetningin var í full- um gangi og von á blaðamönnum. Var ég þá beðinn um að útbúa fréttatil- kynningu handa þeim, sjónvarpinu og útvarpinu, sem ég skveraði sam- stundis af. Tók svo með listamönn- unum þátt í sumblinu sem ávallt fylgdi sýningum í gamla daga. Opn- unin fór fram á tilsettum tíma og var kvikmynduð. Í sýningarlok hélt Birgir uppá- komukvöld ásamt félögum sínum, Bjarna Þórarins og Óla Lár. Hóf Birgir samkomuna með söng af seg- ulbandi, þar sem hann kyrjaði tvítug- raddað og rímaði óguðvorslands við performans. Hámark kvöldsins var svo langur og tilþrifamikill gjörning- ur (sem fæstir viðstaddra skildu hvað átti að tákna) – naut Birgir stuðnings Óla Lár við flutninginn: þarna var plexiglerkassi með eldgömlu signu heyi, sem Óli Lár hélt á, sitjandi á stól – orf og ljár … leit Óli angistaraugum yfir salinn þegar Birgir hellti síðustu rauðvínslögg hússins yfir ljáinn. Þetta var fyrir rúmum þrjátíu árum, og siglingin var hafin í listinni. Einhvers staðar er að heyra í dæg- urlagi, að „sjómennskan er ekkert grín“ og sama gæti líka átt við lista- mennskuna. Hún getur verið var- hugaverður starfsvettvangur, sér- staklega í litlum og þröngum samfélögum, þar sem listamennirnir geta hæglega endað eins og útigangs- hross. – Ekki er mér ótrútt um það að þetta hafi Birgi verið hugleikið er hann gerði myndaseríuna um gömlu utangarðsmennina og flækingana á Íslandi, furðufuglana með viðkvæmu lundina sem fóru á skjön við mannlífið og með gæfuleysi það er að síðum féll. Já, þetta með hann Bigga kom sannarlega flatt upp á mig. En ólíkt mörgum sem hverfa snögglega af sjónarsviðinu skilaði Birgir Andrés- son ekki auðu, og vafalaust mun hann lifa í minnum vina sinna um langa ókomna tíð, svo lengi sem glasi er lyft í landinu. Einar Guðmundsson. Fyrir tæpum 20 árum kynntist ég mannvininum Birgi Andréssyni. Biggi var þá að koma sér fyrir í hús- næði sem hann hafði fest kaup á við Vesturgötu 14. Þar kom hann sér upp vinnustofu og heimili. Þetta var í upp- hafi góðæris, „taka eitt“. Á Vesturgötu 17 vorum við feðgar þá með fornbókaforrettningu og þar kynntumst við Biggi. Ýmsum fróðleik leitaði hann að og margt er hægt að kanna ef menn hella sér út í fræðin hver svo sem þau eru hverju sinni. Góður vinskapur var alla tíð milli mín og Bigga. Heiður var að útvega honum hin ýmsu rit, sér í lagi af því maður vissi að hann virki- lega las þau og stúderaði spjaldanna á milli. Mér fannst fróðlegt að sjá Bigga vinna, gríðarlega nákvæmur og ein- staklega vandvirkur. Á síðari árum hefur mér fundist al- veg stórmagnað að fylgjast með þró- un verka Bigga og mörg verkefni voru kláruð með stæl og önnur mjög áhugaverð í vinnslu. Einhvern veginn var allt á svo skemmtilegri siglingu akkúrat núna. Eitt áhugavert hefur mér fundist alla tíð að Biggi kvaddi mig næstum því alltaf með eftirfarandi orðum og lét oft hnefann á loft með: „Við erum bestir.“ Það er þessu óviðkomandi en ég tel að Birgir Andrésson sé með merkustu íslensku myndlistarmönn- um fyrr og síðar, sannur brautryðj- andi og sannur sinni list alltaf og svo sannarlega alla leið og fulla ferð. En aftur að „við erum bestir“. Þeg- ar við feðgar fluttum bókaverslunina frá Vesturgötu á Klapparstíg hitt- umst við sjaldnar við Biggi en vorum þónokkuð í símasambandi auk nokk- urra funda, stundum eilítíð innan um rauð vín og fleira fallegt. Fyrir nokkrum vikum hafði Biggi samband við mig og vantaði ljóð Jóns Helga- sonar og þýðingar hans einnig. Ég kom þeim á vinnustofu Bigga og setti inn um bréfalúgu. Biggi hringdi dag- inn eftir: „Þakka þér fyrir send- inguna. Komdu og hittu mig sem fyrst. Við erum bestir.“ „Já,“ sagði ég. Ég náði ekki að hitta Bigga fyrir mjög svo ótímabært fráfall hans. Það þykir mér afar leitt. Syni Birgis, föð- ur, unnustu og ástvinum færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæri vinur. Ari Gísli Bragason. Það er sársaukafullt að horfast í augu við lífið þessa dagana. Litróf haustsins er fátæklegra og myrkrið dýpra. Snjófölið er þó til bóta á með- an það er – það sefar hugann. Ég man ekki fyrir víst hvenær ég kynntist Birgi, hef aldrei leitt hugann að því fyrr en nú vegna þess að vin- skapurinn var sannur og djúpur og mér líður eins og hann hafi varað allt frá fyrstu tíð. Samt eru þetta varla nema um tuttugu ár. Það er líka stað- reynd að við hjónin eigum Bigga margt að þakka um okkar samband. Hann var örlagavaldur í þeirri sögu. Því var okkar heimili honum ávallt opið og dætur okkar fengu að alast upp við nærveru þessa góðhjartaða vinar. Það var á Vesturgötu 20 sem suðu- punktur myndlistarheimsins var til húsa á árunum sem við kynntumst, enda rak Birgir þar heimili, vinnu- stofu og gallerí. Þar voru haldnar sýningar frábærra myndlistarmanna sem ennþá lifa í minninu og skiptu máli. Þaðan flutti hann á Vesturgötu 14 og bjó þar uns hann flutti í eigið húsnæði á Vesturgötu 14a. Gallerí- reksturinn var hluti af lífi listamanns- ins og þó svo hann hafi hætt rekstr- inum var eins og eilíf sýningaropnun heima hjá honum. Þangað lágu vina- leiðir. Tröð lá af Vesturgötunni í bak- húsið og innsetningin þar var hverri sýningu dýrmætari. Glæsileg verk og hráefni í önnur á hverjum fersentí- metra. Þar ræddum við Birgir gjarn- an hvað okkur gengi til með þessu brölti. Hann var gjöfull á hugmyndir, átti alltaf sitt sjónarhorn og var fróð- leiksnáma um sögu, myndlist, kveð- skap og gamanmál. Bókasafnið ein- stakt og ég efast ekki um að hann hafi lesið lungann úr því, enda greip hann oft til einhverra bóka innan úr stafl- anum máli sínu til stuðnings. Bóka- safn sem nær vel yfir það sem máli skiptir í andlegu lífi heimsins. Myndlist Birgis er mikilvæg fyrir þjóðina. Framlag hans er óvenju mik- ið og ég tel íslenskri menningu hvergi gerð betri skil í verki. Þar er ekkert undanskilið. Innsæi og næmi fyrir því einstaka eru áberandi og verk hans höfðu áhrif langt umfram það sem venjulegt er með unga listamenn. Hann var áhrifavaldur og forgöngu- maður og yfirlitssýningin í Listasafni Íslands á sl. ári var staðfesting á því. Bestu verkin á þeirri sýningu eru dýrgripir sem fylgja manni hvert fót- mál. Margs er að minnast á svona stundum, en í óreiðu hugans verða jafnvel skemmtilegustu augnablik að óbærilegum harmleik. Þannig er sorgin og þess vegna get ég ekki sett hlátur minn og upplifun af Birgi á blað á þessari stundu. Það ristir djúpt að leita gleðinnar í sálinni, en við vit- um að sögurnar og lífið í kringum þennan gleðigjafa hafa skemmt okk- ur og gert lífið ánægjulegra. Andlát Birgis kom illa við dætur okkar og heimili, enda Birgir ætíð rausnarlegur við þær í umhyggju sinni og sönnum vinskap og það er mikil gæfa að hafa kynnst þessum stórkostlega manni. Verkin hans eru stór hluti af okkar lífi og setja sinn svip á heimilið. Hann verður okkur nálægur í verkum sínum. Við vottum Andrési, Arnaldi og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Kristinn E. Hrafnsson, Anna Björg Siggeirsdóttir, Una og Lilja. Maður hrekkur við þegar sam- ferðamaður og jafnaldri deyr. Er ekki kominn á þann aldur að það sé eðlilegt. Þó hafa nokkrir farið. Að heyra af láti Birgis Andréssonar var köld vatnsgusa, þó að við Pétur Ara- son höfum verið að tala um hvert stefndi aðeins viku áður. Svo vorum við að fagna bókverki eftir Eggert Péturssonar í I8 galleríinu, þegar fregnin barst. Þannig æxlast hlutirn- ir, maður ræður ekki söguþræðinum. Ég kynntist Bigga strax þegar hann kom í Myndlista- og handíða- skólann, þegar ég var á þriðja ári í skólanum, ásamt dágóðum hópi úr þeim árgangi sem margir hafa orðið ágætir listamenn. Á þeim árum spil- aði hann oft á gítar í partíum, og hermdi eftir hljóðfærum og fólki, með miklum tilþrifum. Við urðum samt enn nánari félagar þegar hann kom til Maastricht, þar sem við Magga höfðum búið í tvö ár, og bað um að fá að búa hjá okkur þar til hann fengi húsnæði. Hann var kominn, ásamt þáverandi konu sinni og syni, Siggu og Arnaldi, til að vera í sama skóla og ég, Jan Van Eyck Aca- demie. Hann ílentist og var allt árið sem hann var í skólanum hjá okkur. Sigga var mikið í Amsterdam, vegna þess að henni fannst ekkert við að vera í Maastricht, og Magga varð hálfgerð móðir þeirra beggja, Bigga og Arnalds, kannski okkar þriggja, og Bigga eftir að Arnaldur fór heim að einhverjum tíma liðnum. Ég teikn- aði af honum mynd á þessum tíma, sem hann virtist sérlega ánægður með, og hann minntist alltaf á öðru hvoru og spurði hvort ég vildi end- urgera, vegna þess að hann hafði týnt henni. Hún var í stóru formati, og sýndi hann með stórt bjarg sem hann var við það að henda á spýtu sem lá yfir stein eins og vegasalt, með litla mús á öðrum endanum. Við bjuggum í Haugum, litlu þorpi í útjaðri Maastricht, í íbúð sem var tvær hæðir, fyrsta hæð og þriðja hæð. Á milli var önnur hæð með ann- an inngang, þar sem bjuggu góðir og gegnir katólskir Hollendingar, sem ömuðust stundum við þessu unga fólki, ef það heyrðist hátt í strákun- um, Arnaldi og Erni syni mínum, eða við fengjum okkur drykk undir svöl- unum hjá þeim. En allra verst þótti þeim þegar við hengdum út þvott á laugardegi, þá varð allt vitlaust, og þau helltu vatni yfir hann. Við komum oft við á barnum á horninu, sem að minnsta kosti við kölluðum Jónsbar, eftir sífullum eig- andanum. Biggi var hrókur alls fagn- aðar, sagði frægðarsögur af sér sem fótboltamanni, sem ég veit ekki hvort nokkur fótur var fyrir, og var vinsæll í þessu úthverfisumhverfi (held ég). Eins og allir sem þekktu hann vissu, þá hafði hann sérstaklega góða frá- sagnargáfu. Það virkaði sannfærandi þegar hann sagðist hafa fórnað fót- boltaframanum með íslenska lands- liðinu fyrir myndlistina. Oft drukkum við út á vinsældir Ásgeirs Sigurvins- sonar sem var frægur fótboltamaður á þessum tíma, og spilaði í nærliggj- andi borg, Liege. Annars eyddi Biggi alltaf á báðar hendur, hafði gaman af að slá um sig og bjóða á línuna, og endaði oft með að við Magga þurftum að sjá um uppihald og bjórmál í lok hvers mánaðar, og algjörlega undir skólalok. Biggi var undarlega óöruggur á skólaferðalögum sem við fórum í. Það þurfti að tala hann til að koma með í ferðirnar, og hann fór ekki af hótel- herbergjum nema ég héldi í höndina á honum. Ég var búinn að gleyma þessu þegar ég ásamt nokkrum hópi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.