Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR Í LOK fundar með iðnaðarráð- herra, Össuri Skarphéðinssyni, sem fram fór í Róm á þriðjudag bauð Andris Pie- balgs, æðsti yfir- maður orkumála í framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins, Ís- lendingum að kynna möguleika á sviði jarðvarma í Brussel í lok janúar nk. en þá hyggst Evrópusambandið halda kynningarviku um endurnýjanlega orkugjafa í tilefni nýrra tillagna sem miða að því að ýta undir framleiðslu grænnar orku í löndum Evrópu. Í frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir að á fundinum hafi iðnaðarráðherra kynnt framkvæmdastjóranum áform Íslendinga um að koma virkjun jarð- varmaorku á dagskrá í heiminum, og upplýsti hann að Íslendingar væru nú þegar að undirbúa á annan tug jarð- varmavirkjana í löndum Evrópu. Jafnframt greindi hann fram- kvæmdastjóranum frá áætlunum Ís- lendinga um að nýta jarðvarma til að vinna gegn orkufátækt í löndum Austur-Afríku, og stuðla að því að íbúar viðkomandi landa ættu kost á grænni, endurnýjanlegri orku á við- ráðanlegu verði. Piebalgs upplýsti að í tengslum við samþykkt framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins á nýjum tillögum um græna orku væri áformað að halda sérstaka kynningarviku í Brussel á möguleikum á því sviði, og hann kvað tilfinnanlega vanta að koma möguleikum jarðvarmaorku á framfæri. Eftir fundinn með fulltrú- um iðnaðarráðuneytisins kvað hann enga betur til þess fallna en Íslend- inga, og lýsti áhuga á að heimsækja Ísland á fyrri hluta næsta árs til að kynna sér frumkvæði Íslendinga á sviði grænnar orku. Til að vekja frekari athygli Evrópu- ríkjanna á möguleikum jarðvarma- orku bauð Piebalgs að framkvæmda- stjórnin gæti haft milligöngu um að tíu blaðamönnum, sem fjalla um orku- mál innan Evrópusambandsins, yrði boðið til Íslands á undan kynningunni í Brussel, í því skyni að kynna sér og fjalla um möguleika sem Íslendingar telja liggja á sviði jarðvarmaorku. Samvinna um djúpboranir? Á fundinum kynnti iðnaðarráð- herra jafnframt þá möguleika sem gætu falist í djúpborunarverkefni Ís- lendinga, og óskaði eftir samvinnu við Evrópusambandið um ákveðna þætti rannsóknanna. Piebalgs tók afar já- kvætt í málaleitan Íslendinga, og var ákveðið að reyna að vinna henni brautargengi innan ESB. Fundurinn fór fram í tengslum við World Energy Congress, sem er hald- ið þriðja hvert ár og er helsti vett- vangur umræðna um stefnu og stöðu orkumála í heiminum. Á þinginu hafði iðnaðarráðherra framsögu og tók þátt í pallborðsumræðum um aðalskýrslu þingsins, sem að þessu sinni fjallaði um orku og loftslagsmál. Boðið að kynna möguleika á sviði jarðvarma í Brussel Össur Skarphéðinsson Í SKÝRSLU skattrannsóknarstjóra ríkisins á bókhaldi og skattskilum Norðurljósa hf. frá árinu 2003 kem- ur m.a. fram, að við samruna Fjöl- miðlunar hf. og Norðurljósa hafi verið búinn til eignarliður að fjár- hæð 1.642.103.000 kr., nefndur við- skiptavild, til þess að mæta útgáfu nýs hlutafjár í Norðurljósum. Í skýrslunni er tekið fram, að færsla viðskiptavildar með þessum hætti samrýmist hvorki skattalög- um né ársreikningalögum. Því eigi að fella niður eignarliðinn við- skiptavild í ársreikningi félagsins og færa niður hlutafé þess. Þetta kemur m.a. fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli, sem Hreggviður Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri Íslenska út- varpsfélagsins og Norðurljósa, höfðaði gegn ríkinu vegna þess að tekjufærðar voru á hann 20 millj- ónir króna á tekjuárinu 1999 vegna skipta á hlutabréfum í Íslenska út- varpsfélaginu í hlutabréf í Norður- ljósum. Ríkið var sýknað Héraðsdómur staðfesti úrskurð yfirskattanefndar og sýknaði ríkið. Dómurinn felldi hins vegar niður 25% álag á tekjuviðbótina, sem skattayfirvöld höfðu ákvarðað. Norðurljós samskiptafélag var stofnað árið 1998 til að taka við rekstri Íslenska útvarpsfélagsins og tengdra félaga, sem þá ráku m.a. Stöð 2 og Bylgjuna. Á þeim tíma voru tveir hluthafar í Íslenska útvarpsfélaginu, annars vegar Fjöl- miðlun og hins vegar Hreggviður Jónsson. Dómurinn í heild er birtur á mbl.is. Færsla and- stæð lögum www.tk.is KRINGLUNNI - Sími: 568 9955 - nema af merktum tilboðsvörum AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í 2 DAGA Fimmtudag og Föstudag til -20% -50% Aðeins í dag fimmtudag & morgun föstudag Opið til 9 í kvöld og 7 á morgun ATH: Nýtt kortatímabil Líttu á AFMÆLIS BOMBUNA á w w w . t k . i s BOMBA BOMBU AFSLÁTTUR AF SKARTGRIPUM KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI GLÆSIBÆ FIMMTUDAGINN 15., FÖSTUDAGINN 16. OG LAUGARDAGINN 17. NÓVEMBER Allir sem koma á kynninguna fá prufu af Virtuôse nýja maskaranum*. Kynntar verða nýjungar í förðunarvörum og húðsnyrtivörum: • Virtuôse maskarinn er það sem allir tala um þessa dagana. • Color Ideal kökufarðinn gerir húðina ferska og lýtalausa • Rénergie Morpholift R.A.R.E. kremið þéttir og styrkir húðina svo útlínur andlitsins verða betur mótaðar og að auki dregur það úr hrukkum. Snyrtifræðingur frá Lancôme býður upp á persónulegar ráðleggingar varðandi umönnun húðarinnar og förðun. *á m eð an b ir gð ir e nd as t. F le ir i ge rð ir k au pa uk a í bo ði . Flottir kaupaukar fylgja þegar keyptar eru Lancôme vörur fyrir 5.500 kr. eða meira*. FYRSTI LANCÔME MASKARINN SEM SVEIGIR AUGNHÁRIN UM 100° OG VEITIR HÁMARKS LENGD VIRTUÔSE MASKARI SEM SVEIGIR OG VEITIR HÁMARKS LENGD N Ý T T Sími 568 5170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.