Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 11

Morgunblaðið - 15.11.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR Í LOK fundar með iðnaðarráð- herra, Össuri Skarphéðinssyni, sem fram fór í Róm á þriðjudag bauð Andris Pie- balgs, æðsti yfir- maður orkumála í framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins, Ís- lendingum að kynna möguleika á sviði jarðvarma í Brussel í lok janúar nk. en þá hyggst Evrópusambandið halda kynningarviku um endurnýjanlega orkugjafa í tilefni nýrra tillagna sem miða að því að ýta undir framleiðslu grænnar orku í löndum Evrópu. Í frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir að á fundinum hafi iðnaðarráðherra kynnt framkvæmdastjóranum áform Íslendinga um að koma virkjun jarð- varmaorku á dagskrá í heiminum, og upplýsti hann að Íslendingar væru nú þegar að undirbúa á annan tug jarð- varmavirkjana í löndum Evrópu. Jafnframt greindi hann fram- kvæmdastjóranum frá áætlunum Ís- lendinga um að nýta jarðvarma til að vinna gegn orkufátækt í löndum Austur-Afríku, og stuðla að því að íbúar viðkomandi landa ættu kost á grænni, endurnýjanlegri orku á við- ráðanlegu verði. Piebalgs upplýsti að í tengslum við samþykkt framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins á nýjum tillögum um græna orku væri áformað að halda sérstaka kynningarviku í Brussel á möguleikum á því sviði, og hann kvað tilfinnanlega vanta að koma möguleikum jarðvarmaorku á framfæri. Eftir fundinn með fulltrú- um iðnaðarráðuneytisins kvað hann enga betur til þess fallna en Íslend- inga, og lýsti áhuga á að heimsækja Ísland á fyrri hluta næsta árs til að kynna sér frumkvæði Íslendinga á sviði grænnar orku. Til að vekja frekari athygli Evrópu- ríkjanna á möguleikum jarðvarma- orku bauð Piebalgs að framkvæmda- stjórnin gæti haft milligöngu um að tíu blaðamönnum, sem fjalla um orku- mál innan Evrópusambandsins, yrði boðið til Íslands á undan kynningunni í Brussel, í því skyni að kynna sér og fjalla um möguleika sem Íslendingar telja liggja á sviði jarðvarmaorku. Samvinna um djúpboranir? Á fundinum kynnti iðnaðarráð- herra jafnframt þá möguleika sem gætu falist í djúpborunarverkefni Ís- lendinga, og óskaði eftir samvinnu við Evrópusambandið um ákveðna þætti rannsóknanna. Piebalgs tók afar já- kvætt í málaleitan Íslendinga, og var ákveðið að reyna að vinna henni brautargengi innan ESB. Fundurinn fór fram í tengslum við World Energy Congress, sem er hald- ið þriðja hvert ár og er helsti vett- vangur umræðna um stefnu og stöðu orkumála í heiminum. Á þinginu hafði iðnaðarráðherra framsögu og tók þátt í pallborðsumræðum um aðalskýrslu þingsins, sem að þessu sinni fjallaði um orku og loftslagsmál. Boðið að kynna möguleika á sviði jarðvarma í Brussel Össur Skarphéðinsson Í SKÝRSLU skattrannsóknarstjóra ríkisins á bókhaldi og skattskilum Norðurljósa hf. frá árinu 2003 kem- ur m.a. fram, að við samruna Fjöl- miðlunar hf. og Norðurljósa hafi verið búinn til eignarliður að fjár- hæð 1.642.103.000 kr., nefndur við- skiptavild, til þess að mæta útgáfu nýs hlutafjár í Norðurljósum. Í skýrslunni er tekið fram, að færsla viðskiptavildar með þessum hætti samrýmist hvorki skattalög- um né ársreikningalögum. Því eigi að fella niður eignarliðinn við- skiptavild í ársreikningi félagsins og færa niður hlutafé þess. Þetta kemur m.a. fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli, sem Hreggviður Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri Íslenska út- varpsfélagsins og Norðurljósa, höfðaði gegn ríkinu vegna þess að tekjufærðar voru á hann 20 millj- ónir króna á tekjuárinu 1999 vegna skipta á hlutabréfum í Íslenska út- varpsfélaginu í hlutabréf í Norður- ljósum. Ríkið var sýknað Héraðsdómur staðfesti úrskurð yfirskattanefndar og sýknaði ríkið. Dómurinn felldi hins vegar niður 25% álag á tekjuviðbótina, sem skattayfirvöld höfðu ákvarðað. Norðurljós samskiptafélag var stofnað árið 1998 til að taka við rekstri Íslenska útvarpsfélagsins og tengdra félaga, sem þá ráku m.a. Stöð 2 og Bylgjuna. Á þeim tíma voru tveir hluthafar í Íslenska útvarpsfélaginu, annars vegar Fjöl- miðlun og hins vegar Hreggviður Jónsson. Dómurinn í heild er birtur á mbl.is. Færsla and- stæð lögum www.tk.is KRINGLUNNI - Sími: 568 9955 - nema af merktum tilboðsvörum AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í 2 DAGA Fimmtudag og Föstudag til -20% -50% Aðeins í dag fimmtudag & morgun föstudag Opið til 9 í kvöld og 7 á morgun ATH: Nýtt kortatímabil Líttu á AFMÆLIS BOMBUNA á w w w . t k . i s BOMBA BOMBU AFSLÁTTUR AF SKARTGRIPUM KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI GLÆSIBÆ FIMMTUDAGINN 15., FÖSTUDAGINN 16. OG LAUGARDAGINN 17. NÓVEMBER Allir sem koma á kynninguna fá prufu af Virtuôse nýja maskaranum*. Kynntar verða nýjungar í förðunarvörum og húðsnyrtivörum: • Virtuôse maskarinn er það sem allir tala um þessa dagana. • Color Ideal kökufarðinn gerir húðina ferska og lýtalausa • Rénergie Morpholift R.A.R.E. kremið þéttir og styrkir húðina svo útlínur andlitsins verða betur mótaðar og að auki dregur það úr hrukkum. Snyrtifræðingur frá Lancôme býður upp á persónulegar ráðleggingar varðandi umönnun húðarinnar og förðun. *á m eð an b ir gð ir e nd as t. F le ir i ge rð ir k au pa uk a í bo ði . Flottir kaupaukar fylgja þegar keyptar eru Lancôme vörur fyrir 5.500 kr. eða meira*. FYRSTI LANCÔME MASKARINN SEM SVEIGIR AUGNHÁRIN UM 100° OG VEITIR HÁMARKS LENGD VIRTUÔSE MASKARI SEM SVEIGIR OG VEITIR HÁMARKS LENGD N Ý T T Sími 568 5170

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.