Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 47
■ Í kvöld kl. 19.30 Sígaunar og fögur fljóð Píanókonsert eftir Haydn, fjórða sinfónía Schumanns og nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson. Stjórnandi: Kurt Kopecky Einleikari: Edda Erlendsdóttir ■ Lau. 17. nóvember kl. 17 Kristallinn – kammertónleikaröð SÍ í Þjóðmenningarhúsinu. Felix Mendelssohn: Oktett fyrir strengi ■ Fim. 22. nóvember kl. 19.30 Pétur Gautur. Tónlist Griegs við stórvirki Ibsens. Petri Sakari stjórnar, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur og Gunnar Eyjólfsson segir söguna og flytur valda kafla. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ... en platan ku sú síðasta úr ranni þessara elskuðu – og hötuðu – ránfugla… 52 » reykjavíkreykjavík Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is EGILL Helgason kallar hann/hana rotþró íslenskra bloggheima og sannarlega er bloggarinn Mengella umdeildur. Nú á dögunum birtist á síðunni (mengella.blogspot.is) listi með sex nöfnum sem síðuskrifari sagði að stæðu á bak við síðuna og tilkynnti svo að nú væri mál að linnti. Þessi færsla reynist nú hafa verið eitt stórt „grín“ þótt þeim ein- staklingum sem nefndir voru í færsl- unni þyki grínið ekki sérstaklega fyndið. Ein þeirra er Þórdís Björns- dóttir skáld sem kom af fjöllum þeg- ar hún var bendluð við síðuna. „Ég hef ekki hugmynd af hverju ég er á þessum ritstjórnarlista. Ég hef aldrei lesið þessa síðu, er ekki einu sinni með bloggsíðu sjálf og kann því satt að segja mjög illa að vera bendl- uð við bloggsíðu sem hefur verið sögð full af rasisma.“ Þórdís segist þó ekki ætla að leita réttar síns frekar öðruvísi en það komi fram að hún hafi ekkert með síðuna að gera. Tiltæki Mengellu að herma upp á annað fólk hefur orðið uppspretta mikilla vangaveltna um nafnleysi í bloggheimum. Almennt er nafnleysi ekki talið mönnum til tekna og fjöl- margir eigendur bloggsíðna hafna athugasemdum frá þeim sem ekki koma fram undir nafni. Hitt er svo annað mál að mjög mikið þarf til að stjórnendur bloggvefjar gefi upp raunverulegt nafn bloggara og sterk rök þurfa að liggja að baki kröfu um slíkt, hvort sem sú krafa kemur frá yfirvöldum eða einstaklingum sem telja að sér vegið eða á sér brotið. Lélegt grín í bloggheimum Morgunblaðið/Kristinn Engin Mengella Þórdís Björnsdóttir þvertekur fyrir að koma að síðunni.  Tveir höfundar af yngri kynslóð- inni slá saman í útgáfufagnað annað kvöld á Litla ljóta and- arunganum við Lækjargötuna. Höfundarnir eru þeir Valur Gunn- arsson sem send- ir frá sér bókina Konungur norð- ursins og Eyvindur Karls- son sem fagnar útkomu sinnar fyrstu skáldsögu Ósagt. Fyrir utan ritsnilldina eru þeir félagar báðir liðtækir tónlistarmenn og því verð- ur fléttað saman tónlist og upp- lestri. Auk þess mun hljómsveitin Malneirophrenia troða upp en sveitin gaf út diskinn Una sinfonia dell’amore e della morte. Þá mun hljómsveitin Misery Loves Comp- any leika nokkur lög og sem fyrr mun andi Leonard Cohen, Jacques Brel og Tom Waits svífa yfir vötn- um. Ungir höfundar fagna sinni fyrstu skáldsögu  Hljómsveitin múm hélt víst magnaða tónleika í kirkju heilags Páls í New York fyrir helgi og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins voru um 1.500 aðdáendur sveit- arinnar mættir í þessa fallegu og frægu kirkju sem stendur við Col- umbus-breiðstræti á Manhattan- eyju. Sveitin er nú víst komin aftur til meginlands Evrópu þar sem í hönd fer mikið ferðalag sem endar um miðjan desembermánuð í Glas- gow í Skotlandi. Tónpredikun múm Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is HVAÐ eiga Björn Jörundur Friðbjörnsson, Bubbi Morthens, Magni Ásgeirsson, Árni Johnsen og jólasveinninn sameiginlegt? Jú, þeir hafa allir komið við sögu eineygða kattarins Kisa, en um ævintýri hans hefur Hugleikur Dagsson nú gert tvær teiknimyndasögur. Sú fyrri hét Eineygði kötturinn Kisi og hnakkarnir og nú er nýútkomin Eineygði kötturinn Kisi og leyndarmálið. Um- ræddur köttur á sér fyrirmynd í raunverulegum ketti, eineygða kettinum Dr. Jóni, en saga hans er rakin í bókarauka fyrri bókarinnar. En smám saman hafa sögurnar af Kisa og vinum hans þróast út í nokkurs konar áramótaskaup Hug- leiks, samanber persónugalleríið sem nefnt er hér að ofan. „Ég held að ég hafi sagt það ein- hvers staðar að þetta væri mín Spaugstofa. En ég lagði ekki upp með það þegar ég byrjaði að gera sögurnar,“ segir Hugleikur í símann frá Amst- erdam þar sem hann er búsettur. Hann getur þó lítið frætt mig um listalífið ytra. „Ég veit bara ekkert hvað er að gerast í Amsterdam, ég er bara innandyra að vinna alla daga. Ég þurfti að skipta um umhverfi og fá vinnufrið, það hefur virkað mjög vel,“ en þessa dagana er hann bæði að leggja lokahönd á Kaupið okkur – þriðju bók sína þetta árið (á eftir Ókei bæ! og áðurnefnda Kisa- bók) – og leikritið Baðstofan. Kaupið okkur er framhald af örsögunum sem Hugleikur er vafalítið þekktastur fyrir, en sög- urnar um Kisa eru kærkomin tilbreyting. „Ein ástæðan fyrir að ég skrifaði Kisa í upphafi var að geta flippað án nokkurrar ástæðu, að geta bullað. Spýtukarlasögurnar í okkur-bókunum, þetta þarf að vera einn rammi, þetta þarf að vera spýtukallasaga og það þarf að koma skýrt fram hvað gerist á myndinni og helst þarf alltaf að vera hörð ádeila eða harður brandari innifalinn. En Kisabækurnar skrifa ég án þess að ákveða fyrirfram hvert leiðinni er heitið.“ Vantar samkeppni Í lok nýju bókarinnar eru nokkurs konar próf- íl-myndir af helstu persónum og athygli vekur að Hugleikur teiknar þær myndir ekki sjálfur. „Ég ætlaði að teikna þessar myndir sjálfur en svo var ég bara ekki nógu sáttur við eigin portrett þannig að ég skellti keppni á MySpace (mys- pace.com/hugleikur) og fékk fjölmargar teikn- ingar,“ segir teikniskáldið sem virðist nokkuð einmana í teiknisögunum hér heima. „Mér finnst vanta samkeppni. Þessir gömlu gisp-arar láta í sér heyra af og til en annars er voðalega lítið að gerast. Ég held að ég hafi viljað sýna að ég kynni að teikna aðeins betur en sést í spýtukallasögunum og um leið að kalla á samkeppni, ef ég kem með tvær mismunandi gerðir af myndasögum fara fleiri að sjá hvað er hægt.“ Óumdeildur Þá er einnig hart deilt um sjónvarpsefni í sög- unum um Kisa. En hvar stendur Hugleikur í þeirri deilu? „Ég er sko Gilmore Girls-maður. Mér finnst þetta mjög góðir þættir og svo sagði einn vinur minn: Já, þú fílar Gilmore Girls, þá hlýturðu að fíla Everwood. Þá varð ég mjög reiður að einhver skyldi líkja þeim saman.“ Sjálf- ur kannast teikniskáldið hins vegar ekki við að vera umdeildur. „Ég held að ég sé löngu hættur að hneyksla fólk ef ég gerði það á annað borð. Ég hef mest fengið jákvæð viðbrögð og öllum finnst þetta ógeðslega fyndið og kalla þetta umdeilt en það er þó ekki búið að deila um þetta ennþá.“ Spaugstofa Hugleiks Hugleikur Dagsson gefur út aðra bók um eineygða köttinn Kisa Ljósmynd/Tómas Lemarquis Einbeittur Hugleikur er með bæði augun á eineygðum köttum og spítuköllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.