Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÞÚ HEFUR FITNAÐ ÞAÐ ER RÉTT HJÁ JÓNI ÉG VERÐ AÐ HÆTTA AÐ BORÐA SVONA FEITA PÁFAGAUKA ÞETTA ER SÍÐASTI LEIKURINN Í ÁR... GETUR ÞÚ EKKI SPILAÐ BETUR EN ÞETTA? ÞÚ HEFUR MISST FIMM BOLTA Í RÖÐ! HÚFAN ÞÍN SNERTIR MÍNA... FÆRÐU ÞIG SVO HÚFAN ÞÍN SNERTI EKKI HÚFUNA MÍNA ÆI... ÞEGAR ÞJÁLFARINN ER AÐ TALA VIÐ LEIKMENN ÞÁ VERÐUR HANN AÐ PASSA SIG Á ÞESSU... HÚN FER MIKLU LENGRA EF ÞÚ GERIR ÞETTA RÉTT KOMUM Í AÐRA KEPPNI ÞÚ ERT BÚINN AÐ FÁ ÞÉR FIMM SINNUM... VILTU EKKI FÁ ÞÉR EINU SINNI ENN Á DISKINN? NEI TAKK, ÁSTIN MÍN *SNÖKT* ÞÉR FANNST MATURINN VONDUR! Á HVAÐ ERTU AÐ HORFA? SÖGU- RÁSINA OG ERTU BÚINN AÐ LÆRA EITTHVAÐ? JÁ... AÐ SÖGURÁSIN ENDURTEKUR SIG ADDA HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR. ÞAÐ VAR ALLS EKKI SVO SLÆMT AÐ FARA Í SKÓLAFERÐINA MEÐ KALLA VIÐ EIGUM EFTIR AÐ EIGA ÞESSA MINNINGU UM ÓKOMNA TÍÐ... EN HÚN VERÐUR AUÐVITAÐ EKKI SKOÐUÐ NÆSTU FIMMTÁN ÁRIN KALLI, HVERNIG VAR FERÐIN? ÞARNA ER NARNA LEMARR! ÉG VERÐ AÐ VITA AF HVERJU HÚN YFIRGAF MYNDVERIÐ... RÉTT ÁÐUR EN M.J. LENTI Í „SLYSI“ dagbók|velvakandi Okurvextir á Íslandi NÚ ER mælirinn fullur. Hvernig dettur bankastjórum Seðlabankans í hug að hækka stýrivexti um 0,45%. Það eru heimilin á landinu og at- vinnugreinarnar á landinu sem gjalda með hærri lánum og hjá mörgum eru fjármálin að fara úr böndunum. Það hefur sýnt sig að hækkun stýrivaxta hefur lítið að segja, verðbólgan er mikil og Seðlabankinn ræður ekki við neitt og hefur ekki gert undanfarin ár. Nú er komið að því að stjórn- málamenn, alþingismenn og ráð- herrar, verða að láta þetta mál taka til sín, það er kominn tími til aðgerða frá ríkisstjórn Íslands. Ég hef ekki mikið vit á fjármálum en sýnist að það verði að koma til að- gerða til að draga úr þenslu á bygg- ingar- og húsnæðismarkaðnum, þar virðist þenslan mest og ástæða fyrir miklu af verðbólgunni þar. Það er engu líkara en seðlabankamenn séu komnir í þrot en ekki gjaldþrot eins og margir koma sennilega til með að lenda í. Þessi hávaxtastefna, sem á sér enga hliðstæðu í hinum vestræna heimi, gengur ekki lengur. Við þegn- ar þessa lands verðum að gera eitt- hvað til að sporna við þessu ástandi. Við megum ekki láta draga okkur lengur á asnaeyrunum. Hvað getum við svo sem gert, það hlustar enginn á okkur og það þýðir ekkert að vera að væla, þetta er ekki rétt. Stjórn- málamenn eru kjörnir fulltrúar okk- ar, þjóðarinnar, eru í vinnu hjá okkur. Hvað gerum við með starfsmann sem stendur ekki í stykkinu? Við gefum honum tækifæri til að gera betur og leiðbeinum honum réttu leiðina. Nú vil ég reyna að tala til alþingis- manna og ráðherra landsins. Þið verðið að standa ykkur betur en þið gerið, eigið að sýna það hugrekki sem þarf til að taka til í Seðlabankanum áður en allt fer fjandans til og bylgja gjaldþrota skellur á okkur. Þið eruð allir kjörnir fulltrúar okkar og eigið að sýna okkur þá virðingu sem við eigum skilið. Þjóðin ykkar er að greiða okurvexti af lánunum, það gengur ekki öllu lengur að þið stingið höfðinu í sandinn og gerið ekkert. Gerið það nú fyrir okkur, íslensku þjóðina að taka á og sýna okkur úr hverju þið eruð gerðir, látið verkin tala. Eitt enn fyrst ég er að reyna að tala til ykkar. Ég er öryrki og mig langar að vita og spyr hvað þið ætlið að gera í málefnum öryrkja. Stendur til að lækka tekjutengingar, kemur til greina að hækka örorkulífeyrinn svo að við getum lifað mannsæmandi lífi, á að taka til og einfalda kerfið hjá Tryggingastofnun? Undanfarnar vik- ur hafa birst í blöðunum skelfilegar sögur um öryrkja sem hafa fengið einhverjar tekjur og Trygg- ingastofnun sér til þess að viðkom- andi öryrki komi út í mínus þegar dæmið er gert upp. Það er eins og þessi stofnun sé í heilögu stríði við ör- yrkja, þar sem tilgangurinn er að sjá til þess að öryrkjar komist ekki upp með annað en að rétt lepja dauðann úr skel. Það gengur ekki að koma svona fram við okkur og því bið ég ykkur auðmjúkur að leyfa okkur að lifa með reisn svo að við finnum líka fyrir hamingjunni. Trausti Rúnar Traustason, Grettisgötu 31, Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞESSI hjólreiðamaður þeytist einbeittur á svip áfram á farartæki sínu. Margir nota hjólið sem sitt aðalsamgöngutæki í og úr vinnu eða skóla. Þetta er vistvænt samgöngutæki og holl hreyfing fyrir alla. Morgunblaðið/Ómar Á fleygiferð yfir Lækjargötu FRÉTTIR ÁRSÞING forystumanna í samtök- um um vestræna samvinnu frá aðild- arríkjum NATO, Atlantic Treaty Association, var haldið nýlega í Ott- awa, höfuðborg Kanada. Í fréttatilkynningu segir að tæp- lega 200 manns frá 41 ATA félögum, þ.m.t. frá Rússlandi, hafi tekið þátt í þinginu. Þingstörf snerust fyrst og fremst um útvíkkun bandalagsins, viðbrögð við hryðjuverkastarfsemi, friðargæslu og uppbyggingarstarf í Afganistan sem og hlutverk NATO á öðrum átaka- og neyðarsvæðum. Þingfulltrúar voru sammála um að NATO hefði áfram afar mikilvægu hlutverki að gegna með náinni sam- vinnu bandalagsins við ríkisstjórnir víðs vegar um heim. Ráðherrar og sendiherrar ríkisstjórna Albaníu, Makedóníu og Króatíu voru heiðurs- gestir þingsins, en þessi ríki búa sig undir að taka upp fulla aðild að NATO á næstunni. Fulltrúar Rússlands og Kína voru meðal ræðumanna á þinginu og er það til marks um breytt viðhorf frá dögum kalda stríðsins. Fulltrúar Íslands hittu að máli Pet- er MacKay, varnarmálaráðherra Kanada, í tengslum við þinghaldið, en hann er frá Nýfundnalandi og hefur mikinn áhuga á Íslandi. Fundarmenn Jón Hákon Magnússon, formaður Samtaka um vestræna sam- vinnu, Peter MacKay, varnarmálaráðherra Kanada, Markús Örn Antonsson, sendiherra Ísland í Kanada, Jens Sigurðsson, formaður Varðbergs, og Árni Tómasson, sem er í starfsþjálfun hjá Atlantic Council í Washington DC. Friðargæsla og upp- bygging í Afganistan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.