Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HIÐ góða pólitíska horn Morg- unblaðsins Staksteinar gefa undirrit- uðum rými sitt í mánu- dagsblaðinu 12. nóvember sl. Þar skrif- ar ritstjóri blaðsins varnarræðu fyrir sig og blað sitt og vill þvo af sér pólitískan stimpil. Tilefnið er orð sem ég lét falla í ávarpi mínu á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fram fór á laug- ardaginn var á Ak- ureyri. Á fundinum fór ég yf- ir stjórnmálaviðhorfið, stöðu Framsóknarflokksins og mörg þau mál sem reyndu mjög á flokkinn á síðustu árum. Flest ef ekki öll þessi átakamál eru nú að baki. Ég taldi því mikilvægt fyrir flokkinn að horfa fram á veginn og taka á ný að ræða pólitík og málefni líðandi stundar. Ég kynnti stór málefni samtímans sem við framsóknarmenn ætlum að taka til umræðu og sérstakrar stefnu- mörkunar á næstunni. Það eru neyt- endamál og íbúalýðræði, staða gjald- miðilsins, krónan á erfiða daga og hrekst í verðbólgu og opnu og litlu hagkerfi. Enn fremur ætlum við framsóknarmenn að ræða stöðu sjáv- arútvegsins og auðlindir hafsins. Ég sagði framsóknarmönnum að kveinka sér ekki undan gagnrýni og harðri umræðu af hálfu andstæðing- anna eða fjölmiðla. Ég sagðist sem formaður stjórnmálaflokks ekki taka ábyrgð á óheiðarlegum vinnubrögð- um, hvort heldur væri í stjórnmálum eða viðskiptalífi. Öllum bæri að fara að lögum og siðferðisumræðan væri ekki bara kirkjunnar, hún væri jafn mikilvæg stjórnmálaflokkum og at- vinnulífi. Athafnamenn tengdir mín- um flokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylk- ingu og Vinstri grænum byggju sjálfsagt yfir sama eðli, þ.e. eðlinu til að græða en þeim bæri samt sem áð- ur að fara að settum reglum og lög- um. Þarna var ég að vísa til tiltekinnar umræðu á síðustu misserum sem bor- ið hefur á bæði í Morgunblaðinu og víðar að einhverjir menn hafi misnotað að- stöðu sína og þá gjarn- an það verið nefnt að þeir séu tengdir og hafi einhvern tímann starfað í Framsóknarflokknum. Framsóknarflokk- urinn í ríkisstjórn seldi ríkisfyrirtæki og gerði það eftir settum reglum og þar bar Sjálfstæð- isflokkurinn jafn mikla ábyrgð. Enn kemur fyr- ir að ásakanir heyrist varðandi einstaka sölur, t.d. sölu Búnaðarbankans, meðan staðreyndin er sú að Ríkisend- urskoðun hefur staðfest að meg- inmarkmiðin með einkavæðingu bankanna hafi náðst, settum reglum framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu hafi verið fylgt og Búnaðarbank- inn seldur hæstbjóðanda. Umfjöllun um þá sölu og aðrar sölur ríkisfyr- irtækja á liðnum árum má finna á vef Ríkisendurskoðunar. Ég sem formaður stjórnmálaflokks geri miklar kröfur til heiðarleika og siðferðis í pólitík og viðskiptum. Þeir sem fara rangt að eiga að gjalda fyrir það hvar í flokki sem þeir skipa sér í pólitík. Í ræðu minni þakkaði ég rit- stjóra Morgunblaðsins sérstaklega fyrir að gagnrýna það sem ég kallaði pólitískar hreinsanir og skal það ítrekað hér. Það var drengilegt. Hins- vegar sagði ég mínum mönnum að reiðast hvorki né ærast yfir því þótt ritstjóri Morgunblaðsins skammaði okkur pólitískt í leiðara eða Stak- steinum því ritstjórinn styddi stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberlega þótt hann reyndar slægi stundum til þeirra með svipu sinni. Ég teldi frem- ur tilefni til að gleðjast yfir slíkri gagnrýni. Hún benti til þess að við værum á réttri pólitískri leið. Ég gat þess líka að ritstjórar allra stóru dag- blaðanna væru kunnir sjálfstæð- ismenn. Við ættum hins vegar ekki að óttast það vegna þess að þeir og blaðamenn yfirhöfuð væru frjálst og heiðarlegt fólk. Mín persónulega reynsla af blaðamönnum Morg- unblaðsins og blaða- og fréttamönn- um annarra fjölmiðla er til að mynda mjög góð í gegnum tíðina. Ég kvarta ekki. Að lokum óska ég ritstjóra Morg- unblaðsins alls hins besta. Hann hef- ur gætt þess vel að vera samviska og svipa í umfjöllun blaðsins í stórum pólitískum málum síðustu áratuga þótt ég sé ekki alltaf sammála afstöðu hans. Ég tel að ritstjórar blaðanna geri ekki pólitískar kröfur til síns starfs- fólks, þótt það hafi vissulega hent að brotnar hafi verið grundvallarreglur á fjölmiðlum gagnvart hlutleysi í póli- tík eins og ég hef rakið í ræðu og blaðagreinum. Sem betur fer er það undantekning en ekki regla. Ég auð- vitað les leiðara blaðanna og Stak- steina, þar sé ég oft bláa fingur rit- stjóranna, þeir eiga sér lífsskoðun eins og við hin. Á hinu ber reyndar oftar að þeir fjalli af hlutleysi og nokkru hugrekki um dægurmál sam- tímans, þess vegna eru hugleiðingar þeirra lesnar og koma inn í hina póli- tísku umræðu. Siðferðisumræðan er okkar allra Guðni Ágústsson fjallar m.a. um miðstjórnarfund Fram- sóknar, skrif Morgunblaðsins og annarra fjölmiðla »Ég sem formaðurstjórnmálaflokks geri miklar kröfur til heiðarleika og siðferðis í pólitík og viðskiptum. Þeir sem fara rangt að eiga að gjalda fyrir það hvar í flokki sem þeir skipa sér í pólitík. Guðni Ágústsson Höfundur er alþingismaður og for- maður Framsóknarflokksins. AÐ undanförnu hef- ur skapast nokkur um- ræða um hugmyndir Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ) og Sam- taka atvinnulífsins (SA) um stofnun s.k. Áfallatryggingasjóðs. Sjóðnum er m.a. ætlað að taka yfir réttindi sem í dag er kveðið á um í lögum um almanna- tryggingar og Tryggingastofnun ríkisins sér um að framkvæma. Ör- yrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) hefur lýst sig mótfallið þessum hug- myndum, sbr. ályktun aðalfundar 6. október 2007. ÖBÍ hefur m.a. áhyggjur af því að réttarstaða ein- staklinga sem þurfa á aðstoð að halda vegna slyss eða sjúkdóma muni versna. Rétt er að taka fram að andstaða ÖBÍ beinist ekki að því hvaða aðili veitir þjónustuna heldur hvaða aðili tekur ákvörðun um rétt einstaklings til aðstoðar. Hafa fulltrúar ÖBÍ áhyggjur af því að réttarstaða þeirra sem í hlut eiga verði ekki nægilega tryggð m.a. vegna þess að félagasamtök s.s. ASÍ, lífeyrissjóðir, einkahlutafélög, sjálfseignarstofnanir o.fl. lúta al- mennt ekki stjórnsýslulögum eða öðrum reglum stjórnsýsluréttar. Hvers vegna hafa stjórn- sýslulögin svo mikla þýðingu fyrir öryrkja og fólk með fötlun? Mikilvægustu réttindi þeirra ein- staklinga sem hér eiga í hlut eru oft- ar en ekki réttur þeirra til aðstoðar vegna stöðu viðkomandi ein- staklings s.s. vegna sjúkleika, ör- orku og sambærilegra atvika, sem tryggð eru með 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar. Lög um al- mannatryggingar eru meðal þeirra laga sem sett hafa verið til að full- nægja þessu ákvæði stjórnarskrár- innar og samkvæmt þeim er það hlutverk stjórnvalda að taka ákvörð- un um það í hverju tilviki fyrir sig hvort viðkomandi einstaklingur uppfyllir skilyrði laganna til að hljóta aðstoð. Við undirbúning og meðferð slíkrar ákvörðunar er stjórnvöldum skylt að fara að stjórnsýslulögum og öðrum reglum stjórnsýsluréttarins. Reglurnar eiga að leiða til þess að lögfræðilega rétt niðurstaða fáist í hverju máli jafnvel þó svo að einstaklingurinn hafi óljósar hugmyndir um rétt sinn og eigi jafnvel ekki frumkvæði að öllu því sem nauðsynlegt er að gera til að virkja réttindin. Þær reglur sem fram koma í stjórnsýslulögum eru sérstaklega mikilvægar þegar ákvörðun er matskennd, eins og t.d. ákvörðun um þarfir einstaklings fyr- ir aðstoð vegna sjúkleika. Þá er í langflestum tilvikum hægt að kæra ákvarðanir stjórnvalda um réttindin til æðra stjórnvalds sem endur- skoðar þá mál einstaklingsins í heild sinni. Munu stjórnsýslureglur gilda um Áfallatryggingasjóð? Áfallatryggingasjóður verður undir sameiginlegri stjórn vinnu- veitenda og verkalýðshreyfingar með sambærilegum hætti og lífeyr- issjóðirnir hafa verið. Þegar réttindi einstaklings til þjónustu eða stuðn- ings byggist á einkaréttarlegum grundvelli gilda stjórnsýslulögin og aðrar reglur stjórnsýsluréttarins al- mennt ekki. Í fréttum Ríkisútvarps- ins 8. nóvember sl. er haft eftir framkvæmdastjóra ASÍ að lífeyr- issjóðir starfi samkvæmt stjórn- sýslulögum. Í fréttum var nýlega greint frá málshöfðun einstaklings á hendur lífeyrissjóðnum Gildi sem þingfest var í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir stuttu. Í undirbúningi þess máls var látið á það reyna hvort lífeyrissjóðum, sem ákváðu að skerða eða afnema að fullu lífeyri örorkulífeyrisþega, væri skylt að fara að stjórnsýslulögum. Í kæru ÖBÍ til fjármálaráðherra, sem hefur eftirlit með framkvæmd laga sem gilda um lífeyrissjóði, var farið fram á ógildingu ákvörðunar vegna ann- marka á málsmeðferð sjóðanna sem var ekki í samræmi við stjórn- sýslulög. Fjármálaráðherra vísaði kæru ÖBÍ frá m.a. með þeim rök- stuðningi að þó svo að fram kæmi í samþykktum lífeyrissjóða, að farið skyldi að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga í ágreiningsmálum sjóðsfélaga við sjóðinn, þá hefði slíkt ákvæði samt sem áður engin lagaleg áhrif á stöðu viðkomandi lífeyr- issjóðs gagnvart stjórnsýslulögum heldur hefði sjóðurinn val um það hvort hann færi að reglunum eða ekki. Lífeyrissjóðurinn væri ekki stjórnvald og stjórnsýslulögin tækju ekki til starfsemi sjóðsins. Þeir fjöl- mörgu einstaklingar sem nú hafa fengið tilkynningu um afnám eða skerðingu örorkulífeyris hafa því ekki annan valkost en að fara með málið fyrir dómstóla sem er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Á með- an beðið er niðurstöðu dómstóla þurfa einstaklingarnir sem í hlut eiga að sætta sig við allt að 70 þús- und króna skerðingu örorkulífeyris á mánuði. Ef hugmyndir um Áfallatrygg- ingasjóð ná fram að ganga munu til- teknar ákvarðanir um mikilvæg réttindi einstaklinga færast af hönd- um stjórnvalda yfir til einkaaðila. Með því er hætt við að öll umgjörð réttindanna breytist. Jafnvel þótt rétturinn til aðstoðar, einn og sér, verði sá sami í nýju kerfi, er veruleg hætta á því að erfiðara verði fyrir einstaklinga að virkja réttindi sín og réttarstaðan í heild sinni verði þann- ig lakari fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda. Áfallatrygginga- sjóður og réttar- staða notenda Hafdís Gísladóttir og Daníel Isebarn Ágústsson fjalla um stofnun Áfalla- tryggingasjóðs Daníel Isebarn »Ef hugmyndir umÁfallatryggingasjóð ná fram að ganga munu tilteknar ákvarðanir um mikilvæg réttindi ein- staklinga færast af höndum stjórnvalda yfir til einkaaðila. Hafdís Gísladóttir er fram- kvæmdastjóri ÖBÍ og Daníel Isebarn Ágústsson hdl. Hafdís Gísladóttir NÚVERANDI meirihluti í Kópa- vogi hefur verið við völd síðan 1990. Lengst af með Sigurð heitinn Geirdal í forsvari sem bæjarstjóra, en frá vormánuðum 2005 hef- ur Gunnar Ingi Birg- isson gegnt því emb- ætti. Margir hvá við þegar bent er á þá stað- reynd að svo stutt sé síðan Gunnar Ingi sett- ist í stólinn. Hitt er ljóst að saman hafa Sjálf- stæðisflokkur og Fram- sókn stjórnað bænum alltof lengi, og ráðslag þeirra er farið að end- urspegla þetta. Flokk- arnir hafa í æ ríkari mæli farið að líta á bæ- inn sem „sinn“ og lýðræðislegt um- boð kjósenda sem sjálfsagt. Þetta hefur til að mynda sést greinilega í skipulagsmálum, þ.s. vaðið hefur ver- ið áfram í trássi við vilja íbúa, enda búið að kjósa þessa fáeinu ein- staklinga til að stjórna og ráðskast með bæinn „þeirra“. Sundlaug og leikskóli til útvalinna Það sem af er þessu kjörtímabili hafa síðan farið að koma fram mál og dæmi þar sem greinilegt er að „einkavinir“ forsvarsmanna bæj- arins eiga að fá að komast að kötl- unum. Sl. vor komu forsvarsmenn einkafyrirtækis að máli við bæinn, og vildu fá að taka yfir rekstur eins leik- skóla fyrir bæinn. Auðvitað án út- boðs. Meirihluti bæjarráðs lét bóka að hann liti „jákvætt á erindið“, en leikskólanefnd mátti þó segja sitt álit. Viðkomandi skóli er auðvitað þegar í góðum rekstri, með til- tölulega litla starfsmannaveltu og vinsæll af foreldrum og börnum sem sækja þangað nám og áhætt- an því lítil fyrir einka- fyrirtækið. Í vor er leið var einn- ig leitað til bæjarins um að fá að taka yfir rekst- ur Sundlaugar Kópa- vogs við Rútstún. For- svarsmenn fyrirtækis úti í bæ vildu sem sagt fá að reka sundlaugina fyrir bæinn. Aftur er hvergi minnst á útboð, óháð mat eða neitt þess háttar. Andinn miklu fremur þannig, „þarna er góður biti, megum við ekki fá hann?“ Hugsunarhátturinn þannig að það sé bara gott að afhenda einka- aðilum rekstur menntastofnana og þjónustustofnana bæjarins. Og Sjálf- stæðisflokkurinn í Kópavogi er ekki að hugsa um að allir verði að fá sömu tækifæri til að bjóða í reksturinn, í þessum tilfellum á rekstur sem snýr að lögbundinni þjónustu við börnin okkar. Stöður ekki auglýstar Bæði ofangreind mál eru enn að velkjast innan bæjarkerfisins, án þess að gengið hafi verið frá neinu formlega. En viðmót Sjálfstæð- isflokksins í skjóli Framsóknar er greinilegt, þetta er bara „jákvætt“. Álíka jákvætt og að auglýsa ekki stöður á vegum bæjarins, og ráða í þær eftir hentisemi og flokks- skírteinum. Álíka jákvætt og að láta verktaka stjórna í raun skipulagi og framkvæmdahraða bæjarins og skeyta litlu um vilja íbúanna. Álíka jákvætt og að láta lóðaúthlutanir í sí- fellu orka tvímælis vegna sérhags- munagæslu fyrir „sína menn“. Einkavinavæðingin í Kópavogi Einkavinavæðingin lifir góðu lífi í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn í skjóli Framsóknar heldur þar um taumana og einhverjir molar hrjóta líka til meðreiðarsveinanna. Hvaða skref menn stíga í þá veru á næst- unni ræðst m.a. af hversu vakandi al- menningur og fulltrúar hans í minni- hlutanum í bæjarstjórn verða. Verður einkavæðing grunnskólanna næst uppi á borðinu? Mun núverandi meirihluti leggja til einkavæðingu fé- lagsþjónustunnar? Vinstri græn munu fylgjast grannt með og standa vaktina um hagsmuni almennings. Einkavinavæðing í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar um stjórnun Kópavogsbæjar » Verður einkavæðinggrunnskólanna næst uppi á borðinu? Mun nú- verandi meirihluti leggja til einkavæðingu félagsþjónustunnar? Ólafur Þór Gunnarsson Höfundur er bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.